Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Page 20
20 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað Staða MileStone var „Stórt núll“ í Maí 2008 S taða fjárfestingarfélagsins Milestone var orðin það slæm á fyrri hluta árs 2008 að fjármálastjóri félagsins, Arnar Guðmundsson, lýsti henni sem einu „stóru núlli“ í tölvu­ pósti til forstjóra félagsins, Guð­ mundar Ólasonar, í maí það ár. Þá hafði Milestone gert árangurslaus­ ar tilraunir til að endurfjármagna félagið frá því um sumarið 2007 með því að leita til tuga fjármála­ fyrirtækja eftir lánafyrirgreiðslu. Enginn vildi þó lána Milestone pen­ inga nema Glitnir og Sjóvá, sem Mile stone átti að fullu eða hluta. Á þessum tíma var orðið ljóst að Mile­ stone, sem var í eigu Karls Werners­ sonar, var komið í verulega rekstrar­ erfiðleika. Um þetta er fjallað í skýrslu sem ráðgjafarfyrirtæki í eigu tveggja fyrr­ verandi starfsmanna sérstaks sak­ sóknara, Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, vann um gjaldþol Milestone fyrir þrotabú félagsins. Ógjaldfært í lok nóvember 2007 Skýrslugerðin komst í hámæli í fjöl­ miðlum fyrir skömmu þegar greint var frá því að embætti sérstaks sak­ sóknara hefði kært þá Jón Óttar og Guðmund Hauk til ríkissaksóknara fyrir að notfæra sér upplýsingar úr rannsókn sérstaks saksóknara á Milestone og Sjóvá við gerð hennar. Fjölmargt áhugavert um starfsemi Milestone kemur fram í skýrslunni. Niðurstaða hennar er sú að Mile­ stone hafi verið orðið ógjaldfært í lok nóvember 2007 og að félagið hafi ekki getað staðið við skuld­ bindingar sínar eitt og óstutt eftir þann tíma nema með aðstoð Glitnis og Sjóvár. Þá segir að í lok apríl 2008 hafi „… greiðsluvandræði Mile­ stone ehf. verið orðin það mikil að forsvarsmenn félagsins ræddu þau opinskátt í tölvupóstum sín á milli.“ Hagsmunirnir spyrtir saman Ástæðan fyrir því að Glitnir lánaði Milestone einn banka, segir í skýrsl­ unni, er sú að „hagsmunir bankans og félagsins voru spyrtir saman“ vegna eignarhalds Milestone á fé­ laginu Þætti International sem átti 7 prósenta hlut í bankanum. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að vegna þessa eignarhalds séu verulegar líkur á því að ef Milesto­ ne hefði farið í þrot þá hefði bank­ inn einnig gert það. „Ef Milestone ehf. hefði farið í þrot var raunveru­ leg hætta á að bankinn fylgdi í kjöl­ farið.“ Í skýrslunni er vísað sérstaklega til Vafningsmálsins svokallaða sem sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru í. Þar eru tveir af starfsmönn­ um bankans, þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, ákærðir fyr­ ir lánveitingu frá Glitni til Mile stone upp á 102 milljónir evra í febrúar 2008. Lánið var notað til að greiða upp skuld Þáttar International við bandaríska fjárfestingarbankann Morgan Stanley sem hafði lánað fé­ laginu fyrir 7 prósenta hlut þess í Glitni. DV hefur fjallað ítarlega um Vafningsmálið, meðal annars að­ komu Bjarna Benediktssonar for­ manns Sjálfstæðisflokksins að því, en faðir hans og frændi, Ein­ ar Sveinsson, voru hluthafar í Þætti International á móti Milestone. Svo segir í skýrslunni: „Glitnir virðist því hafa gengið langt í því að greiða úr fjárhagsvanda Milestone ehf., svo langt að yfirvöld telja að hegn­ ingarlög hafi verið brotin.“ Glitnir „gerði allt“ Í skýrslunni segir að þessir sameig­ inlegu hagsmunir Glitnis og Mile­ stone hafi gert það að verkum að bankinn hafi verið reiðubúinn að leggja umtalsvert á sig til að tryggja að Mile stone kæmist ekki í greiðslu­ vanda eða yrði gjaldþrota. „Þess­ ir sameiginlegu hagsmunir voru ástæða þess að Glitnir gerði allt til að tryggja það að Milestone gæti greitt skuldir sínar við Morgan Stanley og kom þannig í veg fyrir að félagið yrði gjaldþrota þegar allir aðrir bankar höfðu snúið baki við félaginu.