Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Blaðsíða 29
Dómstóll götunnar Þetta var hræði- leg reynsla Ég sakna ekki sveitaballanna María Birta var hætt komin vegna ofreynslu. – VikanTónlistarmaðurinn Valur Heiðar segist of gamall fyrir sveitaböllin. – DV „Ég bara veit það ekki.“ Þóra Birna Gísladóttir 25 ára starfar á leikskóla „Ef þeir fengju meiri stuðning frá ríkinu þá held ég þeir gætu gert hvað sem er.“ Pálmi Gunnlaugur Hjaltason 26 ára tónlistarmaður „Nei, ég held ekki. Ég held hún sé of fámenn eins og stendur.“ Hrafnkell Helgi Helgason 34 ára bankastarfsmaður „Nei, örugglega ekki.“ Tómas Davíð Tómasson 17 ára nemi í MH „Nei, mér finnst glæpagengin vera komin á efra stig en löggan í sambandi við ofbeldi og svona.“ Sigurður Óskarsson 18 ára nemi Ræður lögreglan við glæpagengin? Hið sanna sakleysi E inhverju sinni var mér sögð saga sem ég þreytist aldrei á að endur- segja. En það ku hafa gerst í ein- hverju krummaskuðinu að menn voru að leiða lömb til slátrunar að hausti. Og þannig á að hafa háttað til að blessuð litlu lömbin þurftu að fara upp einhvern afgirtan ramp sem lá að dyrum. Inn um þessar dyr var lömbun- um ætlað að rata. En nokkur lambanna náðu einhvern veginn í ósköpunum að komast af leið með því að troða sér um rifu sem var á grindverkinu sem leiðina afmarkaði. Bóndi einn, sem var orðinn þreyttur á að þurfa að eltast við skepn- urnar sem út höfðu sloppið, sagði við aðra bændur sem þarna voru: -Mikið óskaplega eru nú rollurnar skelfilega heimskar. Hérna koma þessi kvikindi til slátrunar, ár eftir ár og ár eftir ár. En aldrei ætlar þeim að takast að rata upp rampinn. Þessa dagana erum við að verða vitni að því að menn eru leiddir til yfir- heyrslu í því máli sem kallað er Stóra- Geirsmálið. Og núna segja brandara- karlarnir að verið sé að sýna vesalingana í Þjóðmenningarhúsinu en Vesalingana í Þjóðleikhúsinu. Ég hef að vísu ekkert fylgst með sýningunni í Þjóðmenningarhúsinu en mér skilst að þar segi hver maður sinn sannleika, jafnvel þótt engum þeirra hafi tekist að segja sannleika sem líkist sannleika einhvers hinna. En svona er víst lífið í dag; menn eru leiddir fyrir rétt og þeir komast einhvern veginn í ósköp- unum upp með það að finna leið hjá dyrum réttlætisins. Sumum þeirra hefur meira að segja tekist að koma fram með sannleika og mynd af raunveruleikan- um sem engum öðrum tókst að upplifa. Mér er tjáð að maður, sem núna annast blaðburð hjá LÍÚ-tíðindum en var áður alvöru fígúra og innsti koppur í búri bankamála, hafi sagt þann sannleika í Þjóðmenningarhúsinu að hann hefði á sínum tíma varað við hruni bankanna. Og ekki ætla ég að efast um þann sann- leika. Ég vil að vísu bæta við þeim sann- leika að sami maður lánaði einum af þessum bönkum nokkur hundruð millj- arða úr sjóðum Seðlabankans nokkru eftir að hann „varaði“ við hruni þessa sama banka. Kannski fóru þeir peningar í það eitt að styrkja útgerðina í landinu, svo það mætti verða til þess að útgerðin gæti styrkt LÍÚ-tíðindi, ef það mætti svo verða til þess að blaðinu mætti takast að segja þjóðinni allan sannleikann um gjafakvótann. Stundum segja menn svo margar tegundir af sannleika að maður efast um að það sé til svo mikið sem eitt ósatt orð í okkar yndislegu veröld. Að ljúga það er leikur einn sem lætur vel í munni en þjakar einsog þungur steinn og þraut á samviskunni. Svartsengi Það getur orðið draugalegt um að litast við jarðvarmavirkjunina í Svartsengi í grennd við Grindavík, þegar ljósin frá virkjuninni lýsa upp gufurnar í vetrarmyrkrinu. Mynd: Sigtryggur Ari JóhAnnSSonMyndin Umræða 29helgarblað 16.–18. mars 2012 1 Ella Dís greind með genagalla Dómur fellur í máli Rögnu í London í vikunni . 2 Egill veikur: „Getur ekki hugsað heila hugsun“ Egill Helgason skrifaði að hann gæti ekki einbeitt sér að neinu eftir að pestin helltist yfir hann. 3 „Stórir strákar sem fíla litlar stelpur“ Geiri á Goldfinger var skráður í umdeildan Facebook-hóp án sinnar vitneskju. 