Fréttatíminn - 23.10.2015, Page 30
„Það var samt síðasti sénsinn til
þess að vinna sér inn rétt til þess að
keppa á Hawaii. Það er þokkalegt
að ná þessu á þessum tíma hafandi
bara keppt einu sinni áður,“ segir
Geir með semingi og það er greini-
legt keppnisskap í honum. „Ég var
betri í Kaupmannahöfn, en það eru
allir þeir bestu að keppa á Hawaii og
aðstæður erfiðari. Það var rúmlega
30 gráðu hiti, sem er óvenju heitt, og
rakt. Ég hafði undirbúið mig undir
það með því að hjóla inni í hita, og í
meiri fötum en ég er vanur. Svo var
ég töluvert í gufu, en ég held að við
litlu mennirnir þolum hita betur en
margir aðrir. Margir kvörtuðu yfir
hitanum en hann var ekki að trufla
mig mikið,“ segir Geir. „Gordon
Ramsey var á meðal keppanda, en
hann náði ekki að klára,“ segir hann
með glotti.
20 tímar á viku í æfingar
„Það eru töluvert miklar æfingar fyr-
ir svona langa keppni en ég tók þetta
á löngum tíma,“ segir Geir. „Lengstu
vikurnar var ég að æfa um það bil 20
tíma á viku og meira en helminginn
á hjólinu. Annars voru þetta svona
12-20 tímar á viku. Maður verður að
taka hvíldir inn á milli því það er auð-
velt að ofþjálfa sig í þessum aðstæð-
um. Margir halda að þríþraut sé bara
þessar löngu vegalengdir, en það eru
margar útgáfur af þessu,“ segir Geir.
„Það er mjög gaman að taka þátt
í mörgum af þessum keppnum og
þetta er grein sem margir geta tekið
þátt í. Þeir sem hafa verið að hlaupa
í maraþoninu eða verið að hjóla eins
og er vinsælt, geta fundið keppni
sem henta þeim. Við sem erum í
þessari hreyfingu hér heima erum
alltaf að hvetja fólk til þess að koma
og prófa stutta keppni,“ segir hann.
„Þetta snýst ekki bara um járnkarl-
inn, heldur bara um góða hreyfingu.
Það er auðvelt að stýra því hvað
maður gerir mikið í hverri keppni.“
Gerði þarfirnar á hjólinu
Geir segir að fyrir utan það að vera
í góðu formi þá skipti hugarfarið
gríðarlega miklu máli þegar kem-
ur að því að taka þátt í keppni eins
og járnkarlinum. „Ég var ágætlega
undirbúinn,“ segir hann. „Ég kom
vel undirbúinn frá Danmörku og
vissi að ég mundi alltaf klára þetta.
Ég dó samt svolítið hlaupinu og
það hægðist á mér jafnt og þétt. Ég
hugsaði samt aldrei um að stoppa
nema til þess að fá mér að drekka
og henda á mig klökum til þess að
kæla mig. Það kom aldrei hugsunin
að hætta. Svona keppni snýst 90%
um hausinn á manni. Ég vildi samt
helst ekki gefast upp, kominn alla
þessa leið með fjölskylduna með
mér,“ segir Geir en eiginkona hans,
Hrefna Thoroddsen, var með í för
ásamt dætrum þeirra tveimur.
„Það var ómetanlegt að hafa þær
með, og gaman að geta gert ferð úr
þessu. Ekki á hverjum degi sem
maður fer á þessar slóðir. Algert
ævintýri fyrir stelpurnar og okkur.
Ég er sterkastur í hlaupinu, þó
það hafi ekki gengið sem best hjá
mér á Hawaii. Ég hef alltaf verið
góður að hlaupa síðan maður var í
útihlaupunum með ÍK í Kópavog-
inum í gamla daga,“ segir hann.
„Auðvitað þarf maður að næra sig
á þessum langa tíma og ég tók inn
svokallað gel sem inniheldur öll
helstu næringarefnin, en maður vill
síður vera að stoppa til þess að fara
á klósettið og slíkt. Maður þarf bara
að gera sitt á hjólinu,“ segir Geir og
hlær. „Maður þarf samt að æfa það
og það er erfitt,“ segir hann.
„Þetta er dellusport eins og annað
og það er auðvelt að missa sig í því
að kaupa dýrustu og flottustu hjól-
in og hjálmana. Það er samt ekkert
mál að keppa í þríþraut á fjallahjól-
inu sínu og synda bara í venjulegri
sundskýlu. Það geta allir tekið þátt,“
segir hann. „Þríþraut hefur verið
vinsæl hjá miðaldra skrifstofufólki
sem þarf á meiri hreyfingu að halda
en yngra fólki er að fjölga í grein-
inni sem er jákvæð þróun.“
Alltaf fleiri að taka þátt
Geir var ekki eini Íslendingurinn
sem keppti en ásamt honum keppti
Þurý Guðmundsdóttir í járnkarl-
inum á Hawaii. „Hún býr í Banda-
ríkjunum og var að keppa í annað
sinn,“ segir Geir. „Það var mjög
gott að hafa hana innan handar
til þess að segja manni ýmislegt
um þetta,“ segir hann. „Við tókum
æfingar saman og undirbjuggum
okkur fyrir þetta. Planið mitt eftir
þetta er að keppa hérna heima á
næsta ári, sem mér finnst hrika-
lega gaman. Það er metnaður hjá
þríþrautarfélögunum að fá hingað
erlenda keppendur til að keppa.
Þetta er viðurkennd grein innan
ÍSÍ og það er uppgangur í þessu og
með því að fá gott fólk úr sundinu
og öðrum greinum til þess að prófa
þá er hægt að ná langt í þessu.
Ég fékk gríðarlegan stuðning frá
sundfélaginu Ægi, sem ég æfi hjá,
og vinnustaðnum mínum, Odda,
þar sem ég var hvattur vel áfram,“
segir Geir Ómarsson þríþrautar-
kappi.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Geir ásamt dætrum sínum tveimur og Þyrí Guðmundsdóttur sem einnig tók þátt í
járnkarlinum á Hawaii, við opnunarathöfn keppninnar.
30 viðtal Helgin 23.-25. október 2015