“ Niðurstaðan um þetta atriði í skýrslunni er sú að Glitnir hafi ekki viljað að hlutabréfin í bankanum kæmust í hendur Morgan Stanley og því hafi bankinn lánað Þætti International til að greiða lánið upp. „Strategískur hlutur“ Skýrsluhöfundar draga þessa álykt­ un um sameiginlega hagsmuni Mile­ stone og Glitnis um að fjárfestingar­ félagið yrði ekki gjaldþrota vegna hlutabréfaeignarinnar í Glitni út frá skýrslu sem unnin var af starfsmanni Milestone fyrir stjórn sænska fjár­ málafyrirtækisins Invik sem var í eigu fjárfestingarfélagsins. Skýrslan var samin í lok febrú ar, um þremur vik­ um eftir að Glitnir hafði lánað Þætti International 102 milljónir evra til að greiða upp lánið við Morgan Stanley. Þar sagði meðal annars, og er kafl­ inn þýddur úr ensku: „Strategískur hlutur Mile stone í Glitni hefur gert það að verkum að við höfum feng­ ið það forskot sem er nauðsynlegt Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Strategískur hlutur Mile stone í Glitni hefur gert það að verkum að við höfum fengið það forskot sem er nauðsynlegt. Skýrslan til Invik „Á síðustu vikum höfum við rætt um endurfjármögnun við allnokkra banka, meðal annars Glitni, Caylon og Hand- elsbanken. Allir hafa þeir dregið sig út úr samningaviðræðunum við okkur – meira að segja Caylon – nema Glitnir banki sem hefur staðið með okkur og lagt sig í líma við að þjónusta Milestone. Glitnir hefur staðið við bak okkar þegar aðrir bankar hafa snúið við okkur baki. […] Strategískur hlutur Mile stone í Glitni hefur gert það að verkum að við höfum fengið það forskot sem er nauðsynlegt og er ein af ástæðunum fyrir því af hverju Glitnir er reiðubúinn til að halda áfram að aðstoða okkur í þessari stöðu.“ n Glitnir hélt lífinu í Milestone n Ógjaldfært í nóvember 2007 Barnaníðingur tjáir sig: „Fikta við SoFandi SMáStelpur“ „Ég var að fikta við sofandi smá­ stelpur, það er alveg satt, og fyrir það er ég búinn að taka út minn dóm og hljóta mína refsingu.“ Þetta er á meðal þess sem kemur fram í símaviðtali Útvarps Sögu við dæmdan barnaníðing sem í fyrra hafði aðgang að fósturheimili fyrir börn. Í viðtalinu segir hann með­ al annars að hann sé „pedófíll“ og það sé jafn heimskulegt að ætla að koma í veg fyrir barnagirnd „ped­ ófíla“ eins og þegar reynt sé að „af­ homma.“ Á miðvikudag var mað­ urinn nafngreindur á vef Útvarps Sögu. Eftir að hafa skipt um nafn heitir hann í dag Gunnar Jakobsson en hét áður Roy Svanur Shannon. Umræða hófst um hann á ný þegar RÚV greindi frá því að hann hefði haft aðgang að fósturheimili í fyrra­ sumar þar sem börn eru vistuð af barnaverndaryfirvöldum. Fyrir til­ viljun komst upp um hvern var að ræða. Í viðtali við Útvarp Sögu sagði Gunnar meðal annars: „Það hef­ ur aldrei nokkurn tímann, nokkurt barn eða unglingur og reyndar ekki kona heldur, aldrei sagt við mig, stoppaðu, hættu, ekki gera þetta, má ekki gera þetta eða nokkuð í þá áttina, aldrei nokkurn tímann.“ Gunnar var í apríl árið 1997 dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex barnungum stúlkum og var það þyngsti dómur sem hafði fallið í barnaníðingsmáli hérlendis á þeim tíma en hann var einnig fundinn sekur um að hafa gífurlegt magn af barnaklámi undir höndum. Þá var Gunnar sakfelld­ ur fyrir að hafa framleitt og deilt barnaklámi á vefnum en meðal þess sem kemur fram í dómi Hér­ aðsdóms Norðurlands eystra er að Gunnar hafði tekið sum brota sinna upp á myndbandsupptökuvél. Við rannsókn málsins var eldra mál gegn Gunnari tekið upp en það mál má rekja til ársins 1991 en þá átti Gunnar að hafa áreitt barnungar stúlkur kynferðislega í sumarhúsi í Húsafelli. Það mál var kært árið 1992 en var fellt niður 1994. Eftir að hafa setið af sér dóminn breytti maðurinn sem þá hét Roy Svanur Shannon nafninu sínu í Gunnar Jakobsson og flutti til Danmerkur. Ólafur með mest fylgi Ólafur Ragnar Grímsson mælist með mest fylgi, tæplega 46 pró­ sent, í nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem RÚV greindi frá á fimmtudag. Fylgi Þóru Arn­ órsdóttur virðist heldur hafa dalað en hún mælist með 39,3 prósenta fylgi. Þau tvö eru turnarnir tveir hvað fylgi varðar því næstur kem­ ur Ari Trausti Guðmundsson með 9,2 prósenta fylgi. Herdís Þorgeirs­ dóttir mælist með 2,6 prósent, Andrea J. Ólafsdóttir 2,1 og Hann­ es Bjarnason 1,1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.