Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Síða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Síða 55
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 9 jún 8 jún 10 jún Tattúráðstefna á Bar 11 Hin árlega Tattúráðstefna stendur yfir á Bar 11 um helgina. Á föstudag koma fram hljómsveitirnar Sólstafir, For- eign Monkeys og Endless Dark. Aðgangur er ókeypis og hefst dagskráin klukkan 21.00. Á laugardag eru það svo Sykur, Samaris og Retrobot og aftur er ókeypis aðgangur. Viðeyjarhátíð Sumri er fagnað í Viðey með hinni árlegu Viðeyjarhátíð, laugardaginn 9. júní. Í fyrsta sinn í mörg ár er rek- in hestaleiga í Viðey og hafa hest- arnir frá Laxnesi vakið mikla lukku hjá gestum í sumar. Viðeyjarstofa er opin allan daginn og á leiksvæð- inu fyrir aftan Viðeyjarstofu geta ungir og aldnir brugðið á leik með skátafélaginu Landnemum. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson mun svo leiða fjölskylduguðsþjónusta í Viðeyjarkirkju. Þjóðdansafélag Reykjavíkur mun sýna og kenna íslenska dansa undir dynjandi harmonikkuleik, Gói og Þröstur Leó segja frá uppáhaldsævintýrunum sínum og margt annað verður til gamans gert. Popp og gleði á Faktorý Ný tónleikaröð er að hefjast á Faktorý og er sérstakt þema í hvert skipti. Að þessu sinni er það popp og gleði en fram koma Retro Stef- son og Jón Jónsson. Retro Stefson mun jafnvel leika lög af vænt- anlegri plötu sinni en hún kemur út þann 18. ágúst, nánar tiltekið á Menningarnótt. Húsið opnar klukkan 23.00 og forsala miða er á midi.is. Miðinn kostar 1.500 krónur í forsölu en 2.000 við hurð. Boogie á Eyrarbakka Hljómsveitin Saints of Boogie Street mun leika Leonard Cohen- ábreiður í Merkigili á Eyrarbakka. Tónleikarnir eru frá 16.00 til 17.30 en þeir eru partur af sumartónleika- röð hjá Uni og Jóni Tryggva í Merkigili. Hljóm- sveitin mun fagna nýútkomnum diski sem gefinn var út til heiðurs Leonard Cohen. Á tónleikunum ætlar hljómsveitin að spila öll lög af diskinum sem nefnist „Covered“ og verður hann til sölu á tónleikun- um. Frítt er á tónleikana en frjáls framlög vel þegin. 55Helgarblað 8.–10. júní 2012 „Spennandi og áhugaverð lesning“ „Einelti hefði jafnvel drepið þessa mynd“ Dauði næturgalans Glæpasaga Bully (Grimmd) Lee Hirsch Uppáhaldssjónvarpsefnið? G unnlaugur Jónsson sendi nýlega frá sér bókina Ábyrgðar kver: Bankahrun og lær- dómurinn um ábyrgð. Í bókinni setur hann fram ný- stárlega kenningu um ábyrgð- ina á íslenska bankahruninu. Í stuttu máli telur Gunnlaugur ábyrgðina á hruninu liggja að stóru leyti í of mikilli forsjár- hyggju og ríkisafskiptum af íslenska bankakerfinu á árun- um fyrir hrunið 2008. Þetta er allt önnur túlkun en sett er fram um íslenska bankahrunið í flestum öðrum skrifum um það, meðal annars rannsóknarskýrslu Alþing- is, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að ríkisvaldið og eftirlitsstofnanir þess hafi ver- ið of fámennar og pasturslitl- ar í glímunni við einkaaðila á markaði. Rannsóknarnefndin taldi meðal annars að nokkrir ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjóri Fjármálaeftirlits- ins, Jónas Fr. Jónsson, hefðu gerst sekir um vanrækslu í starfi. Jónas Fr. hefur svo sagt eftir hrunið að efla hefði