Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 22
„Átti ekki að lifa þetta af“ 22 Fréttir 16.–18. mars 2012 Helgarblað A tvikalýsing hinnar alvar- legu líkamsárásar sem átti sér stað á heimili konu aðfaranótt 22. desember varpar ljósi á grimman veruleika undirheima Reykjavíkur. Fjórir einstaklingar sem tengjast Hells Angels sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, þar á meðal Einar „Boom“ Marteinsson, forseti Hells Angels á Ísland. Árásin var tilkynnt lögreglu að- faranótt 22. desember síðastliðinn en tilkynnt var um slagsmál í til- teknu húsi í Hafnarfirði. Fram kom að einn aðili væri meðvitundarlaus. Þegar lögreglumenn komu á stað- inn sáu þeir konuna liggja með- vitundarlausa á gólfinu. Árásin var hrottaleg og aðkoman í íbúðinni var ljót. Blóð og hárlokkar úr kon- unni voru á víð og dreif um íbúð- ina. Fórnarlambið lýsti því fyrir lög- reglu að þrír aðilar hefðu ruðst inn á heimili hennar og ýtt vini hennar sem var gestkomandi út úr íbúðinni og læst. Ætluðu að klippa af henni fingur Í skýrslutöku skömmu eftir árás- ina, þegar konan lá enn á sjúkra- húsi, greindi hún frá því að þrír ein- staklingar hefðu ráðist á hana með höggum og spörkum. Einn, þeirra hafi strax kýlt hana hnefahöggi með þeim afleiðingum að hún rotaðist næstum því. „Jón sló mig nánast strax í rot og Andrea sparkaði ítrek- að í mig þegar ég lá á gólfinu.“ Þegar hún rankaði við sér eftir eitt höggið hafi Andrea verið með litlar garðklippur og gert sig líklega til að klippa af henni fingurinn, en hún hafi náð að forðast það. Beitt kynferðislegu ofbeldi Því næst hafi grímuklæddur maður stungið hönd sinni inn fyrir buxur og nærbuxur og stungið fingrum inn í leggöng og endaþarm hennar og kreist fingurna saman. Hann hafi þá hvíslað að henni: „Ég er ekki jafn góður strákur og þú hélst að ég væri,“ og spurt hana hvort hún vildi að hann klippti á milli endaþarms og legganga. Á meðan þetta gekk á hafi Andrea ítrekað sparkað í höfuð hennar. Síðan hafi hann rifið niður buxurnar og þá hafi hún misst þvag af hræðslu. Þá hafi hann togað bux- urnar aftur upp. Hún sagði að þau hefðu pyntað sig og meitt og skorið hana hér og þar um líkamann. Andrea hafi sagt: „Þú gerir þér enga grein fyrir hvað við erum stór fjöl- skylda.“ Íhugaði sjálfsvíg Fórnarlambið segir ástæðu árásar- innar tengjast deilum milli sín og Andreu og símtali við Einar „Boom“ en hann hafi hótað henni því fé- lagar í Hells Angels myndu vinna henni mein. Hún sagðist mjög hrædd um líf sitt. „Ég geri mér grein fyrir að ég á ekki von a góðu þegar þessu er lokið. Það er búið að koma skilaboðum til fjölskyldu minnar um að enginn sé óhultur vegna þess hvernig ég sé að vinna að mínum málum.“ Hún segir líf sitt vera í rúst eftir árásina og hún geti ekki treyst neinum. Fram kemur í skýrslu að brotist hafi verið inn á heimili henn- ar og allt hafi verið eyðilagt. Hún gæti ekki verið með dóttur sinni og öryggi hennar væri ógnað. Hún sagði við skýrslutöku, með ekka, að hún gæti ekki umgengist dóttur sína lengur. Hún hefði misst takt við líf sitt og árásarfólkið hefði valdið eins miklum skaða og hægt væri. Hún þyrfti að vera í felum og gæti eng- um treyst. Hún ætti þann eina kost að vera í felum. Hún hefði íhugað sjálfsvíg og meðal