Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Side 6
Vilja reka Jón Gnarr
n Undirskriftasöfnun gegn borgarstjórnarmeirihlutanum
R
agnar Torfi Geirsson, Leó Már
Jóhannsson og Eggert Teits-
son hafa sett af stað undir-
skriftasöfnun með það að
markmiði að koma núverandi borg-
arstjórnarmeirihluta frá völdum.
„Okkur er full alvara með söfnun-
inni – þetta er ekkert grín,“ segja þeir
á vefsíðunni rekinn.is, sem þeir hafa
hleypt af stokkunum. Á vefsíðunni
kemur fram að aðstandendurnir séu
kjósendur í Reykjavík sem hafi fengið
nóg af illa rökstuddum og illa undir-
búnum ákvörðunum meirihlutans í
skólamálum og fjármálum borgar-
innar.
Á vefnum segir: „Jón Gnarr
Kristinsson borgarstjóri og aðrir borg-
arfulltrúar meirihlutans í Reykjavík
sem starfið í umboði kjósenda. Ykkur
er hér með sagt upp störfum.
Ástæður uppsagnarinnar eru
óábyrg fjármálastjórnun, röng for-
gangsröðun fjármagns, stöðugur
niðurskurður í grunnþjónustu og mik-
ill skortur á samráði og íbúalýðræði.
Uppsögnin öðlast gildi nú þegar.“
Athygli vekur að Jón Gnarr er kall-
aður „Kristinsson“ í yfirlýsingunni, en
í opinberri umræðu er hann aðeins
kallaður því nafni í ritstjórnargrein-
um Morgunblaðsins. Jón notar ekki
sjálfur föðurnafn sitt. Þá má einnig
benda á að titillinn á vefsíðunni rek-
inn.is hefur skírskotun í frægt grínat-
riði úr Fóstbræðrum þar sem persónu
sem Jón Gnarr lék var sagt upp með
orðunum: „Þú ert rekinn.“ Persóna
Jóns kom undrandi út af fundinum
og sagði samstarfsmönnum sínum að
yfir maðurinn hefði sagt við sig: „Þú
ert drekinn.“
6 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað
n Menntaskólinn lagður niður eftir skólaárið
É
g kannast eiginlega ekki við
að hafa orðað þetta með þess-
um hætti,“ segir Sveinn Arason
ríkisendurskoðandi um þau
ummæli Ólafs H. Johnson,
eiganda og skólastjóra Menntaskól-
ans Hraðbrautar, um að hann sé
hlynntur því að menntamálaráðu-
neytið geri nýjan þjónustusamning
við skólann. Ólafur sendi frá sér til-
kynningu á miðvikudaginn þar sem
hann greindi frá því að skólinn yrði
ekki starfræktur á næsta skólaári
vegna andstöðu menntamálaráðu-
neytisins við skólann. „Ljóst er að
þegar skólanum var synjað um nýj-
an þjónustusamning var um aðför
stjórnvalda að einkarekstri að ræða.
Sú aðför hefur heppnast vel. Tjón-
ið sem af þessu hlýst hjá nemend-
um, starfsmönnum og eigendum er
þungbært. Síðast en ekki síst er tjón
þjóðfélagsins mikið.“ Ólafur hélt því
svo fram að mikill stuðningur væri
við það að gerður yrði nýr samningur
við skólann og vísaði meðal annars
til Sveins í orðum sínum.
Ýkir stuðninginn
Orðrétt sagði Ólafur um þennan
stuðning: „Ríkisendurskoðandi, for-
ystumenn allsherjar- og mennta-
málanefndar og fjölmargir þing-
menn eru hlynntir því að gerður
verði nýr þjónustusamningur við
Menntaskólann Hraðbraut.“ Sveinn
segist ekki muna eftir því að hafa
sagt að þeir ættu að fá nýjan samn-
ing. „Það sem ég sagði var að ráðu-
neytið ætti að ræða við Hraðbraut,
rétt eins og aðra aðila sem sækja um
samning við ráðuneytið um rekstur.
Burtséð frá því hvort þeir geri við þá
samning eða ekki. Við ráðum auðvit-
að engu um það hvort tilteknir aðil-
ar fái samning við menntamálaráðu-
neytið eða ekki og tjáum okkur ekki
um slíkt.“
Þá segir Skúli Helgason, þing-
maður Samfylkingarinnar og vara-
formaður allsherjar- og mennta-
málanefndar, að nefndin hafi ekki
ályktað neitt um þjónustusamn-
inginn við Hraðbraut og að nefndin
hafi því ekki lýst þeirri skoðun að
gera ætti nýjan samning við skól-
ann. „Við höfum ekki rætt þetta á
vettvangi nefndarinnar en höfum
fylgst með samskiptum Hraðbraut-
ar við ráðuneytið. Mín persónulega
skoðun er sú að það sé óverjandi að
ræða endurnýjun á samningnum
án þess að Ólafur greiði til baka þá
fjármuni sem hann fékk ofgreidda
frá ríkinu á sínum tíma,“ segir Skúli.
