Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Page 44
S em lítil stelpa með ljósar fléttur stóð hún oft við glugg­ ann á heimili sínu á Djúpa­ vík, horfði út yfir hafið og velti því fyrir sér hvað væri hand­ an fjallanna. Alheimur hennar var staðsettur í faðmi fjallanna sem um­ kringja Reykjarfjörð syðri og byggðin á bak við fjöllin háu voru henni aðeins kunn af frásögum, sögum sem henni voru sagðar. Nú er hún komin aftur, sextíu árum síðar, til þess að fanga í mynd sögur fólksins sem býr í einni afskekktustu sveit landsins. Mynd sem unnin er af ást og virðingu, af því að hvergi í heiminum hefur henni liðið eins vel og á Ströndum. Í millitíðinni hefur hún reynt meira en margur. Í lífi Maríu Guðmunds­ dóttur er aldrei lognmolla, ævi henn­ ar hefur verið ævintýri líkast, fram­ andi flestum og fullt af andstæðum. Hún hefur sigrað heiminn sem feg­ urðardrottning og fyrirsæta, lifað ljúfu lífi í ljósi frægðar og frama og seinna sem tískuljósmyndari. Sigrarnir eru stórir en það eru sorgirnar líka. María hefur gengið í gegnum dali svo djúpa að á stundum var erfitt að sjá ljósið framundan. Hún hefur þurft að takast á við höfnunina sem fylgdi þeirri upp­ götvun að hún væri ekki barn foreldra sinna, hrottalega nauðgun og af­ leiðingar hennar, þunglyndi, doða og drykkju, að leggjast inn á geðdeild og glíma við krabbamein. En eftir allt, og þrátt fyrir allt, stendur hún uppi sem sigurvegari og lítur sátt yfir farinn veg. Við hjartarætur Hún er orðin 71 árs og farin að njóta þess að hægja á, alltaf með annan fótinn á Ströndum þar sem hún hef­ ur aðsetur í kaffihúsinu í Norður­ firði. Hingað er hægara sagt en gert að komast að vetrarlagi. Snjórinn lokar vegum og stundum dettur bæði raf­ magn og símasamband út. „Nú er að fara skella hér á fárviðri og búast heimamenn við að rafmagnið fari af í sveitinni. Þá getur internetsam­ bandið líka farið, það verður alla­ vega ekki hægt að hlaða tölvuna. Ef þú reynir að ná í mig og ég svara ekki þá er það út af veðrinu og afleiðing­ um þess,“ sagði í tölvupósti frá Maríu skömmu fyrir fyrirhugaða brottför. En við vorum heppin, vegagerðin ákvað að ryðja veginn fyrir heimamenn sem sátu fastir fyrir sunnan daginn áður en við lögðum í hann. „Bíddu bara, þú átt eftir að koma inn í fjallasalinn,“ sagði María þegar við hringdum frá Hólmavík og dáðumst að fegurðinni sem blasti við á þessari ferð. Og þvílík fegurð. Það er eins og tíminn hægi á sér og nátt­ úran nái tökum á okkur, ferska loft­ ið, heiður himinninn og jörðin snævi þakin. Fjöllin í vetrarbúningi, klædd í hvíta kjóla. „Hér ert þú við hjarta­ rætur,“ segir hún þegar við komum. Hér er búið að aðgreina kjarnann frá hisminu og einfaldleikinn og ein­ lægnin ráða ríkjum. Tvær svartklæddar konur Hún bíður brosandi í dyragættinni og veifar, þegar við keyrum inn heim­ keyrsluna, svartklædd frá toppi til táar og tilbúin með fiskisúpu sem hún ber á borð fyrir okkur á meðan hún segir sögur úr sveitinni. María er alltaf í svörtu. „Þá þarf ég ekki að eiga eins mikið af fötum og ella. Fólk tekur ekkert eftir því hvort ég sé alltaf í sömu fötunum eða ekki ef ég er alltaf í svörtu. Það er voða þægilegt,“ útskýrir hún. „Þegar ég hitti Vigdísi fyrst vorum við báðar í svört­ um fötum. Einhvern tímann var ég að grínast í henni með það að ég yrði að hætta að ganga í svörtu því það gengi ekki að við værum alltaf tvær svartar rústir. Við værum eins og Wathne­ systurnar sem var aldrei hægt að greina í sundur því þær voru alltaf eins klæddar,“ segir hún og hlær. Nefnd Vigdís er Grímsdóttir, rit­ höfundur og sambýliskona Maríu. „Við höfum ferðast mikið saman. Eitt ferðalagið var til Nýju­Mexíkó þar sem ég var að eltast við indjána og vistarverur þeirra og hún skrifaði bókina Hjartatungl og bláir fuglar. Dóttir hennar var í Japan en á meðan við vorum úti þá flutti hún aftur heim, og heim til móður sinnar. Þá sagði ég Vigdísi að flytja bara inn til mín og það hefur verið svo gaman að hún er þar enn. Ætli það séu ekki um tuttugu ár síðan. Við eigum mjög góðan húmor saman og erum sjaldan ósáttar, erum helst ósammála um pólitíkina en ég er svo ópólitísk að ég verð aldrei voða­ lega reið,“ segir hún kímin. Ólíkir heimar Á ferðum sínum um heiminn hefur hún séð ýmislegt. En hvergi hefur hún séð glaðara fólk en á Srí Lanka, gamla Ceylon, eins og hún orðar það. „Við fórum oft á sérstaka staði fyrir myndatökur. Í einni ferðinni fórum við í gegnum Indland. Við lentum að kvöldi og keyrðum á hót­ elið í myrkri. Birtan frá ljósastaurun­ um var dauf en ég sá að gangstétt­ irnar voru þaktar sekkjum sem lágu þar hlið við hlið. Næsta dag vissi ég að þessir sekkir voru fólk sem svaf og að á morgnana var sent út fólk til þess að hirða þá upp sem ekki lifðu af.