þurft stofnunina til muna til að hún hefði getað sinnt eftirlitshlut- verki sínu betur. Að sama skapi hefur landsdómur dæmt Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir van- rækslu í starfi – dómur sem Gunnlaugur er ósammála af prinsippástæðum, líkt og síð- ar kemur fram. Gunnlaugur syndir því gegn straumnum og ýmsum staðreyndum í túlkun. Persónuleg ábyrgð lykillinn Ríkisafskiptin sem Gunnlaug- ur gagnrýnir birtust með- al annars í því að stóru við- skiptabankarnir þrír nutu ríkisábyrgðar, innistæður viðskiptavina bankanna voru tryggðar af ríkinu ef illa færi. Afleiðingin af þessari ríkisá- byrgð á bönkunum var sú, að mati Gunnlaugs, að eigendur og stjórnendur íslensku bank- anna sýndu af sér ábyrgðar- leysi í rekstri þeirra þar sem þeir báru á endanum ekki persónulega ábyrgð á fjár- munum bankans. Þar að auki leiddi ríkisábyrgðin til þess að innistæðueigendurnir þurftu ekki að hugsa um peningana sína í sama mæli og ef þeir hefðu sjálfir verið ábyrgir fyr- ir þeim. Að mati Gunnlaugs er svar- ið við þessu vandamáli að búa þannig um hnútana að ríkis- valdið aftengi ekki persónu- lega ábyrgð einstaklinga með forsjárhyggju eins og ríkis- ábyrgðum á innistæðum í bönkum og öðru slíku. Lyk- illinn, að mati Gunnlaugs, er að persónuleg ábyrgð einstaklinga sé alltaf til stað- ar því þannig forðist samfé- lagið óþarfa áhættusækni. Gunnlaugur telur að draga megi þann almenna lærdóm af bankahruninu að „fólk fari oftast betur með eigið fé en annarra“. Í bókina vantar hins vegar umræðu og rökstuðning fyr- ir því hvað eigi að koma í stað ríkisábyrgðar á bönkum og hvernig persónuleg ábyrgð spilar inn í þetta fyrirkomulag. Sú umræða hefði verið þörf og áhugaverð í bókinni. Gegn reglum og „ábyrgð ráðamanna“ Önnur hlið á gagnrýni Gunn- laugs á forsjárhyggju hins op- inbera er sú að reglugerðar- fargan hafi verið of mikið í fjármálakerfinu á Íslandi á ár- unum fyrir hrunið. Hann seg- ir að fjárframlög til Fjármála- eftirlitsins hafi aukist mikið á þessum árum án þess að það hafi skilað sér í bættara, sið- legra fjármálakerfi. Gunnlaug- ur telur styrkingu þess konar eftirlits því ekki hafa verið af hinu góða þar sem „[o]pinber- ar reglur og eftirlit geta ekki leyst ábyrgð fólksins af hólmi“. Reglur geta því haft öfug áhrif, að mati Gunnlaugs, og leitt til ábyrgðarleysis einstaklinga. Gunnlaugur gengur reynd- ar svo langt í bókinni að halda því fram að ekki sé í reynd hægt að tala um að ráðamenn og opinberir starfsmenn beri ábyrgð. Hann túlkar ábyrgð mjög þröngt, sem persónu- lega ábyrgð einstaklings á sjálfum sér, og vill þar af leið- andi meina að ábyrgð emb- ættismanna og opinberra starfsmanna sé „gerviábyrgð“. Ástæðan er sú að valdhafan- um er „fært vald“ yfir málefn- um einstaklingsins án þess að hann hafi ákveðið að framselja ráðamanninum þetta vald. „Af þessu er ljóst að „ábyrgð ráða- manna“ er í sjálfu sér þver- sögn. Ráðamenn geta ekki borið ábyrgð í sama skilningi og fólk ber ábyrgð á eigin lífi. Kerfi víðtæks ríkisvalds er kerfi víðtæks ábyrgðarleysis.