Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Side 32
32 EM 2012 8.–10. júní 2012 Helgarblað
Þetta þarftu
að vita
Þýskur slagari Einkennislag EM 2012 er
lagið Endless Summer eftir þýsku poppsön
g-
konuna Oceana. Að auki hefur UEFA haldið
, til
að nota í ár, melódíunni sem samin var af R
ollo
Armstrong úr Faithless fyrir mótið 2008.
Okrað á gestum Michel Platini, forseti
UEFA, lét hafa eftir sér í apríl síðastliðnum, í kjölfar
eftirlitsferðar um úkraínsku borgina Lviv, að rekstrar-
aðilar hótela væru „þjófar og þorparar“ fyrir að hækka
verð sín óhóflega fyrir keppnina. Síðan þetta kom í ljós
hafa stjórnvöld talið hóteleigendur á að lækka verð
sín. Yfirmaður skipulagsnefndar EM í Úkraínu, Markian
Lubkivsky, segir verðin nú aftur orðin viðráðanleg eftir
að hafa verið í okurhæðum.
Miðafár 1,4 milljónir
miða voru boðnar til sölu fyrir
31 leik EM 2012. Eftirspurnin
var meiri en framboðið því 12
milljónir umsókna bárust á
heimasíðu UEFA. Ásóknin í
miða hefur aldrei verið meiri.
Ódýrustu miðarnir, sæti bak
við mörkin í riðlakeppninni,
kosta 30 evrur (tæpar
5.000 krónur). En dýrustu,
löglegu, miðarnir í aðal-
stúkunni á úrslitaleiknum
sjálfum kosta 600 evrur,
eða rétt tæplega 100.000
krónur stykkið.
Lífleg lukkutröll Það eru tvíburabræðurnir
Slavek og Slavko sem eru lukkutröll keppninnar að
þessu sinni og fara þeir hvor fyrir sinni gestgjafa-
þjóðinni. Nöfn þeirra voru valin með netkosningu.
Blaðran hamin Keppnisboltinn á EM 2012
að þessu sinni er Adidas Tango 12 sem er ha
nnaður með
það fyrir augum að auðveldara sé að rekja
hann og
hemja samanborið við hinn óstýriláta Adid
as Jabulani
sem var notaður á HM í S-Afríku árið 2010 o
g mikið var
rætt um. Boltarnir eiga það til að stela sen
unni á stór-
mótum. Spennandi verður að sjá hvað geri
st núna.
Írska útrásin Írland er eina landsliðið á EM sem er ekki með neinn leikmann sem leikur með liði úr heimalandinu. Á sama tíma er England eina liðið þar sem allir leikmenn leika í heima-landinu. Robbie Keane (La Galaxy) og Christian Wilhelmsson (Al-Hilal) eru einu leikmennirnir á EM sem leika með liðum utan Evrópu.
Dýrt heimboð Í aðdraganda keppninnar þurfti, að kröfu UEFA, að
taka samgöngukerfi borganna í Póllandi og Úkraínu algjörlega í gegn.
Tryggja þurfti að þau hreinlega stæðust það álag sem fylgir hundruðum
þúsunda fótboltaáhugamanna. Og það er dýrt að bjóða öllu þessu fólki
heim. Kostnaðurinn við að lappa upp á kerfið í Póllandi er talinn nema
18 milljörðum evra (það eru 3 þúsund milljarðar!). Forseti Úkraínu hefur
staðfest að kostnaðurinn þar nemi minnst 3,3 milljörðum evra.
Þyngdar sinnar virði
Verðlaunabikarinn sem keppt er um
úr hreinu silfri og er áætlað verðmæti
hans í peningum um 20 þúsund evrur,
tæpar 3,3 milljónir króna. Hann er 60
sentímetrar á hæð og vegur 8 kíló.
City-mótið
Englandsmeistarar
Manchester City
eiga flesta leikmenn
allra félagsliða á
EM (18), en aðeins
tveir leikmenn,
Markus Rosenberg
(Svíþjóð) og Paul
Green (Írland), eru
án félagsliðs.
Málaliðarnir Þrír þjálfarar á EM eru
ekki frá því landi sem þeir stýra. Portúgalinn
Fernando Santos er landsliðsþjálfari Grikk-
lands. Hollendingurinn Dick Adcocaat þjálfar
rússneska liðið og Ítalinn Giovanni Trapattoni
stýrir Írlandi. Sá síðastnefndi er einnig elsti
þjálfarinn á EM, 73 ára, en sá yngsti er 42 ára
gamall, Paulo Bento, þjálfari Portúgals.
Söguleg stund Einkenn-
isorð EM 2012 er „Saman mörkum við
spor í söguna“ (e. Creating History
Together) táknar að mótið í ár sé næsti
kafli í sögu sem hófst árið 1960 þegar
keppnin var fyrst haldin. Mótið í ár
er það fyrsta sem haldið er í Austur-
Evrópu og fer því í sögubækurnar. „Allir
sem tengjast UEFA EURO 2012, allt frá
skipuleggjendum, gestgjafaþjóðunum,
leikmönnum, stuðningsmönnunum
– innlendum jafn sem erlendum – eru
að skrifa nýjan kafla í sögu Evrópu og
knattspyrnunnar.“ Svona ef þið viljið
vera háfleyg í EM-teitinu.
Þristurinn Aðeins átta sinnum hafa verið
skoraðar þrennur á lokamóti EM. Michel Pla
tini,
núverandi forseti UEFA, er eini leikmaðurin
n sem
skorað hefur tvær þrennur, á EM 1984. Dav
id Villa
var síðastur til að skora þrennu, á EM 2008
í 4–1
sigri Spánar á Rússlandi. Fyrir það hafði ekk
i verið
skoruð þrenna síðan árið 2000.
Reynslan Miroslav Klose,
framherji Þýskalands, hefur skorað
flest landsliðsmörk allra leikmanna
á EM, 63, en Iker Casillas hefur leikið
fleiri landsleiki en nokkur annar, 129.