Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Side 10
10 Fréttir 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Sýknaður af hótun Hæstiréttur Íslands sýknaði á þriðjudag karlmann sem ákærð- ur var fyrir að hóta öðrum karl- manni. Sneri þannig Hæstiréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður dæmt manninn í tveggja mánaða fangelsi. Hótunin sem maðurinn var ákærður fyrir sendi hann öðrum manni í sms-skila- boðum og þau voru svohljóðandi: „Ertu búin að nauðga einhverri 13 ára nýlega gerpið thitt? Mundu bara að thú sleppur aldrei undan skuldinni. Thað er bedid eftir thér I steininum ef ég næ thér ekki ádur barnaperrinn thinn.“ Í dómi Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt ákvæðinu „væri hót- un því aðeins refsiverð að ljóst væri, hlutlægt séð, að sá sem hana hefði í frammi hótaði því að gripið yrði til verknaðar sem myndi hafa jafn alvarlegar afleiðingar í för með sér og þar væru greindar. Ummælin í skeytinu hafi verið ósæmileg og yrðu ekki réttlætt. Þegar efni þess væri virt í heild sinni yrði hins vegar ekki talið að í því hafi falist hótun sem lýst væri refsiverð […]“ Með til- liti til þessa taldi Hæstiréttur sms- skilaboðin ekki geta talist hótun og sýknaði þar af leiðandi mann- inn af ákærunni. Málskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða á báðum dómstigum. Sinubruni trekkti að Talsvert mikill eldur og reykur kom frá sinubruna sem logaði glatt við Norræna húsið á þriðjudagskvöld. Eldurinn var þó á takmörkuðu svæði, en vegfarandi sagði eldinn vera umtalsverðan og að reykjar- lykt mætti finna víða í Vesturbæn- um. Dælubíll slökkviliðsins kom til að slökkva eldinn, en fólk hafði hópast að svæðinu og var að taka myndir. Þá var einnig sinubruni við Nesstofu og því ekki að furða að reykjarlykt mætti finna í nærliggj- andi hverfum. Í samtali við DV sagði slökkviliðsmaður að mikill er- ill hafi verið hjá slökkviliðinu á höf- uðborgarsvæðinu þetta kvöld. Fyrir utan sinubrunana þurfti að dæla upp úr bát í Reykjavíkurhöfn og all- ir sjúkrabílar voru í útköllum um kvöldmatarleytið. Á miðvikudaginn í síðustu viku var tilkynnt að félagið Fáfnir Offshore ehf. hefði samið um smíði dýrasta skips íslenska flotans. Skipið fær nafnið Fáfn- ir Offshore og er fyrsta íslenska skip- ið sem er ætlað til þjónustu vegna olíuleitar. Það er sérhannað fyrir haf- ís og verður afhent í júlí á næsta ári. Það mun kosta 330 milljónir norskra króna, eða 7,3 milljarða íslenskra króna. Aðaleigandi Fáfnis Offshore er Steingrímur Bjarni Erlingsson, sem áður rak umfangsmikla útgerð í Kanada. Skipið er hannað og byggt af Havyard Technologies sem er í Fosn- avåg, en á því svæði er miðstöð fyrir- tækja sem byggja skip til að þjónusta olíuiðnaðinn. Össur Skarphéðins- son, utanríkisráðherra var viðstaddur opin fund í Fosnavåg í Noregi þar sem hann tilkynnti um samning um smíði skipsins. Seldi útgerð í Kanada Samkvæmt heimildum DV seldi Steingrímur hlut sinn í útgerðarfyrir- tækinu Bjarnari árið 2011. Mun hann hafa innleyst nokkur hundruð millj- óna króna hagnað í þeim viðskiptum. Bjarnar kemur að rekstri í sjávarút- vegi í Kanada en helsti viðskiptafélagi Steingríms var Finnur Björn Harðar- son sem nú fer með 81 prósents hlut í Bjarnari. Steingrímur fór með 46 pró- senta hlut í fyrirtækinu áður en hann seldi. Bjarnar á fyrirtækið Nataaqnaq Fisheries Inc. sem skráð er í Kanada. Höfuðstöðvar Nataaqnaq Fisheries eru í St. Johns á Nýfundnalandi. Ger- ir fyrirtækið út þrjá frystitogara sem veiða við strendur Kanada og einnig í lögsögu Grænlands. Þannig má segja að Steingrímur sé í svipaðri stöðu og Skúli Mogensen fjárfestir sem kom með