Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Side 33
Viðtal 33Helgarblað 16.–18. mars 2012 „Þá koma ömmur og afar sterk inn. Þetta er bara spurning um að forgangsraða. Fjölskyldan og börnin eru það sem skipta mestu máli og ég reyni að eyða tíma með þeim þótt við séum ekkert endilega að gera eitt­ hvað sérstakt. Ég vil bara vera til stað­ ar fyrir börnin mín því þannig upp­ eldi fékk ég sjálf,“ segir hún og bætir við að hún sé mjög náin foreldrum sínum. „Ég hringi líklega aðeins of oft í mömmu á dag. Ennþá – þótt ég sé komin á þennan aldur,“ segir hún. Tekur af skarið Aðspurð um ráð til handa þeim sem þurfa á sparki að halda til að ná markmiðum sínum segist hún sjálf gjarnan stíga reglulega út úr þæg­ indarammanum. „Það er nauðsynlegt að setja sér markmið og hafa trúa á sér og vilja gera aðeins meira en það sem er þægilegt. Það tekur á og skapar fiðr­ ildi í magann en er þess virði. Svo er það alltaf spurningin hverjir þora að taka af skarið. Ég reyni að hafa kjark til að framkvæma en fæ mikla sálu­ hjálp í leiðinni bæði frá mannin­ um og öðrum í fjölskyldunni og það skiptir miklu máli að fá stuðning. Ég ber það undir þau öll þegar ég þarf að taka stórar ákvarðanir,“ segir hún og bætir við að sjálf sé hún sinn mesti gagnrýnandi. „Klárlega. Það kemur varla sú stund sem ég er ekki að skamm­ ast í sjálfri mér yfir að hafa ekki gert hlutina öðruvísi, sagt þetta en ekki hitt. Ég held að það sé bara eðlilegt og bæti mann jafnvel. Ég er svo ný í þessu fagi og er svo tilbúin að læra af þeim reynslumeiri.“ Kjaftasögur og klíkuskapur Edda segist lítið finna fyrir því að vera orðin þekkt. „Ég er allt of mikið að flýta mér til að taka eftir slíku og fjölskyldan heldur mér líka vel niðri á jörðinni. Lífið er alveg eins og það var. Við erum líka svo fá á þessu landi. Það er ekkert pláss fyrir miklar stjörnur.“ Hún játar að hafa heyrt sögusagn­ ir um að Hemmi hafi kippt í spotta og séð til þess að hún fengi starfið í Gettu betur. „Ég hef heyrt kjaftasögur um slíkan klíkuskap og hafði undir­ búið mig fyrir slíkt. En það er afar kjánalegt að halda því fram og það vita þeir sem þekkja til. Hann frétti þetta bara eftir á eins og allir aðrir.“ Hvítt hveiti og sykur Fyrir utan fjölskylduna, ræktina, námið og sjónvarpsframann hefur Edda einnig áhuga á bakstri. „Mér finnst alveg dásamlegt að hafa bök­ unarlykt á heimilinu. Þar stangast á líkamsræktin og eldhúsið. Ég kem oft úr leikfimi og hendi í köku. Lítið af öllu er best held ég. Það er hinn gullni meðalvegur sem gildir og hver og einn verður að finna sitt jafnvægi. Þegar ég baka vil ég baka með hvítu hveiti og sykri en ég ven mig á að fá mér lítið. Ég vil líka kenna börnunum að það sé allt í lagi að fá sér kökusneið á þriðjudegi og að það þurfi ekki að missa sig í sætind­ in á laugardögum. Samt er ég algjör nammigrís og þarf að vera dugleg að stilla neyslunni í hóf. Hugarfarið skiptir svo miklu máli. Hreyfingin hjálpar okkur að verða hraust og líða vel og ef við viljum grennast og styrkjast skiptir mat­ aræðið máli en það er hugarfarið og þetta jafnvægi sem er aðalatriðið,“ segir Edda sem getur ekki hugsað sér lífið án hreyfingar. Litlu mikilvægu atriðin „Líkamsræktarstöðvar eiga ekki við alla og ég held að fólk verði að finna sér það sem því finnst skemmtilegt. Ég reyni að hafa sem mestan fjöl­ breytileika í minni