“ Fer gegn rannsóknarnefnd og landsdómi Miðað við þessa túlkun Gunn- laugs ætti ekki að vera hægt að draga embættismenn og opinbera starfsmenn til ábyrgðar vegna gjörða sinna eða aðgerðaleysis þar sem ábyrgðin sem þeir bera er að- eins „gerviábyrgð“. Að draga embættismann eða opinberan starfsmann til ábyrgðar vegna þess konar ábyrgðar er ann- að hvort „aumt“ eða „ósann- gjarnt“ að mati Gunnlaugs. Réttarhöldin yfir Geir H. Ha- arde, og ábendingar rann- sóknarnefndar Alþingis um að aðrir embættismenn og ráð- herrar hafi einnig gerst sekir um vanrækslu, hljóta því að falla í þennan flokk. Út frá þessu sést hversu róttækar hugmyndir Gunn- laugs í bókinni eru. Hann fer gegn niðurstöðum rann- sóknarnefndar Alþing- is um hlutdeild veikra eftirlitsstofnana í hruninu og segir reglurnar sem náðu yfir fjármálakerfið hafa einmitt verið of miklar. Þá er hann einnig ósammála þeirri niður- stöðu rannsóknarnefndar- innar, Alþingis, íslenskra laga og landsdóms að hægt sé að draga embættismenn og op- inbera starfsmenn til ábyrgðar fyrir dómi vegna starfa sinna. Byr í seglin Þó þessar hugmyndir Gunn- laugs hljómi langsóttar, og jafnvel beinlínis óskynsam- legar, þá færir hann samt fyr- ir þeim rök og ástæður sem hann virðist trúa sjálfur heils hugar. Það er forvitnilegt að kynnast þessari sýn hans sem kenna má við róttæka frjálshyggju. Bók Gunnlaugs hreyfir við lesandanum og fær hann til að hugsa um þau efni sem hann ræðir um: Þetta er hressandi og skýrlega hugsað kver lengst af hægri vængn- um. Innan kenningar Gunn- laugs er líka innra samræmi þó hann fari stundum nokkuð hratt yfir flókin efni um eðli mannsins og samfélagsins og gefi sér margar forsendur sem sóttar eru í kenningaheim frjálshyggjunnar. Með tilgátu sinni um hrunið á Íslandi blæs hann ekki aðeins í bresti frjálshyggjunnar, sem er nokkuð löskuð eftir hrunið að margra mati, heldur gef- ur henni byr í seglin með því að halda því fram að ekki hafi verið gengið nægilega langt í frjálshyggjuátt hér á landi, með afnámi ríkisábyrgða. Þá nær hann einnig að hnýta í núver- andi stjórnvöld. „Erindi þessa bókarkvers felur í sér von […] Ranglega hefur verið sagt nú sé frelsið fallið, gamla Ísland, og reisa þurfi nýtt Ísland. Oft er gefið í skyn að það nýja land þurfi að vera sósíalískt eða hálffasískt, án þess að þau orð séu notuð, þar sem ríkið þurfi að láta til sín taka. Augljóst má vera orðið að ekkert er fjær sanni. Hrunið staðfestir göm- ul og góð gildi sem flestum eru kunn, að hver sé sinnar gæfu smiður og fólk fari jafnan bet- ur með eigið fé en annarra. Við þurfum ekki að fórna frjálsum viðskiptum og samskiptum, sem hafa skapað mikla vel- megun fyrir okkur, því að þeim var ekki um kenna.“ Þannig var hrunið á Íslandi ekki frjálshyggjunni að kenna heldur einmitt of miklum rík- isafskiptum og eins óábyrg- um kapítalistum sem misfóru með það frelsi sem hér ríkti í atvinnulífinu. Siðleg frjálshyggja Gunnlaugur ræðir um það í bókinni að fjármagnseigend- ur þurfi að sýna ábyrgð og geti ekki hegðað sér óskyn- samlega eða á áhættusækinn hátt í eiginhagsmunaskyni. Hann talar um það sem sið- ferðisháska (e. moral hazard) þegar einstaklingur notar fé annarra á gáleysislegan hátt til þess að græða á því. Gunnlaugur er alls ekki hlynntur áhættusækni eða græðgi og gagnrýnir þann misskilning að hagfræði hafi ekki í sér siðferðislegt inn- tak. Hann telur þvert á móti að mikil tengsl séu þarna á milli. „[E]ins og fram hefur komið eru hagur mannsins og siðferði tengd órjúfanleg- um böndum. Gott siðferði er hagkvæmt.