Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 76
68 Fólk 28. desember 2012 Áramótablað
Hvað er að gerast?
28. desember 2012 – 1. janúar 2013
Föstudagur28
des
Laugardagur29
des Sunnudagur30
des
Já, elskan
Um er að ræða nýtt sviðsverk eftir Steinunni
Ketilsdóttur í samvinnu við hóp sviðslista-
fólks sem frumsýnt verður í Kassanum í
Þjóðleikhúsinu 28. desember.
Hvernig aðlögum við okkur og hver eru
þolmörk okkar í samskiptum við ástvini og
fjölskyldu? Hversu mikið er hægt að teygja
þessi mörk og toga? Hvaða leyndarmál fá
að grafa um sig og við hvaða kringumstæður
blómstra ósögð orð og tilfinningar sem
fá ekki útrás? Með þessar hugleiðingar í
farteskinu fer hópurinn í ferðalag og þróar
sýninguna Já, elskan.
Dansarar og leikarar: Árni Pétur Guð-
jónsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Berglind
Pétursdóttir, Hannes Þór Egilsson, Lovísa
Ósk Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Snædís Lilja Ingadóttir. Sýningin er styrkt af
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Kassinn 20:00
Rokk og ról í
Þjóðleikhúskjallaranum
Stebbi Ó. Swingsextett blæs til dansleiks í
Þjóðleikhúskjallaranum föstudagskvöldið
28. desember. Boðið verður upp á sígilda rokk
og ról-tónlist í bland við klassíska sveiflu-
söngva og dægurperlur. Svo er aldrei að vita
nema nokkur vel valin árstíðabundin tónlist
slæðist með. Nú er um að gera að pússa
dansskóna og klára árið með dansandi stæl.
Þjóðleikhúskjallarinn 22:00
Áramótabomba Mið-Íslands
Uppistandshópurinn Mið-Ísland ætlar
að kveðja gamla árið með uppistandi á
Stóra sviði Þjóðleikhússins. Fram koma Ari
Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA
og Anna Svava. Kynnir er Jóhann Alfreð.
Uppistandssýningar Mið-Íslands hafa
slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu og hópurinn
fyllti hverja sýninguna á fætur annarri
á síðasta leikári. Um er að ræða tveggja
klukkustunda veislu fyrir hláturtaugarnar.
Þjóðleikhúsið 20:00 og 23:00
Jólaóratorían í Eldborg
Í tilefni 30 ára afmælis Mótettukórs Hall-
grímskirkju efnir kórinn til tónleika í Hörpu
dagana 29. og 30. desember ásamt Alþjóð-
legu barokksveitinni í Den Haag. Verkið sem
flutt verður er Jólaóratorían eftir J.S. Bach.
Jólaóratórían er eitt af stórvirkjum barokk-
tímans, samin fyrir jólahátíðina 1734 og
ætluð til flutnings á stórhátíðardögunum frá
jóladegi til þrettándans. Jólaboðskapurinn
er rakinn í gleðisöngvum, hugljúfum aríum
og íhugulum sálmum þar sem fjallað er um
það kraftaverk sem varð þegar frelsarinn
fæddist fyrir rúmum 2.000 árum.
Einsöngvarar eru Herdís Anna Jón-
asdóttir sópran (Íslandi), Daniel Cabena
kontratenór (Kanada), Benedikt Kristjáns-
son tenór (Íslandi), Stephan MacLeod bassi
(Sviss). Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Eldborg 17:00
Síðasti sjéns 2012
Skemmtunin Síðasti sjéns 2012 fer fram
í Vodafonehöllinni þann 30. desember.
Þar munu leiða saman hesta sína Retro
Stefson og Hermigervill. Er það markmið
kvöldsins að ekki verði þurr þráður á kroppi
gesta sökum stuðs og fjörs. Síðasti sjéns er
orðinn árlegur viðburður. Tilvalið tækifæri
fyrir fólk að hrista af sér jólaspikið og koma
sér í áramótagírinn.
Vodafonehöllin 20:00
Nýárstónleikar
Garðars Thórs Cortes
Tenórinn Garðar Thór Cortes blæs til
nýárstónleika í kringum áramótin bæði í
Reykjavík og á Akureyri. Fyrri tónleikarnir
fara fram í Grafarvogskirkju sunnu-
dagskvöldið 30. desember og seinni
tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri þann
5. janúar.
Grafarvogskirkja 22:00
Áramótabrennur
á höfuðborgarsvæðinu 2012
Hentug
partíspjót
Kjöt á spjótum er einstaklega
þægilegt að bera fram á mann-
fögnuðum, sérstaklega ef um er
að ræða standandi partí. Spjótin
gera það að verkum að matur-
inn helst á sínum stað þangað til
hann ratar upp í munn og ofan í
maga. Spjótin koma þannig í veg
fyrir hvimleiðan subbugang sem
gjarnan fylgir snittum og öðrum
fingramat.
Hægt er að nota hvaða kjöt sem
er en kjúklingalundir með sesam-
fræjum eru töluvert vinsælar. Þær
má bara fram með ýmiss konar
sósum. Til dæmis súrsætri sósu
eða hvítlauksmajónesi.
Þá er einnig hægt að bera fram
grænmeti á spjótum, eða hvað það
sem hugurinn girnist.
ÆGISÍÐA
SKERJAFJÖRÐUR
LAUGARÁSVEGUR
SUÐURHLÍÐAR
GEIRSNEF
ÚLFARSFELL
FYLKISBRENNA
SUÐURFELL
GUFUNES
V/SJÁVARGRUND
V/SMÁRAHVAMMSVÖLL
ÁSVELLIR
ULLARNESBREKKA
KJALARNES VIÐ KLÉBERG
Reykjavík
1. Við Ægisíðu, stór brenna, kl. 20.30
2. Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð,
lítil brenna, kl. 20.30
3. Gufunes, stór brenna, kl. 20.30
4. Geirsnef, stór brenna, kl. 20.30
5. Við Suðurfell, lítil brenna, 20.30
6. Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, 20.30
7. Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48–52, lítil
brenna, kl. 20.30
8. Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnarvöll,
lítil brenna, kl. 20.30
9. Fylkisbrennan, við Rauðavatn, stór brenna, kl. 20.30
10. Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við
Lambhagaveg, lítil brenna, kl. 14.30
Seltjarnarnes
Valhúsahæð, kl. 20.30
Kópavogur
Við Smáravöll, kl. 20.30
Hafnarfjörður
Að Ásvöllum, við Tjarnarvelli 7 kl. 20.30.
Garðabær
Sjávargrund, kl. 21.00
Álftanes
Norðan við Gestshús
Mosfellsbær
Ullarnesbrekka
Kjalarnes
Við Kléberg
VALHÚSAHÆÐ
NORÐAN V/ GESTSHÚS
Tímahylki
fjölskyldunnar
Af hverju ekki að nota tíma-
mótin til þess að minnast góðra
stunda með fjölskyldu og vin-
um. Það má prenta út myndir
og safna saman litlum hlutum
sem minna á árið. Aðgöngu-
miðar í tívolí, farmiðar, ljós-
myndir, steinvölur frá áfanga-
stöðum og fleira má setja í
litla glerklukku. Á næstu ára-
mótum er svo hægt að stilla
upp krukku síðasta árs með.
Með árunum verður til hin
skemmtilegasta og persónuleg-
asta skreyting sem völ er á.