Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Side 26
26 Erlent 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Biðjast afsökunar og greiða milljarða n Árás ísraelskra hermanna á skipalest dregur dilk á eftir sér S tjórnvöld í Ísrael hafa beðið hlutaðeigandi afsökunar opin- berlega og nú fallist á að greiða fjölskyldum níu Tyrkja sem lét- ust þegar ísraelskir hermenn réðust í skjóli nætur á skipalest á leið með mat og fatnað til handa Palestínumönnum umtalsverðar bætur. Atvikið vakti heimsathygli árið 2011 þegar fjölþjóðleg skipalest aðgerða- sinna stefndi til Gaza með lyf, mat, fatnað og ábreiður til hjálpar nauð- stöddum en Gaza-svæðið var allt í herkví Ísraelsmanna og mikill skortur á nauðsynjum. Varð skipalestin fyrir árás ísraelskra hermanna í skjóli næt- ur en áður höfðu ísraelsk stjórnvöld meinað skipalestinni að flytja varning til Gaza. Níu létu lífið í árás hermannanna, allt Tyrkir, og hafa síðan meðal annarra Sameinuðu þjóðirnar gagnrýnt Ísr- ael fyrir mikla hörku í aðgerðunum enda voru allir um borð óvopnaðir og enginn ógnaði þeim ísraelsku her- mönnum sem um borð komu. Í kjölfarið höfnuðu stjórnvöld í Ísrael alfarið að biðjast afsökunar á ódæðinu og sögðust aðeins vera að verja hagsmuni sína. Í síðustu viku drógu þau í land og baðst Benjam- in Netanyahu afsökunar þó sú afsök- unarbeiðni væri eingöngu til handa Tyrkjum. Dagblaðið El Haaretz segist nú hafa heimildir fyrir að fallist hafi ver- ið á greiðslu umtalsverðrar upphæð- ar, milljarða króna, í bætur til Tyrkja vegna málsins. Hluti þess fjármagns skal til fjölskyldna þeirra sem féllu en töluverð upphæð í viðbót til tyrk- neskra hjálparsamtaka. Smygla sæði úr svartholinu n Tugur palestínskra kvenna á von á barni með fangelsuðum eiginmönnum Þ að vakti heimsathygli þegar hin palestínska Dallal Ziben eignaðist sveinbarn í ágúst í fyrra. Það er vart í frásögur fær- andi þegar kona elur barn í heiminum en það sem gerði barneign hennar merkilega er að hún gekkst undir tæknifrjóvgun þar sem notast var við sæði eiginmanns hennar sem smyglað hafði verið úr ísraelsku fang- elsi. Ammar Ziben, eiginmaður Dallal, er einn af þeim liðlega 4.500 Palest- ínumönnum sem sitja nú í fangelsi í Ísrael. Ólíklegt þykir að Ammar muni nokkurn tímann verða frjáls maður á ný enda situr hann af sér 32 lífstíðar- dóma fyrir meinta aðild að sprengju- árás í Jerúsalem árið 1997. Hann hefur þó verið kallaður pólitískur fangi. Eftir að Muhannad Ziben fæddist í ágúst er nú talið að minnst tíu palest- ínskar konur séu barnshafandi eftir að sæði eiginmanna þeirra hafi ver- ið smyglað út úr ísraelskum fangels- um. BBC ræddi nýverið við frjósemis- lækna á Vesturbakkanum sem fullyrtu þetta. Mikil leynd hvílir þó yfir því hvernig umrætt smygl á sér stað og Ísraelsmenn eru meðal þeirra sem hvað mestar efasemdir hafa um sann- leiksgildi þessa. Það var Saalem Abu al-Kheizar- an, yfirlæknir Razan-frjósemisstof- unnar í Nablus, sem framkvæmdi tæknifrjóvgunina fyrir Dallal og Ammar. BBC ræddi við hann á ný fyr- ir skemmstu þar sem hann sagðist hreinlega ekki vita hvernig konurnar færu að því að komast yfir sæði úr eig- inmönnum þeirra sem sitja í ramm- gerðum fangelsum Ísraela. Vill bara hjálpa „Ég vil ekki blanda mér í pólitísku hlið málanna. Það sem ég er að gera, geri ég af mannúðarástæðum ein- um saman. Ég vil bara hjálpa þessum konum. Fangarnir fá skiljanlega mikla athygli en það eru þessar konur sem virkilega þjást.“ Læknirinn segir konurnar koma með sæði eiginmannanna til hans í margvíslegum ílátum og að við kjöraðstæður sé það nothæft í allt að tvo sólarhringa áður en það er fryst og notað síðar til tæknifrjóvgunar. Í Raz- an er ekki venjan að aðstoða konur með þessum óvenjulega hætti ef þær eiga, annars vegar, fyrir nokkur börn, eða, hins vegar, ef eiginmenn þeirra sitja aðeins inni í skamman tíma. Áður en tæknifrjóvgun á sér stað óskar læknirinn eftir því að fá að rann- saka tvo úr hvorri fjölskyldu, eigin- mannsins og konunnar, til að hægt sé að sannreyna að sæðið sé ekta. Síðan er skilyrði að konurnar upplýsi alla í þorpinu sínu, eða nánasta samfélagi, um hvað sé í bígerð. „Þegar heilt þorp veit að eiginmað- ur konu hefur