“ Sýn Gunnlaugs er því á þá leið að einstaklingurinn, manneskjan, þurfi alltaf að sýna ábyrgð gagnvart öðr- um, líka fjármagnseigend- ur á markaði, og megi ekki láta frelsið sem þeir njóta hlaupa með sig í gönur þannig að græðgin beri sið- ferði þeirra ofurliði. Þannig boðar Gunnlaugur ábyrga, siðlega en jafnframt rót- tæka frjálshyggju í bók sinni. Þessi frjálshyggja Gunnlaugs byggir á því að einstaklingur- inn hegði sér skynsamlega og á ábyrgan hátt gagnvart öðrum. Gunnlaugur trúir því ekki að maðurinn sé í eðli sínu eigingjörn skepna sem reyni alltaf að hámarka hags- muni sína á kostnað annarra. Möntru margra frjálshyggju- manna um að „frelsinu fylgi ábyrgð“ má því hengja á bók Gunnlaugs. Inntak bókar Gunnlaugs er því sú trú hans að Íslendingar geti senn reist nýtt frjáls- hyggjusamfélag á siðlegri og enn róttækari grunni minni ríkisafskipta – reynslunni rík- ari. Heimspeki Gunnlaugs er ekki langt frá anarkiskma. Útópísk sýn Bók Gunnlaugs verður að telj- ast útópísk þegar litið er til þess að nærtæk eru reynslurök sem benda til þess að margt af því sem hann segir standist ekki skoðun í raunveruleikan- um. Frjálshyggjutilraun okk- ar Íslendinga er gott dæmi um það þegar stórir fjárfest- ar á markaði hegða sér ósið- lega, þvert gegn þeim útópíska mannskilningi sem Gunnlaug- ur boðar. Fjárfestar Gunnlaugs eru siðlegir og ábyrgir þegnar sem eru lausir við græðgi og stofn- anir ríkisins þurfa ekki að hafa mikið eftirlit með þeim því þeir sýna persónulega ábyrgð í hvívetna. Auðvitað væri gott ef þessi kenning um manninn væri raunhæf en veruleikinn mælir gegn því. Þessir mann- kostir eru almennt ekki ríkjandi hjá hjá kaupsýslumönnum. Raunar þekki ég aðeins einn frjálshyggjumann sem er það vel innrættur að ég ég myndi treysta honum til að hegða sér svona siðlega í viðskiptum – kannski er Gunnlaugur sjálfur annar í þeirri röð. Tilgáta Gunnlaugs geng- ur auðvitað upp á pappírun- um. Ekki er hægt að hrekja það fullkomlega að skortur á ríkisábyrgð á íslensku við- skiptabönkunum hefði hugs- anlega gert það að verkum að eigendur bankanna hefðu ekki verið eins áhættusæknir. Ekki er heldur hægt að hrekja það að minna reglugerðar- fargan hjá eftirlitsstofnunum og meiri áhersla á persónu- lega ábyrgð fjárfesta á mark- aði hefði kannski skapað siðlegri skilyrði í viðskiptalíf- inu. Þetta hljómar hins vegar ósennilega; margar heimildir um hrunið og innræti helstu leikenda þess benda til hins gagnstæða. Kenning Gunn- laugs er því draumórakennd. „Af þessu er ljóst að „ábyrgð ráða­ manna“ er í sjálfu sér þversögn Ábyrgi frjálshyggjumaðurinn Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Bækur Ábyrgðarkver Bankahrun og lær­ dómurinn um ábyrgð Höfundur: Gunnlaugur Jónsson. Útgefandi: Sögur. 144 blaðsíður Hressandi Ábyrgðarkver Bók Gunnlaugs Jónssonar um íslenska banka- hrunið og ábyrgðina á því er hressandi og róttæk lesning sem vekur upp margar spurningar og hugsanir. „Kappræður forsetaefnanna“ „Kappræður forsetaefnanna“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.