Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Síða 2
2 Fréttir 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Hræringar í Heklu n Lítill fyrirvari á síðasta gosi fyrir 13 árum H ekla gaus með litlum fyrirvara síðast,“ segir Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur hjá Veð- urstofu Íslands. Síðastliðnar tvær vikur hefur verið lítil skjálftahrina í norðausturhlið Heklu á um ellefu kílómetra dýpi. Skjálftarnir hafa alls verið sjö talsins og allir undir einum á Richter-skalanum að sögn Martins. „Þetta er fremur óvenjulegt fyrir virkn- ina í Heklu,“ segir hann í samtali við DV en í öðrum eldfjöllum mælast slík- ar skjálftahrinur fremur oft. Það var á þriðjudagsmorgun sem lýst var yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Veður- stofan hafði upplýst almannavarna- deild Ríkislögreglustjóra um óvenju- legar jarðhræringar í fjallinu en samhliða þessu var eftirlitsstig Heklu hækkað í gult vegna flugumferðar sem þýðir að Hekla sýni óvenjulega virkni. Enga kvikuhreyfingu er að sjá enn sem komið er í Heklu að sögn Martins en það gæti þýtt að það sé þrýstingur á kvikukerfið. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af því að þetta gerist á næstunni, það er hins vegar ekki hægt að spá nákvæmlega fyr- ir um hvenær Hekla gýs. Síðast var vitað með eins klukkutíma fyrirvara að Hekla myndi gjósa,“ segir Martin. Lögregluyfirvöld vara fólk við ferð- um að Heklu á meðan óvissustig er í gildi. Síðast gaus í Heklu þann 26. febr- úar árið 2000, en það gos var stutt en kraftmikið. Það varði í tólf daga og fimmtán kílómetra langan mökk lagði frá eldstöðinni. n birgir@dv.is Presturinn vill ekki flytja n Fresta sameiningu í Hrísey og á Möðruvöllum n Vilja velja sér prest H ætt var við sameiningu tveggja prestakalla á Norðurlandi tímabund- ið meðal annars vegna þess að sóknarprestur- inn í öðru prestakallinu vildi ekki flytja. Á síðasta kirkjuþingi var ákveðið að draga sameininguna til baka en hún hafði verið samþykkt á fyrra kirkjuþingi og átti að taka gildi um leið og annar presturinn í þessum tveimur prestaköllum léti af störfum. Það gerðist svo 1. sept- ember síðastliðinn að presturinn í Möðruvallasókn var valinn vígslu- biskup á Hólum og þar með átti presturinn í Hrísey að taka við. Ákveðið hafði verið að presturinn í nýsameinaðri sókn ætti að vera búsettur að Möðruvöllum en ekki í Hrísey. Bíða eftir prestinum í Hrísey Í tillögu sem samþykkt var á kirkju- þingi í fyrra segir að þrátt fyrir ítrek- aðar óskir sóknarnefndar hafi ekki fengist svör við því hvort og þá hvenær sóknarpresturinn í þessu nýja og sameinaða prestakalli flytji aðsetur sitt og lögheimili að prests- setrinu á Möðruvöllum. „Vegna þessa telja flutningsmenn rétt að hverfa aftur til fyrra horfs hvað varð- ar prestakallaskipan á svæðinu,“ seg- ir í athugasemdum sem fylgdu til- lögunni. Flutningurinn hefur lengi legið fyrir þar sem í tillögunni að sameiningu prestakallana tveggja kemur skýrt fram að bústaður prests- ins yrði á Möðruvöllum. Tillagan var samþykkt á kirkjuþingi árið 2009, eða fyrir fjórum árum. „Það er í sjálfu sér frumorsök- in,“ segir Stefán Magnússon, fram- sögumaður tillögunnar um að fresta sameiningunni á kirkju- þingi, aðspurður hvort það hafi verið helsta ástæða frestunarinnar að presturinn vildi ekki flytja. „Það var áskilið í ákvörðun kirkjuþings árið 2009 um þessa sameiningu að presturinn skyldi sitja að Möðru- völlum og síðan segir í lögum um þetta að prestur skuli hafa aðsetur þar sem prestsetur er og eðli máls- ins samkvæmt vildum við bara að það gengi eftir.