Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 48
48 Afþreying 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað
Tina Fey með nýja þætti í bígerð
n Gamanþættir með konur í aðalhlutverkum
B
andaríska sjónvarps
stöðin NBC hefur keypt
sýningarréttinn að nýju
sköpunarverki Tinu
Fey. Um er að ræða nýja gam
anþáttaröð með konur í aðal
hlutverkum en handritshöf
undur þáttanna er Colleen
McGuinness, sem er hvað
þekktust fyrir að skrifa um Liz
Lemon og félaga í hinum sí
vinsælu sjónvarpsþáttum 30
Rock. Þá mun Tina Fey stýra
framleiðslu þáttanna ásamt
samstarfsmanni sínum úr 30
Rock, Robert Carlock.
Fyrsti þátturinn hefur
þegar verið gerður, svo
kallaður „pilot“, og fjallar um
unga konu sem endurnýjar
kynnin við föður sinn um leið
og hún flytur á Eldeyju (e. Fire
Island) úti fyrir ströndum New
York. Þetta er fyrsta verkefni
framleiðslufyrirtækis Fey eft
ir að hún endurnýjaði samn
inginn við Universal Tele
vision haustið 2012 en auk
þess að vera einn hugmynda
smiða þáttanna mun hún ekki
aðeins stýra framleiðslu þeirra
heldur að öllum líkindum fara
með aðalhlutverkið.
Það er í nógu að snúast hjá
gamanleikkonunni geðþekku
þessa dagana en hún og eigin
maður hennar, Jeff Richmond,
vinna nú að því að setja upp
söngleik á Broadway, byggðan
á kvikmyndinni Mean Girls.
Þá hefur hún verið tilnefnd
til Emmyverðlaunanna fyrir
túlkun sína á Liz Lemon í 30
Rock. n
Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 16. ágúst
Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport
dv.is/gulapressan
Afsagnir eru fyrir aumingja
Landsdysturin
TTTooorrrkkiill skor-
ar!!! Hvert mannsbarn
í Færeyjum man þá
stund, er Torkil Niel-
sen, með harðfylgni
og lagni, vann boltann
af örvasa austurrísk-
um varnarmanni á
miðjum vallarhelmingi
Austurríkismanna.
Hann lagði hann svo
fyrir sig, setti hann á
vinstri, og Færeyj-
ar komust yfir. Þetta
var fyrir um 20 árum.
Færeyingar lögðu Austurríkismenn í undankeppni EM í knattspyrnu.
Þetta væri ekki í frásögur færandi hér á landi nema fyrir þá sakir, að
þessi þjóðhetja Færeyinga er jafnframt grjótharður skákmaður og mun
um helgina draga fram taflmennina í hinum sögulega Landsdysti, upp á
færeyskuna, milli Íslands og Færeyja. Landskeppnin milli Færeyinga og
Íslendinga í skák hefur verið haldin í meir en 30 ár. Í fyrstu keppninni tók
Friðrik Ólafsson þátt og Íslendingar unnu fyrstu árin en keppnin hefur
verið haldin á tveggja ára fresti, til skiptis í Færeyjum og á Íslandi. Lang-
flest skiptin hefur íslenska liðið verið skipað úrvalsliði norður- og austur-
lands. Nú um helgina halda tíu vaskir Ísamenn til Klakksvíkur á Norðurey,
þar sem keppnin fer fram í ár. Landsdystur þessi snýst um meir en skák,
þetta er menningarlegur viðburður sem treystir vinabönd þessara ná-
granna þjóða. Þannig munu Færeyingar bjóða okkur á Sjómannadag sinn,
Fiskaradaginn altsvo, sem fer fram á laugardag. Verður þá étið fiskmeti
af öllu tagi, tefld hraðskák og haft gaman.
Af öðrum skákheimum er það annars að frétta að Heimsbikarmótið
er nú í gangi í Noregi. Nær allir sterkustu skákmenn heims taka þátt
en fjarvera heimamannsins og sterkasta skákmann heims Magnúsar
Carlsens vekur óneitanlega æpandi athygli. Eflaust er ástæða hans sú
að framundan er heimsmeistaraeinvígi hans og ríkjandi heimsmeistara
Anands. Nokkuð hefur verið um óvænt úrslit hingað til og má fylgjast vel
með gangi mála á www.skak.is.
