Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Side 19
ÍBÚAR Á REYKJANESI Í VERSTU MÁLUNUM Fréttir 19Páskablað 27. mars-2. apríl 2013 Hrossi misþyrmt n Hrottaleg árás á íslenskt hross í Skotlandi Í slenskur hestur fannst illa lim- lestur á hestabúgarði í Edinborg í Skotlandi síðastliðinn fimmtu- dag. Hesturinn gengur undir nafn- inu Hrafn og er 23 vetra. Hann fannst afar illa útleikinn á Swanston-hesta- búgarðinum en búið var að skera getnaðarlim hans svo hann hékk á þvagrásinni einni saman að því er BBC greindi frá. Þurfti hrossið að undirgangast bráðaskurðaðgerð til að láta fjar- lægja liminn. John Toule, eftirlitsmaður á dýra verndarsamtökunum SPCA í Skotlandi, sagði að notast hefði verið við beitt áhald til að fjarlægja liminn, líkt og dýralæknir hefði lagt til. „Eigandinn fann Hrafn síðast- liðinn fimmtudagsmorgun,“ seg- ir Toule. „Hún hafði litið á hann kvöldið áður og því er gengið út frá því að árásin hafi átt sér stað seinna um kvöldið eða aðfaranótt fimmtu- dags.“ Toule sagði Hrafn hafa misst mik- ið af blóði og að hann sé afar veik- burða. „Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna einhver geri varnarlausu dýri þetta,“ sagði Toule við BBC. „Þetta var heigulslegur og grimmi legur verknaður,“ sagði eig- andi Hrafns við BBC. n n Íbúar í Sandgerði og í Vogum eru langskuldsettastir n Íbúar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi í betri málum Misþyrmt Hesturinn Hrafn varð fyrir viður- styggilegri árás í Edinborg. SKJÁSKOT AF VEF BBC „Þetta eru sláandi tölur og segja því miður ekki alla söguna því þegar meðaltal íbúðaskulda á móti eignum er svona hátt er alveg ljóst að skuldir hjá mörgum eru komnar langt yfir fasteignaverðmæti. Hjá þessum hópi ríkir sannarlega neyðará- stand og er það sorgleg staðreynd að allt of stór hluti þeirra hefur nú þegar misst húsnæði sitt sé miðað við tölur um fjölda nauðungarsala á svæðinu,“ segir Ragn- heiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Suður- kjördæmi, í samtali við DV um hátt hlutfall fasteignaskulda hjá íbúum í Sandgerði og í Sveitarfélaginu Vogum. Hún bendir einnig á að greiðslugeta fólks komi ekki fram í þessum tölum. Á Reykjanesi sé mjög hátt atvinnuleysi og því stefni margir í gjaldþrot ef ekkert verði gert. Lélegt atvinnuástand komi einnig niður á fast- eignaverði. Ragnheiður telur nauðsynlegt að fara í aðgerðir gagnvart yfirskuldsettum heimilum alls staðar á landinu. Hvergi sé þörfin þó meiri en á Reykjanesi. „Sjálfstæð- isflokkurinn hefur sett fram raunhæfar leiðir til þess að ráðast að rót vandans og munu þær aðgerðir leiða til 20 prósenta lækkunar á höfuðstól húsnæðislána á kjörtímabilinu. Þetta eru aðgerðir sem hægt er að fara í strax og þarf ekki að skipa fleiri nefndir og starfshópa til þess að hefjast handa. Einnig má nefna svokallað lyklafrumvarp sem gerir yfirskuldsettum fjölskyldum tækifæri til þess að skila lyklunum til bankans án þess að til gjaldþrots þurfi að koma,“ segir hún. Mjög margir íbúar hafa flúið land Í síðustu viku héldu Hagsmunasamtök heimilanna borgarafund í Stapanum í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að á fundinum hafi hann kynnt fólki að á svæðinu væru um 20 prósent íbúa atvinnulaus. Fólk hafi þurft að flýja land, vera á atvinnuleysisbótum og þeir sem ekki nutu atvinnuleysisbóta segja sig á bæinn. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fluttu 1.800 manns frá Reykjanes- bæ til útlanda á árunum 2009 til 2013 og segir Árni það ansi hátt hlutfall í 14 þúsund manna sveitarfélagi. Þeim sem hafi fengið fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins hafi fjölgað um 60 prósent frá 2009 og níu prósent af heimilum íbúa í Reykjanesbæ hafi verið sett á nauðungaruppboð. „Þessi hópur missti allt sitt í bankahruninu. Þessi hópur bíður lausna á húsnæðislánum sínum, sem hafa snarhækkað um leið og markaðsverð eigna hefur lækkað. Þau leita ekki síður lausna á atvinnumálum sínum. Þannig eru þeim allar bjargir bannaðar því þau hafa ekki atvinnu og þeir sem hafa atvinnu standa vart undir greiðslu veðskuld- anna,“ segir Árni. Margir stjórnmálaflokkar lofi lausnum vegna komandi alþingiskosn- inga en hann áréttar að íbúar á Reykjanesi vilji sjá lausnir sem fyrst ekki bara tillögur. n Ragnheiður Elín Árnadóttir og Árni Sigfússon: Skelfilegt ástand á