Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Qupperneq 4
4 Fréttir 16.–18. mars 2012 Helgarblað Pressan bað DV afsökunar n Bendluðu ritstjóra blaðsins við kynferðisbrot V efmiðillinn Pressan baðst á fimmtudagskvöldið afsökun- ar og fjarlægði frétt að beiðni lögmanns og ritstjóra DV. Vef- miðillinn Pressan birti á fimmtudag- inn frétt, þar sem sagði í fyrirsögn að ritstjórar DV væru flæktir í kynferð- isbrot. Með fréttinni var birt mynd af öðrum ritstjóra DV. Þegar nánar var að gáð reyndist um falska ásök- un að ræða. Fréttin byggði á tilvitn- un í dæmi sem Vilhjálmur Hans Vil- hjálmsson lögmaður setti upp í grein í Fréttablaðinu. Í yfirlýsingu sem ritstjórar DV sendu frá sér síðdegis á fimmtudag kom fram að þeir sem störfuðu á fjölmiðlum væru viðbúnir óvæginni gagnrýni „… en það hefur ekki ver- ið gefið skotleyfi til að ráðast að fjöl- miðlafólki með uppdiktuðum ásök- unum um aðild að kynferðisbrotum.“ Lögmaður DV fór fyrir hönd blaðsins fram á að Pressan fjarlægði fréttina og að DV yrði beðið afsökun- ar. Pressan varð um kvöldmatar leytið við þeirri beiðni. Á vef þeirra kem- ur fram: „Að því fram komnu hefur Pressan ákveðið að verða við ósk lög- mannsins um að fjarlægja fréttina, biðjast afsökunar á framsetningu fyrirsagnarinnar og jafnframt birta yfirlýsingu blaðsins. DV er hér með beðið afsökunar á framsetningunni. Fréttin hefur verið fjarlægð.“ H jörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni, fær árangurstengdar bónus- greiðslur fyrir hvern nýj- an meðlim með skráir sig í söfnuðinn, samkvæmt heimildum DV. Mun þetta vera ákvæði í ráðning- arsamningi hans og bætast bónus- greiðslurnar ofan á föst laun. Heim- ildirnar herma að um sé að ræða 1,5 til 2 milljónir króna á ári. Samkvæmt skatta- og útsvarsskrá árið 2010 var Hjörtur Magni með tæpar 800 þús- und krónur í mánaðarlaun. Heimildarmenn DV höfðu orð á því að hann ætti það til að seilast ansi langt til þess að skrá fólk í söfnuðinn. Hann byði til að mynda brúðhjónum upp á hjónavígslur án endurgjalds, gegn því að þau skráðu sig í söfnuð- inn. Þá hefði hann einnig tekið upp á því í erfidrykkjum að bjóða fólki að skrá sig í Fríkirkjuna. Meirihlutinn gekk af fundi DV hefur síðustu daga fjallað um log- andi deilur innan Fríkirkjunnar en meirihluti safnaðarráðsins, fjórir full- trúar af sjö, gengu af fundi í síðustu viku og sögðu sig úr ráðinu vegna „… óásættanlegrar framgöngu Hjartar Magna Jóhannssonar í mörgum mál- um, bæði gagnvart starfsfólki safnað- arins og okkur í safnaðarráðinu í lang- an tíma,“ að því er segir í tilkynningu frá fulltrúunum. Mun hafa verið reynt til þrautar að ná sáttum við Hjört Magna, án árang- urs. Fulltrúarnir sáu því ekki annan kost í stöðunni en að segja sig frá störf- um. Höfðu þeir allir starfað sem sjálf- boðaliðar við Fríkirkjuna í 7 til 8 ár. Samkvæmt heimildum DV var það kornið sem fyllti mælinn hjá safnaðarráðinu að Hjörtur Magni vildi losna við Bryndísi Valbjarnar- dóttur, sem einnig starfar sem prestur í Fríkrikjunni, úr söfnuðnum. Hann einn hefur þó ekki völd til að segja henni upp störfum heldur þarf safnaðarráðið að samþykkja það. Beitt andlegu ofbeldi Á miðvikudag lýsti Ása Björk