Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Qupperneq 12
12 | Fréttir 11.–13. mars 2011 Helgarblað Börn í þremur efstu bekkjum grunn- skóla í Reykjanesbæ reykja síður en börn annars staðar á landinu. Einn- ig hafa hlutfallslega færri drukkið áfengi en meðaltalið á landsvísu segir til um. Þetta sýna niðurstöð- ur spurningakönnunar sem lögð var fyrir um 85 prósent nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi. Þegar horft er nokkur ár aftur í tímann má sjá að mikill viðsnúning- ur hefur orðið í hegðun barna á þess- um aldri í Reykjanesbæ. Foreldrar margra þeirra barna sem nú eru í efstu bekkjum grunnskóla eiga það sameiginlegt að hafa sótt ókeypis uppeldisnámskeið sem bærinn hef- ur staðið fyrir í um tíu ár. Svört skýrsla kveikjan Að sögn Eiríks Hermannssonar, fræðslustjóra í Reykjanesbæ, varð svört skýrsla í uppeldismálum, sem út kom árið 1997, til þess að bærinn tók félagslíf unglinga föstum tökum. Útivistartími hafi verið samræmdur og nánu samstarfi komið á milli skól- anna, íþróttafélaga og foreldrasam- félagsins. „Við breyttum öllu verklagi varðandi félagslíf unglinga,“ segir hann. Auk þess hafi ríflega 1.500 for- eldrar í Reykjanesbæ ár sótt uppeld- isnámskeið á vegum bæjarins, SOS – Hjálp fyrir foreldra, undanfarin tíu ár. Markmið þess sé að kenna for- eldrum hvernig draga eigi úr óæski- legri hegðun barna sinna og auka samtímis jákvæða og góða hegðun. Miklu færri reykja Þessar aðgerðir bæjaryfirvalda virð- ast skila sér í bættri hegðun ung- menna. Til marks um það er að reyk- ingar og áfengisneysla ungmenna í bænum hefur minnkað verulega. Fyrir 12 árum reyktu að jafnaði 30 prósent barna á þessum aldri en þá var landsmeðaltalið 23 prósent. Ný- leg skýrsla, Hagir og líðan grunn- skólanema í Reykjanesbæ 2010 sem unnin var á vegum Rannsókna & greiningar, leiðir í ljós að hlutfall þeirra sem reykja er aðeins einn tí- undi af því sem það var fyrir tólf árum. Nú reykja aðeins þrjú prósent 10. bekkinga í Reykjanesbæ á meðan landshlutfallið er sjö prósent. Um al- geran viðsnúning er að ræða. Verulega hefur einnig dregið úr reykingum 9. bekkinga undanfarinn áratug. Þannig var hlutfall þeirra sem reyktu 17 prósent árið 2000 en er nú á pari við landsmeðaltal, eða 4 pró- sent. Svipaða þróun er að sjá á meðal nemenda í 8. bekk en tölur yfir það eru til frá árinu 2005. Landsmeð- altal þeirra 8. bekkinga sem reykja daglega er 2 prósent en samkvæmt könnuninni reykir enginn nemandi í áttunda bekk í Reykjanesbæ daglega. Heildarsvarhlutfall á landsvísu var 84 til 86 prósent en 80 prósent í Reykjanesbæ, þar sem 157 til 178 nemendur í hverjum árgangi svör- uðu spurningalistanum. Færri drekka áfengi Niðurstöðurnar sýna einnig að færri unglingar í þremur efstu bekkjum gunnskóla drekka áfengi nú en fyr- ir tveimur árum. Að jafnaði hefur hlutfallið lækkað um 8 prósent. Nú hafa 53 prósent nemenda í 10. bekk á landsvísu drukkið áfengi, 45 prósent í 9. bekk og 31 prósent í 8. bekk. Rétt eins og þegar kemur að reyk- ingum er hlutfallið í Reykjanesbæ lægra en á landsvísu. Þar drekka nú 46 prósent