Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Qupperneq 57
Menning 57Páskablað 27. mars-2. apríl 2013
Nýtir viðskiptabakgrunninn í
skriftunum
Bókin, sem ber nafnið Drekinn,
gerist í nútímanum og við skrifin
sótti Sverrir í reynslubrunn sinn í
viðskiptaheiminum. „Mér fannst
mikilvægt að nýta þetta um-
hverfi sem við erum í, í dag. Hér er
þriðja hver frétt af einhverjum fjár-
málamisferlum, svona viðskipta-
tengdu. Það er kannski svona þar
sem minn bakgrunnur er. Nafnið
er vísun í Drekasvæðið. Sagan á
að gerast núna og í henni koma
fyrir olíuleitar mál og hlutir tengd-
ir því; þrotabú bankanna og vog-
unarsjóðirnir. Aðalsöguhetjan er
óhefðbundin að því leyti að hann
er ofboðslega venjulegur, einstæð-
ur faðir sem flækist inn í hlutina
en hann vinnur hjá fyrirtæki sem
tekur að sér rannsóknir tengdar
fjármálum,“ segir Sverrir leyndar-
dómsfullur um framhaldið. „Við
vorum í viðskiptum mjög lengi og
söguþráðurinn byggir að vissu leyti
á þeirri reynslu og þekkingu,“ segir
Sverrir.
Gaman að sjá persónurnar
verða til
„Mér finnst ótrúlega skemmtilegur
þessi viðskiptabakgrunnur í bók-
inni,“ segir Ragnhildur sem hefur
verið dyggur yfirlesari bókarinnar
meðan á vinnslu hennar hefur
staðið. Þau hafa bæði haft gaman af
því að sjá persónurnar nánast öðl-
ast sjálfstætt líf meðan bókin varð
til. „Það kemur manni mikið á óvart
hvað persónurnar breytast mikið á
meðan bókin verður til. Það eru líka
forréttindi þegar maður er að skrifa
að ef manni leiðist einhver karakter
þá bara tekur maður hann út. Mað-
ur ræðir bara alveg hvað allir segja
og gera,“ segir Sverrir hlæjandi.
Ragnhildur segist ekki hafa vitað af
því að hún byggi með rithöfundi.
„Það er ótrúlega gaman að sjá að
maðurinn minn, sem ég hef búið
með í 25 ár er allt í einu orðinn rit-
höfundur. Maður hélt maður þekkti
mann …“ segir hún í léttum tón.
Sverrir segist vera spenntur að
sjá viðbrögð fólks við bókinni en á
sama tíma sé það dálítið stressandi.
„Ég hef rosalega gaman af því að
skrifa. Það er mikill plús ef einhver
hefur gaman af því að lesa þetta,
ég hef allavega haft rosalega gam-
an af því að skrifa þetta. Á margan
hátt er þetta ekkert svo fjarlægt því
sem maður er búinn að vera að
fást við. Viðskipti eru oft að hugsa
út fyrir boxið – tengja saman ólíka
punkta. Þannig að þessi kreatífi
þankagangur, maður hefur þurft
að rækta það dálítið í viðskipta-
hliðinni,“ segir hann. „Ég vona að
fólk verði spennt og geti ekki lagt
hana frá sér. Mig langar að ná fram
þessum hughrifum sem mér finnst
svo gaman að sem lesanda. Þegar
maður er með bók og maður er
ekki sofnaður fyrr en fjögur.“
Sverrir er strax byrjaður á
næstu bók en vill lítið gefa upp
um innihald hennar. „Ég fékk hug-
myndina að henni líka fljótlega en
það verður að koma í ljós seinna
hvernig hún verður,“ segir hann. n
Hannar fyrir ungbörn
Ragnhildur hóf fyrir um
tveimur árum að hanna
vörur fyrir ungbörn.
Gamlir draumar fengu líf
Rafrænn og umbúðalaus Grant
B
andaríski tónlistarmaðurinn
John Grant hefur verið afar
áberandi í íslensku tónlistar-
lífi undanfarin misseri. Grant
hefur verið búsettur hér á landi
undanfarið þar sem hann nemur
íslensku og hefur unnið að plöt-
unni Pale Green Ghosts. Plötuna
hefur Grant unnið í samstarfi við
Birgi Þórarinsson, sem oftast er kall-
aður Biggi Veira og er kenndur við
sveitina GusGus.
Grant stígur hér inn á svið raf-
rænu tónlistarinnar með liðsinni
Bigga Veiru og er útkoman ágæt. Það
verður samt að segjast að það virð-
ist oft vera sem Grant sé að syngja
GusGus-lög á plötunni. Það er svo
sem ekkert slæmt en það er nokk-
uð sterkur svipur á plötunni og eru
þetta eflaust mikil viðbrigði fyrir
þá sem hafa hlustað á eldri tónlist
Grants, þó svo að inn á milli takt-
fastrar rafrænu tónlistarinnar séu
lög sem minna á fyrra efni Grants.
Hann sýnir á plötunni að hann er
ekki hræddur við að prófa nýja hluti
og er það ávallt virðingarvert.
Persónulega finnst mér ekkert
laganna á plötunni ná sömu hæð-
um og hann nær í laginu I Wanna Go
To Marz, sem er eitt það besta sem
hann hefur gert. Hann er þó greini-
lega leitandi tónlistarmaður sem
vill ekki festa sig líkt og Pale Green
Ghost gefur til kynna og á þar góða
spretti.
Á plötunni gerir hann upp ástar-
samband sitt og gerir það frem-
ur umbúðalaust og er ekki mikið
fyrir að tala undir rós. Til að mynda
í laginu You Don´t Have To segir
hann: „Remember how we used
to fuck all night long. Neither do
I because I always passed out. I
needed lots of the booze to handle
the pain.“
Þetta er ekki dýr kveðskapur en
engu að síður afar hreinskilinn.
Óþægilega hreinskilinn gæti sumum
þótt en einlægur engu að síður sem er
eitt af aðalsmerkjum Grants á þessari
plötu sem líður vonandi betur eftir að
hafa komið þessu frá sér.
Þetta er ágætis plata hjá Grant
þar sem lagið Ernest Borgnine
stendur upp úr en fast á hæla þess
kemur titillag plötunnar Pale Green
Ghosts og Black Belt. n
„Við feng-
um rosalega
góðar verslanir
til þess að selja
vörurnar en það er
mikilvægt að vera
á réttum stað
Tónlist
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
Pale Green Ghosts
John Grant
Útgefandi: Bella Union
„Krefjandi en góður“
„Það besta sem ég hef enn séð
til Bjartmars sem leikstjóra“
God of War: Ascension
PS3
Hundalógík
Bjartmar Þórðarson
„Yfirþyrmandi
stórverk“
Les Misérables
Tom Hooper
Grant við píanóið
„Hann er þó greinilega leitandi
tónlistarmaður.“