Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Qupperneq 16
16 Fréttir 16.–18. mars 2012 Helgarblað GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. s. 544 5550 Saunaklefar og úrval fylgihluta Sauna ofnar - ýmsar gerðir Baðkar með sturtu 130x130 sm GÓÐ KAUP Kerrur, ýmsar gerðir Bátakerrur ýmsar gerðir Slöngubátar m/álgólfi, stærðir 390 og 430 sm Þilplötur, panell og klæðningarefni G eir hafði skyldum að gegna gagnvart þjóðinni og al- menningi umfram bankana að mati Sigríðar Friðjóns- dóttur, saksóknara Alþing- is. Þetta koma fram fyir landsdómi á fimmtudag. Hún sagði að Geir hefði sem forsætisráðherra borið skylda til að eiga frumkvæði að aðgerðum til að minnka bankana. Hún sagði svo hafa virst að mönnum hefði ver- ið efst í huga að bankarnir mættu ekki tapa. Það hefði verið ljóst að allt árið 2008 hefði neyðarástand verið að skapast á Íslandi. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri Geirs, sat í samráðshópi stjórnvalda um fjár- málastöðugleika. Meðal þess sem Geir er ákærður fyrir er að hafa ekki séð til þess að störf hópsins væru markviss og skil- uðu árangri. Segist hafa skort lagaheimildir Fyrir landsdómi hefur ítrekað kom- ið fram að Geir hafi ekki talið sig hafa lagaheimildir til að grípa inn í starfsemi bankanna. Það hafi verið hlutverk Fjármálaeftirlitsins að hafa eftirlit með bönkunum en Seðla- banki Íslands fari með stjórn pen- ingamála. Þótt bankinn hafi á tíma- bilinu heyrt undir ráðuneytið hafi Geir ekki verið heimilt að grípa inn í starfssvið bankanna enda Seðla- bankinn sjálfstæð stofnun. Þá hafa mörg vitna sagt Geir raunar hafa gert allt sem í hans valdi stóð. Undir það tók meðal annars Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra. „Ég held að Geir Haarde hafi gert allt sem var í hans valdi á þessu tíma- bili,“ sagði Jóhanna í vitnaleiðslum fyrir dómnum. Saksóknari gagnrýndi aðgerða- leysi yfirvalda og nefndi meðal ann- ars að stöðva hefði átt innlánasöfn- un bankanna í Hollandi. Hún virtist ekki telja trúverðuga vörn hjá Geir að honum hefðu verið allar bjargir bannaðar og sem forsætisráðherra ekki getað aðhafst neitt. „Menn hljóta nú að geta gert það, ríkis- stjórn fullvalda ríkis,“ sagði Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari við dóm- ara. Fyrir dómnum hefur komið fram að mikil hræðsla hafi verið við að gera eða segja nokkuð sem fram- kallað gæti fall bankanna. Þá hefur því verið haldið fram að eftir 2006 hefði ekkert verið hægt að gera. Löngu ljóst að heimildir skorti Benda má á að löngu var ljóst að valdheimildir skorti til að takast á við hugsanlega fjármálakreppu. Raunar kom það fram strax í febrúar árið 2006 ef marka má dagsetningu á greinargerð samstarfshóps forsæt- is-, fjármála- og viðskiptaráðuneyta auk Seðlabanka og Fjármálaeftirlits- ins þar sem segir: „Fjármálaeftirlit- ið skortir hins vegar eftirlitsheimild- ir sem nauðsynlegar eru í tengslum við aðgerðir í aðdraganda, upphafi eða úrlausn fjármálakreppu. Þannig hefur Fjármálaeftirlitið ekki skýrar heimildir til að grípa inn í stjórnun fjármálafyrirtækis. Ekki er sérstak- lega kveðið á um að Fjármálaeftir- litið geti skipt um stjórnendur eða endurskoðendur fjármálafyrirtækis, eða boðað til hluthafafundar, beitt sér þar eða tekið yfir ákvörðunar- vald hans. [...] Þá getur Fjármálaeftirlitið ekki lagt tímabundið bann við tiltekinni starfsemi, svo sem móttöku innlána. Ákvæði af þessu tagi þekkjast sums staðar í löggjöf um starfsemi systur- stofnana Fjármálaeftirlitsins erlend- is.