Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 18
Á
rið 2012 var viðburðaríkt á
vettvangi stjórnmálanna.
Tvennar kosningar fóru fram,
annars vegar var kosinn forseti
til næstu fjögurra ára og hins
vegar tók þjóðin afstöðu til breytinga
á stjórnarskrá lýðveldisins. Þingstörf
hafa einkennst af hamagangi, málþófi
og stóryrðum; ný framboð hafa ruðst
fram á sjónarsviðið, valið hefur verið
á prófkjörslista hjá stjórnmálaflokk
unum og eru línur teknar að skýrast
fyrir þingkosningarnar næsta vor.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð
herra Íslands, hefur ákveðið að setjast
í helgan stein að þessu kjörtímabili
loknu svo senn líður að leiðtogaskipt
um í Samfylkingunni. Uppgjörið við
bankahrunið hefur haldið áfram með
sögulegri sakfellingu Geirs H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, í lands
dómsmálinu auk þess sem þrír leik
menn í hruninu hafa lent á bak við lás
og slá. Óhætt er að fullyrða að þjóð
málaumræðan var fjörug á liðnu ári
en hún einkenndist meðal annars af
vitundarvakningu á sviði jafnréttis
mála. Hér á eftir verður stiklað á stóru.
4. febrúar – Björt framtíð stofnuð
Eftir langa leit að heppilegu nafni er
stjórnmálaaflið Björt framtíð stofn
að með pomp og prakt. Formenn
flokksins eru tveir, þingmaðurinn
Guðmundur Steingrímsson og Heiða
Kristín Helgadóttir sem gat sér gott
orð sem kosningastjóri Besta flokks
ins árið 2010. Á meðal stefnumála
flokksins eru óskir um að Ísland vinni
Eurovision og að almennt ríki minna
vesen. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykja
víkur, er á lista flokksins í Reykjavík og
í októbermánuði gengur þingmaður
inn Róbert Marshall til liðs við hann.
7. febrúar – Samstaða Lilju
Stjórnmálaflokkurinn Samstaða er
formlega stofnaður en forsvarsmenn
hans eru þingmaðurinn Lilja Móses
dóttir og veðurfræðingurinn góð
kunni Sigurður Þ. Ragnarsson. Tæp
lega mánuði síðar fer Sigurður í fússi
eftir að hafa borist tölvupóstur frá
Lilju sem ekki var ætlaður honum.
Síðar lét Lilja af embætti formanns
og tók lögreglumaðurinn Birgir Örn
Guðjónsson við keflinu.
27. febrúar – Öflug
jafnréttis-
barátta
Myndaalbúmið
Karlar sem hata
konur vekur gríðar
lega athygli á Face
book og verður á svip
stundu afar umdeilt. Á bak
við uppátækið er femínistinn Hild
ur Lilliendahl Viggósdóttir sem látið
hefur til sín taka. Mikil umræða hef
ur verið um femínisma á liðnu ári og
hafa aðgerðir á borð við þessa blásið
jafnréttisumræðunni byr undir báða
vængi.
18. mars – Dögun Dögunar
Stjórnmálahreyfingin Dögun er stofn
uð en þar sameinast Hreyfingin, Borg
arahreyfingin og Frjálslyndi flokk
urinn auk nokkurra ráðsmanna úr
stjórnlagaráði í einni fylkingu. Enginn
formaður verður í Dögun heldur tals
menn sem hver tengist tilteknum
málaflokki. Stjórnmálaaflið leggur
áherslu á að bæta skuldavanda heim
ilanna, lýðræðisumbætur, uppstokk
un á stjórn fiskveiða, siðvæðingu
stjórnsýslu og fjármálakerfis, uppgjör
við hrunið og Evrópusambandið.
23. apríl – Geir sakfelldur
„Sá dómur er fáránlegur og reyndar
aðeins meira en það, hann er spreng
hlægilegur,“ sagði Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, á þess
um degi og var sannarlega heitt í
hamsi. Skömmu áður hafði Geir ver
ið sakfelldur af meirihluta dómara í
landsdómi fyrir vítaverða vanrækslu
í aðdraganda bankahrunsins. Dagur
inn er sögulegur í íslenskri stjórn
málasögu því aldrei fyrr hefur maður
verið sakfelldur fyrir brot á lögum um
ráðherraábyrgð.
Miklar deilur áttu sér stað á þingi
vegna málsins fyrr á árinu, en Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðis
flokksins, lagði fram tillögu um að
ákæran gegn Geir H. Haarde yrði
dregin til baka. Var tillögu hans vís
að frá.