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
05.30 HM í frjálsum íþróttum Bein
útsending frá heimsmeistara-
mótinu í frjálsum íþróttum í
Moskvu. Ásdís Hjálmsdóttir
meðal keppenda.
08.00 Hlé
15.00 HM í frjálsum íþróttum Bein
útsending frá heimsmeistara-
mótinu í frjálsum íþróttum í
Moskvu.
17.45 Unnar og vinur (18:26)
18.10 Smælki (5:26)
18.15 Táknmálsfréttir
18.25 Tilraunin – Áhrif tölvuleikja
(2:3) (Eksperimentet) e.
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.35 Gunnar á völlum
19.45 Skýjað með kjötbollum á
köflum 7,0 (Cloudy with a
Chance of Meatballs)Ævin-
týraleg teiknimynd sem gerist
í smábæ þar sem mat rignir af
himnum ofan. Myndin er talsett
á íslensku.
21.15 Challenger: Lokaflug 7,5
(Challenger: Final Flight)
Hinn 28. janúar 1986 sprakk
geimferjan Challenger aðeins
73 sekúndum eftir flugtak. Í
myndinni segir frá rannsókninni
á orsök sprengingarinnar og
þætti Nóbelsverðlaunahafans
Richards Feynmans í henni.
Meðal leikenda eru William
Hurt, Sean Cameron Michael,
Joanne Whalley og Brian
Dennehy og leikstjóri er James
Hawes. Bresk/bandarísk sjón-
varpsmynd frá 2013.
22.50 HM í frjálsum íþróttum
Samantekt
23.00 Án skilyrða 6,1 (No Strings
Attached) Ungur maður og
kona ætla að halda sambandi
sínu einungis líkamlegu en svo
flækjast málin. Leikstjóri er Ivan
Reitman og meðal leikenda eru
Natalie Portman, Ashton Kutcher
og Kevin Kline. Atriði í myndinni
eru ekki við hæfi ungra barna.
Bandarísk bíómynd frá 2011. e.
00.45 Óboðinn gestur 6,2 (The Unin-
vited) Anna kemur heim til systur
sinnar eftir dvöl á geðsjúkrahúsi.
Grimm stjúpmóðir, fáskiptinn
pabbi og draugur á heimilinu
verða ekki til þess að flýta bata
hennar. Leikstjórar eru Charles
og Thomas Guard og meðal
leikenda eru Emily Browning,
Arielle Kebbel, David Strathairn
og Elizabeth Banks. Bandarísk
spennumynd frá 2009. Atriði í
myndinni eru ekki við hæfi barna.
02.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:10 Malcolm In the Middle (3:22)
08:30 Ellen (23:170)
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (42:175)
10:15 Fairly Legal (9:10) (Lagaflækjur)
11:00 Drop Dead Diva (5:13)
11:50 The Mentalist (13:22)
12:35 Nágrannar
13:00 Extreme Makeover: Home
Edition (3:26)
13:45 Charlie St. Cloud 6,1
15:20 Scooby-Doo! Leynifélagið
15:45 Ævintýri Tinna
16:05 Waybuloo
16:25 Ellen (24:170)
17:10 Bold and the Beautiful
17:32 Nágrannar
17:57 Simpson-fjölskyldan (17:22)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:06 Veður
19:15 Simpson-fjölskyldan (5:22)
19:40 Arrested Development (10:15)
20:15 Bara grín (2:5) Sprenghlægi-
legur og stórskemmtilegur
gamanþáttur þar sem Björn
Bragi Arnarsson rifjar upp bestu
gamanþættina úr sögu Stöðvar
2 með myndbrotum og viðtölum
við þau sem komu að gerð
þáttana. Þær þáttaraðir sem
teknar verða til umfjöllunnar
eru Fóstbræður, Stelpurnar, 70
mínútur og Steindinn okkar auk
vakta-þáttaraðanna svokölluðu;
Næturvaktarinnar, Dagvaktar-
innar og Fangavaktarinnar.
20:45 Submarine 7,2
22:20 I Am Number Four 6,1
00:10 The Edge 6,8 (Á bláþræði)
Spennumynd um milljóna-
mæring og tískuljósmynda sem
týnast í óbyggðum Alaska og
þurfa á öllum sínum kröftum
að halda til þess að komast af.
