Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 4
4 Fréttir 28. desember 2012 Áramótablað Lítið upp í skuldirnar n Skiptum lokið á Tékklistanum, fyrrverandi eiganda Office 1 S kiptum er nú lokið á félaginu Tékklistanum ehf., sem sá um rekstur ritfangaverslun­ arinnar Office 1. Félagið hét áður Egilsson hf. og var það alfar­ ið í eigu Egils Þórs Sigurðssonar en það fór í þrot í júní í fyrra. Skipt­ um lauk þann 19. desember síð­ astliðinn. Lýstar kröfur í félagið voru tæp­ ar 1.900 milljónir króna en upp í þær fengust tæpar 320 milljónir. Forgangskröfur greiddust að fullu, en undir þær fellur meðal annars launakostnaður. Þær námu alls tæpum 20,5 milljónum. Office 1 fór aftur í hendur fyrri eigenda þegar félagið fór í þrot en tvö ný félög voru stofnuð, annars vegar Egilsson ehf. sem sér um rekstur Office 1 og hins vegar Office 1 ehf. sem heldur utan um húsnæði þess. Eigendur þeirra félaga voru allir æðstu stjórnendur Office 1 þegar Tékklistinn sá um rekstur fyrirtækisins. Ásamt Agli eru það Brynja Brynleifsdóttir fjármála­ stjóri, Kjartan Örn Sigurðsson for­ stjóri og Bjarni Árnason og Ragnar Ástvaldsson framkvæmdastjórar. Egill átti Tékklistann alfarið en varð stjórnarformaður nýju félaganna. Kaup Egilsson ehf. á Office 1 voru að sögn Kjartans fjármögn­ uð með lánum og eigin fé eigenda þess. Nú starfa 70 manns hjá Egilsson ehf. Félagið keypti í janúar rekstur verslana A4 og í kjölfarið var ráðist í miklar hagræðingar­ aðgerðir. n simon@dv.is Keypti bréf í sjálfum sér fyrir 30 milljarða n Stjórnendur Landsbankans sakaðir um ýmiss konar lögbrot S litastjórn Landsbanka Ís­ lands telur að stjórnendur bankans hafi brotið ýmiss konar lög í rekstri hans á árunum fyrir hrun og byggir stefna slitastjórnarinnar gegn endur­ skoðendum bankans, PwC á Íslandi og í London, á því að afleiðingar þessara lögbrota hafi verið mikl­ ar fyrir kröfuhafa hans. Þetta kem­ ur fram í stefnunni, sem DV hefur undir höndum, þar sem slitastjórnin fer fram á um 100 milljarða króna skaðabætur frá endurskoðanda­ fyrirtækjunum. Hin meintu lögbrot sem slitastjórnin telur upp í stefnunni eru þau að ekki hafi verið getið um allar lánveitingar til aðaleigenda bankans, feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, í ársreikningum bankans; að Björg­ ólfsfeðgar hafi fengið lán sem námu meira en 25 prósentum af eiginfjár­ grunni bankans þrátt fyrir að lög­ bundið hámark hafi verið bundið við þá tölu; að bankinn hafi átt á bilinu 25 til 35 prósent af eigin hlutabréf­ um þrátt fyrir að leyfilegt hámark hafi verið tíu prósent af eigin bréf­ um og loks að bankinn hafi ekki virt flöggunarskyldu þegar eignarhald hans á eigin bréfum fór yfir 10 pró­ sent af heildarhlutafé bankans. Eitt af þeim atriðum sem kemur fram í stefnunni er að Landsbanki Íslands hafi á síðustu tveimur mánuðunum fyrir fall bankans, frá byrjun ágúst 2008 til byrjun október sama árs, keypt hlutabréf í sjálfum sér fyrir rúmlega 29,4 milljarða króna. Um sumarið 2008 hafði bank­ inn hins vegar átt 30 prósenta hlut í bankanum, 20 prósentustigum meira en hann mátti eiga. Stefnan í málinu er undirrituð 7. mars 2012 en málið var þingfest síðast liðið sumar. PwC sakað um slæleg vinnubrögð Inntakið í stefnunni er PwC hafi ekki endurskoðað ársreikninga bankans með þeim hætti sem fyrirtækið hefði átt að gera, meðal annars með því að taka tillit til afleiðinga framan­ greindra lögbrota á stöðu bankans og reikningsskil hans. Þá hefðu endur­ skoðendurnir átt að færa niður útlán til viðskiptamanna bankans eftir að byrjaði að harðna á dalnum í íslenska fjármálakerfinu í byrjun árs 2008 og fram eftir árinu. Þetta hafi hins vegar ekki verið gert þrátt fyrir að tilefni hefði verið til. Orðrétt segir um þetta í stefnunni: „Í málinu er byggt á því að stefndu hafi ekki endurskoðað og kannað ársreikning bankans samkvæmt góðri endurskoðunarvenju, venju um könnun árshlutareikningsskila, réttarreglur og endurskoðunarstaðla. Þessi vanræksla fólst í því að stefndu gerðu ekki athugasemdir við útreikn­ ing á eigin fé bankans í reikningsskil­ um hans og tilkynntu ekki um brot á þýðingarmiklum reglum sem giltu um starfsemi bankans.