Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2011, Page 29
Viðtal | 29Helgarblað 16.–18. september 2011 hann um að eignast lítinn búgarð þar sem synir hans geta alist upp við áhyggju- leysi. Hégómann segir hann vera horfinn úr lífi sínu. „Lífið breyttist til frambúðar þegar ég eignaðist minn fyrsta son, Oliver Erik Solér Fjölnisson. Hann er fimm ára í dag, að verða sex, og býr með móður sinni Mailinn í Svíþjóð. Oliver á heimili í Svíþjóð en kemur þó oft til Íslands og eyðir tíma með mér í Hveragerði. Okkur líður vel saman og við erum nánir. Þau bjuggu áður í Nor- egi og var ég duglegur að ná í hann þangað. Nú getur hann komið í fylgd flugfreyju svo það verður ekki jafndýrt. Hann kallar mig pabba en ekki stjúpföður sinn og það segir mikið um hversu sterka tengingu við höfum. Ég læt hann vita af öllu sem er í gangi hjá mér og hann er stoltur af mér og ég af honum. Þetta var erfitt þegar hann var lítill því þá gat hann ekki komið jafnoft. En núna er hann orðinn svo stór að hann getur komið oftar og get- ur verið með mér í alls kyns verkefnum í sveitinni. Það er krúttlegt að sjá svona lítinn polla leika sér með hjólbörur,“ segir hann og brosir breitt. Fyrir tveimur árum eignaðist Fjölnir yngri son sinn, Alexander Óðin, með Sjöfn Sæmundsdóttur. „Strákarnir eru líf mitt og yndi. Ég er mjög meðvitaður um að lífið er til þess gert að við verðum nógu vel úr garði gerð til þess að gefa börnum okkar styrk og hlýju. Ég vil endilega eignast stelpu líka,“ segir hann. „Ég er meira að segja búinn að kaupa á hana fallegan kjól,“ bætir hann við. Segist reyndar hafa gert það áður en Alexander Óðinn kom í heiminn og hann og Sjöfn vissu ekki kynið. Þorði ekki að hætta með kærustunni Sviðsljósinu geta vissulega fylgt gallar eins og Fjölnir hef- ur fengið að kynnast. Hann hefur oft lent á milli tannanna á fólki en hann hefur ekki lát- ið það á sig fá. „Ég geri mér grein fyrir því að ég hef oft gefið kost á því að talað sé um mig. Ég tek það alls ekki nærri mér þegar fólk skemmtir sér á minn kostnað. Mér er sama hvort fólk haldi að ég sé eitt- hvað ruglaður, eða hvað því dettur í hug að segja. Ég á vini og þeir vita hver ég er. Fólki sem er fast í afbrýðisemi líð- ur bara illa og á að leita sér hjálpar. Ég mæli með því að það fari í Al-Anon. Ég hef haft gott af því sjálfur. Faðir minn var gríðarlega stjórnsamur og mamma meðvirk og stjórn- söm líka og ég þurfti að vinna úr því. Ég þorði til að mynda ekki að hætta með kærust- unni minni á unglingsárun- um því mamma stjórnaði,“ segir hann og hlær. „En í fyllstu alvöru þá eru Al-Anon frábær samtök til að losna við meðvirkni og allir verða sterkari á því að með- taka þau sannindi að þeir stjórna ekki því hvað öðru fólki finnst. Ég passa mig til að mynda á því í dag að láta ekki reiði eða utanaðkom- andi hluti hafa of mikil áhrif á mig því það hefur áhrif á mig sem foreldri. Það er óþarfi því þannig á lífið svo sannarlega ekki að vera. Fullorðnir eiga ekki að kúga börnin sín með eigin vanlíðan.“ Hefur lært af mistökum sínum Fjölnir segist hafa þroskast mikið í lífinu. Hann hafi oft hlaupið á veggi og gert mis- tök. En hann hafi lært af því og tekið fulla ábyrgð á gjörð- um sínum. Einhverju sinni gerði hann mistök í viðskipt- um sem enduðu illa. Hann er enn að borga skuldir sín- ar vegna þeirra mistaka. „Ég borga þær skuldir sem ég efni til. Þannig maður vil ég vera. Þótt ég geti ekki gert það á réttum tíma. Þá læt ég bara vita af því. Það eru 14 ár síðan ég tók á mig skuldbindingar vegna mistaka í viðskiptum og ég er ennþá að borga.“ En helst myndi hann vilja breyta því þegar skapið hljóp með hann í gönur. „Ég er eins og allir aðrir. Ég myndi breyta mörgu fengi ég tækifæri til. Ég myndi þá helst vilja taka það aftur þegar ég særði ástvini mína og líka ef ég fór illa með sjálfan mig. Ég tel til dæmis að fólk eigi ekki að nota of mikið áfengi og þegar ég hef gert það þá sé ég alltaf eftir því. Það er betra að lifa heilsusamlegu og heiðarlegu lífi. Ég held ég hafi lært af mistökum mínum, vin- átta mín við fyrrverandi maka og fjölskyldur þeirra segir til dæmis margt um það, og ég er afar þakklátur fyrir að hafa kynnst þessu yndislega fólki“ segir hann og brosir. „Eftir að ég varð faðir þá áttaði ég mig á því hversu sterk kona hún móðir mín er. „Læknirinn var töluvert í glasi þegar hann sagði mér frá því að hann hefði fjarlægt úr mér rifbein þegar ég var þriggja ára. Það hefði hann gert vegna þess að ég hefði verið með krabbamein. „Ég átti mjög erfitt með að vinna úr missinum og í heilt ár á eftir var ég brjálaður í skap- inu. Það mátti ekk- ert segja við mig. Ég slóst og ég öskraði og réðst á menn af minnsta tilefni. Lífið kemur stöðugt á óvart Eins og Fjölnir hefur komist að. mynd gunnar gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.