Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Síða 62
62 | Fólk 6.–8. maí 2011 Helgarblað Árlegt Drottningamót ÍR og Olís verður haldið laugardaginn 7. maí. Drottninga- mótið er ætlað knattspyrnudrottningum sem náð hafa 25 ára aldri og spila ekki með meistaraflokkum félagsliðanna. Þetta er í fimmta skiptið sem mótið er haldið og er stefnt á skemmtilegt og veglegt mót að vanda. Án efa á þátttaka stjörnuliðsins FC Ógnar eftir að lífga upp á mótið. Knattspyrnufélagið FC Ógn er ekkert venjulegt knattspyrnufélag. Meðlimir eru allir harðkjarnastelpur, flestar úr leikhúsi og listageiranum og hafa allar áhuga á fótbolta. Fyrirliði liðsins, Rakel Garðars- dóttir Vesturportari með meiru, pressar hart á liðsmenn sína. „Nú er það bara allt eða ekkert,“ segir fótboltastýran sem sættir sig ekki við neitt annað en sigur á mótinu. Rakel er sjálf í liðinu og nokkrar lið- tækar fótboltakempur og skvísur svo sem Vala Garðarsdóttir, Harpa Ómarsdótt- ir, Svandís Dóra leikkona og Lilja Nótt Þórarinsdóttir leikkona eiga eftir að sýna tilþrif á vellinum. Einn liðsmanna átti hugmyndina að nafni liðsins, FC Ógn, og þykir það lýsa ógnarstjórn Rakelar vel sem bannar alla linkind á vellinum. Á móti FC Ógn spila stelpur úr Breiðabliki, Stjörnunni, nokkrar drottn- ingar úr ÍR, liðið FC Túttur, Tuðrurnar og Grindavíkurtuðrurnar. Rakel Garðarsdóttir er í stjörnuliðinu FC Ógn og pressar á liðsmenn sína: Rakel sýnir enga linkind Fyrirliðinn sættir sig ekki við neitt annað en sigur en stjörnuliðið FC Ógn keppir á móti sterkum liðum með fyrrverandi land- liðskempum. „Nú er það allt eða ekkert“ Atli Freyr Arnarsson fær ekki að vera aðstoðarmaður átrúnaðargoðs síns, Lady Gaga. Hann fékk hins vegar langflest með- mæli í keppni um að verða slíkur. Keppnin var haldin á vegum veftímarits stjörnunnar, Lady Gaga Metro, og verðlaunin fólust í því að vera aðstoðarmaður hennar í einn dag. Atli hefur sýnt aðdáun sína á poppdívunni með því að flúra mynd af henni á upphand- legg sinn og vakti uppátækið mikla athygli. Flúrið og meðmælin virðast þó ekki hafa dugað til en um fjórar milljónir kepptu við Atla um hlutskiptið. Hann þakkaði fyrir stuðninginn og sagðist stoltur yfir því að hafa þrátt fyrir allt saman gengið svona vel. Lady GaGa Fær ekki að aðstoða Giftist 91 árs bílasala „Áhyggjuleysi skiptir miklu máli og ef maður hefur nægilegt fé til að hafa í sig og á, þá er maður á besta staðnum,“ sagði Anna Mjöll Ólafs- dóttir söngkona sem greindi frá því í opinskáu viðtali við DV í febrúar að hún væri skilin við bassaleikarann Neil Stubenhaus, eftir stormasamt samband. Vefmiðilinn TMZ hefur nú greint frá því að Anna Mjöll hafi gengið að eiga Cal Worthington, einn ríkasta bílasala heims, í apríl. Hann er fæddur árið 1920. Telja verður líklegt að Anna Mjöll hafi nú nægilegt fé til að hafa í sig og á. „Ég held að stundum geti peningarnir orðið meira böl en hamingja,“ sagði hún við DV í febrúar. V ið Þór Eldon erum búnir að vinna að þessari plötu í bráðum þrjú ár,“ segir frétta- maðurinn Heimir Már Pét- ursson. Heimir Már myndar tvíeykið Hnotubrjótana ásamt Þór Eldon, fyrr- verandi Sykurmola en um er að ræða fyrstu plötu þeirra. Heimir Már, sem er bróðir rokk- arans Rúnars Þórs, er ekki ókunn- ugur tónlist þó