Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Blaðsíða 27
skylduna. Það er ekkert langt síð- an við sátum og ræddum þetta, við systkinin og pabbi. Þessi umræða er ekki eitthvað sem bara klárast. Hún er alltaf til staðar. Í minni fjölskyldu getum við rætt þetta. En það tók okk- ur nokkur ár að komast á þann stað; að geta sagt okkar meiningar. Pabbi og aðrir skildu ekki af hverju ég hafði ekki sagt neitt fyrr. Fólk skilur ekki hvað börn eiga erfitt með að segja frá. Auðvitað er auðvelt að sjá það þegar maður er orðinn fullorðinn að það hefði verið betra að segja frá. En þá er maður kom- inn í allt aðra stöðu og með annan þroska.“ Hún segir að þótt málið hafi ekki verið fyrnt þegar hún sagði frá því þá hafi aldrei verið lögð fram kæra. „Ég leitaði til lögfræðings á sínum tíma en var bent á að fara ekki með þetta lengra. Mér var tilkynnt að ferlið væri svo langt og þar sem þetta væri orð gegn orði væri ólíklegt að ég myndi vinna auk þess sem málið yrði ör- ugglega orðið fyrnt þegar niðurstaða loksins fengist. Ég er alls ekki sátt við þá niðurstöðu og efast um að lög- fræðingur í dag hefði svarað svona. Þessi maður náði að misnota margar stúlkur áður en mér tókst að koma fólki í skilning um það sem hafði gerst. Ég var ekki sú fyrsta. En ekkert hafði verið gert og þess vegna varð ég fyrir þessu. Ég upplifði lengi reiði vegna þess. Ég reyndi lengi að tala um þetta og segja frá svo fleiri lentu ekki í honum. Ég gat ekki gert meira en mér leið ekki vel að vita að fleiri hefðu lent í honum á eftir mér. Það hefði verið best ef þessi maður hefði verið tekinn úr umferð.“ Vann í reiðinni Hún segist engin samskipti hafa við manninn í dag og að það séu líklega 15 ár síðan hún rakst á hann síðast. „Öll tengsl hans við fjölskylduna eru rofin í dag en hversu mörg ár eru síðan það gerðist veit ég ekki. Allavega skemur en 15 ár,“ segir hún en neitar því að hún finni til haturs. „Ég var lengi alveg ofsalega reið. Ég bað Guð að taka reiðina frá mér og taka frá mér ábyrgðina. Ég lagði þessi mál í Guðs hendur og bað um að finna leið til að græða sárin. Ég er ekki reið í dag. En auðvitað er þetta ekki eitthvað sem ég hefði viljað ganga í gegnum. Ég ákvað að vinna í reiðinni. Ég hafði drösl- að henni með mér svo lengi og leið ekkert vel með það. Slíkt gerir manni ekki gott.“ Jóna Lovísa talar um þessa erf- iðu reynslu til að hjálpa öðrum og ekki síst til að hún sjálf geti stað- ið upprétt. „Það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir að hafa lent í ofbeldi. Það er ofbeldisaðilinn sem á að skammast sín. Sá sem hefur orðið fyrir slíku getur sagt frá og varað aðra við. Svona lagað er til. Ég er mjög ánægð með um- ræðuna í dag. Nú vita börn að það eru ákveðnir staðir sem má ekki snerta og að það eigi ekki að treysta öllum fullorðnum í blindni. Svona ofbeldi er svo ótrúlega algengt. Það liggur við að þetta sé í hverri ein- ustu fjölskyldu. Við verðum að geta rætt málin og sagt frá en megum ekki láta þetta stýra lífi okkar. Ef við tökum á vandamálunum í stað þess að sópa þeim undir teppið verður frekar hægt að fyrirbyggja að svona komi fyrir.