Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Blaðsíða 21
Fréttir | 21Helgarblað 16.–18. september 2011 fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík en er hættur því nú. Engu að síður hefur hann haldið gleðinni í gengum hrunið en áhugi hans á veiði virðist óþrjótandi. Hann er mikill veiðimaður og fór oft í þrjár laxveiðiár á einum og sama deginum. Bjarni Ármannsson Býr á Íslandi þar sem hann á enn at- hvarf í gamla glæsihýsinu sínu við Bakkavör á Seltjarnarnesi. Hann hagnaðist um 380 milljónir í febrú- ar 2007 þegar hann nýtti sér kaup- réttarsamning við bankann og efnað- ist hratt á árunum 2008–2010. Eignir hans eru metnar vera á bilinu átta til tíu milljarðar í dag. Hann á Sjávarsýn, Landssýn, súkkulaðiverksmiðjuna Elizabeth Shaw í Bretlandi og er að- aleigandi Gasfélagsins sem er helsti innflytjandi á gasi og gashylkjum til landsins, er virkur fjárfestir og hefur meðal annars fjárfest í skuldabréfum fyrirtækja. Þá reynir hann að ná tök- um á N1 í samstarfi við lífeyrissjóði og lætur sig víst dreyma um að eignast banka aftur. Mánaðarlaunin eru heldur ekki af verri endanum en þau hljóða upp á 33,3 milljónir íslenskra króna. Árið 2009 tók hann sér tæplega 400 millj- ónir í arð út úr Sjávarsýn, sem skilaði einmitt 400 milljóna króna hagnaði árið 2008. Sama ár þurfti Glitnir að afskrifa rúmlega 800 milljóna króna skuld dótturfélags Sjávarsýnar, Imag- ine Investment. Hann á einnig hús á besta stað í Ósló við götuna Hundsundveien í Snaroyja-skaganum, sem þykir eitt fínasta úthverfi borgarinnar, í 216 fer- metra húsi sem er metið á 300 millj- ónir. Húsið er í snarbrattri brekku og virkar látlaust en útsýnið er einstak- lega gott. Auk þess á hann hús í Kew River- side í London en húsin þar kosta í kringum 400 milljónir. Þá er það einnig alþekkt að hann hafi sungið í öllum veislum fyrir hrun og þess eru dæmi að fólk hafi geng- ið út þegar hann hóf upp raust sína. Í hópnum var gantast með það að elska hans á Stuðmannalögum hafi orðið til þess að þeir hættu fyrir fullt og allt. Þá er hann sagður þola áfengi illa, þá sjaldan sem hann drekkur nær hann sjaldan á ball, enda eru áhuga- málin í heilsusamlegri kantinum og hann er frægur fyrir framgöngu sína í hlaupum og áhuga sinn á hekli. Mest- an áhuga hefur hann þó á peningum, enda þykir hann ansi vinnusamur, metnaðargjarn og tækifærissinnaður. Skúli Mogesen Er að fara frá Arnarnesinu í Skerja- fjörðinn, þar sem hann var að kaupa sér glæsivillu við Skeljatanga. Hann auðgaðist í Kanada á uppbyggingu og sölu á fjarskiptafyrirtækinu Oz, sem hann stýrði í tæknilegt gjaldþrot ásamt Guðjóni í Oz áður en hann fór með leifarnar út. Kom aftur til Íslands með þrjá milljarða króna og haslaði sér völl í fjárfestingum. Stofnaði fjár- festingafélagið Títan og keypti hluta- bréf í MP-banka. Viðskiptasaga hans er mjög loðin, fáir skildu út á hvað Oz gekk og hvað fyrirtækið gerði. Svip- aða sögu má segja um viðskipti Skúla í Kanada. Hann þykir með hégómlegri mönnum og er afar umhugað um eigið útlit og ímynd. Skúli hefur gefið sig út fyrir að vera einlægur aðdáandi Einars Benediktssonar, skálds og at- hafnamanns. Þá er sagt að hann flíki því stundum að hann hafi lært heim- speki um tíma í Háskóla Íslands og sé því að einhverju leyti djúpur maður. Skúli lauk hins vegar aldrei prófi. Vin- ir hans tala því um hann sem hugsuð. Ímynd hans er því sú að hann sé ekki bara ríkur heldur einnig hugsuð- ur. Raunin er önnur, segja þeir sem til hans þekkja. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að hann sé undirförull og svikráður í viðskiptum. Róbert Wessman Býr í Fossvoginum og kom mjög illa út úr hruninu, eignir hans í íslenskum fyrirtækjum eru ekki miklar. Hann átti hlut í Glitni sem hann tapaði í hruninu og fjárfestingafélag hans Salt Investments er mjög skuldsett. Það stendur svo illa að það er varla rekstr- arhæft. Hann fer fyrir bandaríska sam- heitalyfinu Alvogen í dag og vinnur að uppbyggingu þess. Hann er mikið heilsufrík og sést iðulega í World Class en hann vill að allt sé slétt og fellt í kringum sig. Er þekktur fyrir að vilja vera á flottum hótelum, drekka fín vín og þeytast um á fögrum fákum en fátt þykir honum eins spennandi og flott mótorhjól. Lúxemborg Sviss Rússland Bretland Spánn Ísland Jóhannes Skúli Karl Bjarni Björgólfur Róbert Sigurjón Jón Lýður Björgólfur Thor Magnús Stefán Sigurður Magnús Pálmi Þorsteinn ÓlafurMagnús Hannes Hreiðar Már Ármann Steingrímur Sigurður Lárus Jón Fjölskyldusetrið Hús Björgólfs Thors Björgólfssonar í London en þau Kristín hafa dundað sér við að gera það upp á síðustu árum. Aðsetur Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Á Sóleyjargötunni. Þau leigja líka tveggja her- bergja íbúð í London. Hús Magnúsar í Lúxemborg Margir Íslendingar hafa komið sér vel fyrir þar. „Ég borga,“ var hans frasi og dró hann iðulega upp veskið fyrir félagana. Einu sinni fór hann út að borða á Akureyri og borgaði fyrir alla á veitingastaðnum. Fertugsafmæli Björgólfs Þá fékk hann 50 Cent til að spila en hann er enn að hlusta á rapp, mætti á Quarashi-tónleika á Nasa í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.