Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Page 12
12 | Fréttir 11.–13. mars 2011 Helgarblað Börn í þremur efstu bekkjum grunn- skóla í Reykjanesbæ reykja síður en börn annars staðar á landinu. Einn- ig hafa hlutfallslega færri drukkið áfengi en meðaltalið á landsvísu segir til um. Þetta sýna niðurstöð- ur spurningakönnunar sem lögð var fyrir um 85 prósent nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi. Þegar horft er nokkur ár aftur í tímann má sjá að mikill viðsnúning- ur hefur orðið í hegðun barna á þess- um aldri í Reykjanesbæ. Foreldrar margra þeirra barna sem nú eru í efstu bekkjum grunnskóla eiga það sameiginlegt að hafa sótt ókeypis uppeldisnámskeið sem bærinn hef- ur staðið fyrir í um tíu ár. Svört skýrsla kveikjan Að sögn Eiríks Hermannssonar, fræðslustjóra í Reykjanesbæ, varð svört skýrsla í uppeldismálum, sem út kom árið 1997, til þess að bærinn tók félagslíf unglinga föstum tökum. Útivistartími hafi verið samræmdur og nánu samstarfi komið á milli skól- anna, íþróttafélaga og foreldrasam- félagsins. „Við breyttum öllu verklagi varðandi félagslíf unglinga,“ segir hann. Auk þess hafi ríflega 1.500 for- eldrar í Reykjanesbæ ár sótt uppeld- isnámskeið á vegum bæjarins, SOS – Hjálp fyrir foreldra, undanfarin tíu ár. Markmið þess sé að kenna for- eldrum hvernig draga eigi úr óæski- legri hegðun barna sinna og auka samtímis jákvæða og góða hegðun. Miklu færri reykja Þessar aðgerðir bæjaryfirvalda virð- ast skila sér í bættri hegðun ung- menna. Til marks um það er að reyk- ingar og áfengisneysla ungmenna í bænum hefur minnkað verulega. Fyrir 12 árum reyktu að jafnaði 30 prósent barna á þessum aldri en þá var landsmeðaltalið 23 prósent. Ný- leg skýrsla, Hagir og líðan grunn- skólanema í Reykjanesbæ 2010 sem unnin var á vegum Rannsókna & greiningar, leiðir í ljós að hlutfall þeirra sem reykja er aðeins einn tí- undi af því sem það var fyrir tólf árum. Nú reykja aðeins þrjú prósent 10. bekkinga í Reykjanesbæ á meðan landshlutfallið er sjö prósent. Um al- geran viðsnúning er að ræða. Verulega hefur einnig dregið úr reykingum 9. bekkinga undanfarinn áratug. Þannig var hlutfall þeirra sem reyktu 17 prósent árið 2000 en er nú á pari við landsmeðaltal, eða 4 pró- sent. Svipaða þróun er að sjá á meðal nemenda í 8. bekk en tölur yfir það eru til frá árinu 2005. Landsmeð- altal þeirra 8. bekkinga sem reykja daglega er 2 prósent en samkvæmt könnuninni reykir enginn nemandi í áttunda bekk í Reykjanesbæ daglega. Heildarsvarhlutfall á landsvísu var 84 til 86 prósent en 80 prósent í Reykjanesbæ, þar sem 157 til 178 nemendur í hverjum árgangi svör- uðu spurningalistanum. Færri drekka áfengi Niðurstöðurnar sýna einnig að færri unglingar í þremur efstu bekkjum gunnskóla drekka áfengi nú en fyr- ir tveimur árum. Að jafnaði hefur hlutfallið lækkað um 8 prósent. Nú hafa 53 prósent nemenda í 10. bekk á landsvísu drukkið áfengi, 45 prósent í 9. bekk og 31 prósent í 8. bekk. Rétt eins og þegar kemur að reyk- ingum er hlutfallið í Reykjanesbæ lægra en á landsvísu. Þar drekka nú 46 prósent