“ Öfgar í öllum íþróttum Fitness og vaxtarrækt hefur oft og tíðum sætt harkalegri gagnrýni. Talað er um að ungar stelpur verði átröskun að bráð, strangar æfingar og lítið mataræði hafi áhrif á tíðar- hring þeirra og að andlegt álag geti hreinlega beygt þær sérstaklega eftir keppnir þegar líkaminn fer að jafna sig eftir átökin. Jóna Lovísa viður- kennir að vissulega séu til öfgar í líkamsrækt líkt og í öðrum íþrótt- um. „Ástandið á keppnisdag er nátt- úrulega öfgafullt. Líkaminn er fitu- snauður og svo vatnslítill að það sést í hvern einasta þráð hans. Til að ná árangri þarf mikinn undirbúning. Það þarf að leggja mikið á sig. Ég þekki það í gegnum júdóið en ég æfði þá íþrótt lengi og væri örugglega ennþá að keppa ef ég hefði ekki meiðst. Þar voru æf- ingarnar mjög miklar. Ég vaknaði eldsnemma til að fara út að hlaupa, vann svo heilan vinnudag og fór aft- ur að æfa seinni partinn. Á sama tíma var maður alltaf að hugsa um þyngdina því maður varð að passa í ákveðinn flokk. Það eru öfgar í öllum greinum. Það hættulega við fitness er fókus- inn á mataræðið. Ég vil meina að það verði allir að vera með þjálf- ara fyrir mót og mæli alls ekki með því að fólk undirbúi sig fyrir keppni eitt og sér. Það þurfa allir stuðning í gegnum undirbúning, í keppni og eftir keppni. Þetta sport er alls ekki fyrir alla og krefst gífurlegs viljastyrk. Ég hef heyrt af stelpum sem innbyrða svo fáar hitaeiningar að mér hrein- lega bregður. Þetta á ekki að vera svelti. Þá hlýtur eitthvað að hrynja,“ segir Jóna Lovísa sem þessa dag- ana er að leiðbeina 16 ára dóttur sinni sem stefnir á sitt fyrsta mót í fitness. „Mér finnst hún of ung en þetta er eitthvað sem hún vill gera og þá vil ég hjálpa henni. Ef ég væri með svona keppni þá myndi ég hafa aldurstakmarkið allavega 18 ár. Það myndi strax muna miklu. Ungar stelpur geta verið svo við- kvæmar. Það þarf að halda vel utan um þær svo þær haldi haus. Það þarf að passa vel að viðhorf gagn- vart mat truflist ekki. Að þær skilji að þær þurfti ekki að hafa sam- viskubit yfir öllu sem þær láta ofan í sig. Keppnisástand er ekki eðlilegt ástand sem þær eiga að stefna að daglega. Sjálfri líður mér miklu betur með mig eftir keppni. Mér finnst ég miklu fallegri með þessi auka kíló, bæði á kinnum og rasskinnum,“ segir hún brosandi. Sér ekki eftir neinu Jóna Lovísa verður 45 ára eftir nokkra daga. Samt hefur hún líklega aldrei verið í betra líkamlegu formi. Að- spurð segist hún ekki vita hversu lengi hún muni stunda líkamsrækt. „Líklega bara eins lengi og ég hef gaman af þessu. Svo fer það líka eft- ir því hvar ég er stödd í lífinu, hvaða tíma ég hef og tækifæri. Mig langar til að keppa á heimsmeistaramóti áður en ég hætti. Það er mitt markmið. Ég ætla ekki að keppa í haust. Ég keppti svo stíft í vor og fannst ég þurfa á fríi að halda. Allt hefur sinn tíma. Ég á mína drauma og stefni á að láta þá rætast,“ segir hún og viðurkennir að prestsembættið veki athygli þegar hún keppi á erlendri grundu. „Fólk verður mjög hissa,“ segir hún bros- andi en neitar því að vaxtarrækt- in hjálpi henni í starfinu í kirkjunni. „Varla. Annars hugsa ég lítið um það og ég efast um að ég myndi spá í það ef ég ætti mér eitthvað annað áhuga- mál. Ég sinni bara mínu starfi. Ég hef samt fundið hvað eldra fólki finnst þetta áhugavert. Ég vinn hlutastaf sem prestur á öldrunarheimili og finn hvað gamla fólkið er duglegt að fylgjast með þessu hjá mér. Þar eru ekki til fordómar.