Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 17
Fréttir 17Helgarblað 16.–18. mars 2012
Samráðshópur en ekki kaffiklúbbur
n Saksóknari Alþingis segir ríkisstjórn fullvalda ríkis hljóta að geta gripið til aðgerða
Forsætis-
ráðuneytið
Geir Hilmar Haarde
Fer með stjórnskipan Íslands. Forsætis
ráðherra fer með ráðherranefndir og
forystu um verkstjórn innan stjórnarráðs.
Forsætisráðherra stjórnar ríkisstjórnar
fundum samkvæmt stjórnarskrá.
„Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í
lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.
Svo skal og ráðherrafund halda, ef ein
hver ráðherra óskar að bera þar upp mál.
Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti
lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og
nefnist hann forsætisráðherra.“ Þá fer
ráðuneytið með almannavarnir. Á árunum
1999 til 2009 heyrði seðlabankinn undir
forsætisráðuneytið.
Viðskipta-
ráðuneytið
Björgvin G. Sigurðsson
Ráðuneytið varð til árið 1939 og starfaði
sem sjálfstætt ráðuneytið allt til ársins
2009 þegar nýstofnað efnahags og
viðskiptaráðuneyti varð til. Venjan var þó
sú að sami ráðherra færi yfir iðnaðarráðu
neytinu og viðskiptaráðuneytinu. Í ríkis
stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
var þó ákveðið að Björgvin G. Sigurðsson
yrði viðskiptaráðherra en Össur Skarp
héðinsson iðnaðarráðherra. Verkefnasvið
ráðuneytisins var til dæmis samkeppnis
mál, málefni fjármagnsmarkaðarins,
banka og verðbréfaviðskipti, félagaréttar,
samninga og kauparéttur, neytendamál
og málefni verslunarinnar almennt.
Fjármála-
ráðuneytið
Árni M. Mathiesen
Fer með stefnumörkun og langtíma
áætlun í ríkisfjármálum. Ráðherra er í
Forsvar og gerð frumvarps til fjárlaga,
fjáraukalaga og lokafjárlaga. Þá fer ráðu
neytið með lánamál og lántöku og hefur
fjallar um Ríkisaðstoð, ríkisábyrgðir og
styrki til einkafyrirtækja.
Seðlabankinn
Davíð Oddson - Ingimund Friðriks-
son - Eiríkur Guðnason (látinn)
Sjálfstæð stofnun sem heyrir formlega
undir efnahags og viðskiptaráðuneytið.
Það var þó forsætisráðuneytið sem
bankinn féll undir á þeim tíma sem Geir H.
Haarde var forsætisráðherra. Seðla
bankinn fer með stjórn peningamála og
hefur þar að meginmarkmiði stöðugleika
í verðlagsmálum. Seðlabankinn á enn
fremur að sinna varðveita gjaldeyris
varasjóð og stuðla að virku og öruggu
fjármálakerfi, þar á meðal greiðslukerfi
í landinu og við útlönd. Seðlabankinn
hefur ekki né hafði áður heimild til að
grípa með beinum hætti inn í starfsemi
banka. Reglur um gjaldeyrishöft, bindi
skyldu og laust fé sem seðlabankinn
setur hefur þó áhrif á bankanna.
Fjármála-
eftirlitið
Jónas Fr. Jónsson
Heyrir undir viðskiptaráðuneytið en er
þó sjálfstæð stofnun með sjálfstæða
tekjustofna. Rekstrarkostnaður FME
er greiddur af eftirlitsskyldum aðilum
sem eru. viðskiptabankar, sparisjóðir,
vátryggingafélög, vátryggingamiðlanir,
lánafyrirtæki (fjárfestingarbankar og
greiðslukortafyrirtæki), verðbréfafyrir
tæki, verðbréfamiðlanir, rekstrarfélög
verðbréfasjóða og lífeyrissjóðir, auk
annarra aðila sem heimild hafa til að
taka á móti innlánum. Í greinargerð sam
ráðshópsins frá árinu 2006 kemur fram
að fjármálaeftirlitinu skorti valdheimildir
komi til fjármálaáfalls. „Fjármálaeftir
litið skortir hins vegar eftirlitsheimildir
sem nauðsynlegar eru í tengslum við
aðgerðir í aðdraganda, upphafi eða
úrlausn fjármálakreppu. Þannig hefur
Fjármálaeftirlitið ekki skýrar heimildir til
að grípa inn í stjórnun fjármálafyrirtækis.
Ekki er sérstaklega kveðið á um að Fjár
málaeftirlitið geti skipt um stjórnendur
eða endurskoðendur fjármálafyrirtækis,
eða boðað til hluthafafundar, beitt sér
þar eða tekið yfir ákvörðunarvald hans,“
segir í greinargerð hópsins. Eftirlitið hefur
í dag þessar heimildir en sú breyting er í
megindráttum tilkomin vegna setningu
neyðarlaganna.
Tilgangur hópsins
Samráðshópi forsætisráðuneytis, fjár-
málaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis,
Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans
um fjármálastöðugleika og viðbúnað
var komið á fót 21. febrúar 2006. Til-
gangurinn var að formbinda samráð
aðilanna með því að leitast við að skerpa
hlutverkaskiptingu, hindra tvíverknað og
auka gegnsæi. Hópurinn væri vettvangur
upplýsinga- og skoðanaskipta, væri
ráðgefandi og tæki ekki ákvarðanir um
aðgerðir. Aðilar hans fóru allir með hlut-
verk og skyldur á málefnasviðum þar sem
fjármálastöðugleiki og viðbúnaður vegna
hans hafði mikla þýðingu. Með stofnun
hópsins fluttust þó engar beinar skyldur
yfir til hans sem slíks heldur hvíldu þær
áfram á aðilum hans, allt eftir lagalegri
stöðu og hlutverki hvers um sig.
Bolli Þór Bollason
Forsætisráðuneytið
Jónas Fr. Jónsson
Fjármálaeftirlitið
Áslaug Árnadóttir
Viðskiptaráðuneytið
Ingimundur Friðriksson
Seðlabankinn
Baldur Guðlaugsson
Fjármálaráðuneytið
ekki þyrfti að sýna fram á að Geir
hefði getað komið í veg fyrir fall
bankanna. Geir hefði hins vegar
hefði borið skylda til að eiga frum-
kvæði að aðgerðum til að minnka
bankana. Ákæruliðirnir gegn Geir
snúa ekki að því að hann hefði get-
að komið í veg fyrir fall bankanna.
Geir er þó ákærður fyrir að hafa
ekki frumkvæði að aðgerðum til að
minnka bankana og hafa ekki hald-
ið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg
málefni þótt kveðið sé á um slíkt í
stjórnarskránni. Í ákærunni gegn
honum segir að lítið sé fjallað um
yfirvofandi háska á vettvangi ríkis-
stjórnarinnar á tímabilinu febrúar
til október árið 2008. Þá á hann að
hafa vanrækt að fullvissa sig um að
unnið væri með virkum hætti að
flutningi Icesave-reikninga Lands-
bankans í dótturfyrirtæki og eins
og áður sagði ekki hafa gætt þess að
starf samráðshópsins skilaði tilætl-
uðum árangri. n
Nýi uppáhaldsstaðurinn þinn í Reykjavík!
Borðapantanir í síma 553 5323
AÐALSTRÆTI 2 - 101 REYKJAVÍK - WWW.RUB23.IS