7. júní – Stríðið um kvótann
nær hámarki
Fyrirhugaðar breytingar
á fiskveiðistjórnunarkerf
inu voru eitt helsta hitamál
stjórnmálanna á árinu. Þann
7. júní má segja að deilurnar hafi
náð hápunkti en þá safnaðist fjöldi
fólks saman á Austurvelli og skiptist
mannfjöldinn í tvær fylkingar. Hags
munaaðilar í sjávar útvegi boðuðu til
mótmæla gegn áformum ríkisstjórn
arinnar um breytingar á fiskveiði
stjórnunarkerfinu og var um sjötíu
skipum siglt til Reykjavíkur svo skip
verjar gætu tekið þátt í mótmælunum.
Annar hópur fólks sem kom saman á
sama tíma hélt því fram að kvótakerf
ið væri ekki einkamál útgerðarmanna.
Eftir mikið japl, jaml og fuður á Al
þingi var veiðigjaldafrumvarp ríkis
stjórnarinnar samþykkt seinna í sama
mánuði og gert er ráð fyrir að veiði
gjöldin skili 12–13 milljörðum króna í
ríkissjóð á næsta fiskveiðiári.
27. september – Jóhanna kveður
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis
ráðherra Íslands lýsir því yfir að hún
hyggist ekki sækjast áfram eftir for
mennsku í Samfylkingunni á næsta
landsfundi flokksins og draga sig í hlé
að kjörtímabilinu loknu. „Nú tel ég
tímabært að aðrir taki við keflinu sem
mér var falið í kjölfar hrunsins,“ sagði
hún í bréfi sem sent var öllum flokks
systkinum hennar.
20. október – Stuðningur við
stjórnarskrárbreytingar
Í þjóðaratkvæðagreiðslu um breyt
ingar á stjórnarskrá taka kjósendur
einarða afstöðu með drögum stjórn
lagaráðs. Um 64 prósent kjósenda
vilja að drögin verði lögð til grund
vallar nýrri stjórnarskrá en jafnframt
vill meirihluti kjósenda að í nýrri
stjórnar skrá verði ákvæði um þjóðar
eign á náttúruauðlindum, persónu
kjör, jafnt vægi atkvæða, þjóðar
atkvæðagreiðslur og þjóðkirkju.
10. nóvember – Afdrifarík
prófkjör í Kraganum
Laugardagurinn 10. nóvember er við
burðaríkur, bæði hjá Samfylkingunni
og Sjálfstæðisflokknum. Tilkynnt er
um úrslit í flokksvali Samfylkingarinn
ar í Suðvesturkjördæmi þar
sem Árni Páll Árnason ber
sigurorð af Katrínu Júlí
usdóttur, fjármálaráð
herra.
Árni Páll leiðir lista
Samfylkingarinnar í
Kraganum, Katrín er í öðru
sæti en Magnús Orri Schram í
því þriðja. Sömu helgi kjósa sjálfstæð
ismenn á lista í Kraganum og fékk
Bjarni Benediktsson, formaður flokks
ins, slæma útreið, aðeins 54 prósent
atkvæða í efsta sætið. Annað og þriðja
sæti á listanum skipa Ragnheiður Rík
harðsdóttir og Jón Gunnarsson en
Vilhjálmur Bjarnason, nýgræðingur í
stjórnmálum, nær fjórða sætinu.
19. nóvember – Hernaði
Ísraelsríkis mótmælt
Um 1.200 manns safnast saman fyrir
utan bandaríska sendiráðið og mót
mæla hernaði Ísraelsríkis á hendur
Palestínumönnum. Ögmundur Jón
asson innanríkisráðherra heldur til
finningaþrungna ræðu þar sem hann
segir Ísraelsríki hafa breyst í ófreskju.
Daginn eftir er Palestínudeilan rædd á
Alþingi og hvetur Bjarni Benediktsson
Ísraelsmenn til að gæta meðalhófs í
aðgerðum sínum. Orð hans vekja tals
verða athygli. Össur Skarphéðinsson,
utanríkisráðherra Íslands, hefur látið
sig Palestínumálin varða á árinu og
beitt sér fyrir auknum áhrifum Palest
ínu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
24. nóvember
– Hanna Birna
leiðir lista
Hanna Birna
Kristjánsdótt
ir vinnur öruggan
sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík. Illugi Gunnarsson lendir
í öðru sæti, Pétur Blöndal í því þriðja
og lögmaðurinn Brynjar Níelsson í því
fjórða. Guðlaugur Þór Þórðarson nær
ekki þeim árangri sem hann stefndi
að, en hann lendir í fimmta sæti og
Birgir Ármannsson í sjötta sætinu á
eftir honum. Sú spurning vaknar eft
ir prófkjörin hvort Hanna Birna hyggi
á formannsslag að nýju gegn Bjarna
Benediktssyni en það segist hún ekki
ætla að gera.
