Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Side 86

Fréttatíminn - 23.10.2015, Side 86
Norræn kvikmyndaveisla Græna ljósið í samstarfi við Nordisk Film & TV Fond stendur fyrir Norrænni kvikmyndaveislu í Háskólabíói frá 23.-27. október. Á hátíðinni verða sýndar allar fimm myndirnar sem tilnefndar eru í ár til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Opnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni er framlag Svíþjóðar, kvikmyndin Gentle- men. Í einu aðalhlutverka myndarinnar er Íslendingurinn Sverrir Guðnason, sem meðal annars lék í verðlaunamyndinni Monica Z. Myndin fjallar um Klas Öster- gren, sem er ungur rithöfundur á skjön við umheiminn. Úr öruggu skjóli íbúðar sinnar í Stokkhólmi segir hann sögu fyrrum sambýlinga sinna. Aðrar myndir eru Stille hjerte frá Danmörku, Mot naturen frá Noregi, Þau hafa flúið, sem kemur frá Finn- landi og hin íslenska mynd Dags Kára, Fúsi. Miðasala er á eMiði.is Unnsteinn allsstaðar Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel mun fá næga athygli í vetur. Í næstu viku byrjar þátturinn Hæpið aftur á dagskrá RÚV, þar sem Unnsteinn er þáttastjórnandi ásamt Katrínu Ásmundsdóttur. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að hann er einn þjálfara í þáttunum Voice á Skjá 1. Hann leikur svo eitt hlutverk- anna í spennuþáttunum Réttur sem nýhafnir eru á Stöð 2 svo hann er áberandi í dagskrá allra stóru stöðvanna í vetur. Það er spurning hvort ÍNN, N4 og Hringbraut bregðist ekki við Unnsteinsleysi í sinni dagskrá? Ég hefði sætt mig meira við að vera kallaður „maður“ segir hann og hlær. „Ég ímynda mér alltaf bara einhvern í kringum sjötugt þegar ég heyri einhvern tala um „kall.“  Sjónvarp Sigurður Þór óSkarSSon vekur athygli í rétti Ekki verið kallaður „kall“ áður Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson leikur eitt hlut- verkanna í sjónvarpsþættinum Réttur, sem frumsýndur var á Stöð 2 um síðustu helgi. Í þáttunum leikur Sigurður ungan mann sem vinnur í fé- lagsmiðstöð og er flæktur inn í vafasaman hring atburða- rásar þáttanna. Sigurður Þór, eða Siggi Þór eins og hann er kallaður, er vanur því að leika unga menn enda er útlitið unglegt, enda er hann ekki nema 27 ára gamall. Hann leikur einnig í sýningunni um Hróa hött í Þjóðleikhúsinu þar sem hann fær að vera vondi karlinn. D aginn eftir frumsýningunni á Rétti birtist færsla á Fa-cebook-síðunni „Beauty- Tips“ þar sem spurt var „Hvað á þessi kall að vera gamall?“ og mynd af Sigga, Sigurði Þór Óskarssyni, í hlutverki sínu fylgdi með. Siggi seg- ist ekki vera viss hvernig hann eigi að taka því að vera kallaður „kall“ aðeins 27 ára gamall. „Ég er ekki vanur því að vera kallaður „kall“,“ segir Siggi. „Það er samt mjög al- gengt að ég sé látinn leika niður fyrir mig í aldri,“ segir hann. „Mér finnst það bara fínt. Ég veit að ég er unglegur og það er bara flott, en ég vil ekki festast í því samt. Ég græði samt á því verandi tiltölulega ný- kominn úr skóla og slíkt. Það þarf oft einhvern unglegan. En svo vill maður líka fá að leika sinn eigin aldur,“ segir Siggi. „Í Hróa fæ ég að leika vonda karl- inn sem er gjörspilltur og siðlaus náungi, sem er önnur áskorun. Fyr- irmyndin af honum er kannski King Geoffrey í Game Of Thrones sem er svona ungur, dekraður drengur sem fær allt upp í hendurnar. “Hlut- verkið mitt í Rétti er ungur strákur sem vinnur í félagsmiðstöð og án þess að gefa neitt upp er viðriðin ýmislegt grunsamlegt“ segir Siggi. „Í undirbúningnum las ég ýmis dómsmál um svipuð málefni og tal- aði við fólk sem vinnur í félagsmið- stöðvum til að fá smjörþefinn af því hvernig stemningin í þeim er í dag. Svo skoðaði ég líka góða í þessum karakter,“ segir hann. „Ég leitaði að því góða í honum því ég held að hann átti sig sjálfur ekkert á afleið- ingum gjörða sinna. Hann er algjör- lega blindur á það hvað er siðferðis- lega rétt og