útgáfa hans til þessa hafi ekki farið hátt. „Ég gaf út geisla- disk þegar ég ætlaði að verða stjórn- málamaður árið 1999, við engar und- irtektir. Platan seldist ekki neitt,“ segir Heimir Már en textar eftir hann hafa komið út á plötum Rúnars Þórs. Þá var Heimir Már á árum áður söngvari í pönkhljómsveitinni Reflex. Heimir Már segir að sveitin hafi komist í und- anúrslit í fyrstu Músíktilraununum. „Þá var sviðið þar sem fréttastúdíóið hjá Stöð 2 er núna,“ segir hann. Leiðin til Kópaskers Platan sem Hnotubrjótarnir hafa nú lokið við að gera heitir Leiðin til Kópa- skers, en Heimir Már á meðal annars rætur að rekja þangað. Á henni eru tíu lög. Heimir Már segir að tónlistin á plötunni samanstandi af erlendum lögum sem séu í uppáhaldi hjá hon- um og frumsaminni tónlist sem hann hafi tekið þátt í að semja þegar hann var í Reflex. „Þetta er mjög blönduð tónlist en allir textarnir eru eftir mig, allir nema Vor í Vaglaskógi eftir Krist- ján frá Djúpalæk.“ Naut aðstoðar góðra vina Heimir segir að þeir félagar hafi fengið á bilinu fimmtán til tuttugu manns til að spila með sér meðan á tökum hafi stóð. „Þetta ferli hefur fyrir mig aðallega verið staðfesting á því hvað ég á marga og góða vini,“ seg- ir Heimir Már sem bætir við að hann verði fimmtugur á næsta ári. Hann sé stálheppinn að eiga Þór Eldon að vini, sem nenni að hanga með sér í þrjú ár við plötu- gerð. „En ég á fleiri góða vini, til dæmis Vilberg Viggósson sem er til í að spila fyrir mig á besta píanó í heimi. Ég á að minnsta kosti fjóra góða bassaleikara fyrir vini, trommuleikara og gítarleik- ara. Ég á vini úti um allar tær og trissur sem eru til í að hjálpa mér vegna vináttu, ekki vegna peninga eða einhvers annars,“ segir Heimir Már. Hann tekur líka fram að bróð- ir sinn, Rúnar Þór, hafi verið ráð- gjafi sinn númer eitt, tvö og þrjú; sér í lagi hvað sönginn varði. Hann sé honum þakklátur. Kemur út í júní Heimir Már segist aðspurður ánægð- ur með afraksturinn en bíður nú eft- ir því að Smekkleysa standi við sinn hluta samningsins og komi plötunni í búðir. Hann vonist til að það gerist þann 9. júní, á afmælisdegi móður sinnar heitinnar. „Það verður að veru- leika ef allir standa sig,“ segir hann. Heimir Már segir að hann hafi þegar fengið góð meðmæli með plöt- unni. „Ég sat í gærkvöldi með Diddu [Jónsdóttur] skáldkonu og Magnúsi Þór [Megasi], heima hjá Diddu, þar sem við hlustuðum allt kvöldið á síð- ustu drögin að plötunni. Þegar við vorum búin að því stóð Megas upp og sagði: Ég held að það sé ekki hægt að gera neitt í þessu.“ Það verða að þykja góð meðmæli. baldur@dv.is Frétta- maður GeFur út plötu n Heimir Már Pétursson er annar helmingur tvíeykisins Hnotubrjótanna n Hefur unnið að plötu í þrjú ár n Syngur og semur textana sjálfur n Platan Leiðin til Kópaskers, kemur út 9. júní „ef allir standa sig“„Þetta ferli hefur fyrir mig aðal- lega verið staðfesting á því hvað ég á marga og góða vini. Hnotubrjót- arnir Heimir Már og Þór hafa lengi unnið saman að plötunni. MyNd ÚR SAFNi HNotubRjÓtANNA Framhliðin Leiðin til Kópaskers er fyrsta plata Hnotubrjótanna. Söng ungur í pönkhljómsveit Heimir Már samdi texta við öll lögin á plötunni nema eitt. MyNd ÚR SAFNi HNotubRjÓtANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.