Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Síða 26
26 | Viðtal 16.–18. september 2011 Helgarblað Þ að er góð tilfinning,“ segir Illugi um það hvernig það sé að setj­ ast á þing að nýju. Hann tók sér frí frá þingstörfum eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþing­ is kom út en þar var lagt til að málefni peningamarkaðssjóða yrðu send til frekari rannsókn­ ar hjá sérstökum saksóknara en Illugi sat í stjórn hjá Sjóði 9 í Glitni. Hann ákvað þá að stíga til hliðar en segir það ekki hafa verið auðvelt. „Það var ekkert gamanmál að taka þá ákvörðun að stíga til hlið­ ar. Hún var ekki auðveld en ég var fljótur að taka hana. Ég var úti í Noregi þegar skýrsl­ an kom fram. Ég kom heim á miðvikudegi, ef ég man rétt, og var búinn að taka ákvörðun á fimmtudegi og tilkynnti hana á föstudegi. Ég vildi taka ákvörð­ unina hratt og ég vildi taka hana sjálfur og ekki undir ein­ hverri pressu. Niðurstaða mín var sú að ég vildi ekki starfa á Alþingi með þá óvissu yfir mér. Það væri rangt.“ Sérstakt að vera með foreldrana í skólanum Illugi hafði starfað á þingi frá kosningum 2007 áður en hann steig til hliðar og tók sér launa­ laust leyfi frá þingstörfum í apríl árið 2010. Hann hafði hins vegar tengst stjórnmálun­ um í lengri tíma og var á tíma­ bili meðal annars aðstoðar­ maður Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. En að byrjuninni. Illugi er borinn og barnfæddur Siglfirð­ ingur og ólst upp á Siglufirði fram á unglingsaldur. „Pabbi var skólastjóri og mamma var kennari. Ég ólst upp við það að vera í skóla með foreldrum mínum á daginn,“ segir hann og kemur sér um leið hagan­ lega fyrir í rauðum sófa á heim­ ili sínu og eiginkonu sinn­ ar, Brynhildar Einarsdóttur, á Ránargötunni í Reykjavík. Hann fær sér kaffisopa og heldur áfram: „Það var auð­ vitað svolítið sérstakt stund­ um að vera alltaf með foreldra sína í skólanum. Það var samt aldrei neitt sem olli manni neinum vandræðum. Ég var alla vega meðvitaður um að maður ætti að vera hlýðinn og góður við kennarana.“ „Ég var mikið í fótbolta og þessu öllu. Ég átti mjög venju­ lega og góða æsku og var hepp­ inn því amma og afi bjuggu líka á Siglufirði. Ég var mikið hjá þeim og það eru mikil for­ réttindi að hafa fengið að alast upp við það.“ Valdi sér stað fyrir vestan Þegar hann var fjórtán ára flutti fjölskyldan til Hafnar­ fjarðar. „Við fluttum í Hafnar­ fjörðinn þar sem ég tók síðasta bekk grunnskólans og fór svo í Menntaskólann í Reykjavík.“ Hann viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að flytja frá heimabænum á þess­ um aldri. „Mér fannst ekkert skemmtilegt að fara frá Siglu­ firði. Þar voru allir vinir manns og manni fannst þetta heilmik­ ið rask en auðvitað hefði hvort eð er komið að því ári síðar. Ef við hefðum ekki farið suður þá hefði ég farið í Mennta­ skólann á Akureyri og flutt þá burt. Í MR eignaðist ég marga góða vini og þetta var mjög skemmtilegur tími.“ Sumarið áður en hann flutti í bæinn hafði hann unnið í fiski á Siglufirði. Fyrsta sum­ arið í menntaskóla fór hann aftur í fiskvinnslu en þá á allt öðrum stað á landinu. Þar bjó gamall herbergisfélagi föð­ ur hans úr MA en sá maður átti eftir að hafa mikil áhrif á líf Illuga. „Fyrsta sumarið eft­ ir að ég flutti suður þá fór ég vestur á Flateyri að vinna. Ég gat fengið vinnu þar því þar bjó vinur pabba míns, Einar Oddur Kristjánsson, sem var framkvæmdastjóri í frystihús­ inu. Eftir þetta fór ég öll sumur á mínum menntaskóla­ og há­ skólaárum vestur að vinna og á því vissar rætur að rekja þang­ að líka. Það má eiginlega segja að ég sé fyrst frá Siglufirði en hafi svo valið mér þennan stað fyrir vestan.“ Kvótakerfi án framsals eins og vængjalaus flugvél Lífið í sjávarþorpinu Flateyri var öðruvísi en Illugi hafði áður kynnst. „Ég var svo hepp­ inn að ég náði svona í endann á síðustu árum farandverka­ mannatímans. Maður var að vinna á sumrin með fólki sem fór um landið á hverju ári og elti fiskinn. Það var mjög sér­ stakur heimur og margir eftir­ minnilegir karakterar sem maður kynntist. Ég sé eigin­ lega eftir því enn þann dag í dag að hafa ekki gengið um með myndavél,“ segir hann og skellir upp úr. „Þetta er heimur sem er svolítið horfinn. Þetta breyttist síðan mjög mikið á árunum í kringum 1990. Þá minnkuðu sveiflurnar og það komu ekki þessir miklu toppar sem buðu upp á mikla vinnu. Svo minnkaði líka þorskveiðin og svo voru það auðvitað tækniframfarirnar sem spiluðu líka inn í.“ Það var á þessum árum sem það varð leyfilegt að selja aflaheimildir. Afstaða Illuga til kvótans er skýr. Hann vill í grunninn hafa fyrirkomulagið í sem líkastri mynd og það er í dag. „Það eru sterk rök fyrir því að ef þú ert með takmark­ aða auðlind sem þú hefur op­ inn aðgang að þá verður auð­ lindinni sóað og það var það sem var að gerast í sjávarútvegi á Íslandi. Um leið og menn horfðust í augu við vandann og sögðu að það þyrfti að tak­ marka aðgengið þá varð til ein­ hvers konar kvótakerfi. Ef það á að virka þá er mjög mikil­ vægt að hægt sé að kaupa og selja veiðiheimildir. Ég man að tengdafaðir minn sem var ekkert endilega ánægð­ ur með hvernig kvótakerf­ ið var uppbyggt var þó mjög þeirrar skoðunar að það þyrfti að heimila framsal aflaheim­ ilda. Kvótakerfi án framsals, Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Þingmaðurinn og sjálfstæðismaðurinn Illugi Gunnarsson sneri til baka á Alþingi í vikunni eftir að hafa verið í launalausu leyfi frá störfum síðan í apríl 2010. Hann kemur aftur til starfa fullviss um sakleysi sitt. Tengdafaðir hans var bráðkvaddur fyrir aldur fram og Illugi segir það hafa verið einkar átakanlega reynslu. Hann segir það hafa verið mikil forréttindi að vinna fyrir Davíð Oddsson, en einnig krefjandi reynsla. Hann hugsar hlýlega til sumranna í fisk- verkun á Flateyri enda hafi hann þar snúist til hægri í stjórnmálum. „Davíð er mjög magnaður persónuleiki. Missti tengdaföður sinn og náinn vin „Stundum er fólk gráðugt, þröngsýnt eða ósanngjarnt og við því er að búast. Heiður að vinna fyrir Davíð Illugi starfaði sem aðstoðarmaður Davíðs í nokkur ár. Hann segir það hafa verið mikinn heiður enda sé Davíð magnaður persónuleiki. mynDir gunnar gunnarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.