mikið af fjármunum til Íslands eftir að hafa selt tölvufyrirtækið OZ til finnska símarisans Nokia. Steingrímur sótti nýlega um leyfi til uppsetningar á tveimur 52 metra háum vindmyllum á iðnaðarsvæði nærri kartöfluverksmiðunni í Þykkva- bæ í Rangárþingi ytra. Er það félgið Biokraft ehf. sem Steingrímur fer fyr- ir og eru vindmyllurnar hugsaðar til orkuframleiðslu fyrir umhverfið auk þess sem þeim er ætlað að vera vett- vangur fyrir rannsóknir og þróun en þetta kemur fram í umsókn Biokraft til skipulagsnefndar Rangárþings ytra. Hefur enga reynslu af olíuiðnaði Þeir sem DV ræddi við telja líklegt að Steingrímur hafi fengið vilyrði fyrir láni til að fjármagna um 70 prósent af kaupunum á olíuþjónustuskip- inu Fáfni Offshore í Noregi. Slíkt sé oft hægt að fá þar sem norski skipa- iðnaðurinn hafi átt erfitt uppdrátt- ar í mörg ár. Að því gefnu má ætla að Steingrímur hafi hins vegar þurft að afla um 30 prósenta af kaup- verði skipsins, sem hljóðaði upp á 7,3 milljarða íslenskra króna, annars staðar frá eða rúmlega tvo millj- arða króna. Þó hann hafi hagnast um nokkur hundruð milljónir króna á sölu 46 prósenta hluts í félaginu Bjarnari árið 2011 hafi sá hagnað- ur þó verið langt frá tveimur millj- örðum króna. Ekki liggur ljóst fyr- ir hvernig Steingrímur ætlar sér að fjármagna kaupin á Fáfni Offshore. Þess skal getið að hann vildi ekki veita DV viðtal um kaupin þegar blaðið leitaði eftir því. Viðmælandi sem DV ræddi við segir að olíuþjónustugeirinn sem Fáfnir Offshore ætli sér í sé nokkuð erfiður. Rekstur olíuþjónustuskipa sé nokkuð líkur flugvélarekstri sem löngum hefur þótt nokkuð áhættu- samur. Þrátt fyrir langa reynslu af rekstri í sjávarútvegi hefur Stein- grímur ekki áður komið nálægt olíu- geiranum. Kaup á nýsmíðuðu skipi frá Noregi upp á 7,3 milljarða króna gæti því reynst erfitt fyrir nýliða í greininni. Talið er að Steingrímur hefði getað keypt mun ódýrara not- að skip í stað þess að láta smíða Fáfni Offshore í Noregi. Utanríkisráðherra bjartsýnn Skipið á að vera tilbúið sumarið 2014 eins og áður kom fram. „Það er hreint ótrúleg útgerð í kringum tilraunaboranir einar og sér, áður en kemur að sjálfri olíuvinnslunni, og hún mun bæði skapa störf fyr- ir Íslendinga og auka veltu í sam- félaginu, ekki síst á Norður- og Austurlandi, þar sem miðstöð þjón- ustunnar verður. Þetta er upphaf starfsemi sem verður landsmönnum uppspretta verulegra tekna í náinni framtíð miðað við það að menn hafa áætlað að fyrsti borpallurinn vegna tilraunaborana kunni að vera kom- inn í vinnu upp úr 2017,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Kaup Steingríms Bjarna Erlingsson- ar á skipinu Fáfni Offshore virðist vera fyrsti stóri hlutinn í olíuævin- týrinu í kringum Drekasvæðið sem margir binda nú miklar vonir við. Hvernig það mun ganga verður tím- inn hins vegar að leiða í ljós. n Hagnaðist á sölu útgerðar í Kanada Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is n Kaupir 7,3 milljarða olíuþjónustuskip n Óreyndur í olíugeiranum Dýrasta skip flotans Hér má sjá Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Steingrími Bjarna við undirritun á samningi um smíði olíuþjónustuskips í Fosnavåg í Noregi á síðasta miðvikudag. Hagnaðist á útgerð í Kanada Hér má sjá frystitogarann Inuksuk I sem er í eigu kanadíska útgerðarfyrirtækisins Nataaquaq Fisheries en það er í eigu íslenska félagsins Bjarnar. Fyrsta olíuþjónustuskipið Svona mun Fáfnir Offshore, fyrsta íslenska olíuþjónustu- skipið, líta út. Það verður smíðað af norsku skipasmíðastöðinni Havyard Technologies í Fosnavåg og á að verða tilbúið sumarið 2014.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.