Reykjanesi RANNSAKA HREIÐAR FYRIR INNHERJASVIK n Hagnaðist á stórfelldri markaðsmisnotkun sem hann skipulagði Græddi nærri 325 milljónir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, seldi hlutabréf í Kaupþingi inn í eigið einkahlutafé- lag í ágúst 2008 og græddi nærri 325 milljónir. Málið er til rannsóknar sem innherjasvik. MYND SIGTRYGGUR ARI E ftirlitsaðilar hafa rann- sakað viðskipti Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrver- andi forstjóra Kaupþings, með hlutabréf í Kaupþingi í ágúst 2008 sem innherjasvik. Þetta herma heimildir DV. Greint er frá þessum viðskiptum Hreiðars Más í ákæru sérstaks saksóknara gegn honum og nokkrum öðrum fyrrver- andi starfsmönnum Kaupþings sem gerð hefur verið opinber. Ákæran er vegna markaðsmisnotkunar. Málið hefur bæði verið til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og embætti sér- staks saksóknara. Embætti sérstaks saksóknara hefur nú þegar gefið út tvær ákær- ur í innherjasvikamálum og hafa ákærðu verið sakfelldir í báðum til- fellum. Þetta eru þeir Baldur Guð- laugsson, sem seldi hlutabréf í Landsbankanum í aðdraganda banka hrunsins, og Friðfinnur Ragn- ar Sigurðsson, fyrrverandi starfs- maður Glitnis, sem seldi bréf sín í bankanum árið 2008. Hagnaðist um nærri 325 milljónir Í ákæru sérstaks saksóknara gegn Hreiðari Má segir að hann hafi nýtt sér kauprétti í bankanum þann 6. ágúst 2008, tæpum tveim- ur mánuðum fyrir bankahrunið. Þá keypti Hreiðar Már 812 þúsund hluti bankanum á genginu 303 eða fyrir nærri 250 milljónir króna. Um leið og Hreiðar Már hafði nýtt sér kaupréttinn seldi hann hlutabréf- in inn í eignarhaldsfélag sitt, Hreið- ar Már Sigurðsson ehf., á genginu 704 og var kaupverðið því meira en 570 milljónir króna. Kaupþing lán- aði eignarhaldsfélagi Hreiðars fyr- ir kaupverðinu og hagnaðist hann persónulega um nærri 325 millj- ónir króna. „Hagnaður Hreiðars af viðskiptunum var alls 324.873.892,“ segir í ákærunni. Hreiðar Már seldi því eigin hlutabréf í Kaupþingi, sem hann var nýbúinn að kaupa á gengi bréf- anna eins og það var árið 2004, til eigin eignarhaldsfélags, með láni frá bankanum sem hann stýrði sjálfur, og hagnaðist persónulega um meira en 300 milljónir fyrir vik- ið. Þetta gerði Hreiðar Már rúmum tveimur mánuðum áður en Kaup- þing banki var yfirtekinn af Fjár- málaeftirlitinu. Héldu uppi verðinu á hlutabréfunum Í ákærunni gegn Hreiðari Má og fyrr- verandi samstarfsmönnum hans er rakið hvernig hlutabréfaverðinu í Kaupþingi var haldið uppi með viðskiptum deildar eigin viðskipta Kaupþings með bréfin í bankan- um. Um þetta segir meðal annars í ákærunni: „Um samfellda mark- aðsmisnotkun var að ræða á öllu tímabilinu þar sem háttsemi ákærðu miðaði allan tímann að því að halda verði hlutabréfa í bankanum stöð- ugu eða draga úr verðlækkun með því að halda inni stórum kauptilboð- um og kaupa hlutabréf í bankanum sem voru umfram eftirspurn.“ Þá er einnig rakið hvernig um- fangsmikil viðskipti Kaupþings með eigin hlutabréf voru til þess gerð að reyna að halda uppi hlutabréfa- verðinu í bankanum. Í ákærunni er rakið hvaða félög það voru sem keyptu hlutabréfin með þessum hætti að því er talið er, meðal annars Gift, Desulo Trading, Holt Invest- ment Group og Q Iceland Finance. Í þessum viðskiptum var um að ræða hlutabréf sem deild eigin viðskipta hafði keypt og þurfti að losa sig við en um þetta segir meðal annars í ákærunni: „Þessi utanþingsviðskipti voru þannig bæði afleiðing stór- felldrar og kerfisbundinnar mark- aðsmisnotkunar ákærðu og forsenda þess að ákærðu gætu haldið henni áfram.“ Þannig tengdust kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum og sala bankans á þess- um bréfum í umfangsmiklum við- skiptum til utanaðkomandi aðila. Þegar Hreiðar Már seldi bréf sín í ágúst 2008 til eigin eignarhaldsfé- lags byggði verðmatið á hlutabréf- unum því á áralangri markaðsmis- notkun sem hann sjálfur er talinn hafa skipulagt, bæði uppkaup eigin viðskipta Kaupþings á bréfunum og eins sölu á bréfunum til annarra að- ila. Þannig má segja að Hreiðar Már hafi hagnast persónulega á markaðs- misnotkuninni. n „Hagnaður Hreiðars af viðskiptunum var alls 324.873.892 krónur. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ragnheiður Elín Árnadóttir Árni Sigfússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.