Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 11.–13. mars 2011 Helgarblað n Íslendingar kjósa um tugmilljarða skuldbindingu eða að fara fyrir dómstóla n Kostnaður ríkissjóðs fimmfallt lægri en í síðasta samningi n Hægt að reka Háskóla Íslands í þrjú ár fyrir upphæðina KJÓSUM UM 32 MILLJARÐA KRÖFU Íslenskum almenningi bíður það úrlausnarefni að ákveða hvort Ice- save-samningurinn sem Alþingi sam- þykkti á dögunum verði staðfestur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, ákvað í síðasta mánuði að setja málið í hend- ur þjóðarinnar. Eftir tæpan mánuð er atkvæðagreiðsla sem snýst fyrst og fremst um hvort Íslendingar ætli að fara samningaleiðina eða dómstóla- leiðina. Verði samningurinn sam- þykktur fær Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra heimild til þess að undirrita fyrir hönd ríkissjóðs Ice- save-samninginn við Breta og Hol- lendinga. Margt hefur verið sagt á þeim þremur árum sem liðin eru frá því Icesave komst fyrst á koppinn í Bret- landi og Hollandi. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda lýstu því margoft yfir í að- draganda falls Landsbankans að ís- lenska ríkið myndi tryggja innistæður sem bankinn hafði safnað í gegnum Icesave. Í október 2008 tilkynntu íslensk stjórnvöld fyrst að þau hefðu náð samkomulagi við Hollendinga um Ice save. Það samkomulag fól í sér að íslenska ríkið myndi bæta hverjum og einum hollenskum innistæðueiga- anda innistæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin myndi lána Íslandi til að standa undir þessum greiðslum. Helstu atriði samningsins Heildarhöfuðstóll innistæðna Ice- save í Bretlandi og Hollandi er 673 milljarðar króna. Þar af eru 2,4 millj- arðar punda í Bretlandi og 1,3 millj- arðar evra í Hollandi. Samkvæmt nýj- um útreikningum samninganefndar Íslands er áætlaður kostnaður rík- issjóðs vegna samninganna um 32 milljarðar króna, en ekki 47 milljarðar króna eins og áður hafði verið metið. Icesave-samningurinn sem Al- þingi samþykkti en verður nú lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur þegar verið áritaður með upphafsstöfum samningsaðila, en ekki verður skrif- að undir hann nema þjóðin sam- þykki hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem fyrr segir er um að ræða 673 milljarða króna höfuðstól en áætlað- ur kostnaður Íslendinga er 32 millj- arðar króna. Það er Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta sem er aðili að samningnum, en með fullri ábyrgð frá íslenska ríkinu. Það þýðir að ef inneignin í sjóðnum dugar ekki til þess að greiða Bretum og Hollend- ingum sínar kröfur, þá hleypur ríkið undir bagga og ábyrgist að sjóðurinn geti endurgreitt Bretum og Hollend- ingum útlagðan kostnað þeirra við að bæta innistæðueigendum í löndun- um tveimur tjón sitt. Tryggingarsjóðurinn skuldbindur sig til að endurgreiða stjórnvöldum ríkjanna samtals 673 milljarða króna, en sú upphæð miðar við sölugengi krónunnar þann 22. apríl 2009 þegar kröfurnar í bú bankans voru festar við gengi þess dags. Ef lögin verða samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu mun tryggingar- sjóðurinn fá framseldar kröfur breska tryggingarsjóðsins og hollenska seðlabankans vegna greiðslu lág- markstrygginga á hendur þrotabúi Landsbankans. Fyrirvarar Í samningnum sem nú verður kosið um eru tvíþættir efnahagslegir fyrir- varar. Í þeim felst að sett verði þak á árlegar greiðslur úr ríkissjóði og að ef höfuðstóll eftirstöðva af skuldbind- ingu innistæðusjóðsins verður hærri en ákveðin fjárhæð, þá muni lánstím- inn lengjast sjálfkrafa í lok júní 2016 í hlutfalli við þá upphæð sem eftir stendur. Þakið á árlegar greiðslur ríkisins eftir 2016 miðast við 5% af tekjum rík- isins á næsta ári. Þá er miðað við að greiðslurnar verði ekki hærri en 