“ Vilja fá að velja sér prest Þetta er þó ekki eina ástæðan sem gefin er í athugasemdunum sem fylgdu tillögunni um að draga sam- eininguna að hluta til baka. Þar segir að flutningsmenn tillögunn- ar meti það svo að ekki sé rétt „að svipta sóknarbörn við sameiningu prestakalla rétti sínum til að velja sér sóknarprest“, eins og það er orð- að í athugasemdunum. Stefán segir það vissulega vera vilja sóknarbarna að fá að velja sér prest þó að það sé ekki aðal- ástæðan fyrir tillögunni. Hann seg- ir það sérstakt að presturinn í Hrís- ey getið stöðvað sameininguna með því að vilja ekki hlíta ákvörðun kirkjuþings. „Jú, það er dálítið sér- stakt. Hlýtur að teljast það. En það var ekki af okkar hálfu möguleiki til að leysa þetta öðruvísi. Við höf- um ekkert yfir þessu máli að segja annað en að geta lagt fram ályktun á kirkjuþingi,“ segir hann. Samkvæmt nýju tillögunni er nú fyrirhugað að sameiningin taki gildi eftir að presturinn í Hrísey lætur af störfum en óljóst er hvenær það verður. n Verður áfram Presturinn í Hrísey verður áfram með aðsetur í eynni þar sem sameiningu prestakallanna hefur verið frestað þangað til hann lætur af störfum. MYND SIGTRYGGUR ARI Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Davíð Örn laus úr farbanni Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni. Dómari ákvað að leysa Davíð úr farbanni í Tyrklandi í gær en gerði honum að snúa aftur til Tyrklands til að vera viðstaddur uppkvaðningu dómsins. Fyrir tæpum þremur vikum var Davíð handtekinn í Tyrklandi þar sem hann var sakaður um að hafa ætlað að smygla fornminj- um frá Tyrklandi en Davíð hafði keypt marmarastein á götumark- aði í Tyrklandi og reyndist steinn- inn vera fornmunur. Ræðismað- ur Íslands í Tyrklandi hefur meðal annars beitt sér í málinu. Davíð gæti fengið allt frá þriggja til tíu ára fangelsisdóms. Ríkið sýknað af kröfu Matthíasar Íslenska ríkið hefur verið sýkn- að af skaðabótakröfu Matthíasar Ólafssonar, sem sagði að ríkis- saksóknari hefði brotið lögreglu- lög við rannsókn á meintu auðg- unarbroti hans. Matthías var handtekinn grunaður um aðild að Virðingarmálinu svokallaða sem kom upp árið 2008 en málið leiddi ekki til ákæru. Húsleit var framkvæmd og Matthías úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna rannsóknar á málinu sem dróst mjög á langinn án nokkurrar niðurstöðu. Í fyrra var tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Matthías kvaðst hafa orðið fyrir „stórfelldum miska og álitshnekki vegna lögreglurannsóknarinnar“ og krafðist vegna þessa 37 millj- óna króna skaðabóta. Dómurinn sýknaði ríkið og taldi að rökstudd- ur grunur hafi verið um brot hjá ríkissaksóknara. Minnir á sig Hekla gaus síðast þann 26. febrúar árið 2000. Lítill fyrirvari var á því gosi sem var stutt en kraftmikið. MYND: SIGTRYGGUR ARI Útgáfa DV DV kemur næst út miðviku- daginn 3. apríl eftir páska. Áskri- fendum og lesendum er bent á að áfram verður fréttaþjónusta á vef blaðsins, DV.is, alla páskana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.