nemenda í 10. bekk, 39 prósent í 9. bekk og 28 prósent í 8. bekk. Með öðrum orðum hafa hlut- fallslega færri nemendur í Reykja- nesbæ drukkið áfengi en meðaltalið á landsvísu segir til um. Þá er einnig athyglisvert að skoða svör 10. bekkinga þegar spurt er hvort þeir hafi orðið ölvaðir síðustu 30 daga. Helmingi færri nemendur í Reykjanesbæ en á landsvísu svara spurningunni játandi; 7 prósent í Reykjanesbæ en 14 prósent á lands- vísu. Neikvæð tölfræði Í Reykjanesbæ hefur atvinnuleysi lengi verið mikið auk þess sem um- fjöllun um afbrotatölfræði og vímu- efnaneyslu hefur verið fyrirferðar- mikil í fréttaflutningi af svæðinu á umliðnum árum. Þannig sýnir töl- fræði síðustu þriggja ára að flestar líkamsárásir verða á Suðurnesjum, miðað við íbúatölu, auk þess sem flest fíkniefnamál koma upp. Þó ber að hafa í huga að þau fíkniefni sem gerð eru upptæk í Leifsstöð teljast með í þeim útreikningi lögreglunn- ar. Niðurstöðurnar úr könnuninni sem hér er vitnað til gefa vísbend- ingar um að grettistaki hafi verið lyft í málum sem lúta að börnum og unglingum. Þær niðurstöður sem hér eru raktar gefa ef til vill fyrirheit um að í Reykjanesbæ vaxi nú úr grasi kyn- slóð ungmenna sem hagar sér bet- ur en fyrri kynslóðir; ungt fólk sem neytir síður áfengis á unglingsaldri, en rannsóknir hafa sýnt að áfeng- isneysla virðist beintengd annarri áhættuhegðun á borð við tóbaks- og vímuefnaneyslu. Því seinna sem áfengisdrykkja hefst, því betra. Börnin séu börn lengur Eiríkur Hermannsson segir að á þeim tíma sem skýrslan var unnin, fyrir aldamótin síðustu, hafi tölu- vert verið um að skemmtanir ung- linga hafi staðið fram yfir löglegan útivistartíma og að íþróttaæfing- ar hafi á stundum staðið fram eft- ir kvöldi. „Það var ýmislegt sem við gátum breytt með sameigin- legu átaki,“ segir Eiríkur. Samstarfs- verkefni Íþróttabandalags Reykja- nesbæjar og skólanna, Reykjanes á réttu róli, hafi verið ýtt úr vör auk þess sem fjármagn hafi verið sett í að efla foreldrasamstarf í byggð- arlaginu. Áhersla hafi verið lögð á heildstæðan skóla með það að markmiði að börnin fengju að vera börn lengur. „Þegar unglingar eru eftirlits- lausir taka þeir upp á ýmsu og við höfum reynt að vinna gegn því,“ segir hann og bætir við að bær- inn haldi uppi öflugu forvarnar- starfi. Allt þetta hafi orðið til þess að jákvæð teikn sáust fljótlega á lofti. „Við höfum séð mjög jákvæð- ar breytingar,“ segir hann og nefn- ir að til viðbótar minni tóbaks- og áfengisneyslu sé þátttaka og ár- angur nemenda í Reykjanesbæ í Skólahreysti afar góður. Hann leggur hins vegar áherslu á að ár- angurinn sé öllum sem að skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi koma að þakka. Spurður hvort sá jákvæði við- snúningur sem sjáist í ofangreind- um tölum birtist í betri námsár- angri viðurkennir Eiríkur að þar eigi þau nokkuð í land þegar horft sé til bestu skólanna. „Við höfum verið að bæta okkur í samræmdum prófum en áherslan hefur fyrst og fremst verið á líðan og velferð barnanna í skólnunum. Við bjuggum lengi við hátt hlutfall leiðbeinenda í kennslu en síðustu tvö til þrjú árin hefur okkur tekist að standa jafnfætis öðr- um á því sviði. Við viljum gera betur í náminu líka.