1,3% af vergri landsframleiðslu. Það jafn- gildir 20 milljörðum króna á ári. Mun- urinn á þessum samningi og fyrri Ice- save-samningi er meðal annars að ef upp kemur ágreiningur um samning- inn þá verður leyst úr honum fyrir Al- þjóðagerðardómstólnum í Haag en ekki fyrir breskum dómstólum líkt og kveðið var á um í þeim fyrri. Tryggt er að Ísland myndi eiga fulltrúa í gerðar- dómnum, ef til slíks ágreinings kæmi. Hagstæðari vextir Vextir nýja samningsins eru umtals- vert hagstæðari Íslendingum held- ur en í samningnum sem hafnað var í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rúmu ári. Vextirnar af láninu frá Bretum eru 3,3% og vextirnir af láninu frá Hollendingum eru 3%. Ástæðan fyr- ir því að vextirnir eru ekki þeir sömu í Hollandi og Bretlandi er mismun- andi fjármögnunarkostnaður ríkj- anna tveggja. Engir vextir reiknast af kröfunni fram á haustið 2009 eða í um það bil ár eftir að Landsbankinn féll og Icesave með. Í fyrri Icesave-samn- ingnum var hins vegar ekki gert ráð fyrir tímabili þar sem vextir reiknuð- ust ekki, heldur áttu Íslendingar að byrja að greiða vexti frá og með 1. jan- úar 2009. Þá var heldur ekki gert ráð fyrir því að greiðsla þeirra hæfist fyrr en árið 2016 og yrði lokið átta árum síðar eða 2024. Í fyrri samningi var því ekki gert ráð fyrir neinum beinum greiðslum úr ríkissjóði fram til 2016. Fyrir utan það tímabil sem Íslending- ar þurfa ekki að greiða vexti, þá er sá munur á þessum og nýja samningn- um að áfallnir vextir frá október 2009 verða gerðir upp í einu lagi í árslok 2010 og eftir það á hverjum ársfjórð- ungi. Með þessu svokallaða vaxtafríi og miklu lægri meðalvöxtum er gert ráð fyrir því að uppsafnaður vaxta- kostnaður Íslands í lok þess árs muni nema 26 milljörðum króna í stað 75 milljarða króna eins og gert hafði ver- ið ráð fyrir í fyrri samningi. Það munar því 49 milljörðum króna. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Tímalína 2006 2007 2008 2009 Maí 2007 80 þúsund viðskiptavinir eiga þrjá milljarða punda á Icesave-reikningum. Október 2006 Icesave sett á fót í Bretlandi og fyrstu reikning- arnir stofnaðir. Maí 2008 Icesave opnað í Hollandi. Ágúst 2008 Viðskiptavinir Icesave eru orðnir 350 þúsund talsins í Evrópu. Október 2008 Áhlaup á reikningana, lokað fyrir úttektir og Ice save hrynur. Gordon Brown beitir hryðju- verkalögum á Íslendinga. Júní 2009 Samninga- nefnd Íslands undirritar samning við Breta um að Ísland ábyrgist andvirði 650 milljarða króna. Eign- ir Landsbanka í Bretlandi ganga upp á móti en óvíst hversu langt þær duga. Útlit er fyrir að tugir og jafnvel hundruð milljarða lendi á íslenskum skattgreiðendum. Ágúst 2009 Alþingi samþykkir ríkisábyrgð á Icesave. Fyrirvarar Alþingis gerðu ráð fyrir að Alþingi gæti fellt ríkisábyrgðina niður árið 2024. Þetta þýddi að ef Ísland hefði ekki náð sömu þjóðarframleiðslu árið 2024 og hún var 2008 þá yrði ekkert af Icesave láninu greitt til baka. September 2009 Bretar og Hollendingar hafna þeim fyrirvara í Icesave- samningnum að ef hluti Icesave lánsins er ekki greiddur árið 2024 verði ríkin að semja um afganginn af greiðslunni. Október 2009 Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og full- trúar hollenskra og breskra stjórnvalda undirrita nýjan samning um Icesave. Undirritun er gerð með fyrirvara um samþykki Alþingis. „Þá er sett sak á árlegar greiðslur ríkisins eftir 2016 og mið- ast það við 5% af tekjum ríkisins á næsta ári. Aftur í þjóðaratkvæði Íslendingar greiða atkvæði um hvort ríkið eigi að taka á sig 32 milljarða króna vegna Icesave eða fara með málið fyrir dómstóla. Jóhanna og Steingrímur Forystu- menn ríkisstjórnarinnar hafa reynt að leiða Icesave-málið til lykta í þrjú ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.