kennslu auk þess sem ég er dugleg að fara út að labba og í sund með fjölskylduna. Svona lítil atriði skipta svo miklu máli. Áður en ég eignaðist börnin mín hafði ég ekki fundið þetta hugar­ far sem skiptir svo miklu máli. Ég var alltaf í átaki og gleymdi að passa upp á mataræðið. Eftir að ég varð mamma fór ég að huga meira að hollustunni enda erum við víst fyrir­ myndir barnanna okkar. Þess vegna er kannski slæmt að segja frá því að dóttir mín tilkynnir meira að segja ókunnugum að mamma hennar sé algjör nammigrís,“ segir hún hlæj­ andi og bætir svo við: „Það er óþarfi að vera heilagur. Það svindla allir og við eigum bara að njóta þess án þess að fá samviskubit.“ Vantar stelpur í Gettu betur Edda segist vonast til þess að eiga eftir að eignast fleiri börn. „Núna er bara hálfleikur – smá hlé – enda er ég búin að vera lengi í mömmuleik. Mig langar að klára námið og finna mér framhaldsnám. Ég hef nægan tíma ennþá enda bara 25 ára.“ Aðspurð segist hún njóta þess að vinna með krökkunum í spurninga­ þættinum. „Ég hafði mikla aðdáun á þessum krökkum þegar ég var í menntaskóla og hef enn í dag. Mér finnst ekkert svo langt síðan ég sat þarna sjálf í salnum. Þessir krakkar eru frábærir og það er ótrúlegt hvað þeir eru góðir í þessu og leggja mik­ ið á sig fyrir keppnina. Ég hef gam­ an af því að kynnast þeim og fylgjast með þeim og finn mikið til með þeim þegar ég þarf að segja að svar þeirra hafi verið rangt. Það tekur mikið á,“ segir hún og bætir við að það vanti fleiri stelpur í liðin. „Þótt strákarnir séu ágætir eru svo margar klárar stelpur sem væri gaman að hafa þarna með. Sjálf fór ég aldrei í þetta, ég var meira í því að sjá um skipulagningu og halda inn­ tökuprófin. Einhverra hluta vegna var þetta eitthvað sem stelpur gerðu ekki. Það eru margar stelpur þarna úti sem geta þetta en hafa ekki nógu mikla trú á sjálfum sér og brjóta sig niður áður en þær mæta. Laufey [Haraldsdóttir] í liði Kvennaskólans í fyrra og í ár er hins vegar frábær fyrir­ mynd fyrir stelpur.“ Langar að gera allt Edda var í nemendaráði í mennta­ skóla og sat í eitt ár í stúdentaráði í háskólanum. Hún segist hafa áhuga á pólitík en segir af og frá að hún stefni á frama í stjórnmálum. „Mér finnst málefnalegar um­ ræður mjög skemmtilegar en ég hef ekki sérstaklega gaman af hörkunni sem pólitíkinni fylgir. Það var gam­ an að prófa en þetta umhverfi hent­ ar mér ekki. Ég á alltaf mín markmið og stefni lengra en ég veit ekki hvað mun koma út úr því. Ég veit hvert mig langar en tíminn leiðir í ljós hvað gerist,“ segir hún og bætir við að einn af hennar göllum sé sá að hún taki of mikið að sér. „Þar af leiðandi næ ég ekki að gera hlutina eins vel og ég gæti. Ég er almennt fljótfær og á mjög erfitt með að segja nei. Ég vil ekki missa af neinu og verð að passa að ég sé alls staðar að gera allt það sem mig lang­ ar að gera. Ég er þó farin að þekkja betur hvað það er sem ég vil og hvað það er sem ég er góð í að gera. Ég hef líka góðan tíma. Það er engin klukka sem tifar á mér og því þarf ég ekki að flýta mér um of.“ „Ég get verið mjög snögg upp en ég hef lært að fara jafn- skjótt niður aftur. Með fjölskyldunni Edda og Halldór Svavar fóru að vera saman þegar Edda var aðeins 16 ára. Þau voru í fjarbúð í fimm ár. Þau eru gift í dag og eiga saman tvö börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.