Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Qupperneq 56
H jónin Ragnhildur Jóns­ dóttir og Sverrir Berg Steinarsson eru afar sam­ rýnd og samstíga. Vinna bæði heiman frá þessa dagana en segjast þó aldrei fá leið hvort á öðru. „Við höfum eigin­ lega aldrei rifist,“ segir Ragnhildur hlæjandi og segir son þeirra Andra, sem nú er 17 ára, enn muna eftir því þegar þau rifust í eitt skipti árið 2004 og reglulega vitna í það. „Við erum mjög samstíga,“ segir hún og Sverrir tekur undir og býður blaðamanni kaffi á fallegu og nota­ legu heimili þeirra við Austurbrún í Reykjavík. Þetta er þó ekki bara heimili þeirra hjóna heldur líka vinnustaður.„Þetta eru höfuðstöðv­ arnar,“ segir Ragnhildur brosandi. Skelfingu lostinn Hér má með sanni segja að séu höfuðstöðvar þeirra beggja; hér sinna þau sínum verkefnum. Ragn­ hildur ungbarnalínunni Jónsdótt­ ir og Co. sem hún setti á laggirnar fyrir um tveimur árum að áeggjan eiginmannsins og hann sjálfur bæði prentar á boli og aðra hluti auk þess sem hann sinnir skrifum. Fyrsta glæpasaga hans er í þann mund að líta dagsins ljós og því fylgir bæði mikil spenna og örlítill kvíði viðurkennir Sverrir fúslega. „Ég er skelfingu lostinn yfir þessu. Maður hefur verið hálfa ævina að selja eitthvað en ég hef aldrei áður staðið svona berrassaður og lagt eitthvað svona persónulegt fram. Það er einhvern veginn allt öðru­ vísi,“ segir hann einlægur. Gerðist allt svo hratt Líf þeirra hjóna hefur breyst tölu­ vert undanfarin ár. Á árunum fyrir hrun ráku þau hálfgert verslunar­ veldi; fatabúðirnar Noa Noa og Next auk tæknibúða á borð við BT, Skífuna og Sony Center, auk þess sem þau ráku verslanir í Dan­ mörku. Þá var nóg að gera og upp­ vöxturinn var hraður. Eftir á að hyggja kannski heldur hraður að þeirra mati. „Manni finnst eigin­ lega ótrúlegt að þetta hafi bara verið 3–4 ár, manni finnst eins og þetta hafi verið 10–15 ár. Það gerð­ ist allt svo hratt,“ segir Sverrir. Hann segir það hafa verið lærdómsríkt að hafa verið í viðskiptum á þessum tíma. Viðskiptaferill þeirra hjóna hófst með opnun verslunarinnar Noa Noa árið 1999. Ragnhild­ ur hafði þó víðtæka reynslu af kaupmannsstörfum enda höfðu foreldrar hennar rekið fataverslan­ ir Ég hef lesið mjög mikið í gegn­ um tíðina og þetta er kannski svona gamall draumur svolítið. til margra ára. „Ég byrjaði tólf ára að vinna hjá þeim og var alltaf að, mér fannst þetta svo skemmtilegt,“ segir hún en foreldrar hennar ráku búðirnar Popphúsið og Fataklaufina. Þegar þau ákváðu að opna fyrstu verslun­ ina eftir að Ragnhildur hafði heill­ ast af danska merkinu Noa Noa, rétt fyrir aldamótin, þá hafði Sverrir enga reynslu af verslunarrekstri. Búðin tæmdist „Ragnhildur er náttúrulega alvön úr búðarbransanum og ég ætlaði bara að vera með henni til að byrja með í smá tíma, hjálpa aðeins til í bók­ haldinu og svona,“ segir Sverrir. Það fór þó á annan veg. Íslendingar tóku búðinni opnum örmum frá fyrsta degi, brjálað var að gera og fljótlega var hann kominn með skrifborð baka til í búðinni. „Ég kunni ekkert á búðarrekstur og hafði aldrei farið á útsölu,“ segir Sverrir hlæjandi og minnist fyrstu útsölunnar þar sem búðin gjörsamlega tæmdist. „Ég fór svo og keypti mér Ikea­skrifborð og kom mér fyrir bak við og sá þá um bókhaldið. Ég var reyndar fyrstu vikurnar að gufa flíkur svo mikið var að gera,“ segir hann. Fljótlega opnuðu þau aðra Noa Noa­verslun á Laugavegi. Þar var einnig kaffihús sem gekk þó ekki alveg nógu vel. „Kaffihúsið var reyklaust, örugg­ lega fyrsta reyklausa kaffihúsið á Ís­ landi og það féll ekki alveg í kramið hjá Íslendingum á þeim tíma,“ segir Ragnhildur hlæjandi yfir því hversu margt hefur breyst á stuttum tíma. „Við vorum kannski ekki alveg með kaffihúsarekstur á hreinu, kannski af því ég drekk ekki einu sinni kaffi,“ segir hún brosandi. Krúttfyrirtæki fyrir kríli Árið 2003 opnuðu þau svo verslun­ ina Next í Kringlunni. „Next var svo­ lítið barnið hans Sverris, hann fann hana úti í Bretlandi og fékk um­ boðið fyrir hana,“ segir Ragnhildur. Þegar umsvif þeirra í viðskipta­ heiminum jukust þá tók hins vegar Ragnhildur við fataverslununum og Sverrir sá um rekstur hinna fyrir­ tækjanna. „Við höfum alltaf unnið mjög vel saman, við höfum skipt með okkur verkum og það gengið mjög vel,“ segir Ragnhildur. Þessa dagana eru verkefnin þó af öðrum toga en þau voru fyrir nokkrum árum. Eins og áður sagði vinna þau nú heiman frá sér. Ung­ barnalína Ragnhildar; Jónsdóttir og Co. hefur vakið mikla athygli. Hug­ myndin kviknaði fyrir um tveimur árum. „Þá var Sverrir búinn að fjár­ festa í prentara og var alltaf að hvetja mig til að prófa eitthvað nýtt.