“ Síðan segir: „Þrátt fyrir að eftir- litsheimildir Fjármálaeftirlitsins séu ekki sniðnar að viðbrögðum við fjár- málakreppu, eru núgildandi heim- ildir til þess fallnar að Fjármálaeftir- litið geti beitt sér með virkum hætti.“ Geir Haarde var á meðal skráðra viðtakenda greinargerðarinnar. Kærður fyrir óskilvirkan samráðshóp Hópurinn hefur ítrekað komið til tals í landsdómi enda fjallar einn ákæruliðurinn um að hann hafi sem forsætisráðherra ekki gætt þess að störf og áherslur samráðs- hóps stjórnvalda um fjármálastöð- ugleika og viðbúnað væru mark- viss og skiluðu tilætluðum árangri. Komið hefur fram í vitnaleiðslum yfir þeim sem áttu sæti í hópnum að mikil leynd hafi hvílt yfir hon- um og hræðsla verið um að lækju einhverjar upplýsingar frá hópnum gæti það í sjálfu sér valdið banka- áhlaupi. Í rannsóknarskýrslu Al- þingis kemur fram að nefndarmenn hafi ekki viljað stilla ráðherrum upp við vegg með því að veita þeim of miklar upplýsingar. Meðlimir hóps- ins hafa að mestu gert minna úr þessum þætti en í vitnisburði fyrir rannsóknarnefndinni. Þess ber að geta að fundargerðir hópsins voru lykilgögn í málinu gegn Baldri Guð- laugssyni, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytisins, vegna innherjasvika. Geir sagði í skýrslutöku fyrir dómnum að hann teldi hópinn hafa skilað sínu enda hefði einungis ver- ið um samráðs- og upplýsingahóp að ræða. Hann hefði ekki haft vald- heimildir og skýrt væri kveðið á um að hópurinn leysti hvorki ráðuneyti né stofnanir undan ábyrgð sinni. „Alvarleg yfirsjón“ „Þeir eiga að miðla upplýsingum til þeirra sem skipa þá í hópinn,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórn- sýslufræðingur við HÍ, um hópinn í samtali við DV. Hún segir það um- hugsunarvert ef litið sé á samráðs- hópa sem þessa líkt og lokaða kaffi- klúbba. Þótt rétt sé að þeir hafi ekki valdheimildir eigi þeir að miðla upplýsingum til þeirra sem skipa hópinn. Í tilfelli samráðshóps yfir- valda voru þar flestir þeir sem komu að peningamálum, hagstjórn og bankamálum. Því má segja að þær valdheimildir sem til staðar voru í kerfinu hafi safnast á einn stað til upplýsingamiðlunar. „Þessi vinnu- brögð standast enga stjórnunar- hætti í opinberu kerfi. Það eru við- sjárverðir tímar og mikil hætta sem steðjar að. Fulltrúar í hópnum eiga að miðla upplýsingum áfram til sinna yfirmanna og það helst skrif- lega,“ segir Sigurbjörg. Ekki ákærður fyrir hrunið Fram kom í máli saksóknara að Samráðshópur en ekki kaffiklúbbur n Saksóknari Alþingis segir ríkisstjórn fullvalda ríkis hljóta að geta gripið til aðgerða Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Þessi vinnubrögð standast enga stjórnunarhætti í opinberu kerfi Ekki kaffiklúbbar Sigurbjörg Sigurgeirs- dóttir stjórnsýslufræðingur segir umhugs- unarvert ef litið er á samráðshópa líkt og lokaða kaffiklúbba. Þjóðin umfram banka Saksóknari segir skyldur Geirs H. Haarde sem forsætisráðherra vera gagnvart almenningi en ekki bönkunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.