Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 14
Skerðingar koma niður á barneignum 14 Fréttir 16.–18. mars 2012 Helgarblað Stærð 140x200 100% dúnn 100% bómull 790 grömm dúnfylling engin gerfiefniFermingartilboð Dúnmjúkar dúnsængur áður 33.490 kr nú 24.990 kr Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is É g spáði því að þetta myndi ger- ast í kjölfar þess að fæðingar- orlofið var skert,“ segir Ingólfur V. Gíslason, dósent í félags- fræði við Háskóla Íslands, um nýjar tölur Hagstofu Íslands yfir fæðingar árið 2011. Þá fæddust 4.496 börn með lögheimili á Íslandi sem er nokkur fækkun frá árinu 2010 þegar 4.907 börn fæddust. Ekki hafa færri börn fæðst á Íslandi frá árinu 2006 þegar 4.415 börn komu í heiminn. Miklar skerðingar Réttindi foreldra í fæðingarorlofi hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum og áratugum. Ingólfur segir að skerðingin sem hann vísar til hafi komið í tveim- ur áföngum, fyrst árið 2008 og svo við fjárlagagerðina 2009. Þá var sett þak á greiðslur sem gerir það að verkum að einstaklingar í fæðingar- orlofi fá 80 prósent af tekjum sínum upp að 200 þúsund krónum og 75 prósent af tekjum umfram það að 300 þúsund krónum. Ekki sé hægt að fá meira en 300 þúsund krónur. Ingólfur bendir á að í lögum sem samþykkt voru árið 2000 hafi ekkert þak verið á greiðslum. „Það skipti engu máli hvað þú hafðir í tekjur, þú fékkst 80 prósent af launum,“ segir Ingólfur og bætir við að árið 2004 hafi þak verið sett á sem ein- ungis fjögur prósent feðra og um eitt prósent mæðra rákust í. Í dag sé staðan önnur og verri. „Síðustu töl- ur frá Fæðingarorlofssjóði sýna að rétt tæpur helmingur feðra og um fjórðungur mæðra rekst í þetta þak. Þannig að þetta er svakalega mik- il breyting,“ segir Ingólfur og bætir við að á árunum 2000 til 2008 hafi einungis þeir allra launahæstu rek- ist í þak Fæðingarorlofssjóðs. Óvissuástand Ingólfur vill þó undirstrika það að aðeins sé um kenningu að ræða þar sem fækkun fæðinga hefur ekki verið skoðuð sérstaklega. „Það er allavega alveg ljóst að þessi tvö stóru skref sem hafa verið tekin til að bæta fæðingarorlofið, annars veg- ar árið 1986 og svo árið 2000, höfðu mjög jákvæð áhrif á barneignir Ís- lendinga. Mér finnst ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að skerðingar koma niður á barneignum.“ Hann segir að annar möguleiki sé óvissu- ástandið í þjóðfélaginu. Fjárhagsleg staða margra hafi versnað eftir hrun og þá hiki fólk. Hann setur samt fyr- irvara við þá kenningu. „Mér finnst að það hefði þá átt að koma miklu fyrr fram,“ segir Ingólfur en sem dæmi fjölgaði fæðingum hrunárið 2008 og aftur árið 2009. „Ég er miklu hrifnari af hinni skýringunni og ég held að fólk sé núna farið að átta sig á þessum breytingum. Jafnvel þó fólk hafi séð fréttir um breytingar á lögum um fæðingarorlof þá síast það ekki inn. Svo koma sögurnar frá ættingjum og vinum og þá mynd- ast dýpri skilningur á því hvað þetta hefur verið djúp og mikil skerðing.“ Í tölum Hagstofunnar kemur fram að 2.327 drengir hafi fæðst hér á landi í fyrra en 2.169 stúlkur. Því fæddust 1.073 drengir á móti hverj- um 1.000 stúlkum árið 2011. Ár- gangurinn 2011 er sá 26. stærsti frá 1951. Skert fæðingarorlof Ingólfur segist hafa spáð því að fæðingum myndi fækka eftir að fæðingarorlofið var skert árin 2008 og 2009. n Fæðingum fækkar n Félagsfræðingur segir skerðingar hafa áhrif „Þannig að þetta er svakalega mikil breyting. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Sleginn með glasi í ennið Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítugan karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættu- lega líkamsárás. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Jacobsen í Austurstræti þann 15. maí 2010 en maðurinn sló fórnarlamb sitt með glasi í andlitið þannig að glasið brotnaði. Þá sló hann fórnarlamb- ið með krepptum hnefa í maga í nokkur skipti. Fórnarlambið hlaut fjölmarga skurði og rispur hægra megin á enni og mar þar undir. Árásarmaðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Honum var gert að greiða fórnarlambi sínu 250 þúsund krónur í bætur. Kjaraskerðing eldri borgara „Það er búið að afturkalla kjara- skerðingu ráðherra, þingmanna og embættismanna en ekki kjara- skerðingu lífeyrisþega,“ segir í ályktun kjaranefndar Félags eldri borgara sem samþykkt var á þriðjudag. Nefndin krefst þess að þessi mismunun verði leiðrétt þegar í stað. Í ályktuninni segir að ekki verði séð að ríkisstjórnin sé á þeim bux- unum að leiðrétta þá miklu kjara- skerðingu sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir eftir hrun. „Kjaranefnd Félags eldri borg- ara krefst þess að þessi kjara- skerðing verði leiðrétt strax og þar á meðal að afturkölluð verði nú þegar kjaraskerðing aldraðra og öryrkja frá 1. júlí 2009. Í lögum um málefni aldraðra segir að aldr- aðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins,“ segir í ályktuninni þar sem bent er á að ráðherrar, þingmenn og embætt- ismenn hafi endurheimt sín kjör. Nefndin bendir á að þessi mis- munun sé brot á ákvæði laga um málefni aldraðra og krefst leiðrétt- ingar strax. 4. 09 1 4. 04 9 4. 14 3 4. 23 4 4. 28 0 4. 41 5 4. 56 0 4. 83 5 5. 02 6 4. 90 7 4. 49 6 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 n Eins og hér sést hafa ekki færri börn fæðst á Íslandi frá árinu 2006. Fæðingum fjölgaði nokkuð eftir hrun en þeim hefur aftur fækkað. HeiMild: HagStofa ÍSlandS Fjöldi fæðinga eftir árum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.