Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 54
Bestu leikir ársins 46 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað n Farið yfir 10 bestu leiki ársins n Nokkrir frábærir titlar væntanlegir á nýju ári 1 Mass Effect 3 Lokakaflinn í hinum magnaða geimþríleik kom út í mars á þessu ári. Það er nánast sama hvert er leitað, Mass Effect 3 hefur fengið glimrandi dóma gagnrýnenda og er á öllum topplistum ársins hjá sérfræðingum í leikjaútgáfu. Það er ekki að ástæðulausu en leikurinn að margra mati í hópi bestu tölvuleikja síðustu ára. Í leiknum ertu í hlut- verki Commander Shepard sem hefur það hlutverk að bjarga mannkyninu frá glötun. Þjóðflokkur sem ber nafnið Reapers hefur gert árás á sólkerfið og yfirtekið jörðina. Það er í þínum höndum að bjarga því sem bjargað verður. Magnaður tölvuleikur og líklega besti leikur ársins. Spilast á: PS3, PC, Xbox 360, Wii U. 2 Dishonored Algjörlega geggjaður þriðju persónu ævintýraleikur sem kom mörgum á óvart í haust og fékk fjóra og hálfa stjörnu hjá gagnrýnanda DV. Leikurinn gerist á Viktoríutímabilinu (1837–1901) í fantasíuborginni Dunwall sem byggir að stóru leyti á Lundúnum þess tíma. Þú ert í hlutverki Corvos, fyrrverandi lífvarðar keisaradrottningarinnar sem tekin er af lífi af hrottum borgarinnar sem höfðu það eitt að markmiði að steypa henni af stóli. Þú ert handtekinn grunaður um morðið og hent í grjótið. Góðviljaður hópur manna veit hins vegar hið sanna í málinu og með dyggri að- stoð hópsins sleppurðu úr fangelsi og hefst þá leiðangur í leit að misyndismönnunum sem drápu drottninguna. Spilast á: PC, Playstation 3, Xbox. 3 Borderlands 2 Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða fram- hald af hinum geysivinsæla Borderlands sem kom út það herrans ár 2009. Þetta er fyrstu persónu skotleikur sem fengið hefur frábæra dóma hjá tölvuleikjagagnrýnend- um á árinu sem er að líða. Leikurinn er nokkurs konar geimvestri og gefst notend- um einnig færi á að spila leikinn á netinu – sem er gríðarlega mikilvægt eigi leikurinn að endast notendum. Leikurinn fékk rúmlega 90 stig á Metacritic sem þykir býsna gott og virðast flestir á einu máli um það að hér sé á ferðinni einn af bestu leikjum ársins. Þú verður einfaldlega að prófa þennan. Spilast á: PC, Xbox, Playstation 3. 5 Call of Duty: Black Ops 2 Call of Duty-leikjaröðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi og er ein vinsælasta leikjaröð sögunnar. Nýjasti leikurinn, Black Ops 2, kom út í nóvember og gefur forverum sínum ekkert eftir. Magnaður fyrstu persónu stríðsleikur með góðri einspilun og flottum söguþræði (e. campaign). Líkt og áður snýst þó allt um netspilunina sem hefur verið tekin í gegn og hefur raunar aldrei verið flottari. Black Ops 2 gerist í framtíðinni og því eru vopnin nýtískulegri en gengur og gerist. Algjörlega geggjaður skotleikur sem erfitt er að slíta sig frá. Fékk fína dóma hjá gagnrýnanda DV eftir að leikurinn kom út í nóvember. Spilast á: PC, PS3, XBox, Wii U og fleiri vélar. 4 FIFA 13 Það verður ekki hjá því komist að setja besta fótboltaleik sögunnar á lista yfir bestu tölvuleiki ársins. FIFA 13 er endurbætt sigurformúla frá FIFA 12 og leikur sem allir sannir knattspyrnu- unnendur verða að spila. Í FIFA 12 var varnarleikurinn tekinn rækilega í gegn en í FIFA 13 er það sóknarleikurinn sem gengur í gegnum endurnýjun lífdaga. Þá hefur gervigreindin aldrei verið betri og stundum engu líkara en að maður sé að horfa á – og taka þátt í – alvöru fótboltaleik. Allir bestu leikmennirnir og öll bestu liðin eru hér á sama stað og það verður ekki mikið betra. Þessi leikur fékk fjórar stjörnur í DV í haust og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Spilast á: PC, PS3, Xbox og fleiri vélar. 