Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Page 23
Hann hefði gert það sama fyrir mig Ætlaði að halda upp á þetta í kyrrþey Eiríkur Guðberg bjargaði félaga sínum úr sjónum eftir að hann fór útbyrðis með neti. – DVSteingrímur Dúi Másson varð 50 ára 20. júní. – DV Hin fullkomna fáfræði Spurningin „Tala minna, vinna meira.“ Haukur Sigurbjörn Magnússon 28 ára blöndunarmaður „Nei, af því að það er allt búið að fara til fjandans. Mér líst ekkert á þetta fólk.“ Kolbrún Gígja Björnsdóttir 20 ára vaktstjóri á Hressó „Nei, ég hefði t.d. verið til í að sjá kvótafrumvarpið koma aðeins fyrr í gegn.“ Vésteinn Bjarnarson 19 ára nemi „Ég er hlutlaus, ég fylgist ekki það mikið með pólitíkinni.“ Gísli Sigurðsson 20 ára nemi „Ég er ánægð með þau af því að mér líkar við starfið mitt.“ Raja Riahi 28 ára vinnur í Kvosinni Ertu ánægð/ur með störf Al- þingis á árinu? 1 „Svo hissa á því að einhver vildi ríða grátandi stelpu“ Erla Hlynsdóttir segir frá reynslu sinni af nauðgunartilraun. 2 Fáklædd stúlka í heitum potti býður vegfarendum gos Markaðsátak Ölgerðarinnar og 10-11 vakti hneykslun. 3 Bændur ósáttir við Tom Cruise Öryggisverðir Tom Cruise ráku bændur af gamla þjóðveginum við Vaðlaheiði. 4 Guðbergur um Gillz: „Meyj-arhaftavörn sem kallast femínismi“ Guðbergur Bergsson rithöfundur skrifaði umdeildan pistil um Gillz-málið. 5 Kvensköpum skolaði á land Feðgar í fjöruferð römbuðu á kynlífstól. 6 Svikari eignaði sér barnið á Facebook Óprúttinn aðili tók barnamyndir af Facebook og sagði þær vera af dóttur sinni. 7 Tav og Linda hætt saman Tav MacDougall ræddi um sambandsslit sín við Lindu Pétursdóttur í viðtali við DV. Mest lesið á DV.is Stjörnustríð á Norðurlandi T om Cruise trúir því að við séum öll að verða fyrir mengun af völdum geimvera sem sprungu í kjarnorkusprengingum í eld­ fjallagígum fyrir 75 milljónum ára. Geimverurnar voru sendar hingað til jarðarinnar fyrir 75 milljónum ára, úr Stjörnustórveldinu, af vonda leiðtoga þess, Xenu. Hann gabbaði þegna sína til að koma saman í milljarðatali, und­ ir því yfirvarpi að þeir ættu að koma í skattayfirlit. Hann raðaði þeim saman í kringum eldfjöll og sprengdi kjarn­ orkusprengjur ofan í gígunum. Eftir það svifu sálir þeirra um og klínast ennþá utan á líkama lifandi fólks, eins og and­ leg mengun, og valda þeim sjúkdóm­ um, skilnuðum og drykkjuvandamál­ um, svo eitthvað sé nefnt. Eftir þessa óhugnanlegu atburði var Jörðinni vísað úr Stjörnustórveldinu og hún gerð að fangelsisplánetu undir leynilegri stjórn hersveita Stjörnustórveldisins. Það er því ekki skrítið að Tom hafi orðið hverft við þegar nokkrir bænd­ ur ráku sauðkindur sínar eftir gamalli þjóðleið nálægt glæsisumarbústað hans í Eyjafirði. Íslenskir bændur hafa löngum þótt skara fram úr í atgervi og eru ógnun við aðra eftir því. Sauðkindin er einnig þekkt fyrir að vera harðger. Þar sem klaufaþytur hersveitar hornóttra kinda drundi í loftinu tók Tom Cruise á loft á þyrlunni sinni í snarhasti og þeyst­ ist á brott. Öryggisverðir hans mættu óvinahernum á þjóðleiðinni og reyndu að bola vígasveitinni burt. Bændur og ómannaðir stríðsfákar þeirra störðu ógnandi á eftir þessum djarfa presti Vísindakirkjunnar. Í erlendum fjölmiðlum er talað um að Tom Cruise sé ætlað stórt hlutverk. Fyrr eða síðar muni hinn illi Xenu snúa aftur. Tom og Vís­ indakirkjan vilja ekki kannast við þetta. Kannski trúir hann ekki raun­ verulega kenningum Vísinda­ kirkjunnar. Hins vegar er það kjarninn í starfi kirkjunnar að fólk þurfi að vinna sig upp í ákveðið and­ legt stig, svoköll­ uð OT stig, áður en það fær að heyra ritninguna. Því venjulegt fólk skilur ekki og ræður