“ Prent­ arinn hafði verið keyptur til þess að prenta á boli fyrir Geimstöðina sem hjónin ráku í Kringlunni og reyndar gegnir hann því hlutverki enn þrátt fyrir að þau séu hætt með búðina en auk þess prenta þau fyrir fyrir­ tæki og einstaklinga. Prentarinn er þó mest notaður til þess að prenta á ungbarnavörurnar hennar Ragn­ hildar. Vörunum hefur verið tekið fagnandi en meðal þess sem hún framleiðir eru ungbarnasamfellur með fæðingardegi barnsins, mynd­ um af söguhetjunni Stubbi, sem svo margir kannast við, ásamt ýms­ um fleiri karakterum. Ragnhildur segist hafa gaman af því að dúlla sér við reksturinn og hefur lagt undir sig borðstofuborðið á heimil­ inu til þess auk þess sem bílskúrinn er hálfgert verkstæði og lager fyrir framleiðsluna. Þetta er svona lítið krúttfyrir­ tæki fyrir kríli,“ segir Ragnhildur um Jónsdóttir og Co. „ Við byrjuð­ um með litla línu og svo hefur þetta smátt og smátt vaxið. Við fengum rosalega góðar verslanir til þess að selja vörurnar en það er mikilvægt að vera á réttum stað.“ Ragnhildur hefur einnig verið dugleg að taka þátt í handverkssýningum af ýmsu tagi auk þess sem hún hefur ásamt vinkonu sinni nokkrum sinn­ um opnað Pop Up­búð þar sem einungis er opið í skamman tíma í senn. „Þá krúttvæðum við heila búð. Það finnst mér alveg ótrúlega gaman og mikilvægt því þá kemst maður í beint samband við við­ skiptavinina. Fer aftur í búðarkonu­ gírinn sem er svo stór hluti af mér og verður líklega alltaf,“ segir Ragn­ hildur. Hún er lærður bókmennta­ fræðingur en segir þó eiginmann­ inn alltaf hafa lesið meira en hún. Lét gamlan draum rætast Það var svo fyrir um ári sem Sverr­ ir ákvað að láta gamlan draum ræt­ ast og skrifa bók. „Ég hef lesið mjög mikið í gegnum tíðina og þetta er kannski svona gamall draumur svolítið. 2002 fór ég á námskeið sem hét Skapandi skrif hjá Rúnari Helga Vignissyni. Þá fór ég að byrja að fikta við þetta. Það var samt ekki fyrr en í fyrra þegar ég fór að taka til í tölvunni hjá mér að ég sá mikið af gömlum hugmyndum, smásög­ um og ýmsu í þeim dúr að ég fór að skrifa aftur. Ég hafði kannski ekki haft mikinn tíma en svo þegar ég fór að hafa meiri tíma þá fékk ég hugmynd sem mig langaði að prófa.“ Hann settist því niður og fór að skrifa. „Ég sagði ekki nokkrum manni frá því. Síðan hvíslaði ég að Ragnhildi að ég ætlaði að prófa þetta,“ segir hann. „Þegar ég var svo komin aðeins áleiðis þá var algjör­ lega glatað annað en að klára þetta þó ég væri ekki farinn að huga að útgáfu eða neinu slíku. Bara sjá hvort ég gæti klárað þetta.“ Þegar bókin var nokkurn veginn tilbúin ákvað hann að hafa samband við gamla kennarann sinn í MH og biðja hann að lesa yfir. „Ég þekkti voða lítið til í þessum útgáfubransa en ákvað að kanna hvort það væri einhver áhugi. Ég kíkti til hans í kaffi og hann las yfir og á meðan sat ég bara og beið. Það voru mjög skrýtn­ ar fimmtán mínútur,“ segir hann hlæjandi. Kennaranum gamla leist vel á söguna og ráðlagði honum að vinna aðeins í henni. „Þetta var náttúrulega bara útdráttur sem ég fór með og hann sagði að það væri full ástæða til þess að vinna í þessu og svo gaf hann mér góð ráð um framhaldið. Ég fór að ráðum hans og hafði síðan samband við Upp­ heima og sendi þeim handritið. Það kom svar frá þeim viku seinna og þeir vildu gefa bókina út. Þannig að þetta gekk allt lygilega vel,“ seg­ ir hann en bókin kemur út í apríl. 56 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Hjónin Ragnhildur og Sverrir eru einstaklega samstíga bæði í leik og starfi. Á árunum fyrir hrun ráku þau hálfgert verslunarveldi en eftir hrun hafa þau vent kvæði sínu í kross og vinna nú bæði að hugðarefnum sínum. Ragnhildur að ungbarnalínunni Jónsdóttir og Co. og Sverrir að fyrstu bókinni sinni; glæpasögu sem byggir að vissu leyti á reynslu hans úr viðskiptaheiminum. DV kíkti í heimsókn til hjónanna. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Samstíga hjón Þau Ragnhildur og Sverrir eru afar samstíga. Sverrir er að senda frá sér spennusögu en Ragnhildur hannar ungbaranföt. Gamlir draumar fengu líf „Ég er skelf- ingu lostinn yfir þessu. „Kemur virkilega á óvart“ „Og þá var kátt í höllinni“ Olnbogavík Hermann Jóhannesson Borgen Adam Price
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.