rangt,“ segir Siggi. Umræðan um aldur Sigga á sam- félagsmiðlum fór þó ekki mikið fyr- Ég græði á því verandi tiltölulega nýkominn úr skóla og slíkt. Það þarf oft einhvern unglegan. En svo vill maður líka fá að leika sinn eigin aldur,“ segir Sigurður Þór Óskarsson leikari. Mynd/Hari Nonni og Manni í Hamborg Söngvarinn Garðar Thor Cortes leikur um þessar mundir aðalhlutverkið í uppfærslu óperunnar í Hamborg á Óperudraugnum eftir Andrew Lloyd Webber. Vinur hans, leikarinn Einar Örn Einarsson, kom til að sjá Garðar í hlutverki sínu á dögunum, en Einar lék Manna í sjónvarpsþáttaröðinni um Nonna og Manna sem sýnd var á níunda áratugnum í íslensku sjónvarpi, þar sem Garðar lék Nonna og skaust eftir- minnilega fram á sjónarsviðið og hefur ekki horfið af því síðan. Áramótaskaup í smíðum Áramótaskaup Sjónvarpsins er í undir- búningi og handritsteymið er að leggja lokahönd á handritið. Þó auðvitað sé eitthvað eftir af árinu og enn eigi sitthvað skemmtilegt eftir að gerast þá er beina- grindin víst komin. Í handritsteyminu eru þau Gói, Steindi, Katla María Þorgeirsdóttir og Atli Fannar, ritstjóri Nútímans, ásamt Kristófer sjálfum. MÓÐURÁST Allt fyrir barn og móður. Laugavegi 178 www.modurast.is s - 564 14 51  uppiStanD ÞórDíS naDia á reykjavík ComeDy FeStival Er oft misskilin u ppistandshátíðin Reykjavík Comedy Festival fer fram um helgina í Hörpu, Há- skólabíói og í Þjóðleikhúskjallar- anum. Margir uppistandarar, inn- lendir sem erlendir, koma fram á hátíðinni sem haldin er í annað sinn. Á laugardaginn, klukkan 22.30, koma fram þeir Ben Kronberg og Dagfinn Lyngbo og mun Þórdís Nadia Semichat hita upp fyrir þá. Þórdís Nadia hefur verið mjög ið- inn við uppistand að undanförnu og hlakkar mikið til kvöldsins. „Ég er mjög spennt,“ segir hún. „Ég byrjaði í uppistandi árið 2010 og var í því í svona 2 ár og hætti í einhver þrjú ár og byrjaði svo aft- ur í byrjun þess árs,“ segir Nadia. „Ég hætti því ég var að byrja á sviðshöfundabrautinni í Listahá- skólanum og fannst ég þurfa að taka mig alvarlega sem listamann. Svo eftir útskrift þá fattaði ég að þetta væri listform sem hentaði mér mjög vel,“ segir hún. „Ég tala um rasisma og fordóma í mínu uppistandi. Bæði mína eigin og annarra. Steríótýpur og hvað ég get verið misskilinn manneskja. Fólk bæði misskilur mig og ég misskil aðstæður líka oft,“ segir hún. „Ég hlakka mikið til að hita upp fyrir Ben Kronberg, sem er í upp- áhaldi hjá mér, og líka Dylan Moran sem er líka í uppáhaldi hjá mér. Ég ætla að reyna að sjá allt og kannski kemur einhver nýr sem maður hef- ur aldrei heyrt í áður. Dagskráin er mjög fjölbreytt,“ segir Nadia sem hefur verið iðinn við uppistandið og nóg er fram undan hjá henni. „Við höfum nokkur verið með mánaðar- legt uppistand á Húrra að undan- förnu sem við höldum áfram, og svo er ég líka skemmta fyrir hina og þessa,“ segir Þórdís Nadia Se- michat uppistandari. -hf ir brjóstið á honum, þó honum hafi brugð- ið við að vera kallaður „kall“. „Ég hefði sætt mig meira við að vera kallaður „mað- ur,“ “segir hann og hlær. „Ég ímynda mér alltaf bara einhvern í kringum sjötugt þegar ég heyri einhvern tala um „kall.“ Í rauninni var þetta samt bara ágætt því þá er ekkert geirneglt hvað hann á að vera gamall í þáttunum. Enda skiptir það litlu máli,“ segir Siggi sem heldur áfram að leika unga menn eftir áramót. „Ég er að fara að leika í spennuverk- inu Hleyptu þeim rétta inn, þar sem ég leik 12 ára strák,“ segir hann. „Þetta er hrikalega spennandi verk og handritið er æðislegt og ég er mjög spenntur að byrja á því. Þetta er í rauninni stærsta hlutverkið sem ég hef fengið í leikhús- unum og um leið það mest krefjandi, sem er bæði stressandi og spennandi,“ segir Sigurður Þór Óskarsson leikari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 86 dægurmál Helgin 23.-25. október 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.