Ótt bjarndýr hundeltir þá og
þeir komast að því að þeir eiga
mun fleira sameiginlegt en ætla
mætti í fyrstu.
02:05 Too Big To Fail 7,2 (Of stór til
þess að geta hrunið) Glæný
sannsöguleg kvikmynd frá
HBO þar sem rakið er á afar
trúverðugan hátt aðdragandi
efnahagshrunsins 2008. Sögu-
hetjan er þáverandi fjármála-
ráðherra Bandaríkjanna Henry
Paulson en þessi fyrrverandi
bankamaður og stjórnandi hjá
Goldman Sachs, lenti í eldlínunu
þegar bandaríska fjármálakerfið
riðaði til falls síðla árs 2008 en
sjónum er sérstaklega beint að
veikburða tilraunum til að bjarga
fjármálastofnuninni Lehman
Brothers. Með helstu hlutverk
fara valinkunnir verðlaunaleik-
arar á borð við James Woods,
William Hurt og Paul Giamatti.
03:40 Reservation Road 6,7 Mögnuð
mynd með Joaquin Phoenix,
Mark Ruffalo og Jennifer Conn-
elly um ást foreldra á börnum
sínum og sviplegan missi.
05:20 Fréttir og Ísland í dag. e.
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Dr.Phil
08:45 Pepsi MAX tónlist
13:45 The Voice (8:13) Bandarískur
raunveruleikaþáttur þar sem
leitað er að hæfileikaríku tón-
listarfólki. Í stjörnum prýddan
hóp dómara hafa bæst Shakira
og Usher.
16:15 The Good Wife (17:22) Banda-
rísk þáttaröð með stórleikkon-
unni Julianna Margulies sem
slegið hefur rækilega í gegn.
Alicia ver áhættufjárfestinn
Colin Sweeney sem er ákærður
fyrir ósæmilega hegðun og Cary
lendir í úlfakreppu þegar Peter
skipar honum að framfylgja
stefnum embættisins.
17:00 The Office (19:24) Skrifstofu-
stjórinn Michael Scott er hættur
störfum hjá Dunder Mifflin en sá
sem við tekur er enn undarlegri
en fyrirrennari sinn. Andy fær
keppinaut um starfið sitt sem
fljótlega klýfur skrifstofuna í
tvennt.
17:25 Dr.Phil
18:10 Royal Pains (15:16) Bandarísk
þáttaröð sem fjallar um Hank
sem er einkalæknir ríka og
fræga fólksins í Hamptons.
18:55 Minute To Win It Einstakur
skemmtiþáttur undir stjórn
þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri.
Þátttakendur fá tækifæri til að
vinna milljón dollara með því að
leysa þrautir sem í fyrstu virðast
einfaldar. Það er mikið í húfi hjá
tvíburunum Dan og Shawn Nier
sem reyna við milljónina.
19:40 Family Guy (17:22)
20:05 America’s Funniest Home
Videos (36:44) Bráðskemmti-
legur fjölskylduþáttur þar sem
sýnd eru fyndin myndbrot sem
venjulegar fjölskyldur hafa fest
á filmu.
20:30 The Biggest Loser (8:19)
Skemmtilegir þættir þar sem
fólk sem er orðið hættulega
þungt snýr við blaðinu og kemur
sér í form á ný.
22:00 The Karate Kid: Part II 5,6
Eftir að hafa sigrað stórmót
í karate heldur Daniel ásamt
lærimeistara sínum til Okinawa
til að kveðja föður sinn og um
leið leita uppi gamlan erkióvin.
Óafvitandi kemur Daniel sér í
klandur sem aðeins er hægt að
útkljá í hringnum.
23:55 Excused
00:20 Nurse Jackie (8:10) Margverð-
launuð bandarísk þáttaröð um
hjúkrunarfræðinginn og pilluæt-
una Jackie. Fíkn hjúkrunarkon-
unnar góðkunnu verður henni
fjötur um fót í þessum þætti.
00:50 Flashpoint (9:18) Spennandi
þáttaröð um sérsveit lög-
reglunnar sem er kölluð út þegar
hættu ber að garði.