4 Geir fékk synjun á kortið í matsölu Þjóðmenningarhúss- ins Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, var fljótur að bregðast við og rétti þúsund króna seðil að Geir. 5 Fórnarlamb sýruárásar tekst á við kvalara sinn í réttarsal „Ég vonast til að sannfæra réttinn um að hann ætlaði sér að myrða mig“ 6 Fríkirkjan logar: Flúði undan Hirti „Þetta voru svona persónulegar árásir,“ segir Ása Björk Ólafsdóttir prestur. 7 Léttist um 44 kíló eftir að kærastan hélt framhjá Jonny Laidler var 127 kíló þegar kærastan sagði honum upp en síðan hefur hann létt sig um 44 kíló og unnið fyrir- sætukeppni. Mest lesið á DV.is Þetta er náttúru- lega hið versta mál Breki Karlsson lýsir fríum smálánum eins og fyrstu dópsprautunni. – DV Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Styrkur höfðingi ofsóttur S á hræðilegi atburður gerðist á dögunum að starfsmaður Landsbankans missti eitthvað af vitinu og lak gögnum um við- skiptabrall Guðlaugs Þórs Þórðarson- ar þingmanns. Uppi er grunur um að sjálfur forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi verið með í ráðum. Þarna var um að ræða kaup þingmannsins á fyrirtæki af einum banka og sölu fyrirtækisins til annars banka. Græddi þingmaður- inn núverandi nokkuð á þessu. Guð- laugur Þór nýtur gríðarlegs trausts, sérstaklega í viðskiptaheiminum. Þetta hefur komið einstaklega vel fram þegar hann hefur tekið þátt í prófkjörum og styrkirnir hafa hrúgast inn þannig að úr varð Íslandsmet. Allir vildu styrkja Guðlaug sem enda felldi ættarlaukinn Björn Bjarnason og kom honum út úr pólitík. Fjandvinir Guðlaugs hafa uppnefnt hann styrkjahöfðingjann fyrir vikið. Svarthöfði segir aftur á móti að sá titill sé í senn lýsandi og sterkur. Guðlaugur er höfðingi á velli og í lundu og í hon- um býr styrkur. Það kom glöggt fram þegar hann stóð þráðbeinn í baki með tár á hvarmi og lýsti því hve ömurlegt væri að upplifa að njósnað væri um hann. Hann var eins og engill á þeirri stundu. Sá skepnuskapur sem átti sér stað þegar gögnum var lekið um hinn styrka höfð- ingja er óforsvaranlegur. Enda hafa meðvitaðir fjöl- miðlar tekið á sprett til að elta uppi þá sem láku gögnum. Fréttablaðið er á fleygiferð á eftir heimildarmönnunum líkt og blessaður Mogginn sem auð vitað vill ekki að viðkvæm bankagögn um ritstjórann lendi á glámbekk. Af- þreyingarmiðillinn Pressan er á sömu slóðum. Það er reynd- ar full ástæða fyrir þá pótin- táta sem þar vinna að þagga niður einkamálin. Sjálfur höfuðpaurinn, Björn Ingi Hrafnsson, átti Caramba, einkahlutafélagið sem brúaði bilið á milli viðskipta og stjórn- mála og jók lífsgæði eiganda síns. Fé- lagið er komið í þrot og málefni þess eru best geymd í lánabókum bankanna. Íslenskir fjölmiðlar skilja ákaflega vel að sumt er best geymt í myrkrinu. Allt líf almennings verður miklu ein- faldara þegar ekki er verið að flækja það með leyndarmálum sem væru best geymd í fortíðinni. Þess vegna er svo fallegt að sjá samtakamáttinn birtast í fordæmingunni á þeim sem leka fréttum. Þar ganga saman, hönd í hönd, Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, Davíð Oddsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, og Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Pressunnar og Eyj- unnar. Þeir vita allir sem er að myrkrið er gott og það lætur óþægilega hluti hverfa. Ofsóknirnar og árás- irnar á styrka höfðingj- ann Guðlaug undirstrika að sumt á ekkert erindi í dagsljósið. Til hamingju Íslendingar. Fjölmiðlar ykkar eru frábærir. Þeir vita að það er nauðsynlegt að drepa heimildarmenn svo myrkrið fái að njóta sín á kostnað ljóssins. Framtíð okkar sem þjóðar er björt. Við munum rangla um nýja Ísland í þeirri forheimsku sem tryggir hamingju hins einfalda. Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.