Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 17
„Vissum að Við fengjum ekki að Vera í friði“
Leynikarlaklúbbur í sáttahug
Fimm fulltrúar allra flokka
í atvinnuveganefnd
hafa myndað með sér
óformlega nefnd sem leita
á sátta um breytingar á
fiskveiðistjórnunarkerfinu
og innheimtu veiðigjalds
svo ljúka megi fundi.
Heimildarmaður blaðsins
segir mikinn kurr í stjórnar-
þingmönnum vegna þess
hversu langt sé reynt að
seilast til þess að þóknast
stóru hagsmunaöflun-
um í sjávarútvegi. Með
því að búa til sérstakan
hóp þar sem öll helstu
málin eru rædd sé í raun
verið að víkja þeim Ólínu
Þorvarðardóttur og
Lilju Rafney Magnús-
dóttur frá, en þær hafa
haldið hvað fastast í
stefnu flokkanna innan
atvinnuveganefndarinnar
til þessa.
Ætla má að karlarnir
fimm reyni á næstu
dögum að halda fundum
sínum áfram. Hvort þeir
komist að niðurstöðu
um sanngjarna skiptingu
á einu helsta fjöreggi
þjóðarinnar – kvótanum í
sjónum – mun tíminn einn
leiða í ljós.
Fréttir 17Helgarblað 8.–10. júní 2012
n Aðgerðum LÍÚ lokið n Mótmælendur púuðu á ræðumenn n Tvær fylkingar á samstöðufundi
Samfylking Kristján
Möller formaður atvinnu-
veganefndar, situr í hópn-
um fyrir Samfylkinguna
Vinstri grænir Björn
Valur Gíslason er fulltrúi
VG í hinum óformlega og
leynilega sáttahópi
Sjálfstæðisflokkur
Einar K. Guðfinnsson er
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
í hópnum
Framsóknarflokkur
Sigurður Ingi Jóhannsson er
fulltrúi Framsóknarflokks í
hópnum
Hreyfingin
Þór Saari situr
í sáttahópnum
fyrir hönd
Hreyfingarinnar
Vildi ekkert tjá sig Kristján Möller mætti
til fundar en sá ekki ástæðu til að tjá sig
við DV. Hann er einn fimm aðila sem situr í
leynisáttanefnd innan atvinnuveganefndar.
Mótmælendur púuðu Adolf Guð-
mundsson formaður LÍÚ mátti búa við að
mótmælendur púuðu linnulaust undir ræðu
hans.
Kjósum um kvótann Hópi mótmælenda var umhugað um að afnema það sem hann telur forréttindi núverandi handhafa aflahlutdeilda.
Látið okkur í friði Fiskverkafólk hvetur stjórnvöld til að láta kvótakerfið í friði.
Lét sig ekki vanta Eiríkur Stefánsson útvarpsmaður lét sig að vanda ekki vanta.
Framíköll hans urðu meðal annars til þess að Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiski-
mannasambands Íslands gerði hlé á ræðu sinni og skaut föstum skotum á Eirík.
S
tarfsmönnum í frystihúsi Nesfisks
ehf. í Garði á Reykjanesi var boðið
upp á frítt áfengi tækju þeir þátt
í mótmælum LÍÚ. Þá bauð fyrir-
tækið einnig upp á fríar rútuferð-
ir til Reykjavíkur fyrir þá sem kusu að taka
þátt í mótmælunum. Þeim starfsmönnum
sem ekki þáðu boð fyrirtækisins var gert að
vinna á meðan hinir fengu frí. Heimildir DV
herma að á meðal þeirra sem þáðu áfeng-
ið hafi verið fólk sem ekki hefur aldur til að
neyta áfengis. Fyrir því er að minnsta kosti
eitt staðfest tilfelli. Bergþór Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Nesfisks, neitar að taka
af allan vafa um það hvort starfsfólk hafi
verið verðlaunað með áfengi.
Það var á miðvikudaginn sem auglýs-
ingar voru settar upp í frystihúsi Nesfisks,
en á þeim voru rútuferðirnar á „samstöðu-
fund“ LÍÚ auglýstar. Daginn eftir, eða sama
dag og fundurinn var haldinn, fór síðan að
kvisast að frítt áfengi yrði í boði fyrir þá
sem tækju þátt í mótmælunum. Heimildir
DV herma að keypt hafi verið mikið magn
af bjór sem starfsfólk fékk að gæða sér
á fyrir rútuferðina og í rútunum sjálfum.
Þeir sem kusu að fara ekki til Reykjavíkur
gafst ekki kostur á því að fá frí úr vinnu eða
drekka áfengi á kostnað fyrirtækisins.
Þeir starfsmenn frystihússins sem DV
hefur rætt við vildu lítið tjá sig um málið.
Einn þeirra sagði þó að flestir hefðu kosið
að taka þátt enda frí í vinnu og frítt áfengi í
boði. Aðspurður hvort einhverjar óánægju-
raddir hefðu heyrst innan frystihússins
sagði hann: „Nei, maður verður bara að
vita hvenær maður á að þegja.“
Á Facebook-síðu eins starfsmanns
sem er nítján ára mátti sjá mynd af bjór og
skilaboð um að hann væri að mótmæla
nýja kvótakerfinu á launum og með bjór í
boði fyrirtækisins: „Mótmæla nýju kvóta
kerfinu. Á launum og með bjór í boði
Nesfisks.“
Bergþór Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Nesfisks, sagði einhvern
hluta starfsfólks fyrirtækisins hafa mætt
á mótmælin. Hann staðfestir að fyrirtækið
hafi boðið upp á rútuferðir frá Garði fyrir
starfsmenn en þvertekur þó fyrir að mót-
mælendur fyrirtækisins hafi þegið laun fyr-
ir mætingu á kvótafundinn. „Fólkið er ekki
á launum, þetta er bara alrangt,“ svarar
Bergþór spurningu DV um hvort rétt sé að
starfsfólk hafi þegið laun og frítt áfengi frá
fyrirtækinu fyrir mætingu á Austurvöll.
„Ég veit ekki hvaða umræðu þú ert í.
Fólkið var ekki á launum í þessu ferðalagi,“
segir Bergþór en neitar þó að taka af allan
vafa um hvort starfsfólk Nesfisks, sem sá
sér fært að mótmæla fyrir utan Alþingi,
hafi verið verðlaunað með áfengi. „Eigum
við ekki bara að heyrast á morgun vinur.
Þá liggur betur á þér,“ er meðal þess sem
Bergþór svaraði ítrekuðum spurningum
um hvort starfsfólki hafi boðist áfengi fyrir
mótmælin. „Þetta er rangt með launin,“
sagði Bergþór í lok samtalsins.
Verðlaunuð með áfengi„Maður verður bara
að vita hvenær
maður á að þegja.
Starfsmaður Nesfisks
Bergþór Baldvinsson
Framkvæmdastjóri Nesfisks.