Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Page 80
Láttu þá heyra það, Jón! Lokað á Kaffi- félaginu n Fastagestir á Kaffifélaginu gengu um bæinn á fimmtudag í leit að nýju kaffihúsi til að fara á. Fastagestir á borð við Egil Helga- son fjölmiðlamann og Benedikt Erlingsson leikstjóra fundu sér samastað á kaffihúsi Te og Kaffi í Aðalstræti í staðinn. Kaffifélagið á Skólavörðustíg hefur lengi verið þekkt fyrir að laða að sér þekkta einstak­ linga en kaffið þar þykir einkar gott, þó lokað sé um jólin. Einlægur og tárvotur ritstjóri n Björn Þorláksson, ritstjóri Akur­ eyrar vikublaðs, er virkur og vin­ sæll á samskiptavefnum Facebook. Hann verður seint sakaður um að busla á yfirborðinu. Á fimmtudag deildi hann fal­ legri upplifun sinni með hátt í 2.000 vinum sínum, þar af 1.000 sem hann þekkir ekki neitt. „Mér finnst ég verða að deila því, að ég sit hér í sveitinni, tárvotur af hamingju með litlu krílin mín að leik, dansandi, syngjandi og lukku­ leg í alla staði. Þegar maður hefur gengið dimma dali og ekki haft burði til að fá það út úr sjálfum sér og lífinu sem að var stefnt – þá geta runnið lækir [af] gleði – og þannig er þetta kvöld.“ Stöðuuppfærslurn­ ar verða ekki mikið einlægari. Skellti sér á Hobbitann n Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, skellti sér á kvikmyndina Hobbitann í jólafríinu. Hann gef­ ur myndinni ágæta umsögn en á Facebook­síðu sína skrifar hann: „Dálítið löng og hæg byrjun og jafnvel ruglingsleg en samt mjög góð.“ Hann vitnaði svo í galdra­ manninn Gandalf þar sem hann segir að hversdagsleg verk venju­ legs fólks sé það sem heldur illu í skefjum. Þess má að auki geta að Jón hefur undanfarna daga gagn­ rýnt Bandaríkjamenn harðlega fyrir lög byssueign og viðbrögð við þeirra fjöldamorðinu á dögunum. „Hvenær ætlið þið að læra af mistök­ unum?“ spyr borgarstjór­ inn á Face­ book. N ú er eiginlega alveg eins veður­ spá og þegar þau giftu sig árið 1962,“ segir Þórhallur Harðar­ son, yngsti sonur Harðar Þór­ hallssonar, sem heldur upp á 50 ára brúðkaupsafmæli sitt um helgina ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Hall­ björgu Árnadóttur. Laugardagurinn er merkisdagur innan fjölskyldunnar, þá verða haldin þrjú brúðkaupsafmæli; eitt gullbrúð­ kaup og tvö perlubrúðkaup. Þar að auki á Ólöf afmæli þann 31. Því munu hjónin koma saman ásamt afkomend­ um sínum að fjórföldu tilefni. „Þetta verður einhvers konar jóla­ og ára­ mótaboð,“ útskýrir Þórhallur. Brúð­ kaup þeirra Ólafar og Þórhalls fór fram í Húsavíkurkirkju á laugardegi árið 1962 en fjölskyldan mun koma saman á Nípá, Útkinn – á Suðausturlandi – á laugardeginum. Margt er líkt með dögunum tveimur, en nokkrir gest­ anna þurfa vegna slæmrar veðurspár fyrir austan að flýta ferð sinni suður, það þurftu einnig sumir gestir að gera – og af sömu sökum – þegar Ólöf og Hörður giftu sig. „Menn ætla að reyna að koma saman á Nípá þrátt fyrir veðurspána,“ segir Þórhallur en þar halda þau Ólöf og Hörður bú sitt. Þar koma saman börn, barna­ og barna­ barnabörn hjónanna og er heildar­ fjöldinn rúmlega 30 manns. Perlubrúðkaupin sem haldið verð­ ur upp á eru brúðkaupsafmæli tveggja barna þeirra. Árið 1982 giftist Gunnar Rafn Harðarson Guðrúnu Hörpu Vil­ hjálmsdóttur, og sama dag giftist Hjör­ dís Sævar Harðardóttir Kára Karlssyni. Þau voru gefin saman í Húsavíkur­ kirkju, sömu kirkju og foreldrarnir, á laugardegi fyrir 30 árum. Það sem tengir brúðkaupin enn frekar er sú skemmtilega staðreynd að Ólöf gekk með Hjördísi undir belti þegar hún giftist Herði. „Hann tengist á margan hátt þessi 29.,“ segir Þórhallur. Þrjú brúðkaup og afmæli n Mikill fögnuður hjá afkomendum Harðar og Ólafar Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 28. dEsEmBEr–3. Janúar 2013149. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Hörður og Ólöf Hjónin giftu sig í Húsavíkurkirkju árið 1962.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.