“ Hótelgarðurinn var vel afmark­ aður með hárri steyptri girðingu en eftir hádegið ákvað María að hætta sér út fyrir þetta verndaða svæði. Hún komst ekki langt. „Um leið og ég gekk út fyrir hliðið kom að mér kona sem var klædd sarí og var að betla með barn í fanginu. Ég sá strax að barnið var dáið. Það voru flugur í augunum á því og það var ekkert lífs­ mark með því. Þetta er ein erfiðasta sjón sem ég hef séð. Ég snerist á hæli og fór aftur inn á hótel og fékk ein­ hvern fúkyrðaflaum á eftir mér sem ég skildi sem betur fer ekki.“ Frá Indlandi lá leiðin til Srí Lanka. „Þar voru allir svo hreinir og flestir í hvítum klæðum, brosmildir og fal­ legir. Jú, þar var betlað en þar sá ég samt að fólk gat líka verið glatt þrátt fyrir fátæktina. Það þurfti ekki það sem við þurfum, öll þessi þægindi. Það hefur gefið mér mikið að fá að líta inn í margar vistarverur. Ég sá að það sem ég hélt að skipti öllu máli skipti aðra engu máli. En það máir ekki út óréttlæti. Það er sárt að sjá hí­ býli fólks úr bárujárni eða pappa við hliðina á öskuhaugum og sjá börnin leika sér á haugunum, vitandi að þar leitar fólk sér einnig matar.“ Líf ofurfyrirsætunnar Nítján ára varð hún fegurðardrottning þegar hún var krýnd ungfrú Ísland. Skömmu síðar var hún uppgötvuð sem fyrirsæta í París og um árabil var hún ein eftirsóttasta fyrirsæta heims beggja vegna Atlantshafsins. Þegar hún hugsar til baka líður henni eins og hún hafi gengið inn í göng þegar hún hóf fyrirsætuferilinn. „Þetta var heimur út af fyrir sig. Ég ferðaðist um allt og lifði ljúfa lífinu. Auðvitað var þetta hörkuvinna en það var vel hugsað um okkur og í raun hafði þetta ekkert með lífið að gera. Vissulega var þetta lærdómsríkt að mörgu leiti, öll þessi ferðalög og allt það, og fyrir það er ég þakklát því þessi skóli lífsins hefur gefið mér ofsalega mikið. En þegar ég steig út úr göngunum aftur og mætti mínum jafnöldrum þá gerði ég mér grein fyrir því að lífið sem ég hafði lifað átti ekkert sameiginlegt með venjulegu lífi. Ég þurfti að byrja á byrjunarreit.“ Tískubransinn var þó ekki eins harður þá og hann er orðinn núna. „Í gamla daga fólst aðalhættan í strák­ um sem vildu fara út með sætum stelpum. Auðvitað var þetta ekki al­ saklaust en við vorum mikið færri sem vorum starfandi fyrirsætur og tengingin á milli okkar var mikið sterkari en tíðkast í bransanum í dag. Ein stúlka, Nico sem var í Andy Warhol­genginu, var á eitri og það var alvitað. Stundum mætti hún eins og ég veit ekki hvað á morgnana en fór svo inn á klósett og sprautað sig með heróíni og kom eins og ný manneskja til baka. Þetta þótti svolítið sérstakt.“ Á þessu eilífa flakki fann María stundum fyrir tómleika. „Ég bjó á hót­ elum og var oft einmana. Við sem unnum saman héldum hópinn en ég var oft ein á kvöldin og þá varð oft tómlegt. Þá kom sér vel að skrifa dag­ bækur, þá átti ég vin í þeim og gat Ástir og áföll Maríu 44 Viðtal 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað María Guðmundsdóttir var ein eftirsóttasta fyrirsæta heims um árabil. Hún ferðaðist um heim- inn og lifði hinu ljúfa lífi. Hún ólst upp á Djúpavík og er nú komin aftur á heimaslóðir norður á Ströndum og gerir upp við fortíðina, ættleiðinguna, nauðgun- ina og krabbameinið. Hún segir einnig frá ástinni sem hún hafnaði og sambúðinni með vinkonu sinni Vigdísi Grímsdóttur, en hún segir það jafn auðvelt að elska konu og karl. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Lífið sem ég hafði lifað átti ekkert sam- eiginlegt með venjulegu lífi „Sagði ég þér frá því þegar hann stakk hnífnum inn í mig?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.