Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Qupperneq 26
26 Erlent 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Biðjast afsökunar og greiða milljarða n Árás ísraelskra hermanna á skipalest dregur dilk á eftir sér S tjórnvöld í Ísrael hafa beðið hlutaðeigandi afsökunar opin- berlega og nú fallist á að greiða fjölskyldum níu Tyrkja sem lét- ust þegar ísraelskir hermenn réðust í skjóli nætur á skipalest á leið með mat og fatnað til handa Palestínumönnum umtalsverðar bætur. Atvikið vakti heimsathygli árið 2011 þegar fjölþjóðleg skipalest aðgerða- sinna stefndi til Gaza með lyf, mat, fatnað og ábreiður til hjálpar nauð- stöddum en Gaza-svæðið var allt í herkví Ísraelsmanna og mikill skortur á nauðsynjum. Varð skipalestin fyrir árás ísraelskra hermanna í skjóli næt- ur en áður höfðu ísraelsk stjórnvöld meinað skipalestinni að flytja varning til Gaza. Níu létu lífið í árás hermannanna, allt Tyrkir, og hafa síðan meðal annarra Sameinuðu þjóðirnar gagnrýnt Ísr- ael fyrir mikla hörku í aðgerðunum enda voru allir um borð óvopnaðir og enginn ógnaði þeim ísraelsku her- mönnum sem um borð komu. Í kjölfarið höfnuðu stjórnvöld í Ísrael alfarið að biðjast afsökunar á ódæðinu og sögðust aðeins vera að verja hagsmuni sína. Í síðustu viku drógu þau í land og baðst Benjam- in Netanyahu afsökunar þó sú afsök- unarbeiðni væri eingöngu til handa Tyrkjum. Dagblaðið El Haaretz segist nú hafa heimildir fyrir að fallist hafi ver- ið á greiðslu umtalsverðrar upphæð- ar, milljarða króna, í bætur til Tyrkja vegna málsins. Hluti þess fjármagns skal til fjölskyldna þeirra sem féllu en töluverð upphæð í viðbót til tyrk- neskra hjálparsamtaka. Smygla sæði úr svartholinu n Tugur palestínskra kvenna á von á barni með fangelsuðum eiginmönnum Þ að vakti heimsathygli þegar hin palestínska Dallal Ziben eignaðist sveinbarn í ágúst í fyrra. Það er vart í frásögur fær- andi þegar kona elur barn í heiminum en það sem gerði barneign hennar merkilega er að hún gekkst undir tæknifrjóvgun þar sem notast var við sæði eiginmanns hennar sem smyglað hafði verið úr ísraelsku fang- elsi. Ammar Ziben, eiginmaður Dallal, er einn af þeim liðlega 4.500 Palest- ínumönnum sem sitja nú í fangelsi í Ísrael. Ólíklegt þykir að Ammar muni nokkurn tímann verða frjáls maður á ný enda situr hann af sér 32 lífstíðar- dóma fyrir meinta aðild að sprengju- árás í Jerúsalem árið 1997. Hann hefur þó verið kallaður pólitískur fangi. Eftir að Muhannad Ziben fæddist í ágúst er nú talið að minnst tíu palest- ínskar konur séu barnshafandi eftir að sæði eiginmanna þeirra hafi ver- ið smyglað út úr ísraelskum fangels- um. BBC ræddi nýverið við frjósemis- lækna á Vesturbakkanum sem fullyrtu þetta. Mikil leynd hvílir þó yfir því hvernig umrætt smygl á sér stað og Ísraelsmenn eru meðal þeirra sem hvað mestar efasemdir hafa um sann- leiksgildi þessa. Það var Saalem Abu al-Kheizar- an, yfirlæknir Razan-frjósemisstof- unnar í Nablus, sem framkvæmdi tæknifrjóvgunina fyrir Dallal og Ammar. BBC ræddi við hann á ný fyr- ir skemmstu þar sem hann sagðist hreinlega ekki vita hvernig konurnar færu að því að komast yfir sæði úr eig- inmönnum þeirra sem sitja í ramm- gerðum fangelsum Ísraela. Vill bara hjálpa „Ég vil ekki blanda mér í pólitísku hlið málanna. Það sem ég er að gera, geri ég af mannúðarástæðum ein- um saman. Ég vil bara hjálpa þessum konum. Fangarnir fá skiljanlega mikla athygli en það eru þessar konur sem virkilega þjást.“ Læknirinn segir konurnar koma með sæði eiginmannanna til hans í margvíslegum ílátum og að við kjöraðstæður sé það nothæft í allt að tvo sólarhringa áður en það er fryst og notað síðar til tæknifrjóvgunar. Í Raz- an er ekki venjan að aðstoða konur með þessum óvenjulega hætti ef þær eiga, annars vegar, fyrir nokkur börn, eða, hins vegar, ef eiginmenn þeirra sitja aðeins inni í skamman tíma. Áður en tæknifrjóvgun á sér stað óskar læknirinn eftir því að fá að rann- saka tvo úr hvorri fjölskyldu, eigin- mannsins og konunnar, til að hægt sé að sannreyna að sæðið sé ekta. Síðan er skilyrði að konurnar upplýsi alla í þorpinu sínu, eða nánasta samfélagi, um hvað sé í bígerð. „Þegar heilt þorp veit að eiginmað- ur konu hefur