Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Page 20
11 GLÆPAHÓPAR ÍSLANDS 20 Fréttir 16.–18. mars 2012 Helgarblað n Glæpahópar skjóta rótum á Íslandi n Lögregla fylgist með 11 hópum n Vélhjólagengi og stuðningsklúbbar keppa við erlenda glæpamenn L ögreglan hefur sérstakar gætur á nokkrum hópum sem hún telur að tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Lögreglan gerir greinarmun á vélhjólasamtökum og vélhjóla- gengjum, en þau síðarnefndu eru talin tengjast glæpastarfsemi. Alls eru taldir vera 89 meðlimir í ís- lenskum vélhjólagengjum. Sam- kvæmt heimildum DV hefur fjölgað í slíkum samtökum meðal annars vegna þess að þau bjóða vernd í undirheimunum. Þannig séu dæmi um að menn sem skulda háar fjár- hæðir vegna fíkniefnaskulda í undirheimunum gangi í slík gengi til þess að njóta verndar frá hand- rukkurum annarra gengja. Heft frelsi Sú staðreynd að lögreglan rann- sakar mál þessara gengja ítarlega, hefur gert þeim erfitt fyrir. Þann- ig herma heimildir DV að menn hafi hætt í slíkum gengjum þar sem stíft eftirlit lögregluyfirvalda hafi sína ókosti. Þannig geti menn ekki ferðast um óáreittir, meðlimir Hells Angels eða Outlaws komast til dæmis ekki til Bandaríkjanna og hafa verið stöðvaðir við að reyna að komast inn í ýmis lönd. Þannig hafa íslenskir Vítisenglar verið stöðvaðir í Noregi og norskir Vítis- englar verið stöðvaðir við komuna hingað til lands. Í ýmsum ríkjum, þar sem hryðjuverkalög eru í gildi, svo sem á Spáni og í Bandaríkj- unum, geta meðlimir skipulagðra glæpasamtaka á borð við Hells Angels og Outlaws verið handtekn- ir á grundvelli þeirra og vistaðir ótímabundið í fangelsi. Glæpasamtökum hefur fjölgað hratt hér á landi að undanförnu og nú eru vísbendingar um að sam- tök á borð við Bandidos og Mon- gols séu að undirbúa að skjóta hér rótum. Hvítþvo ímynd sína í fjölmiðlum „Koma þessara samtaka er núna það sem gæti blasað við okkur, með enn frekari aukningu á glæpastarf- semi,“ segir Karl Steinar Valsson að- stoðaryfirlögregluþjónn. Jón F. Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að skipulögð glæpasamtök á borð við Hells Angels hafi mótað sér fjölmiðlastefnu en einnig séu þekkt dæmi um að glæpasamtök hafi ógnað eða kúgað fjölmiðla- menn. „Hells Angels-samtökin hafa sína fjölmiðlastefnu, við höfum orðið varir við það að þeir reyni að láta líta út fyrir að þau séu friðsæl og fjölskylduvæn samtök sem séu með barnaskemmtanir og annað slíkt. Þetta er liður í áróðursstríði þeirra og þeir hafa náð árangri við það,“ segir Jón F. Bjartmarz. Lögreglan hefur gert tillögu um að banna slík samtök með lögum og líka gert tillögur um að banna merkingar þeirra, en vélhjólagengi eiga það sameiginlegt að klæðast einkennisfatnaði. n „Koma þess- ara samtaka er núna það sem gæti blasað við okkur, með enn frekari aukningu á glæpastarfsemi. 2 Black Pistons (Outlaws) Black Pistons er íslenskur vélhjólaklúbbur sem sótti um inngöngu í alþjóðlegu vélhjólasamtökin Outlaws, sem lögreglan skilgreinir sem hættuleg alþjóðleg glæpasamtök. Black Pistons-samtökin hafa ekki fengið fulla inngöngu í Outlaws, þar sem þau hafa enn stöðu „prospect“ eða áhangenda klúbbsins. Íslenski hópurinn hefur engu að síður tekið upp nafnið Outlaws, en strangar reglur eru um inngöngu klúbba í alþjóðlegu samtökin en ferlið hefur gengið talsvert hraðar fyrir sig hjá Black Pistons en hjá MC Iceland. Forvígismenn hópsins hafa verið dæmdir fyrir hrikaleg ofbeldisbrot, en Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, forseti