Ólafs- dóttir, starfandi sóknarprestur á Ír- landi, því hvernig Hjörtur Magni hrakti hana burt úr starfi prests við Fríkirkjuna árið 2008. Hún segir hann hafa beitt sig andlegu ofbeldi og lagt í einelti. DV hefur rætt við fjölda einstak- linga síðustu daga, bæði fyrrverandi starfsfólk og sjálfboðaliða við Frí- kirkjuna, og eru frásagnir flestra af hegðun Hjartar Magna á sama veg. Hann sé eins og „kóngur í ríki sínu“, treysti engum, sé valdasjúkur og njóti þess að baða sig í athygli. Yfir tugur einstaklinga hefur hrakist úr störfum fyrir kirkjuna á síðustu árum vegna framkomu hans. Eins og í „sértrúarsöfnuði“ Hjörtur Magni kemur mjög vel fyrir út á við og flestir eru sammála um að hann sé góður prestur og vel liðinn í söfnuðnum. „Hann er bara kominn með mikilmennskubrjálæði eftir öll þessi ár þarna. Vill stjórna öllu og þar með talið peningunum sem stjórnin ber ábyrgð á,“ segir fyrrverandi með- limur í safnaðarráði Fríkirkjunnar, sem ekki vill koma fram undir nafni. Heimildir herma að ástandið síð- astliðin 10 ár hafi verið eins og í „sér- trúarsöfnuði“. Ekki náðist í Hjört Magna við gerð fréttarinnar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is n Fær um 1,5 til 2 milljónir á ári ofan á föst laun Fær bónus- greiðslur fyrir nýja meðlimi „Hann er bara kominn með mikilmennskubrjálæði eftir öll þessi ár þarna Bónusgreiðslur Samkvæmt heimildum DV er kveðið á um það í ráðningarsamningi Hjartar Magna að hann fái bónusgreiðslu fyrir hvern nýjan meðlim sem skráir sig í söfnuðinn. Lögregla kom smyrli til bjargar Lögreglan kom smyrli til hjálpar fyrr í vikunni en sá fannst skammt frá Elliðavatnsvegi í Garðabæ, að því er fram kemur á vef lögregl- unnar. Fuglinn gat ekki flogið og því var hann færður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til aðhlynningar. Ekki er ljóst hvort um karl- eða kvenfugl er að ræða enda sést það víst ekki svo glöggt, að sögn lög- reglu, sem segir óvíst hvort smyr- illinn sé vængbrotinn en reynist það raunin eru batahorfur litlar. Fær bætur vegna kals Karlmaður sem starfaði við lönd- un á frosnum fiski og missti hluta þriggja fingra þegar hendur hans kól fær bætur vegna þess líkams- tjóns sem hann varð fyrir sam- kvæmt dómi Hæstaréttar. Maðurinn sagði að verkstjóri hans hefði skipað honum að halda áfram að vinna þrátt fyrir að hann fyndi fyrir miklum verkjum í fingr- um. Mun hann hafa unnið í tólf tíma í tuttugu og fimm stiga frosti. Dómur Hæstaréttar staðfestir ábyrgð vinnuveitanda á því lík- amstjóni sem maðurinn varð fyrir. Þar sem starfsmaðurinn slasast við vinnu sína er ábyrgðin vinnu- veitandans, því rekja má atvikið til athafnaleysi eða saknæmrar athafnar vinnuveitanda, eins og segir í dómnum. Kal var í þremur fingrum vinstri handar og tveimur fingrum á hægri hönd mannsins. Þá þurfti að fjarlægja hluta af báð- um löngutöngum og taka af beini fjærkjúku beggja baugfingra. Hæstiréttur mat það svo að verkstjórn í þessu tilviki hefði verið áfátt og að maðurinn hafi ekki fengið leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að bera sig að við vinnu í þessum mikla kulda. Fjarlægðu fréttina Björn Ingi Hrafnsson á Pressuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.