“ Athygli vakti þegar Jóna Lovísa var fengin til vígja nýja vefsíðu WOW air við hátíðlega athöfn og sitt sýndist hverjum. „Viðbrögðin voru misjöfn,“ viðurkennir hún en neitar að hún sjái eftir uppátækinu. „Það tekur því ekki að sjá eftir hlutunum. Það er hvort sem er ekki hægt að laga þá. Mér fannst þetta bara gaman og svo er ágætt að fólk hafi eitthvað til að tala um. Þetta skaðaði mig ekkert enda margt verra til en að klippa á borða hjá WOW og biðja Guð að blessa flugfélagið og starf þess. Örugglega margt verra,“ segir hún og skellir upp úr. Sannleikurinn er bestur Hún segir að eftir erfiðan tíma hjá þjóðkirkjunni upplifi hún ákveðna heilun innan kirkjunnar. „Þetta mál í kringum Ólaf Skúlason var alveg of- boðslega erfitt. Mörgum steinum var velt við. Slíkt verður að gera til þess að hægt sé að vinna í málunum og græða hlutina. Nú finnst mér það vera að skila sér. Ákveðnir hlutir voru færðir upp á yfirborðið. Það er ekki hægt að vinna í þeim nema það sé gert. Í stéttina er fyrir vikið komin meiri hlýja, virðing og fólk er orðið umburðarlyndara en það var. Ég upplifi að það eigi sér mikil græðsla stað í kirkjunni. Fólk treystir betur kirkju sem þorir að tala um og taka á málum heldur en kirkju sem stingur öllu ofan í skúffu, lokar og læsir. Sannleikurinn er alltaf bestur.“ Jóna Lovísa hefur mætt mörg- um erfiðleikum á lífsleiðinni og viðurkennir að á stundum hafi hún hreinlega efast um góðvild og jafnvel tilvist Guðs. „Ég hef oft ef- ast. Ég hefði áhyggjur af trú minni ef ég efaðist aldrei. Stundum tala ég við Guð og spyr hvort hann sé til og hvar hann sé. Ég held að það sé eðlilegt að líða stundum eins og Guð sé fjarverandi. Það hafa allir lent í aðstæðum þar sem þeir skilja ekki hvar hann er. En svo hefur maður líka fundið að Guð hefur leitt mann í gegnum hlutina og upp úr djúpinu. Ég lít ekki á Guð sem einhvern sem stýrir og stjórnar öllu og ræður því sem kem- ur fyrir mig í dag og á morgun. Guð ákveður ekki hvort ég lendi í hinu eða þessu til að kenna mér lexíu. Ég trúi því að Guð vilji vera með okkur í öllum aðstæðum; góðum eða slæm- um, og sé til staðar til að hjálpa okk- ur á fætur aftur. Það hefur sýnt sig í mínu lífi. Ég hef lent í mörgum erfið- leikum en er hér í dag og líður vel. Ég á örugglega eftir að mæta fleiri erf- iðleikum en á líka eftir að komast í gegnum þá.“ Stæltasta amma landsins Aðspurð segir hún ekki mikinn tíma afgangs fyrir önnur áhugamál þegar líkamsræktin sé annars vegar. „En ég hef mjög gaman að matargerð og næringu og get lesið matreiðslu- bækur fram og til baka. Svo finnst mér líka ofsalega gaman að útivist og ferðalögum og guðfræðinni auð- vitað og heimspekinni. Elsti sonur mannsins míns á líka þjú börn svo fjölskyldan okkar er orðin stór. Það er alltaf gott að hafa það kósí með börnunum,“ segir hún og tekur hlæj- andi undir að líklega sé hún ekki einungis stæltasti prestur landsins heldur einnig stæltasta amma lands- ins. „Ætli það ekki. Það gæti bara vel verið.“ n Viðtal 27Helgarblað 26.–28. október 2012 „Ég er sterk en ég hef líka virki- lega þurft að berjast fyrir því að fá að vera elskuð eins og ég er „Þetta skaðaði mig ekkert enda margt verra til en að klippa á borða hjá WOW og biðja Guð að blessa flugfé- lagið og starf þess Aldrei í betra formi Jóna Lovísa verður 45 ára eftir nokkra daga. Hún veit ekki hversu lengi hún mun keppa í líkamsrækt. Myndir/BjArni EiríkSSon og úr EinkASAfni Sterk Jóna Lovísa þurfti virkilega að berj- ast fyrir sinni sjálfsmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.