Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 6
F élög tengd Binna í Vinnslu­ stöðinni, Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, skulda saman­ lagt um 3,6 milljarða króna vegna eignarhlutar síns í fyrir tækinu. Þetta kemur fram í árs­ reikningum félaganna fyrir árið 2011. Félög Binna fara með rúm­ lega þriðjungshlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og er hann sjálfur framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Mikið hefur verið rætt um um­ deilda arð greiðslu Vinnslu stöðvar­ innar upp á 1,1 milljarð króna að und an förnu. Arðgreiðslan hefur ekki aðeins verið umdeild vegna um­ ræðunnar um veiðigjöld sjávar­ útvegs fyrir tækja heldur var einnig hart deilt um arðinn innan veggja Vinnslu stöðvar innar. Deilan stendur á milli meirihluta hlut hafa, undir forystu Binna, og minni hlutans, undir forystu Guð mundar Kristjáns son ar sem jafnan er kenndur við Brim. Skuldsettir hluthafar ráða ferðinni Binni kom arðgreiðslu Vinnslu­ stöðvarinnar til varnar á dögunum í grein í Fréttablaðinu. Þar sagði hann eina helstu ástæðuna fyrir háum arðgreiðslum fyrirtækisins vera skuldsetningu hluthafa þess: „Mörg okkar lögðu mikið undir þegar við keyptum Vinnslustöðina á sínum tíma. Við viljum standa í skilum gagnvart lánardrottnum Vinnslu­ stöðvarinnar og okkar sjálfra. Arðinn höfum við notað til að greiða vexti og afborganir af lánum sem voru tekin til að treysta eignarhald Eyjamanna á Vinnslustöðinni í sessi.“ Eins og áður sagði er Binni einn af stærstu hluthöfum fyrirtækisins en eign hans í félaginu er í gegnum fimm einkahlutafélög sem saman­ lagt skulda 3,6 milljarða króna. Þar af skuldar stærsta félagið, Seil ehf., rúmlega 2,3 milljarða króna. Minnihluti hluthafa lagðist gegn arðgreiðslunni á þeim forsendum að fjármunirnir ættu að vera eftir í Vinnslustöðinni sjálfri svo unnt yrði að ráðast í nauðsynlega endurnýjun á tækja­ og skipakosti útgerðarinnar. Þessi sjónarmið urðu hins vegar undir á framhaldsaðalfundi félags­ ins sem haldinn var í lok júlí. Vinnslustöðin sjálf einstaklega vel sett Binni í Vinnslustöðinni hefur ítrekað látið þá skoðun í ljós að há veiðigjöld séu helsta ógn íslensks sjávarútvegs. „Við bara leggjum reksturinn af og hættum þessari útgerð,“ sagði hann um veiðigjöldin í samtali við DV árið 2012. „Þetta er ekki flókið. Ef þú tap­ ar á hverju kílói sem þú veiðir vegna veiðigjalda, ef útgerðin á að borga með hverju kílói sem hún veiðir, þá þarf ekkert mikið gáfumenni til að sjá að það gengur ekki lengi.“ Þrátt fyrir að svo virðist sem eigendur Vinnslustöðvarinnar séu illa skuldsettir er rétt að geta þess að Vinnslustöðin er eitt best setta sjávar útvegsfyrirtæki landsins. Í B.S.­ritgerð Sveins Þorkelssonar í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri kemur fram að skulda­ staða Vinnslustöðvarinnar hafi verið umtalsvert betri í lok árs 2011 en almennt gerist í íslenskum sjávar útvegi. Ritgerðin ber heitið Skuldsetning í sjávarútvegi: Áhrif veiðigjalds á skuldsetningu og er þar sagt orðrétt að skuldastaða Vinnslu­ stöðvarinnar sjálfrar sé „afburða­ góð“ og eignir langt umfram skuldir. Heildartekjur Vinnslustöðvar­ innar árið 2012 voru 15,7 milljarðar króna og var hagnaður sam­ stæðunnar 2,3 milljarðar króna. Þar af fóru 850 milljónir í veiðigjöld og 1,1 milljarður í arðgreiðslur en á árunum 2006–2011 greiddi Vinnslu­ stöðin að meðaltali tvo milljarða í arð á ári hverju. Flókið eignarhald Eignarhaldsfélögin sem fara með hlut Binna í Vinnslustöðinni eru fimm talsins og heita þau Seil, Öxnafell, Sölvahamar, Herbjarnar­ fell og Lending. Þar af fer Seil ehf. með langstærstan hlut en það félag er að mestu í eigu systkinanna Har­ aldar Gíslasonar og Kristínar Elínar Gísladóttur. Binni á hlut í félaginu í gegnum Lendingu ehf. sem einnig á beinan hlut í Vinnslustöðinni. Öxnafell ehf. fer með um 6,2 pró­ senta hlut í Vinnslustöðinni en það er í eigu Kviku útgerðar ehf. sem er að stærstum hluta í eigu Binna. Eitt þessara félaga, Herbjarnarfell ehf., skuldaði 270 milljónir í lok árs 2011 og er eigið fé þess neikvætt um tæp­ lega 30 milljónir króna. Það félag er í eigu Seilar ehf. Þessi félög skulda samanlagt 3,6 milljarða króna og eru skuldirnar að mestu leyti við Arion banka. Hatrammar deilur Um árabil hafa staðið yfir hat­ rammar deilur milli meirihluta hluthafa í Vinnslustöðinni og minni hlutans en Binni fer fyrir meirihlutanum sem samanstendur af Eyjamönnum sem ráða lögum og lofum í fyrir tækinu. Þar sem Binni og félög tengd honum hafa meirihluta innan meirihlutans má segja að hann hafi töglin og hagldirnar í stjórn Vinnslustöðvarinnar þrátt fyrir að félög hans fari ekki með nema rétt rúmlega þriðjungshlut í fyrirtækinu. Stærsti einstaki hluthafi Vinnslu ­ stöðvar innar er hins vegar