verið í fangelsi í tíu til fimmtán ár þá viljum við ekki að hún fari skyndilega að ganga um götur kasólétt,“ segir frjósemislæknirinn Saalem. Þetta þarf að gera til að koma í veg fyrir þær afleiðingar sem gætu hlotist af því ef kjaftasögur um ótryggð eiginkonunnar kæmust á kreik. Erfitt að trúa þessu En ekki eru allir sem leggja trúnað á þessar sögur. Forsvarsmenn Fang- elsismálastofnunar Ísrael (IPS) eru þeirra á meðal. „Það er auðvitað ekki hægt að full- yrða að svona nokkuð geti ekki gerst. Hins vegar eigum við afar erfitt með að trúa að þetta geti gerst, hreinlega sökum þeirra gríðarmiklu öryggisráð- stafana sem gerðar eru þegar fangar fá heimsókn frá ættingjum eða bara yfir höfuð,“ segir Sivan Weizman, tals- maður IPS. Hún bendir á að öryggis- fangar komist ekki í neina líkamlega snertingu við gesti sína ef undanskild- ar eru síðustu tíu mínútur fjölskyldu- heimsóknanna. Þá fá börn fanganna, ef þau eru undir átta ára aldri, að hitta feður sína. Gert upp á milli fanga Ólíkt ísraelskum föngum fá palest- ínskir fangar í ísraelskum fangels- um ekki makaheimsóknir. Palest- ínumenn hafa bent á þetta óréttlæti. Hefur þá verið bent á þá staðreynd að Ísraelsmaðurinn Yigal Amir, sem hlaut lífstíðarfangelsi fyrir að ráða ísraelska forsætisráðherrann Yitzhak Rabin af dögum árið 1995, hafi fengið að kvænast í fangelsi og fá makaheim- sókn sem varð til þess að hann eign- aðist son árið 2007. Læknirinn Saalem Abu al-Kheiz- aran segir að Palestínumenn ættu að njóta sömu réttinda. Uns það ger- ist segir hann ólíklegt að palestínskir fangar láti af tilraunum til að smygla sæði úr prísundum sínum. Von er á fjölmörgum palestínsk- um börnum, sem tilkomin eru vegna smyglaðs sæðis, í heiminn nú í vor. n Móðir og barn Dallal sést hér með nýfædd- um syni sínum í ágúst síðastliðnum. Muhannad er afrakstur tæknifrjóvgunar þar sem notast var við smyglsæði. Mynd SkjÁSkot af VEf BBC „Ég vil bara hjálpa þessum konum Óréttlæti Á meðan palestínskir fangar njóta ekki sömu réttinda og þeir ísraelsku þá er eini möguleiki margra kvenna til að bera barn eig- inmanns síns falinn í því að smygla sæði þeirra úr svartholinu og gang- ast undir tæknifrjóvgun. Mynd REutERS Blóðug árás á óvopnað fólk Ísrael sagðist í upphafi ekki ætla að biðjast afsökunar á árás á skipalest á leið með vörur til Gaza en hefur nú gert það opinberlega. Skaðabætur verða líka greiddar. Loks hvítir páskar Breskar ferðaskrifstofur hafa sjald- an upplifað jafn góða tíð og síð- ustu daga og ástæðan er sú að snjóalög liggja meira og minna yfir Bretlandi öllu. Það kann að hljóma eðlilegt hjá okkur Ís- lendingum en Bretar hafa ekki upplifað hvíta páska í fimm ár og mun lengra er síðan snjór þakti landið allt. Það sem meira er þá spáir breska veðurstofan áfram- haldandi vetrarveðri og það jafn- vel langt inn í aprílmánuð en þá telja veðurfræðingar líkur á hita- bylgju. Margir Bretar ætla ekki að bíða svo lengi og ætla sér að fljúga í sólina suður í álfunni. Vildu forðast stríð við Argentínu Gögn frá árinu 1982 sem gerð hafa verið opinber sýna að mjög var deilt um hernaðaraðgerðir gegn yfirtöku Argentínu á Falklandseyj- um það ár innan ríkisstjórnar Margrétar Thatcher. Skiptust ráð- herrar mjög í tvo hópa með og móti en sem kunnugt er fór svo að Bretar sendu flota sinn á vett- vang sem hrakti her Argentínu til síns heima nokkrum dögum síð- ar. Ein þeirra hugmynda sem talin var betri en stríðsátök var að bjóða öllum fjölskyldum á eyjunum dá- góða fjárhæð og bjóða þeim að setjast að í Bretlandi, Ástralíu eða Nýja-Sjálandi. Vilja ekki sjá manninn Portúgalska ríkissjónvarpsstöð- in RTP hefur fengið afhentan lista með undirskriftum yfir hundrað þúsund einstaklinga sem krefj- ast þess að fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins, Jose Socrates, fái ekki að stjórna sínum eigin spjallþætti á stöðinni. Sósíalist- anum Socrates er að mestu kennt um afar slæmt efnahagsástand í landinu og heiftin svo mikil í hans garð að illa séð er að hann fái að koma fram í sjónvarpi. Sjón- varpsstjórinn telur þó eðlilegt í lýðræðisríki að allar raddir fái að heyrast; meira að segja þær óvin- sælu. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.