annars skorið á vinstri úlnlið í þeim tilgangi. „Átti ekki að lifa þetta af“ Konan segist ekki vera í nokkrum vafa um að árásarmennirnir hafi ætlað að ráða henni bana. „Þau tóku húslyklana af mér og síma. Það þarf að læsa með lykli þegar farið er út. Þau læstu mig inni í íbúðinni. Ég man það ekki en vinur minn sagðist hafa sparkað í hurðina og fleira og ég hafi síðan skriðið að hurðinni og opnað fyrir honum en ég man þetta ekki. Þau tóku síma og allt frá mér svo það var ekki hægt að hringja á hjálp. Þannig að ég átti örugglega ekki að lifa þetta af.“ Hún segist ekki hafa þorað af sjúkrahúsinu, þar sem hún taldi sig vera í lífshættu. Því hafi hún óskað eftir því að lögregl- an tryggði öryggi hennar. Hún væri verulega hrædd um líf sitt. Svo virðist sem hræðsla kon- unnar um líf sitt sé rökrétt því lög- reglu bárust upplýsingar stuttu eftir árásina um að ráða ætti henni bana henni. Þetta var þegar hún lá enn á slysadeild. Því var sendur lögreglu- þjónn á sjúkrahúsið til að gæta ör- yggis hennar. Þekkti hana lítillega Eins og fram hefur komið er Einar „Boom“ Marteinsson einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan telur sig hafa rökstuddan grun um að hann hafi fyrirskipað árásina á konuna. Ein- ar neitaði alfarið sök í óformlegri skýrslutöku hjá lögreglu og segist ekki hafa vitað til þess að ráðast ætti á konuna, sem hann kannaðist aðeins lítillega við en þekkti ekki persónulega. Hann segist hafa blandast inn í málið þegar fórnarlambið hafi hringt til hans eina nóttina. Hann hafi vitað hver hún er því hún hafði verið besta vinkona Andreu en hann hafi sjálfur ekkert þekkt hana. Hann sagðist hafa sagt við hana að það væri best fyrir hana að skila símanum til Andreu. Segir lögreglu ekki kæra sig um sannleikann Síðar í opinberri skýrslutöku hjá lögreglu neitaði Einar að tjá sig um málið en gaf þó út munnlega yfir- lýsingu. „Eftir að ég var tekinn í yfir- heyrslu þá gaf ég skýrslu sem var í vídeó tekin af ykkur, fyrsta skýrsla. Þar svaraði ég öllum spurningum neitandi. Ég kaus að tjá mig ekki um neitt sem þið spurðuð mig. Niður- staðan úr því var að þið sögðuð að hér með væri ég handtekinn og á leið í gæsluvarðhald. Þá ákvað ég, fyrst ég kom þessu máli ekkert við, að gefa skýrslu sem að snéri að minni hlið þessa máls. Ég ákvað að segja sannleikann og hann skilaði sér í því að ég var settur í gæslu- varðhald. Þannig þið virðist ekki, hvorki þið né rannsóknarlögreglu- menn né yfirboðarar ykkar kæra sig um að heyra sannleikann og ætla ég því ekki að tjá mig um þetta mál.“ Skýrslutöku var á endanum hætt vegna þess að Einar neitaði alfarið að tjá sig um málið. „Full on revenge“ Andrea Kristín Unnarsdóttir er ákærð fyrir sinn þátt í árásinni en hún og fórnarlambið voru eitt sinn nánar vinkonur. Svo virðist sem þær hafi sakað hvor aðra á víxl um að hafa stolið hlutum og fjármunum frá hvor annarri. Lögregla hefur í höndum sms- skilaboð og Facebook-samskipti á milli Andreu og annarra sem tengj- ast árásinni þar sem hún meðal annars segir að hún ætli að rústa fórnarlambinu og að þetta verði „full on revenge.“ Þegar lögregla spurði hana hvað hún meinti með „full on revenge“ sagði hún: „Æ, þetta var bara eitt- hvað sem ég sagði.