félagið Stilla útgerð ehf. sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar í Brimi og Hjálmars Kristjánssonar bróður hans. Stilla útgerð fer með tæplega 26 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu og þar að auki á Guðmundur um fjögurra prósenta beinan hlut. Guðmundur og Hjálmar eru að­ komu menn í Eyjum og því sem næst valdalausir við stjórn Vinnslu­ stöðvar innar þrátt fyrir stóran eign­ ar hlut. Deilur eigenda Vinnslu stöð­ var inn ar náðu ákveðnu há marki fyrr á þessu ári þegar Hæsti­ rétt ur Íslands ógilti samruna Vinnslu stöðvar innar við Ufsa berg útgerð ehf. en sam runinn varð árið 2011 að frum kvæði meirihlutans. Það voru svo Snæfellingarnir í minni hlutanum, Guðmundur og Hjálmar, sem kærðu samrunann til dóm stóla og kröfðust þess að hann yrði ómerktur. n 6 Fréttir 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað „Skynjum örvæntingu“ n Karlar leita í auknum mæli til Mæðrastyrksnefndar Þ að hafa mun fleiri hringt í okk­ ur í sumar en undangengin sumur til að biðja um aðstoð, þrátt fyrir að það hafi ver­ ið lokað. Við höfum reynt að hjálpa þeim sem hafa hvorki haft til hnífs né skeiðar. Við skynjum mikla ör­ væntingu og þreytu hjá þeim sem lítið hafa á milli handanna,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, for­ maður Mæðrastyrksnefndar Reykja­ víkur. Mæðrastyrksnefnd opnar aftur eftir sumarfrí næstkomandi mið­ vikudag. Búist er við því að allt að sex hundruð manns muni koma til að leita sér aðstoðar hjá nefndinni. Ragnhildur segir að hennar tilfinn­ ing sé að kjör fólks hafi enn versnað frá því fyrir ári. „Fólk kemur til okk­ ar í neyð. Það búa tvær þjóðir í þessu landi, önnur sem hefur allt til alls og hin sem þarf á aðstoð að halda. Mér finnst að það hafi fjölgað í hópi þeirra sem yngri eru og þurfa aðstoð. Það er til að mynda orðinn nokkuð fjölmennur hópur einstæðra karla sem leitar til okkar. Síðastliðin tvö ár hefur fjölgað verulega í hópi aldraðra og öryrkja sem leita til okkar og ég sé ekki að það sé að fækka í þeim hópi.“ Ragnhildur segir að nóg sé til af mat til að úthluta á miðvikudag – einstaklingar, félagasamtök og fyrir­ tæki séu dugleg að styrkja nefndina. Stjórnvöld láti sér hins vegar fátt um finnast. Ríkið styrki nefndina um tvær milljónir á þessu ári en borgin láti ekki krónu af hendi rakna og nefndin borgi full fasteignagjöld. Það sé enginn afsláttur þar. Raunar seg­ ir Ragnhildur að styrkurinn frá ríkinu sem nefndin hafi vilyrði fyrir á þessu ári hafi enn ekki skilað sér. n johanna@dv.is Ölvaður réðst á leigubílstjóra Klukkan eitt aðfaranótt fimmtu­ dags var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Mjög ölvaður maður hafði ráðist á konu sem ók leigubíl sem hann var farþegi í. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sat maður­ inn fyrir aftan bílstjórann og tók hann konuna meðal annars háls­ taki. Bílstjórinn náði að losa sig úr takinu og kalla eftir aðstoð. Þegar lögreglan kom á vettvang var auð­ séð að maðurinn var í svo annar­ legu ástandi að hann var ekki við­ ræðuhæfur. Var hann handtekinn og færður í fangageymslu. Lögreglan hafði annars í nógu að snúast á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags. Klukkan hálf tíu á miðvikudagskvöld hafði lögreglan afskipti af tveimur tólf ára drengjum í austurborginni. Voru drengirnir vopnaðir loft­ byssum sem þeir sögðu hafa verið keyptar erlendis. Lögreglan lagði hald á byssurnar og hafði sam­ band við foreldra drengjanna. Um miðnætti á miðvikudags­ kvöld var ökumaður stöðvaður í austurborginni grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaður bifreiðarinnar hafði þar að auki aldrei öðl­ ast ökuréttindi. Skömmu síð­ ar var annar ökumaður stöðvað­ ur í miðborginni grunaður um ölvunarakstur. Þá var einn maður handtekinn í austurborginni grunaður um heimilisofbeldi um klukkan hálf tvö um nóttina. Var hann hand­ tekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Klukkan þrjú var brotist inn í verslun, sömuleiðis í austur­ borginni. Var brotin rúða í hurð og farið inn. Samkvæmt upplýs­ ingum frá lögreglu var peningum stolið úr sjóðvél en ekki kemur fram að nokkur hafi verið hand­ tekinn í tengslum við málið. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Félög Binna skulda 3,6 milljarða króna n Háar arðgreiðslur vegna skulda eigenda n Vinnslustöðin sjálf mjög vel sett Binni í Vinnslustöðinni Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og félög tengd honum ráða lögum og lofum í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Minnihlutinn lagðist gegn arðgreiðslum. Matarúthlutun Mæðrastyrksnefnd á von á að allt að 600 manns leiti sér aðstoðar á miðvikudag. Þá verður fyrsta úthlutun eftir sumarfrí. Mynd KriStinn MagnúSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.