Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 27
F ólk ætti að fara varlega í að hrekkja félaga sína á sam­ skiptavefnum Facebook. Breytt hjúskaparstaða 24 ára móður, Leanne McNuff, á Facebook, varð henni að fjörtjóni. Hún leiddi til þess að Ian Lowe, hermaður og kær­ asti hennar, greip til þess örþrifaráðs að myrða hana köldu blóði. Hjúskap­ arstaðan hafði breyst úr „í sambandi“ yfir í „stundar skyndikynni“ (e. sleep­ ing around). Fórnarlamb Facebook-hakkara Ian stakk kærustu sína Leanne til bana fyrir framan fjögurra ára son þeirra í bænum Droylsden í Man­ chester­sýslu í Englandi á sunnudag­ inn. Hann var handtekinn skömmu eftir verknaðinn en hann hafði ekki fasta búsetu á heimili þeirra en var nýkominn til Bretlands eftir að hafa sinnt herskyldu í Afganistan. Aðeins klukkustund áður hafði Leanne greint vinkonu sinni frá því að einhver hefði komist yfir Facebook­aðgang hennar. Breski vefurinn Daily Mail greinir frá þessu en Leanne var stungin allmörg­ um sinnum. Lífgunartilraunir á leið á sjúkrahúsið báru engan árangur. Skrifaði ljóta hluti um hana „Ég talaði við hana um 50 mínútum áður en þetta gerðist. Hún var í basli með Facebook og hringdi í mig til að fá aðstoð. Hún sagði mér að einhver hefði skráð sig inn á hennar aðgangi, breytt lykilorðinu hennar og væri að skrifa um hana ljóta hluti, sem voru ekki sannir,“ segir Emma Barlow, 26 ára, besta vinkona McNuff. „Hún var í uppnámi því það stóð að hún væri að stunda skyndikynni. Það var ekki rétt og ég var að reyna að hafa sam­ band við Facebook.“ Emma heyrði svo í fréttum að ung, ónefnd kona hefði verið stungin til bana í bænum. Hún segist hafa fengið hnút í mag­ ann. „Ég reyndi að hringja í hana en hún svaraði ekki.“ Bróðir Leanne og móðir, Ryan og Margaret, komu að henni eftir verkn­ aðinn. Í tilkynningu sem Margaret sendi frá sér kom fram að Leanne hafi ver­ ið elskuð af öllum þeim sem hana þekktu. Hún hafi verið hreinskil­ in og frökk ung kona. „Við erum öll í áfalli, við erum dofin. Leanne var hjartagóð, skemmtileg og falleg ung stúlka. Hún lifði fyrir son sinn, sem var augasteinn hennar og yndi. Jay­ den dáði mömmu sína.“ Emma tók í sama streng. „Við erum harmi slegin, sérstaklega fyrir hönd Jayden. Hann er frábær ungur drengur og hann var móður sinni allt. Þetta er óbærilegt.“ Var í Basra þegar sonurinn fæddist Leanne og Lowe komu fram í fjöl­ miðli í bænum í febrúar árið 2008. Þá var hann kominn heim eftir að hafa sinnt herskyldu í Írak. Þegar hann kom heim sá hann son sinn, Jayden í fyrsta skipti. Í viðtalinu lýsti hann því hversu miklar áhyggjur hann hafði af Leanne meðan á fæðingunni stóð. Hún ól honum son aðeins tíu dögum efitir að hann fór til Basra. „Ég hafði séð myndir af honum, áður en ég kom heim, en það var ótrúleg tilfinning að sjá hann í fyrsta sinn. Félagar mínir í hernum vissu að ég var orðinn pabbi og sýndu mér mikinn skilning.“ Fjölmiðlar hafa þó greint frá því, eftir voðaverkið, að samband þeirra hafi verið stirt undanfarin ár og að þau hafi í það minnsta einu sinni hætt saman um hríð. Missti liðsfélaga sinn Vinir Leanne hafa þó sagt að hún hafi verið að íhuga að flytja til Catterick, í Norður­Jórvíkurskíri, til að búa nær kærasta sínum, sem er með herdeild sinni í Lancaster. Eins og áður sagði var Ian nýkom­ inn heim frá Afganistan þar sem einn félagi hans í hersveitinni var drep­ inn, ásamt fimm öðrum hermönn­ um. Vígasveitir hliðhollar talibönum sátu fyrir herdeildinni. Erlent 27Helgarblað 16.–18. mars 2012 n Rannsókn á hörmulegu rútuslysi í Sviss í fullum gangi Vettvangur ódæðisins „Leanne var hjartagóð, skemmtileg og falleg ung stúlka. Hún lifði fyrir son sinn, sem var augasteinn hennar og yndi. Jayden dáði mömmu sína.“ n Óprúttinn hakkari komst yfir lykilorð og breytti hjúskaparstöðunni Myrt eftir inn- rás á facebook „Ég reyndi að hringja í hana en hún svaraði ekki.“ Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Með soninn nýfæddan Ian Lowe var í Írak þegar sonurinn fæddist. Hann lýsti því í viðtali við fjölmiðil hve erfitt það hefði verið að geta ekki verið viðstaddur fæðinguna. Heimsmet- hafi ekki hættur Ashrita Furman, 57 ára karlmað­ ur frá New York, mun á næstu dögum reyna að bæta eigið heimsmet í sippi neðansjávar. Þetta væri vart í frásögur færandi nema vegna þess að Furman hefur nánast helgað líf sitt heims­ metum og á hvorki fleiri né færri en 137. Það þarf ekki að koma á óvart að Furman á heimsmet í fjölda heimsmeta. Furman ætlar að freista þess að sippa 900 sinnum í kafi en til­ raunin verður gerð í Brasilíu um helgina. Meðal heimsmeta sem Furman á er að hlaupa eina mílu á tæpum átta mínútum með mjólkurflösku á höfðinu. Þarf að deila milljónavinningi Verkamaður frá New Jersey í Bandaríkjunum, Americo Lopes, þarf að deila 38,5 milljóna dala lottóvinningi, eða tæplega fimm milljörðum króna, með vinnufé­ lögum sínum. Americo og fimm samstarfsmenn hans höfðu um árabil lagt saman í púkk og keypt lottómiða. Americo tók jafnan að sér að kaupa miðana en dag einn ákvað hann fyrirvaralaust að segja starfi sínu lausu. Síðar kom í ljós að ástæða uppsagnarinnar var sú að vinn­ ingur kom á einn miðann og ætlaði Americo að freista þess að sitja einn að vinningnum. En upp komast svik um síðir og nú hefur dómstóll dæmt Americo til að deila vinningnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.