Outlaws, og Davíð Freyr Rúnarsson voru dæmdir í þriggja og þriggja og hálfs árs fangelsi í fyrra. Þeir réðust hrottalega á mann í maí í fyrra og héldu fórnarlambi sínu í gíslingu í nærri sólarhring. Gíslinn slapp frá þeim og náði hringja á lögregluna. Þeir ætluðu að krefja hann um 10 milljónir króna í reiðufé, sem hann gat ekki útvegað þeim. Þrír menn eru ákærðir fyrir skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í nóvember. Tveir mannanna eru félagar í Outlaws, en málið snérist um að þeir tveir voru fengnir til að hjálpa öðrum manni við að hræða fórnarlamb skotárásarinnar frá því að innheimta meinta fíkniefnaskuld. Þeir skutu á bíl fórnarlambsins og veittu honum síðan eftirför þar sem þeir skutu aftur á bílinn. Fórnarlambið lét ekki sjá sig í dómsal fyrr en handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum og þegar í dómsal var komið sagðist hann ekki muna eftir atburðinum, annað en að skotið hefði verið á sig. 7-9 SOD SOD eru opinberir stuðningsklúbbur Hells Angels og eru nokkrir slíkir starfandi á landinu. Merki félagsins eru í rauðum og hvítum litum líkt og merki Hells Angels, en lögreglan telur fullvíst að í heimi vélhjólaklúbba sé slíkt merki um stuðning við Hells Angels. Meðal forsvarsmanna SOD-hópanna má nefna Óttar Gunnarsson sem talinn er vera hættur og Jón Ólafsson sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að líkamsárásinni í Hafnarfirði. Lögreglan telur að stuðningshópar vinni svokölluð „skítverk“ fyrir aðalsamtökin sjálf. Þeir séu hálfgerðir verkamenn fyrir þau. Vésteinn Guðmundsson er talinn hafa verið forseti SOD Suðurnes. 3 Semper Fi Fram hefur komið að lögreglan fylgist grannt með for- sprökkum hópsins Semper Fi, en Jón H. Hallgrímsson, betur þekktur sem Jón stóri, er talinn vera formaður hópsins. Ekki er vitað til þess að meðlimir hópsins hafi gerst brotlegir við lög í nafni hópsins, en meðlimir hans hafa engu að síður verið viðriðnir mörg afbrot. Jón stóri hefur alltaf neitað því að Semper Fi séu skipulögð glæpasamtök, miklu frekar hópur vina með sam- eiginleg áhugamál. Lögreglan telur hins vegar að tilurð hópsins megi rekja til ótta manna við aukin umsvif glæpahópa Pólverja og Litháa í undirheimunum. Ís- lendingarnir hafi því sameinast til þess að geta mætt ógnunum og ofbeldisverkum. Lögreglan telur einnig að uppbygging Semper Fi sé sambærileg og í vélhjólagengjum. 4-5 Glæpahópar Pólverja og Litháa Lögreglan telur að glæpa- hópar Pólverja og Litháa hafi komið upp starfsemi sinni hér á landi. Afbrotamenn frá löndunum tveimur hafi myndað hóp sem hafi sterk tengsl í útlöndum. Hópurinn standi að framleiðslu og sölu sterkra fíkniefna, einkum amfetamíns, hér á landi og til marks um mátt hópsins er talið að hann búi yfir styrk til að framleiða fíkniefni og flytja þau úr landi til sölu annars staðar í heiminum. Meðlimir eru sagðir bera vopn og hika hvergi við að beita grófu ofbeldi. Jafnt gagnvart öðrum hópum og einstaklingum. 6 Torpedo Crew Lögreglan hefur ekki mikla vitneskju um Torpedo Crew aðra en þá að á vestum meðlima eru merki í litum Hells Angels þar sem stendur „Known associates“, eða þekktir samstarfsaðilar. Lögreglan telur fullvíst að Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem er í gæsluvarðhaldi í líkamsárásarmálinu í Hafnarfirði, sé forseti sam- takanna. Ekki er vitað hverjir eru meðlimir í Torpedo Crew eða við hvað meðlimir hópsins hafa fengist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.