Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Qupperneq 48
40 Viðtal 28. desember 2012 Áramótablað
„Dauðinn er tabú“
n Anna Ingólfsdóttir deilir reynslu sinni af því að missa makann í bókinni Makalaust líf
É
g hefði ekki getað gert þetta
almennilega nema með því
að leggja allt á borðið. Mér
fannst það skipta öllu máli.
Það var samt mikil áskor-
un; að vera einlæg, kannski mesta
áskorunin,“ segir Anna Ingólfs-
dóttir, rithöfundur og jógakennari
og einn höfunda bókarinnar
Maka laust líf.
Byggð á dagbókarfærslum
Í bókinni segir Anna frá reynslu
sinni af því að missa manninn
sinn, Árna Margeirsson. Hún var
35 ára þegar hann lést frá henni
og þremur ungum dætrum eftir
að hafa veikst af krabbameini. Auk
sögu Önnu skrifar Guðfinna Eydal,
sérfræðingur í klínískri sálfræði,
kafla um ást og makamissi, sorg
og sorgarviðbrögð og Jóna Hrönn
Bolladóttir sóknarprestur tók við-
töl við fjóra Íslendinga sem misst
hafa maka á ólíkum aldri.
Anna byggir sögu sína á dag-
bókarfærslum og segist í gegnum
árin hafa velt fyrir sér hvort hún
ætti að gefa skrifin út á bók. „Ég
skrifaði þetta á meðan þetta gerð-
ist. Síðan sótti það á mig af og til
með árunum hvort ég ætti að gera
eitthvað meira við þetta.
Hugsjón mín fólst í þeirri trú
að saga mín gæti hjálpað fólki
sem tekst á við sorg; að þegar fólk
les mína sögu gefi hún því leyfi til
að fara inn í eigin sorg, sína eig-
in vanlíðan. Ég held að við leitum í
bókmenntir að einhverju leyti til að
leita að okkur sjálfum, við finnum
oft hluta af okkur með því að lesa
um reynslu annarra. Þannig trúi ég
og vona að sagan mín verði til þess
að einhverjir finni sig í henni.“
Spjallaði við Frankl
Hún segir lestur bókanna Leitin
að tilgangi lífsins, eftir austurríska
geðlækninn Viktor Frankl, og The
Wheel of Life, lífssögu Elisabeth
Kubler-Ross, hafa haft mikil áhrif á
viðhorf sín, svo mikil að hún vildi
hitta báða þessa höfunda. „Ég veit
ekki hvað varð til þess eða hvers
vegna ég tengdist þeim svona sterkt
en mér datt til dæmis í hug að
hringja í Viktor Frankl. Hann svaraði
í símann og spjallaði við mig í smá-
stund. Það ýtti undir tilfinninguna
hjá mér að láta af þessu verða.“
Anna segir dauðann erfitt um-
ræðuefni. „Dauðinn er tabú. Fólki
finnst dauðinn óþægilegur. Okk-
ur finnst það öllum og margir eiga
erfitt með að ræða dauðann. Hann
er svo endanlegur, sorglegur og
erfiður, það er einhvern veginn of
erfitt að fara í gegnum hann og við
viljum það ekki. Við viljum frekar
tala um baráttuna fyrir lífinu því
þegar dauðinn er orðinn raunveru-
legur er einhvern veginn allt farið.
Auðvitað heldur fólk áfram að lifa
eftir ástvinamissi og reynir að finna
út úr lífi sínu á einhvern hátt, finnur
sér ný baráttumál og nýjar hugsjón-
ir. Slíkt getur tekið tíma og við höfum
mismikinn hæfileika til að hlúa að
okkur sjálfum. Eins og Viktor Frankl
segir þá þarf hver og einn að finna
sinn sérstaka tilgang, það er óháð því
hvar við erum stödd í lífinu.“
Bókin er meðferðartæki
Anna segir sína sögu í rauninni eiga
erindi við alla og hefði þess vegna
getað komið út sem sjálfstætt verk,
sem hefði líklega höfðað meira til al-
mennings sem almenn saga. „En við
ákváðum að hanna bókina meira
sem verkfæri fyrir syrgjendur, með
sálfræði, viðtölum við fólk á ólíkum
aldri sem tekst á við sorg, verkefnum,
hugleiðslu og djúpslökun. Þannig
getur bókin nýst á beinan hátt sem
meðferðartæki og getur aðstoðað
fólk í sorgarúrvinnslu og hjálpað því
að átta sig á því hvar það er statt í sorg
sinni og um leið verið hvatning til að
leita sér hjálpar ef á þarf að halda en
það er mjög eðlilegt fyrir fólk í sorg.
Bókin býr líka til rými fyrir fólk til
að slaka á sem mikil þörf er á. Mér
fannst saga mín einhvern veginn
betur komin með stuðningsúrræð-
um fyrir syrgjendur, ég hugsaði
alltaf út frá þeim. Og ég er mjög
ánægð með útkomuna og með
þetta mikla og kröftuga samstarf
okkar Guðfinnu.
Ég hef lesið margar bækur um
sorg en yfirleitt eru þær þannig
skrifaðar að þær fjalla um sorgina
almennt, þar sem til dæmis einung-
is eru aðskildir kaflar um hvert mál-
efni, bara einn kafli um makamissi
og annar um barnsmissi, og svo
framvegis. Mér fannst sérstakt að
gera þessu málefni ítarleg skil.“
Lífið er núna
Anna segir að henni þyki vænt um að
heyra viðbrögð annarra við bókinni.
„Fólk hefur þakkað mér fyrir og það
er mér gífurlega mikils virði. Ef bókin
styður á einhvern hátt þá sem syrgja
gefur það mér dýpri tilgang og meiri
sátt að hafa látið af þessu verða,“
segir hún og nefnir dæmi um konu
sem hafði samband við hana eftir að
hafa lesið bókina. „Maðurinn henn-
ar hafði greinst með krabbamein en
komist yfir veikindin. Hún grét í tvö
kvöld yfir lestri bókarinnar. Í kjölfar-
ið tóku þau hjónin upp umræðu um
lífið og dauðann. Sú umræða leiddi
þau til að panta sér langþráða ferð til
vinafólks í útlöndum, eitthvað sem
þau voru farin að fresta frá ári til árs.
Þau fóru út og eru komin heim sátt
við fína ferð.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal
„Það er martraðar-
kennt þegar hriktir
í stoðum fjölskyldunnar,
lífsins og framtíðarinnar.
Þegar maður hefur ekkert
haldreipi.
Lífið er núna Anna segir okkur eiga til að gleyma að lífið sé núna. Þau Árni komust ekki í frí saman því hann var orðinn of veikur.
mynd Eyþór ÁrnaSon