“ Þá segir enn frekar að PwC hefði átt að vera ljóst að stjórnendur bank­ ans höfðu framið áðurnefnd lögbrot sem snertu of háar lánveitingar til Björgólfsfeðga og viðskipti bankans með eigin hlutabréf: „Stefndu var, eða hefði mátt vera ljóst, að ef þeir hefðu sinnt skyldum sínum í samræmi við endurskoðunarvenjur, réttarreglur og alþjóðlega reikningsskilastaðla, að bankinn braut þýðingarmiklar reglur sem giltu um starfsemi hans. Þeim bar lögum samkvæmt að tilkynna þessi brot til bankaráðsins, hluthafa­ fundar og Fjármálaeftirlitsins.“ Afleiðingin af þessum brotum bankans var sú, samkvæmt stefn­ unni, að frá miðju ári 2008 var eigið fé og eiginfjárgrunnur bankans undir settum lögbundnum mörkum. PwC undirritaði hálfsársuppgjör Lands­ bankans þá um mitt ár en eftir þann tíma runnu áfram verulegir fjármun­ ir út úr bankanum og fram að falli hans. Mikið fjallað um lán til Björgólfsfeðga Í stefnunni er mikið fjallað um lán­ veitingar til Björgólfsfeðga og þá staðreynd að þeir voru ekki skil­ greindir sem tengdir aðilar hjá bank­ anum þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í lögum að slíkt eigi að gera við aðila sem tengdir eru svo nánum fjölskylduböndum. „Ljóst er að skv. þessum staðreyndum átti að tengja þá feðga og þau félög sem að ofan eru nefnd sem sameiginlega áhættu gagnvart bankanum.“ Miðað við stefnuna námu sam­ anlagðar lánveitingar til þeirra feðga alltaf miklu meiru en þær máttu. Í stefnunni segir meðal annars að í júní 2008 hafi lánveitingar til Björgólfs­ feðga numið 75 prósentum af eigin­ fjárgrunni bankans, 50 prósentustig­ um meira en þær máttu nema. Þá er það nefnt sérstaklega að Fjármálaeftirlitið hafi gagnrýnt sér­ staklega allt frá árinu 2005 að lán­ veitingar til Björgólfs Thors og félaga hans hafi numið meira en 25 prósent­ um af eiginfjárgrunni Landsbank­ ans. Landsbankinn kippti þessu hins vegar ekki í liðinn þrátt fyrir gagn­ rýni frá Fjármálaeftirlitinu. „Áfram voru áhættuskuldbindingar Björg­ ólfs Thors Björgólfssonar og Actavis Group hf. langt yfir 25% mörkunum,“ segir í stefnunni. Staðan á málinu fyrir dómi um þessar mundir er sú að PwC á að skila greinargerð sinni til Héraðs­ dóms Reykjavíkur nú í janúar. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Áfram voru áhættuskuld- bindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og Actavis Group hf. langt yfir 25% mörkunum. 75 prósent af eiginfjárgrunni Í stefnu slitastjórnar Landsbankans kemur fram að lánveitingar bankans til Björgólfsfeðga hafi numið 75 prósentum af eiginfjárgrunni bankans um sumarið 2008. Stálu 300 kílóum af laxi Þjófar stálu rúmlega 300 kílóum af reyktum laxi úr gámi frá Eðal­ fiski í Borgarnesi. Þegar gámur­ inn var athugaður á jóladag fannst hvorki tangur né tetur af fisknum, sem geymdur var í 30 kössum. Skessuhorn greinir frá því að fisk­ urinn hafi verið í heilum flökum og í sérstökum umbúðum sem ekki eru til sölu hérlendis. Ekkert athugavert var að sjá um miðjan aðfangadag, en þjófarnir stálu eft­ ir það fisknum sem er að andvirði tæprar milljónar króna. Réðst á foreldra sína Lögreglunni var tilkynnt um heimilisofbeldi í fjölbýli í Breiðholti aðfaranótt fimmtu­ dags. Þar reyndist vera karlmaður í annarlegu ástandi sem ráðist hafði á foreldra sína. Sá var hand­ tekinn og vistaður í fangageymslu. Samkvæmt lögreglu var aðfaranótt fimmtudagsins líkt og um helgi væri að ræða, skemmtanahald var mikið, eitthvað var um ölvunar­ akstur og mikið var kvartað undan hávaða. Flatskjárinn á brott Á fimmtudagsmorgun var til­ kynnt um innbrot í sumar­ bústað við Hlíðarbraut í Reykjaskógi. Þjófavarnarkerfi hafði farið í gang rétt fyrir klukkan ellefu kvöldið áður, á annan dag jóla. Eigandinn fékk boð í farsímann þar sem tilkynnt var um innbrotið, en þar sem hann var ekki við sím­ ann þá varð hann ekki var við skilaboðin fyrr en hann fór að huga að símanum daginn eftir. Bakdyr höfðu verið spenntar upp og þjófurinn haft á brott 32 tommu Samsung­flatskjá. Miklar skuldir Skuldir Tékklistans ehf., áður Egilsson hf., námu alls um 1.900 milljónum króna. Upp í þær kröfur fengust 320 milljónir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.