“ Dregið úr óæskilegri hegðun Spurður um þátt SOS-uppeldis- námskeiðanna í þeim jákvæðu nið- urstöðum sem hér eru kynntar seg- ir Eiríkur að ýmislegt bendi til þess að þau hjálpi mjög til. „Námskeið- in standa öllum foreldrum til boða sem eiga börn á aldrinum tveggja til tólf ára. Þar er unnið markvisst með jákvæða atferlisstjórnun og ýmis hegðunarprógrömm,“ segir Eiríkur sem telur boðaðan niður- skurð í bæjarfélaginu ekki ógna til- vist námskeiðanna – sem bjóðast foreldrum að kostnaðarlausu, eins og áður segir. Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræð- ingur hjá Reykjanesbæ, hefur um- sjón með uppeldisnámskeiðunum. Hann segir innihald námskeiðs- ins í raun sáraeinfalt. Foreldrum sé kennt hvernig draga megi úr óæski- legri hegðun barna sinna auk þess sem stuðlað sé að góðri hegðun. Námskeiðið sé sett fram á jákvæð- an og skemmtilegan hátt þar sem farið sé í gegnum mistök í uppeldi og sýnt á myndbandi hvernig rétt sé að fara að til að stuðla að góðri hegðun. Gylfi segir forvarnargildi nám- skeiðsins ótvírætt. Með þeim að- ferðum sem kenndar séu á nám- skeiðinu megi koma í veg fyrir að börn þrói með sér hegðunarörðug- leika og neikvætt viðhorf til skóla og náms. Markviss kennsla í uppeldi Þó að erfitt sé að fullyrða hvað valdi þessari miklu breytingu í hegðun ungmenna í Reykjanesbæ, frá því „svarta“ skýrslan kom út árið 1997, er auðvelt að draga þá ályktun að tíu ára markviss kennsla í uppeldi fyrir foreldra, þeim að kostnaðar- lausu, hafi þar nokkuð að segja. Reykjanesbær er eina sveitarfé- lagið sem býður foreldrum upp á slík námskeið í uppeldi. Ekki fæst séð að aðrir þættir í forvarnarstarfi Reykjanesbæjar séu kerfisbund- ið öðruvísi en í öðrum sveitarfé- lögum. Uppskrift Reykjanesbæjar; öflugt forvarnarstarf, náin sam- vinna foreldra- og íþróttafélaga með skólayfirvöldum og markviss kennsla fyrir foreldra, sem mið- ar að því að draga úr neikvæðri hegðun barna. Þetta virðist í það minnsta hafa haft mikil áhrif til hins betra í Reykjanesbæ. n Færri börn í 8., 9. og 10. bekkjum í Reykjanesbæ reykja og drekka en á landsvísu n Fræðslustjóri segir lykilinn að viðsnúningnum náið samstarf foreldra, skóla og íþróttafélaga n Bærinn hefur boðið foreldrum ókeypis uppeldisnámskeið í tíu ár n Foreldrum er markvisst kennt að stuðla að góðri hegðun barna sinna „Námskeiðin standa öllum foreldrum til boða sem eiga börn á aldr- inum tveggja til tólf ára. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Börnin verði lengur börn Skólayfirvöld og íþróttafé- lögin hafa náð eftirtektarverðum árangri í bættri hegðun ungmenna. Hér má sjá foreldra og börn skemmta sér saman á Ljósanótt. MYND REYKJANESBÆR Margir hafa sótt námskeiðið Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur, t.v., og Árni Sigfússon bæjarstjóri veita 1.500. nemanda SOS-námskeiðsins viðurkenningu. MYND REYKJANESBÆR BETRI BÖRN Í REYKJANESBÆ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.