Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 16.–18. september 2011 Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-17 Ótrúlegt verðNature’s Rest heilsurúm styður við bakið á þér ! Nature’s Rest Stærð cm. Dýna Með botni 90x200 39.000,- 65.900,- 100x200 42.000,- 69.900,- 120x200 48.000,- 75.900,- 140x200 53.000,- 79.900,- 160x200 67.900,- 99.900,- 180x200 73.900,- 109.900,- Gegnheilar viðarlappir 100% bómullaráklæði Svæðaskipt pokagormakerfi Góðar kantstyrkingar Sterkur botn J enney Sigrún Halldórsdóttir hóf tveggja anna flugþjón­ ustunám í Flugakademíu Keil­ is haustið 2010 og var hún elst í sínum bekk. Hún komst að því, áður en hún tók lokapróf hjá Ice­ landair, að hún væri of gömul til að fá vinnu út á námið. „Ef ég átti aldrei möguleika á því að fá vinnu hjá Ice­ landair, af hverju átti ég þá að fara í prófið hjá Icelandair?“ spyr hún, nú skuldug eftir námið og án réttinda. Samstarf við Icelandair Síðari hluti námsins var kenndur í samstarfi við Icelandair og hafði það verið tekið fram þegar námið var auglýst um haustið. Að loknu starfs­ námi hjá Icelandair áttu nemendur að fara í próf þar sem lagt var mat á kunnáttu þeirra í starfi flugþjóna og flugfreyja hjá fyrirtækinu. Eftir próf­ ið áttu nemendurnir einnig að fljúga með vélum Icelandair og starfa sem hluti af áhöfn til að kynnast starf­ inu betur fyrir útskrift. Í vikunni fyr­ ir prófið birtist hins vegar auglýsing frá Icelandair þar sem óskað var eftir flugþjónum og flugfreyjum til starfa hjá fyrirtækinu. Í auglýsingunni var tekið fram að umsækjendur mættu ekki vera eldri en 30 ára. Þegar Jenn­ ey sá auglýsinguna brá henni veru­ lega, enda orðin 38 ára og því ljóst að hún átti þess ekki einu sinni kost að sækja um starf hjá fyrirtækinu sem hún hafði verið í starfsnámi hjá í nokkra mánuði. Jenney hætti því samstundis í náminu. Hálf starfsævin eftir Jenney gerir sér grein fyrir því að Ice­ landair, líkt og önnur fyrirtæki, get­ ur ákveðið hvaða kröfur þeir gera til umsækjenda til starfa, en henni finnst aldurstakmarkið 30 ár þó mjög lágt. „Ég meina, það er næstum því helmingurinn af starfsævinni eft­ ir,“ bendir hún á. Hún er mjög ósátt við af hverju það var ekki tekið fram í upphafi síðari annarinnar, sem var eins og hún lýsir, eingöngu kynning á starfi flugþjóna og flugfreyja hjá Ice­ landair, að þeir sem væru komnir yfir þrítugt ættu ekki möguleika á starfi hjá fyrirtækinu. Náminu margbreytt Jenney á gamla auglýsingu um námið frá árinu 2008 og þar er tekið fram að námið sé kennt í samstarfi við Icelandair, Iceland Express og einnig erlend flugfélög. Þegar Jenn­ ey hóf sitt nám var aðeins kennt í samstarfi við Icelandair. Nú hefur náminu aftur verið breytt og sam­ starfi við flugfélög hefur alveg ver­ ið hætt. Á heimasíðu Keilis kemur fram að boðið sé upp á tvær leiðir á flugþjónustubrautinni. Á fyrri önn­ inni fer fram grunnþjálfun í sam­ ræmi við evrópskar kröfur, sam­ þykkt af Flugmálastjórn Íslands, og í lok annarinnar fá nemendur í hend­ urnar vottun fyrir grunnþjálfun. Á seinni önninni er nú hins vegar eingöngu boðið upp á þjálfun í ýmsum greinum ferðaþjónustu. Kennslu á bókunarkerfi ferðaskrif­ stofa og hótelstörf, svo sem gesta­ móttöku og bókun. Þá er tekið fram að námið sé lánshæft hjá Lána­ sjóði íslenskra námsmanna. Tekið er fram að nemendur þurfi að vera orðnir 18 ára og er það eina aldurs­ takmarkið. Veitir engin réttindi Jenney er ósátt við alla framsetn­ ingu Keilis á flugþjónustunáminu og hún skilur ekki af hverju nám­ ið er lánshæft hjá LÍN. Eftir að hafa hætt á miðri síðari önninni fór hún og kynnti sér betur hvað hún hefði í raun í höndunum með svokölluðu vottorði fyrir grunnþjálfun. Miðað við þær upplýsingar sem hún hef­ ur aflað sér þá hefur komið í ljós að slíkt vottorð virðist ekki vera mik­ ils metið. Jenney fékk það staðfest frá flugmálastjórn að vottorðið veiti engin starfsréttindi og hefur DV þau bréfasamskipti undir höndum. Þá hefur hún safnað saman nokkrum atvinnuauglýsingum frá flugfélög­ um, þar sem óskað er eftir freyjum og þjónum, og í þeim er aldrei tekið fram að flugþjónustunám eða vott­ orð fyrir grunnþjálfun hafi einhverja vigt. „Eftir þetta þá hafði ég strax sam­ band við skólann og spurði hverslags nám þetta væri.“ Að sögn Jenneyjar fékk hún þau svör frá Flugakademí­ unni að Keilir „væri ekki ráðningar­ skrifstofa.“ Tveggja milljóna skuld „Núna stend ég uppi með tvær millj­ ónir í skuld. Ég skulda tvær milljón­ ir eftir þetta rugl. Bæði hjá LÍN og í framfærslu hjá bankanum vegna þess að ég hætti á miðri önn. Svo fékk ég skólagjöldin borguð fyrir­ fram og nú vilja þeir fá það borgað til baka strax, 200 þúsund kall.“ Jenneyju finnst jafnframt mjög skrýtið að Icelandair hafi ekki séð hag sinn í að ráða fólk útskrifað úr flugþjónustunáminu, enda námið hugsað til að spara flugfélögunum námskeiðagjöld. „Hver er tilgang­ urinn eiginlega með þessu?“ spyr Jenney og er mjög reið. „Það var ein af hundrað manns sem fékk vinnu hjá Icelandair, pældu í þessu.“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is n Jenney fór í flugfreyjunám en Icelandair mat hana svo of gamla til starfans n Situr uppi með milljónaskuld en engin réttindi Reyndist of gömul eftir námið Mjög reið Jenney skilur ekki tilgang flugþjón- ustunáms á vegum Keilis, enda veitir það engin rétting né forgang í störf. „Ég skulda tvær milljón- ir eftir þetta rugl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.