6 Assassins Creed 3 Þó að leikurinn heiti Assassins Creed 3 er í raun um að ræða fimmta leikinn í þessari mögnuðu seríu. Sögusviðið er frelsisstríðið í Bandaríkjunum frá 1753 til 1783 og sem fyrr geturðu flakkað óhindrað um allar trissur. Verkefnin í leiknum eru óteljandi og fá þeir sem kaupa leikinn nóg fyrir pen- inginn. Grafíkin er einnig til fyrirmyndar og söguuppbyggingin er auk þess góð. Frábær ævintýraleikur sem allir sannir aðdáendur tölvuleikja mega ekki láta framhjá sér fara. Spilast á: PS3, Xbox, Wii U, PC. 7 Max Payne 3 Hinn grjótharði Max Payne snéri aftur til leiks með hvelli í vor. Max Payne 3 hlaut einróma lof gagnrýnenda enda frábær skemmtun. Þegar hér er komið við sögu er Max Payne hættur í löggunni og orðinn háður verkjalyfjum. Hvað er þá betra en að flytja til Brasilíu og hefja nýtt líf. Þar gengur hann í gegnum endurnýjun lífdaga og tekur að sér starf sem felst í að vernda fjölskyldu hins moldríka Rodrigo Branco. Þrjótar vilja hins vegar fá skerf af auðævum hans og ræna eiginkonu hans og krefjast lausnargjalds. Frábær leikur með góð- um en einföldum söguþræði og flottri grafík. Spilast á: PC, PS3, Xbox. 8 Journey Án nokkurs vafa einn óvæntasti smellur ársins. Leikurinn var einungis gefinn út fyrir PS3 sem er miður fyrir eigendur annarra véla. Hér er um mjög svo óhefðbundinn leik að ræða og vilja margir hreinlega skilgreina hann sem listaverk. Hann gerist í ónefndri eyðimörk og þú ert í hlutverki lítillar veru sem er þar á ferð. Ferðinni er heitið að fjalli sem sést í fjarska og þarftu að leysa ýmis verkefni á leiðinni. Virkilega fallegur leikur sem vekur upp tilfinningar hjá þeim sem spilar hann. Athugið að leikurinn er stuttur og tekur það vana spilara einungis um tvo tíma að klára hann. Spilast á: PS3. 9 XCOM: Enemy Unknown Hér er á ferðinni óvæntur geimhasar sem fékk góða dóma frá gagnrýnendum þegar hann kom út í haust. Til að gera langa sögu stutta snýst leikurinn í kringum alþjóðlegan hóp hermanna, XCOM, sem hefur það hlut- verk að berjast við geimverur sem hafa gert árás á jörðina. Þetta er herkænskuleikur og snýst algjörlega um að finna réttu leiðina til að sigra óvininn. Hér þýðir ekkert að vaða áfram og drita úr byssum. Vandaður leikur en umfram allt fínasta skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af herkænsku. Spilast á: PS3, Xbox, PC. 10 NBA 2K13 NBA2K-leikirnir hafa notið mikilla vinsælda meðal körfuboltaunnenda allt frá því að þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir margt löngu. Það breyttist ekkert með tilkomu NBA2K13 í haust. Rétt eins og með FIFA 13 er um að ræða endurbætta sigurformúlu frá NBA 2K12. Möguleikarnir í spiluninni eru margir og fjölbreytilegir og það er það sem heillar. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessum leik sem er, að öðrum ólöstuðum, einn allra besti íþróttaleikur ársins. Spilast á: PS3, Xbox, PC og fleiri vélar. Spennandi leikir árið 2013 1 The Last of Us Þetta er leikur sem margir bíða spenntir eftir enda eru stiklurnar úr honum hreint stórkostlegar. Hér er á ferðinni þriðju persónu skotleikur sem gerist eftir að nánast allt líf hefur þurrkast út á jörðinni. Þróaður af Naughty Dog sem er ákveðinn gæðastimpill. 2 Crysis 3 Þriðji leikurinn í þessari frábæru röð og beint framhald Crysis 2 sem kom út á síðasta ári. Leikurinn hefur verið í þróun hjá Crytek og verður gefinn út af Electronic Arts. 3 The Walking Dead Leikur sem er byggður á sjónvarpsþáttunum vin- sælu og segir frá baráttu manna við hina lif- andi dauðu. Fyrstu persónu skotleikur sem verður gefinn út af Activision, sem hefur séð um Call of Duty-leikina. Verði leikurinn jafn góður og þættirnir, eiga tölvuleikjaunnend- ur von á góðu. 4 Dead Space 3 Dead Space-leik-irnir eiga dygga aðdáendur um allan heim enda vart hægt að finna betri hryll- ingsleiki. Það má búast við þessum í febrúar næstkomandi fyrir PC, PS3 og Xbox. Það er eins gott að spila með ljósin kveikt því þessi mun vekja hrylling og láta þér bregða. 5 Gears of War: Judgment Þriðju persónu skotleikur og eitt af flaggskipum Xbox enda kemur leikurinn bara út fyrir Xbox. Þriðju persónu skotleikur og sá fjórði í Gears of War-leikjaröðinni. Leikur sem ætti ekki að geta klikkað. Búast má við að næsta ár verði flott hvað tölvuleikjaútgáfu varðar en DV hefur hér tekið saman helstu titlana sem margir bíða eftir með eftirvæntingu. Hafa ber í huga að útgáfudagar þessara leikja hafa ekki verið staðfestir og því mögulegt að einhverjir þeirra líti ekki dagsins ljós fyrr en árið 2014 – þó það þyki ólíklegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.