Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2012, Page 64
Tilboð 69.400 Hafa menn engan mottu- metnað! Skartaði mottu n Íslenskir karlmenn sýna fjöl- margir stuðning sinn í verki og skerða ekki yfirvararskegg sitt, mottuna, í tilefni af Mottumars, átaki Krabbameinsfélagsins sem nú stendur yfir. Þetta metnaðar- fulla átak er nú haldið í þriðja sinn og stendur yfir allan marsmán- uð og keppast nú þeir karlmenn sem geta á annað borð látið sér vaxa yfirvararskegg við að safna í þá allra flottustu. Viðtökur síð- ustu ára voru mjög góðar og virð- ast þær ekki vera síðri að þessu sinni. Við vitnaleiðslur í lands- dómi sáust nokkrir fjölmiðlamenn skarta slíkum mottum, sem og nokkrir þjóðþekktir einstakling- ar. Þar á meðal var viðskipta- og efnahagsráðherra, Steingrímur J. Sig- fússon, sem aug- ljóslega lætur sitt ekki eftir liggja og mætti til vitna- leiðslunnar með ágætis mottu. Þrjár sjúskaðar stjörnur n „Rosa gott hvernig Engilbert syng- ur Þú og ég yfir klámkynslóðinni að sulla í sér,“ skrifar tónlistarmað- urinn og ofurbloggarinn Dr. Gunni á heimasíðu sína en hann gefur kvik- myndinni Svartur á leik þar þrjár stjörnur. Lagið Þú og ég gengur þar í endurnýjun lífdaga og hefur vakið mikla athygli. Hann lofar tónlistina í myndinni og segir að leikstjóranum hafi tekist vel upp með að fanga lok níunda ára- tugarins. Dr. Gunni gef- ur myndinni annars „þrjár sjúskaðar stjörnur“ og segir hana vera nokk- uð góða. Hann gagnrýnir þó endi myndar- innar og segir hann að mynd- in sé „óþarf- lega cheap og pölpuð í blá- lokin“. Góðhjartaður knattspyrnukappi n Knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sig- urðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu. Gylfi hefur leikið við hvern sinn fingur og ljóst að stórliðin munu berjast um þjónustu hans í sumar. Gylfi gefur þó ekki bara af sér innan vallar því hann gefur líka af sér utan vall- ar. Fotbolti.net greinir frá því að Gylfi hafi ákveðið að gefa áritaða treyju á uppboð til styrktar Emmu Lind Aðalsteins- dóttur, þriggja ára, sem greindist með krabbamein á dögunum. Allur ágóðinn af uppboð- inu mun renna til hennar. Hægt er að bjóða í treyj- una með því að senda tölvupóst á fotbolti@ fotbolti.net. H ann kemur oft og kaupir tíu happaþrennur,“ segir fyrr- verandi vaktstjóri á N1 um Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra á Morgunblaðinu. Hann vill ekki að nafn hans komi fram. Aðspurður segist hann þó ekki vita hvort Davíð hafi fengið stóra vinninga eða sé að græða eitt- hvað á þessu. „Hann leysir aldrei út – kaupir bara og kaupir. Þetta er örugglega bara eitthvert áhuga- mál hjá honum,“ segir vaktstjórinn fyrrverandi. Starfsmaður Olís-stöðvar í Vesturbænum, sem DV talaði við, hafði sömu sögu að segja: „Hann kom um daginn og keypti fullt af happaþrennum. Tíu 7-9-13 happa- þrennur og Víkingalottó.“ „Þetta er ein vinsælasta happa- þrennan okkar,“ segir Steinunn Björnsdóttir, rekstrarstjóri Happ- drættis Háskóla Íslands, um 7-9-13 happaþrennuna. „Það er er hægt að vinna 7, 9 og 13 milljónir – auk fjölmargra smærri vinninga.“ Ljóst er því að til mikils er að vinna. Eins og áður greinir er Davíð Oddsson í góðri vinnu og hefur gegnt valdamiklum stöðum lung- ann úr merkum starfsferli sínum. Áður en hann var seðlabankastjóri sat hann í stóli utanríkisráðhera en áður forsætisráðherra frá árinu 1991 til ársins 2004 – lengst allra. Hann ætti því ekki að vera á flæði- skeri staddur fjárhagslega. Davíð Oddsson sólginn í lottó n Fyrrverandi seðlabankastjóri freistar gæfunnar Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 16.–18. mArS 2012 32. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Freistar gæfunnar „Hann leysir aldrei út – kaupir bara og kaupir,“ segir fyrrverandi vaktstjóri á N1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.