verið í fangelsi í tíu til fimmtán ár þá viljum við ekki að hún fari skyndilega að ganga um götur kasólétt,“ segir frjósemislæknirinn Saalem. Þetta þarf að gera til að koma í veg fyrir þær afleiðingar sem gætu hlotist af því ef kjaftasögur um ótryggð eiginkonunnar kæmust á kreik. Erfitt að trúa þessu En ekki eru allir sem leggja trúnað á þessar sögur. Forsvarsmenn Fang- elsismálastofnunar Ísrael (IPS) eru þeirra á meðal. „Það er auðvitað ekki hægt að full- yrða að svona nokkuð geti ekki gerst. Hins vegar eigum við afar erfitt með að trúa að þetta geti gerst, hreinlega sökum þeirra gríðarmiklu öryggisráð- stafana sem gerðar eru þegar fangar fá heimsókn frá ættingjum eða bara yfir höfuð,“ segir Sivan Weizman, tals- maður IPS. Hún bendir á að öryggis- fangar komist ekki í neina líkamlega snertingu við gesti sína ef undanskild- ar eru síðustu tíu mínútur fjölskyldu- heimsóknanna. Þá fá börn fanganna, ef þau eru undir átta ára aldri, að hitta feður sína. Gert upp á milli fanga Ólíkt ísraelskum föngum fá palest- ínskir fangar í ísraelskum fangels- um ekki makaheimsóknir. Palest- ínumenn hafa bent á þetta óréttlæti. Hefur þá verið bent á þá staðreynd að Ísraelsmaðurinn Yigal Amir, sem hlaut lífstíðarfangelsi fyrir að ráða ísraelska forsætisráðherrann Yitzhak Rabin af dögum árið 1995, hafi fengið að kvænast í fangelsi og fá makaheim- sókn sem varð til þess að hann eign- aðist son árið 2007. Læknirinn Saalem Abu al-Kheiz- aran segir að Palestínumenn ættu að njóta sömu réttinda. Uns það ger- ist segir hann ólíklegt að palestínskir fangar láti af tilraunum til að smygla sæði úr prísundum sínum. Von er á fjölmörgum palestínsk- um börnum, sem tilkomin eru vegna smyglaðs sæðis, í heiminn nú í vor. n Móðir og barn Dallal sést hér með nýfædd- um syni sínum í ágúst síðastliðnum. Muhannad er afrakstur tæknifrjóvgunar þar sem notast var við smyglsæði. Mynd SkjÁSkot af VEf BBC „Ég vil bara hjálpa þessum konum Óréttlæti Á meðan palestínskir fangar njóta ekki sömu réttinda og þeir ísraelsku þá er eini möguleiki margra kvenna til að bera barn eig- inmanns síns falinn í því að smygla sæði þeirra úr svartholinu og gang- ast undir tæknifrjóvgun. Mynd REutERS Blóðug árás á óvopnað fólk Ísrael sagðist í upphafi ekki ætla að biðjast afsökunar á árás á skipalest á leið með vörur til Gaza en hefur nú gert það opinberlega. Skaðabætur verða líka greiddar. Loks hvítir páskar Breskar ferðaskrifstofur hafa sjald- an upplifað jafn góða tíð og síð- ustu daga og ástæðan er sú að snjóalög liggja meira og minna yfir Bretlandi öllu. Það kann að hljóma eðlilegt hjá okkur Ís- lendingum en Bretar hafa ekki upplifað hvíta páska í fimm ár og mun lengra er síðan snjór þakti landið allt. Það sem meira er þá spáir breska veðurstofan áfram- haldandi vetrarveðri og það jafn- vel langt inn í aprílmánuð en þá telja veðurfræðingar líkur á hita- bylgju. Margir Bretar ætla ekki að bíða svo lengi og ætla sér að fljúga í sólina suður í álfunni. Vildu forðast stríð við Argentínu Gögn frá árinu 1982 sem gerð hafa verið opinber sýna að mjög var deilt um hernaðaraðgerðir gegn yfirtöku Argentínu á Falklandseyj- um það ár innan ríkisstjórnar Margrétar Thatcher. Skiptust ráð- herrar mjög í tvo hópa með og móti en sem kunnugt er fór svo að Bretar sendu flota sinn á vett- vang sem hrakti her Argentínu til síns heima nokkrum dögum síð- ar. Ein þeirra hugmynda sem talin var betri en stríðsátök var að bjóða öllum fjölskyldum á eyjunum dá- góða fjárhæð og bjóða þeim að setjast að í Bretlandi, Ástralíu eða Nýja-Sjálandi. Vilja ekki sjá manninn Portúgalska ríkissjónvarpsstöð- in RTP hefur fengið afhentan lista með undirskriftum yfir hundrað þúsund einstaklinga sem krefj- ast þess að fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins, Jose Socrates, fái ekki að stjórna sínum eigin spjallþætti á stöðinni. Sósíalist- anum Socrates er að mestu kennt um afar slæmt efnahagsástand í landinu og heiftin svo mikil í hans garð að illa séð er að hann fái að koma fram í sjónvarpi. Sjón- varpsstjórinn telur þó eðlilegt í lýðræðisríki að allar raddir fái að heyrast; meira að segja þær óvin- sælu. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.