Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Síða 19
A mma Kristjönu Óskars­ dóttur, fyrrverandi eigin­ konu Svavar Halldórs­ sonar fréttamanns, fékk áverkavottorð þann 11. maí árið 2002, en Svavar segir hana hafa varnað sér útgöngu af heimili hennar. Fram kemur í áverkavott­ orðinu að dökkt mar sé á hægri upphandlegg og úlnlið konunnar sem þarna var 74 ára gömul. Þum­ all á hægri hönd konunnar sé „svo­ lítið bólginn“ en þar sé ekki merki um mar. Fram kemur að konan hafi lítið getað hreyft þumalinn fyrst um sinn eftir atvikið sem varð þremur dögum áður en hún fékk vottorðið. Í viðtalsþætti á vefsíðu Eiríks Jónssonar blaðamanns fullyrti Kristjana Óskarsdóttir að Svavar væri ofbeldismaður sem meðal annars hefði ráðist á ömmu sína árið 2002. Svavar hefur nú svarað þessum ásökunum, en í yfirlýsingu hans segist hann hafa verið að sækja dætur sínar til ömmu barnsmóður sinnar eins og hann hafi haft rétt á. „Þar sem ég geng út haldandi á yngstu dóttur minni og hinar tvær með mér, reynir hún að varna mér útgöngu. Ég færði til handlegg hennar svo við kæmumst út og af þeirri ástæðu segist hún hafa fengið marblett,“ segir hann. „Enginn var kærður, en þetta tilvik hefur barnsmóðir mín síðan, gegn betri vitund, reynt að láta líta út sem ofbeldisverk. Ég hef alltaf haft hag og velferð barna okkar í fyrirrúmi og gert allt sem í mínu valdi hefur stað­ ið til að láta ekki erfið sambandsslit lita tilveru þeirra. Það hefur verið aðalatriðið í mínum huga og verður það áfram og því tel ég ekki rétt að tjá mig frekar um þetta mál,“ segir Svavar enn fremur um málið. Viðtal Eiríks Jónssonar hefur vakið talsverða hneykslun í netheimum, bæði vegna atviksins sem Kristjana Óskarsdóttir segir frá, en einnig vegna þeirrar ákvörðunar Eiríks að tefla fram fyrrverandi maka eins frambjóðandans í um­ ræðum um forsetakosningarnar. Fréttir 19Helgarblað 22.–24. júní 2012 „Þau koma okkur oft á óvart börnin okkar, hvað þau eru sterk.“ Hugsaði um lífið Hann segir að mesti léttirinn hafi komið þegar sigmaðurinn sagði honum að dóttir hans væri fundin heil á húfi. „Ég man ekki alveg ná­ kvæmlega hvernig þyrluferðin var, annað en að þeir voru að bjástra við mig og klippa utan af mér gallann. Síðan reyndi maður skjálfa sér til hita um borð í þyrlunni.“ Sem fyrr segir fór margt í gegn­ um huga Jóns á meðan á þessu öllu stóð. „Það var um margt að hugsa á þessari ferð. Þú ferð yfir lífið og hvað var ánægjulegt og hvað þú ert hamingjusamur að hafa gert góða hluti í lífinu. Síðan var ég auðvitað mikið að spá hvernig ég gat bjarg­ að mér svo ég gæti haldið áfram að láta gott af mér leiða,“ segir hann af mikilli yfirvegun. Ljóst má vera að þessi yfirvegun Jóns Karls hefur hjálpað honum í baráttunni. Hann lýsir því þannig að hann hafi allan tímann verið að leita að lausnum í huga sín­ um. Þegar hann er beðinn um að útskýra nánar hvað hann var að hugsa, segir hann: „Þetta voru bara bara möguleikar og lausnir, þetta var ekki vandamál. Ég hugsaði bara um að finna lausn á því hvernig ég gæti gert vart við mig og hvernig ég gæti komist út úr straumnum. Ég hefði að sjálfsögðu getað hætt og ákveðið að þetta væri búið, lokað augunum og beðið, en til þess að þetta gengi upp þurfti ég að halda fókus, fylgjast með umhverfinu og halda mér á floti.“ Flotgallar björguðu þeim Jón Karl er ekki í nokkrum vafa um að flotgallinn bjargaði lífi hans. „Gall­ inn er ástæðan fyrir því að ég er á lífi og líka ástæðan fyrir því að stelpan er hérna. Hún hafði orð á því áður en við fórum að hún vildi helst fara í björgunarvesti því henni fannst gall­ inn svolítið stór og ekki klæða sig. Ég sagði við hana: Þú verður í gallanum vinan.“ Fjölskyldan á tvo slíka galla, en hafa oft farið þrjú eða fjögur út á bát og þá hafa hinir verið í björgunar­ vestum. „Nú verður farið og keyptir gallar á allan mannskapinn,“ segir Jón Karl sem ætlar sér alls ekki að leggja árar í bát og hætta að sigla þrátt fyrir slysið. Hann segir siglingar á gúmmí­ bátnum vera fjölskylduáhuga­ mál og það sé mikilvægt að fara af stað aftur sem fyrst. „Þetta er alltaf spurning um viðbúnað og við­ brögð. Allt sem maður lendir í, lær­ ir maður af, tekur það með sér og vinnur úr því.“ Hann brýnir fyrir fólki sem ætlar í siglingu á sjó að vera í flotgalla, alveg sama hvort að það sé hlýtt eða kalt í veðri. „Vestin eru voðalega fín en ef þú ætlar að sigla á sjó þar sem eru einhverjir straumar, eins og víðast hvar um landið, þá er gallinn bestur. Þetta er búningur sem heldur þér á floti,“ segir hann og tekur fram að við slíkar aðstæður sé mikilvægt að hreyfa limina til þess að halda blóð­ rásinni og halda „andlegum söns­ um,“ eins og hann segir sjálfur. Hann segist vera mjög þakk­ látur fyrir að hafa verið bjargað en viðurkennir að áfallið sé að koma fram. „Maður er að horfast í augu við þessar aðstæður, rifja þetta upp og ræða við fjölskylduna, en það er notalegt að vera kominn heim til sín aftur,“ segir hann. Hann seg­ ir að hann og fjölskylda hans hafi fundið fyrir miklum hlýhug síðan slysið var. „Ég vil koma þakklæti til allra sem hafa komið að þessu á einn eða annan hátt. Ég þakka fyr­ ir þann hlýhug og vinahug sem fólk hefur sýnt allri fjölskyldunni,“ seg­ ir hann. n „Ég hefði að sjálf- sögðu getað hætt og ákveðið að þetta væri búið, lokað augunum og beðið, en til þess að þetta gengi upp þurfti ég að halda fókus. rak í sjónum í tæpa þrjá tíma Ekki kærður Svavar segir ömmu Kristjönu hafa varnað sér útgöngu. Amman fékk áverkavottorð n Svavar Halldórsson sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.