01:40 Bachelor Pad (2:6) Sjóðheitir
þættir þar sem keppendur úr
Bachelor og Bachelorette eigast
við í þrautum sem stundum þarf
sterk bein til að taka þátt í.
03:10 Lost Girl (20:22) Ævintýralegir
þættir um stúlkuna Bo sem
reynir að ná stjórn á yfirnátt-
úrulegum kröftum sínum,
aðstoða þá sem eru hjálparþurfi
og komast að hinu sanna um
uppruna sinn.
03:55 Pepsi MAX tónlist
18:00 Evrópudeildin
(Chelsea - Basel)
19:40 Einvígið á Nesinu Sýnt frá
skemmtilegu golfmóti sem
haldið er árlega til styrktar góðs
málefnis en þar keppa bestu
kylfingar landsins í þrautakeppni.
20:30 La Liga Report
21:00 NBA 2012/2013 - Úrslitaleikir
(Miami - San Antonio)
22:50 Evrópudeildin
(Benfica - Chelsea)
07:00-20:00 Barnaefni (Lalli, Refur-
inn Pablo, Svampur Sveinsson,
Dóra könnuður, Strumparnir,
Mörgæsirnar frá Madagaskar,
Ofuröndin, Histeria!, Doddi litli
og Eyrnastór, Kai Lan o. fl.)
20:00 Það var lagið
21:05 Touch of Frost (4:4)
22:50 Monk (9:12)
23:35 It’s Always Sunny In
Philadelphia (1:10)
00:00 Það var lagið
01:05 Touch of Frost (4:4)
02:50 Monk (9:12)
03:35 It’s Always Sunny In
Philadelphia (1:10)
04:00 Tónlistarmyndbönd frá
Popptíví Hér hljóma öll
flottustu tónlistarmyndböndin í
dag frá vinsælum listamönnum
á borð við Justin Timberlake.
06:00 ESPN America
08:10 Wyndham Championship -
PGA Tour 2013 (1:4)
12:10 The Open Championship
Official Film 2005
13:05 Inside the PGA Tour (33:47)
SkjárGolf sýnir áhugaverða
þætti um PGA mótaröðina.
Farið verður yfir það helsta sem
gerðist á nýliðnu móti og hitað
upp fyrir næsta. Í þáttunum eru
tekin viðtöl við keppendur og fá
áhorfendur innsýn í líf kylfingsins.
13:30 Solheim Cup 2013 (1:3)
01:00 ESPN America
SkjárGolf
20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin
21:00 Motoring. Spyrnur, Röll,
mótoringfréttir og bílskúrsband
kvöldsins.
21:30 Eldað með Holta
Grilluppskriftir Holta í mat-
reiðslu Úlfars.
Dagskrá ÍNN er endurtekin um helgar og
allan sólarhringinn.
ÍNN
09:00 Charlie and the Chocolate
Factory
10:55 Big Time Movie
12:05 Just Wright
13:45 Dear John (Kæri John)
15:30 Charlie and the Chocolate
Factory
17:25 Big Time Movie
18:35 Just Wright
20:15 Dear John (Kæri John)
22:00 One For the Money
23:30 The Lincoln Lawyer
01:25 Dark Shadows
03:15 One For the Money
Stöð 2 Bíó
17:20 Club Friendly Football Matches
19:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun
20:00 La Match Pack
20:30 Premier League World
21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun
21:30 Ensku mörkin - neðri deild
(Football League Show 2013/14)
22:00 Enska B-deildin (Leicester -
Leeds)
Stöð 2 Sport 2
Stöð 2 Krakkar
Stöð 2 Gull
A
nna kemur
heim til
systur sinn
ar eftir dvöl
á geðsjúkrahúsi.
Grimm stjúp
móðir, fáskiptinn
pabbi og draugur
á heimilinu verða
ekki til þess að
flýta bata henn
ar. Bandarísk
spennumynd frá 2009. At
riði í myndinni eru ekki við
hæfi barna. Leikstjórar eru
Charles og Thomas Guard
og meðal leikenda eru Emily
Browning, Arielle Kebbel,
David Strathairn og Eliza
beth Banks.
Spenna og drama
eftir miðnætti
Hæfileikarík Tina Fey hefur
slegið í gegn sem Liz Lemon í
gamanþáttunum 30 Rock.