ekki við þessa þekkingu. Sagan af Xenu er í OT 3. Æðsta stigið er OT 8. Tom er OT 7. Við hin vitum ekki og skiljum ekki hvaða hætta stafar af íslenskum bænd­ um og sauðkindum. Við vitum bara að Tom Cruise veit það. E itt sinn bjó strákur í nágrenni við mig, hann hafði þann háttinn á að reyna ávallt að koma öll­ um afglöpum sínum yfir á aðra. Hann reyndi sífellt að ljúga sig útúr öllum vanda. En auk þess var hann bæði þjófóttur og einstaklega fáfróð­ ur. Fáfræðina sótti hann til beggja foreldra og mátti vart á milli sjá hvort þeirra var viljugra að lepja upp lygi sonarins og breiða yfir strákapörin. Ég nefni þennan hnokka hér, vegna þess að ég sé svo marga fáfróða menn; menn sem eru svo illa settir að þeir vita ekki að fáfræðin er móðir græðginnar, sverð lyginnar og skjöldur þjófsins. Í dag heyrum við menn, sem vissulega voru valdir að hruninu hér á landi, halda því fram að það sé núver­ andi ríkisstjórn að kenna að þjófnaður manna í sparisjóðasukkinu í Keflavík lendi á skattgreiðendum. Menn segja að ríkisstjórnin geri ekki neitt af viti. En sömu menn vita að verið er að leysa hér allan vanda, þótt ekki sé hér allt gert með offorsi. Það vita það allir sem vita eitthvað að þjófafélag Framsóknar og glæpa­ menn Sjálfstæðisflokksins stálu hér öllu steini léttara. Og síðan breiða þessir menn út þá fáfræði sem seg­ ir að allt sé þetta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að kenna. Fáfróður lýðurinn lepur upp lygina og er viss um að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur geti skapað hér hið fullkomna samfé­ lag. Já, það merkilegasta við fáfræðina er, að hún leyfir mönnum ekki að læra af reynslunni. Hún deyfir menn og gerir þá svo siðblinda að þeir sjá akkúrat ekki neitt. Annað gott dæmi um siðblindu fá­ fræðinnar er að finna hjá íslenskum útgerðarmönnum. En ógeðslegustu birtingarmynd hennar er að finna í því að sjómenn, fiskvinnslufólk, sveitar­ stjórnarmenn og ýmsir aðrir áhang­ endur kvótasvindlsins eru einsog þorskar í neti eða þorskhausar í kippu; aumur lýðurinn hefur kokgleypt fá­ fræðina og er tilbúinn að láta etja sér í það að mótmæla réttlætinu sem meirihluti þjóðarinnar þráir. Fólk, sem maður hefði getað haldið að væri með öllum mjalla, trúir lyginni og fet­ ar slóð græðginnar í algleymi fullkom­ innar fáfræði. Ég þori vart að hugsa þá hugsun til enda, að fáfróð þjóð eigi eftir að kjósa sér nýja ríkisstjórn; allt þetta fólk sem heldur að ríkisstjórn Jóhönnu sé svo skelfilega slæm. Við gætum fengið Bjarna Ben sem forsætisráðherra, Sig­ mund Davíð sem utanríkisráðherra, Guðlaug Þór sem ráðherra dómsmála, Tryggva Þór Herbertsson sem fjár­ málaráðherra og Vigdísi Hauksdóttur sem menntamálaráðherra. Já, kæru landsmenn, víst getur ástandið orðið verra en það er nú þegar. Fáfræðina, ljóst og leynt, landsmenn vilja mæra og afar margir munu seint af mistökunum læra. Fögnuður og freyðivín Það voru Piltarnir sem komu fyrstir í mark í WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni sem lauk á fimmtudag. Piltarnir eru þeir Hafsteinn Ægir Geirsson, Árni Már Jónsson, Pálmar Kristmundsson og Kári Brynjólfsson. Þeir hjóluðu túrinn á 40 klukkustundum og 57 mínútum og komu í mark eftir hádegi á fimmtudag við mikinn fögnuð áhorfenda. mynd Eyþór Árnason Myndin Svarthöfði Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Umræða 23Helgarblað 22.–24. júní 2012 „Fólk, sem maður hefði getað haldið að væri með öllum mjalla, trúir lyginni og fetar slóð græðginnar í algleymi full- kominnar fáfræði. Kannski getur maður bætt við einhverju fútti Björk Eiðsdóttir, nýr ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.