Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Síða 41
sinni og byggja upp grunn fyrir líf­ ið en síðan voru hinar sem voru nektardansmeyjar af guðs náð og gerðu þetta af nautn.“ Hjón létu loka staðnum Á meðal gesta hjá Garðari á Óðali kenndi ýmissa grasa. Meðal annars voru þar hjón sem Garðar man eftir enn þann dag í dag. „Þetta fólk er svo virt í þjóð­ félaginu að ef það hefði boðið sig fram til forsetaembættis þá hefði það hlotið fjölda atkvæða. Þau hjónin hringdu alltaf á undan sér í miðri viku og pössuðu að enginn væri inni á staðnum þegar þau komu. Hann fékk sér kaffi á með­ an eiginkonan fór í „dótakassann“ en þar valdi hún sér konur til þess að dansa fyrir sig. Stundum spurði hún eiginmanninn hvort hún mætti fá tvær í einu og síðan fór hún með þeim inn í klefa að leika sér. Maðurinn hafði engan áhuga en konan var æst í þetta,“ segir Garðar sem heldur enn trúnað við sína gömlu viðskiptavini. „Það var passað upp á að vændi væri ekki stundað inni á Óðali, en konurnar höfðu íbúð á okkar veg­ um sem við gátum ekki vaktað. Hvað gerðist þar veit ég ekki, en sjálfsagt hafa einhverjar sofið hjá fyrir pening án þess að ég geti full­ yrt af eða á um það,“ segir Garðar. Ráku föður dansarans út Hann segir mörg eftirminnileg at­ vik hafa átt sér stað á þessum tíma. „Ein dansmeyjanna fæddist sem karlmaður en það var ekki að sjá á henni. Einn viðskiptavinur varð ástfangin af henni og urðu þau par. Það var ekki fyrr en eftir þriggja mánaða samband sem hann komst að því að um kynskipting væri að ræða. Þá fengum við alls konar fólk á Óðal, en eitt atvik varð til þess að Inga nánast kastaði upp. Það var þannig að það kom sjómað­ ur með heila skipshöfn með sér til þess að horfa á nektardans en dóttir hans var að dansa það kvöld. Stelpunni var mikið brugð­ ið þegar hún sá föður sinn með­ al áhorfenda en hann var ölvaður. Stelpan lét sig hafa það og dans­ aði áfram. Faðirinn stakk upp á því að áhöfnin fengi einkadans hjá dótturinni, en þegar faðirinn gekk líka inn til þess að horfa á dóttur sína dansa einkadans var okkur Ingu nóg boðið. Við rákum hann út,“ segir Garðar. „Allar þessar konur sem störf­ uðu fyrir mig voru í þessu starfi af eigin vilja. Ég þekki ekki orðið mansal sem slíkt því þessar konur voru í þessu fyrir peningana og litu fyrst og fremst á þetta sem at­ vinnutækifæri. Við sóttumst aldrei eftir dönsurum erlendis né hér­ lendis. Þær höfðu allar samband að fyrra bragði og sóttust eftir því að fá að vinna hjá okkur.“ Mannorðið fór á tímabili Garðar segist stundum hafa verið litinn hornauga af samborgurum sínum þegar hann rak Óðal „Ég hugsa að ég hafi misst mann­ orðið á einhverjum tímapunkti, það var fólk sem vildi ekki tala við mig. Að fjölskyldumaður á miðj­ um aldri skyldi hafa farið út í þetta þótti mönnum óskiljanlegt. Ég lét lítið fyrir mér fara á þessum tíma en þverskurðurinn af þjóðfélaginu sótti þennan stað.“ Þingmenn, lögfræðingar, sjó­ menn og verkamenn í ýmsum stöð­ um voru viðskiptavinir Óðals að hans sögn. „Við Inga vorum eiginlega búin að fá nóg og við seldum staðinn langt undir markaðsvirði en gátum þó keypt okkur hús og bíl og ferðast,“ segir Garðar. „Þetta var sjúkur heim­ ur sem er mannskemmandi,“ segir Garðar. Óðal seldu þau Inga í kringum aldamótin og fljótlega tók við nýtt ævintýri. Nasa kemur til sögunnar Um hálfu ári eftir að þau seldu Óðal tóku þau á leigu húsnæði Nasa við Austurvöll og innréttuðu það sem skemmtistað, en þar var áður mötuneyti. „Við opnuðum árið 2001 og staðurinn fylltist strax. Þarna var leyfi fyrir fimmhundruð og fimmtíu manns en við vorum alltaf með níuhundr uð. Það var ótrúleg stemning á Nasa og þarna vorum við komin í allt annan heim á Óðali,“ segir Garðar. „Þarna kynntist ég nýrri hlið á skemmtanalífinu en ég sá mikið af framhjáhaldi og fólk missa sjálfsvirðinguna á fimmta glasi. Gráthillan var óspart notuð af karlmönnum til þess að ná sér í konu. Þetta er hilla sem sést oft á skemmtistöðum en hún er í þeirri hæð að auðvelt er að leggja oln­ bogann á hana og röfla um hversu ömurleg eiginkonan sé til þess að öðlast samúð hjá konunni sem á að negla það kvöldið. Við það myndast oft tár sem falla á hill­ una en þaðan kemur nafnið grát­ hillan.“ Hann segir að á þessum tíma hafi Bakkus verið farinn að stjórna lífi hans meira en góðu hófi gegndi. „Á þessum tíma var ég farinn að drekka töluvert en þegar maður vinnur innan um vín þá hættir maður að bera virðingu fyrir því. Flestir sem vinna á skemmtistöðum drekka áfengi í vinnunni,“ segir hann. „Þegar fólk hringdi á sunnu­ dagsmorgni til að athuga hvort veski, kápa eða önnur flík hefði fundist frá kvöldinu áður þá bauðst ég til að aka því heim til fólks á sunnudeginum. Mér leið betur með sjálfan mig eftir að hafa séð viðkomandi þunnan og illa útlítandi eftir átök kvöldsins áður. Þannig fékk ég staðfestingu á því að ég væri ekki sá eini sem drykki um of.“ Kóngurinn við Austurvöll Framtíðin er björt Garðar lítur framtíðina björtum augum og er reynslunni ríkari. Viðtal 41Páskablað 27. mars-2. apríl 2013 „Ég hugsa að ég hafi misst mann- orðið á einhverjum tíma- punkti, það var fólk sem vildi ekki tala við mig. Konungborin Hér eru þau Matte Marit og Hákon krónprins Noregs ásamt Ingu. En þær stöllur brugðu sér á salernið á meðan lífverðir stóðu vörð. Nasa Hér eru Inga og Garðar á Nasa. „Margar konur komu í þeim er- indagjörðum að hjálpa fjölskyldu sinni og byggja sér upp grunn fyrir lífið en síðan eru hinar sem voru nektard- ansmeyjar af guðs náð og gerðu þetta af nautn. Kóngurinn Tákn- mynd veldistíma Garðars. MyNd: Séð og HeyRt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.