nemenda í 10. bekk, 39 prósent í 9. bekk og 28 prósent í 8. bekk. Með öðrum orðum hafa hlut- fallslega færri nemendur í Reykja- nesbæ drukkið áfengi en meðaltalið á landsvísu segir til um. Þá er einnig athyglisvert að skoða svör 10. bekkinga þegar spurt er hvort þeir hafi orðið ölvaðir síðustu 30 daga. Helmingi færri nemendur í Reykjanesbæ en á landsvísu svara spurningunni játandi; 7 prósent í Reykjanesbæ en 14 prósent á lands- vísu. Neikvæð tölfræði Í Reykjanesbæ hefur atvinnuleysi lengi verið mikið auk þess sem um- fjöllun um afbrotatölfræði og vímu- efnaneyslu hefur verið fyrirferðar- mikil í fréttaflutningi af svæðinu á umliðnum árum. Þannig sýnir töl- fræði síðustu þriggja ára að flestar líkamsárásir verða á Suðurnesjum, miðað við íbúatölu, auk þess sem flest fíkniefnamál koma upp. Þó ber að hafa í huga að þau fíkniefni sem gerð eru upptæk í Leifsstöð teljast með í þeim útreikningi lögreglunn- ar. Niðurstöðurnar úr könnuninni sem hér er vitnað til gefa vísbend- ingar um að grettistaki hafi verið lyft í málum sem lúta að börnum og unglingum. Þær niðurstöður sem hér eru raktar gefa ef til vill fyrirheit um að í Reykjanesbæ vaxi nú úr grasi kyn- slóð ungmenna sem hagar sér bet- ur en fyrri kynslóðir; ungt fólk sem neytir síður áfengis á unglingsaldri, en rannsóknir hafa sýnt að áfeng- isneysla virðist beintengd annarri áhættuhegðun á borð við tóbaks- og vímuefnaneyslu. Því seinna sem áfengisdrykkja hefst, því betra. Börnin séu börn lengur Eiríkur Hermannsson segir að á þeim tíma sem skýrslan var unnin, fyrir aldamótin síðustu, hafi tölu- vert verið um að skemmtanir ung- linga hafi staðið fram yfir löglegan útivistartíma og að íþróttaæfing- ar hafi á stundum staðið fram eft- ir kvöldi. „Það var ýmislegt sem við gátum breytt með sameigin- legu átaki,“ segir Eiríkur. Samstarfs- verkefni Íþróttabandalags Reykja- nesbæjar og skólanna, Reykjanes á réttu róli, hafi verið ýtt úr vör auk þess sem fjármagn hafi verið sett í að efla foreldrasamstarf í byggð- arlaginu. Áhersla hafi verið lögð á heildstæðan skóla með það að markmiði að börnin fengju að vera börn lengur. „Þegar unglingar eru eftirlits- lausir taka þeir upp á ýmsu og við höfum reynt að vinna gegn því,“ segir hann og bætir við að bær- inn haldi uppi öflugu forvarnar- starfi. Allt þetta hafi orðið til þess að jákvæð teikn sáust fljótlega á lofti. „Við höfum séð mjög jákvæð- ar breytingar,“ segir hann og nefn- ir að til viðbótar minni tóbaks- og áfengisneyslu sé þátttaka og ár- angur nemenda í Reykjanesbæ í Skólahreysti afar góður. Hann leggur hins vegar áherslu á að ár- angurinn sé öllum sem að skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi koma að þakka. Spurður hvort sá jákvæði við- snúningur sem sjáist í ofangreind- um tölum birtist í betri námsár- angri viðurkennir Eiríkur að þar eigi þau nokkuð í land þegar horft sé til bestu skólanna. „Við höfum verið að bæta okkur í samræmdum prófum en áherslan hefur fyrst og fremst verið á líðan og velferð barnanna í skólnunum. Við bjuggum lengi við hátt hlutfall leiðbeinenda í kennslu en síðustu tvö til þrjú árin hefur okkur tekist að standa jafnfætis öðr- um á því sviði. Við viljum gera betur í náminu líka.