30. nóvember – Guðbjartur
gegn Árna
Guðbjartur Hannesson velferðarráð
herra lýsir yfir framboði til formanns
Samfylkingarinnar en lengi hefur leg
ið fyrir að Árni Páll Árnason sækist
eftir formennskunni. Guðbjartur og
Árni koma hvor úr sínum arminum
innan Samfylkingarinnar. Þykir Árni
Páll líklegri til að halla sér til hægri
eftir næstu þingkosningar en Guð
bjartur.
STRÍÐIÐ UM KVÓTANN
OG STJÓRNARSKRÁNA
18 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað
n Viðburðaríkt stjórnmálaár n Geir fundinn sekur n Fylkingarnar brýna sverðin
„Klappstýra útrásarinnar“
mætir „skrautdúkku“
Þann 30. júní var Ólafur Ragnar Grímsson endurkjörinn í embætti forseta Íslands. Hóf hann
því sitt fimmta kjörtímabil á árinu sem er að líða og hefur enginn gegnt embættinu jafn lengi.
Lengi framan af var þó óljóst hvort Ólafur hygði á framboð eða ekki. Í nýársávarpi sínu gaf
forsetinn í skyn að svo væri ekki og sagðist hann „hlakka til frjálsari stunda“.
Það var ekki fyrr en 4. mars sem Ólafur tilkynnti um framboð sitt. Í útvarpsviðtali í
Sprengisandi á Bylgjunni beindi Ólafur spjótum sínum sérstaklega að einum af mótframbjóð-
enda sinna, Þóru Arnórsdóttur, sem þótti frá upphafi eini raunverulegi keppinautur forsetans.
Sagði forsetinn framboð hennar „ofboðslega mikið 2007“ en sjálfum hefur honum lengi verið
legið á hálsi að hafa verið „klappstýra útrásarinnar“. Einnig taldist það til stórtíðinda að í
áðurnefndu viðtali skyldi Ólafur í fyrsta skipti tjá sig opinberlega um afstöðu sína til Evrópu-
sambandsins og gagnrýndi hann Þóru harðlega fyrir að ætla ekki að gera slíkt hið sama.
Þann 18. maí eignaðist Þóra Arnórsdóttir barn og fáeinum dögum síðar fór kosningabarátta
hennar á flug. Svaraði hún forsetanum fullum hálsi, vísaði á bug orðum hans um „skraut-
dúkku“ og sagði teygjanlega túlkun hans á valdsviði forseta vera helstu óvissuna í stjórn-
skipan landsins. Kosningabaráttan var nokkuð hörð og náði hún ákveðnum hápunkti í fyrstu
sjónvarpskappræðum frambjóðenda þann 3. júní. Þá gengu þrír frambjóðendur, þau Andrea
J. Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason, óvænt út úr sjónvarpssal þar
sem þeir töldu Stöð 2 mismuna frambjóðendum. „Við viljum láta koma vel fram við okkur.
Af öllum fjölmiðlum,“ sagði Andrea í sameiginlegri yfirlýsingu þremenninganna.
Framan af var baráttan ansi tvísýn og skiptist þjóðin að mestu í tvo hópa, stuðningsmenn
Ólafs annars vegar og Þóru hins vegar. Um það bil tveimur mánuðum fyrir kosningar mæld-
ist Þóra með dágott forskot í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Smám saman náði Ólafur þó yfirhöndinni og þegar gengið var til kosninga í júlílok hlaut
Ólafur tæplega 53 prósent atkvæða en Þóra aðeins 33 prósent. Þó sigur Ólafs hafi verið
tiltölulega öruggur var hann engu að síður sögulegur í ljósi þess að aldrei hefur sitjandi
forseti hlotið eins laka kosningu.
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is
Heitt í hamsi Geir H. Haarde lét
þung orð falla í kjölfar þess að hann
var sakfelldur í landsdómi. Sakaði
hann dómendur meðal annars um að
hafa látið stjórnast af pólitík. „Það er
stórfurðulegt að pólitíkin í landinu hafi
laumað sér með þessum hætti inn í
þennan virðulega dómstól.“
Ríkishjúin Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra og Steingrímur J. Sig-
fússon atvinnuvegaráðherra hafa staðið
í ströngu á liðnu ári. Í júní síðastliðinn
lyktaði deilum um sjávarútvegsmál með
umtalsverðri hækkun á veiðigjöldum.
Tveggja turna tal Um tíma leit út fyrir að Þóra Arnórsdóttir gæti
skákað sitjandi forseta. Aðrir frambjóðendur voru aldrei líklegir.