“ Síðar við aðra skýrslutöku, spurði lögreglan hana út í Facebook-samtal við aðila sem tengist árásinni þar sem fram kom að Einar „Boom“ kæmi væntanlega með til fórnarlambsins. Fórnar- lambið ætti hins vegar ekki að vita af því. Um þetta atriði sagði hún við lögreglu: „Þetta var bara lygi. Ég var búin að hugsa um allskonar mögu- leika og Einar Boom ætlaði aldrei með okkur.“ Hún sagði að hún hefði vonað að viðmælandinn læki því til fórnarlambsins. Það myndi hafa þær afleiðingar að fórnarlambið skilaði henni síma og öðrum mun- um sem það hafði í fórum sínum. Í símanum hefðu meðal annars verið viðkvæmar myndir af sér. Andr- ea vill meina að fórnarlambið hefði hótað að setja myndirnar á inter- netið. Ekki eins slæm og hún virðist vera Þegar Andrea hafði setið í gæslu- varðhaldi í einhvern tíma óskaði hún sjálf eftir skýrslutöku hjá lög- reglu og var yfirheyrð á Litla-Hrauni þar sem hún sat í einangrun. „Sko. Það sem ég vildi, ég vil vera eins einlæg og ég mögulega get. [Fórn- arlambið] er að reyna gera miklu meira mál úr þessu en mér finnst vera. Fyrir það fyrsta þá er orð- sporið sem fer af mér langt frá því að vera rétt. Þetta orðspor finnst mér vera mitt öryggi og barnanna minna, það er að ég sé innan um þessa MC stráka og svona. Mér finnst þetta auka öryggi heimilis míns og barnanna minna. Ég er ekki eins slæm og ég lít út fyrir að vera. Ég tengist ekki neinni skipulagðri glæpastarfsemi. Ég vil ekki að fleiri n Lögregluskýrslur lýsa hrottafenginni árás í Hafnarfirði í desember Atburðarásin Lögreglan telur að atburðarásin hafi verið á þessa leið á tímabilinu frá klukkan 02.25 til 02.40 um nótt- ina. Áréttað skal að svona telur lög- reglan að atburðarásin hafi verið, en atburðarásin er ósönnuð. 01.53 Andrea, Jón og Elías eru heima hjá Einari Inga Marteinssyni. 02.03 Komin á N1 í Lækjargötu. Þau stoppa þar stutt áður en þau fara í Hafnarfjörð til að sækja Óttar. 02.18 Eru að sækja Óttar, sam- kvæmt símagögnum, og fara síðan yfir á Einivelli. Óttar fer fyrstur inn í íbúðina en hin tvö bíða úti í bíl í 1–2 mínútur áður en þau fara inn. 02.25 Fara inn í íbúðina. Eftir árásina fara þau út í bíl og bíða aðeins eftir Óttari sem kom ekki út. Líklega líða tvær mínútur áður en þau fara af stað frá Völlunum. 02.42 Árásin yfirstaðin. Jón og Óttar eiga í símasamskiptum. Talin leggja af stað frá heimili fórnarlambs- ins. 02.46 Óttar hringir í Jón sem var staddur í miðbæ Hafnarfjarðar. Lög- regla telur því ljóst að þau voru farin frá heimili fórnarlambsins en nokkrar mínútur tekur að aka í miðbæ Hafnar- fjarðar. 02:50 Óttar og Jón hringjast reglulega á, því Óttar var skilinn eftir á vettvangi, en hin þrjú fóru á heimili annars manns. 02.57 Jón og Andrea koma aftur á Velli, hringja í Óttar og sækja hann að nærliggjandi húsi. Þau keyra hann í annað hús í Hafnarfirði. 03:01 Óttar er kominn að húsinu í Hafnarfirði. 03.04 Andrea sendir sms þar sem hún biður móttakandann um afsaka „snappið“, hún hafi verið full af adrenalíni en sé á leiðinni til baka. 03.05 Andrea reynir að hringja í Elías. 03.18 Jón og Andrea stödd í Kópavogi á heimleið. Blóð og hár Ummerki um árásina mátti sjá víðs vegar um íbúðina. Ljót aðkoma Sjúkraflutningamenn hlúa að fórnarlambi árásarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.