“ Dregið úr óæskilegri hegðun Spurður um þátt SOS-uppeldis- námskeiðanna í þeim jákvæðu nið- urstöðum sem hér eru kynntar seg- ir Eiríkur að ýmislegt bendi til þess að þau hjálpi mjög til. „Námskeið- in standa öllum foreldrum til boða sem eiga börn á aldrinum tveggja til tólf ára. Þar er unnið markvisst með jákvæða atferlisstjórnun og ýmis hegðunarprógrömm,“ segir Eiríkur sem telur boðaðan niður- skurð í bæjarfélaginu ekki ógna til- vist námskeiðanna – sem bjóðast foreldrum að kostnaðarlausu, eins og áður segir. Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræð- ingur hjá Reykjanesbæ, hefur um- sjón með uppeldisnámskeiðunum. Hann segir innihald námskeiðs- ins í raun sáraeinfalt. Foreldrum sé kennt hvernig draga megi úr óæski- legri hegðun barna sinna auk þess sem stuðlað sé að góðri hegðun. Námskeiðið sé sett fram á jákvæð- an og skemmtilegan hátt þar sem farið sé í gegnum mistök í uppeldi og sýnt á myndbandi hvernig rétt sé að fara að til að stuðla að góðri hegðun. Gylfi segir forvarnargildi nám- skeiðsins ótvírætt. Með þeim að- ferðum sem kenndar séu á nám- skeiðinu megi koma í veg fyrir að börn þrói með sér hegðunarörðug- leika og neikvætt viðhorf til skóla og náms. Markviss kennsla í uppeldi Þó að erfitt sé að fullyrða hvað valdi þessari miklu breytingu í hegðun ungmenna í Reykjanesbæ, frá því „svarta“ skýrslan kom út árið 1997, er auðvelt að draga þá ályktun að tíu ára markviss kennsla í uppeldi fyrir foreldra, þeim að kostnaðar- lausu, hafi þar nokkuð að segja. Reykjanesbær er eina sveitarfé- lagið sem býður foreldrum upp á slík námskeið í uppeldi. Ekki fæst séð að aðrir þættir í forvarnarstarfi Reykjanesbæjar séu kerfisbund- ið öðruvísi en í öðrum sveitarfé- lögum. Uppskrift Reykjanesbæjar; öflugt forvarnarstarf, náin sam- vinna foreldra- og íþróttafélaga með skólayfirvöldum og markviss kennsla fyrir foreldra, sem mið- ar að því að draga úr neikvæðri hegðun barna. Þetta virðist í það minnsta hafa haft mikil áhrif til hins betra í Reykjanesbæ. n Færri börn í 8., 9. og 10. bekkjum í Reykjanesbæ reykja og drekka en á landsvísu n Fræðslustjóri segir lykilinn að viðsnúningnum náið samstarf foreldra, skóla og íþróttafélaga n Bærinn hefur boðið foreldrum ókeypis uppeldisnámskeið í tíu ár n Foreldrum er markvisst kennt að stuðla að góðri hegðun barna sinna „Námskeiðin standa öllum foreldrum til boða sem eiga börn á aldr- inum tveggja til tólf ára. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Börnin verði lengur börn Skólayfirvöld og íþróttafé- lögin hafa náð eftirtektarverðum árangri í bættri hegðun ungmenna. Hér má sjá foreldra og börn skemmta sér saman á Ljósanótt. MYND REYKJANESBÆR Margir hafa sótt námskeiðið Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur, t.v., og Árni Sigfússon bæjarstjóri veita 1.500. nemanda SOS-námskeiðsins viðurkenningu. MYND REYKJANESBÆR BETRI BÖRN Í REYKJANESBÆ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.