Ólafur virðist því einnig hafa oftúlk-
að þennan stuðning allsherjar- og
menntamálanefndar. „Ólafur getur
ekki fengið að borga þessa skuld við
ríkissjóð með því að fá nýjan þjón-
ustusamning. Það væri auðvitað ansi
langt gengið.“
Kolsvört skýrsla
Þó nokkuð var fjallað um Hraðbraut
í fjölmiðlum árið 2010 eftir að DV
greindi frá því að Ólafur Johnson
hefði greitt sér 160 milljónir króna
út úr rekstrarfélagi og fasteignafélagi
skólans á tímabilinu 2005 til 2008.
Menntaskólinn Hraðbraut var fjár-
magnaður að 80 prósentum með
opinberu fé og 20 prósentum með
skólagjöldum.
Í kjölfarið skrifaði Ríkisendur-
skoðun svarta skýrslu um starfsemi
Hraðbrautar þar sem Ólafur var
gagnrýndur fyrir að taka tugi millj-
óna í arð út úr rekstrarfélagi skólans
og fasteignafélaginu sem á skóla-
bygginguna og fyrir að lána þaðan
álíka upphæðir til fjárfestingaver-
kefna. Jafnframt var sagt frá því að
Hraðbraut hefði fengið of háar fjár-
veitingar frá ríkinu sem ekki voru
greiddar til baka.
Menntamálaráðuneytið ákvað
í febrúar 2011 að endurnýja ekki
þjónustusamninginn við Hraðbraut
á grundvelli þessarar skýrslu og úti-
lokaði áframhaldandi skólastarf í
Hraðbraut eftir þetta skólaár. Starf-
semi skólans var hins vegar heim-
iluð út þetta skólaár til að tryggja
hagsmuni nemenda skólans. Fátt
nýtt hefur því gerst í málinu, þrátt
fyrir tilkynningu Ólafs.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Síðast en
ekki síst
er tjón þjóð
félagsins mikið
n „þetta er búið að ganga ákaflega vel“
n kennarar telJa Sig UnDirbOrgaða
n greiDDi 27 MillJÓnir Í arð á tapári
n ÓlafUr JOhnSOn kvÍðir ekki rannSÓkn
ÓSÝNILEGA
VALDA-
STÉTTIN
Á ÍSLANDI
fréttir
JÓHANNA
GIFTIST
JÓNÍNU
fréttir
beStU tJalDStÆðin
MánUDagUr og þriðJUDagUr 28. – 29. JÚNÍ 2010
dagblaðið vísir 73. tbl.
100. árg. – verð kr. 395
neytenDUr
ScOOter
Í lanDi karlS
n þJÓðverJinn
Spilar Í galtalÆk
fÓlk
n hélDU Upp á Daginn Í Sveitinni
ÞorGErðUr ENDUr-
NÝJAðI SAmNINGINN
KATrÍN SENDIr mÁLIð TIL
rÍKISENDUrSKoðUNAr
BJörN SAmDI VIð ÓLAF
TÓK TUGI
mILLLJÓNA
Í Arð FrÁ
SKÓLANUm
eigandi og SKÓLaSTJÓRi MennTaSKÓLanS HRaÐBRaUTaR:
millja
rður
í ríkiss
tyrk
28. júní 2010
sagði
ósatt um
stuðning
við Hraðbraut
Rekinn? Kjósendur reyna nú að reka Jón
Gnarr með undirskriftasöfnun.
Ýkir stuðninginn
Ólafur H. Johnson ýkir
stuðning Ríkisendur-
skoðunar og Alþingis
við skóla hans. Skólinn
leggur upp laupana í
kjölfarið á opinberun-
um um arðgreiðslur
og lánveitingar út úr
skólanum.
Með haglabyssu
í íbúðahverfi
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu var kölluð til á seinnipartinn á
fimmtudag eftir að tilkynnt hafði
verið um karlmann á sextugsaldri
sem gekk um íbúðahverfi í austur-
borginni með haglabyssu á lofti.
Umsvifalaust var sérsveit ríkislög-
reglustjóra send á vettvang. Var
maðurinn afvopnaður og kom þá
í ljós að ekki var um raunverulegt
skotvopn að ræða heldur eftirlík-
ingu. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglu liggur ekki fyrir hvað
manninum gekk til með gervi-
byssuna en hann var undir áhrif-
um áfengis og vart viðræðuhæfur
þegar hann hann var loks færður
fyrir varðstjóra. Hann var látinn
gista í fangaklefa þar sem til stóð
að láta manninn sofa úr sér.
Þjófur fór um
gistiheimili
Lögreglan var kölluð að gisti-
heimili í miðborg Reykjavíkur á
fimmtudag þar sem upp komst
um þjófnað á myndavél og vega-
bréfi. Svo virðist sem þjófurinn
hafi farið inn í starfsmannaað-
stöðu á gistiheimilinu og látið
greipar sópa um eigur starfs-
manns. Lögreglan leitar þjófsins.
Í vímu á vespu
Um sexleytið á fimmtudag var
karlmaður á fimmtugsaldri stöðv-
aður í austurborginni. Hann ók
um götur á vespu en grunur lék á
að hann væri undir áhrifum fíkni-
efna. Hann var handtekinn og
fluttur á lögreglustöðina í Kópa-
vogi. Hann var látinn laus að sýna-
töku lokinni.
Mikið úrval af
fallegum skóm
og töskum
Gæði &
Glæsileiki
www.gabor . i s - f a cebook . com/gaborse r ve r s lun
FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060
Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16
Sérverslun með
25 ár
á Íslandi