Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 10
Ósáttir vegna hörku slitastjórnar Glitnis 10 Fréttir 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað n Huldufélagið Haf Funding n Stofnað til að endurfjármagna Glitni n Flestir gert upp sín lán S kuldabréf íslensku fyrir­ tækjanna sem Glitnir flutti yfir í írska skúffufélagið Haf Funding um sumarið 2008 eru að mestu uppgreidd. Þetta segir Kristján Óskarsson, fram­ kvæmdastjóri Glitnis. Lánin sem voru flutt yfir í Haf Funding voru skuldabréf fyrirtækja eins og Brims, Lyfju, HB Granda og Þorbjarnar. Þegar þau voru seld inn í Haf Fund­ ing nam verðmæti þeirra 966 millj­ ónum evra. „Flest af þessum fyrirtækjum eru búin að klára sín mál og borga upp sín lán hjá okkur,“ segir Kristján en einhver af fyrirtækjunum hafa verið ósátt við aðgangshörku Glitnis gagn­ vart sér. „Þeir eru bara ósvífnir,“ seg­ ir einn af heimildarmönnum DV sem vill ekki láta nafns síns getið. Einhver af fyrirtækjunum eru hins vegar búin að borga skuldir sínar við Haf Fund­ ing að mestu á meðan önnur skulda ennþá háar fjárhæðir. „Við höfum bara passað okkur á því að standa alltaf í skilum við þá,“ segir einn heimildarmaður blaðsins og einn af skuldurum Haf Funding. Telur lendinguna farsæla Kristján er hins vegar ósammála þessu mati skuldaranna. „Við erum búin að vinna með íslenskum fyr­ irtækjum allan þennan tíma eins og venjulegur banki og höfum ekki yfir tekið fyrirtæki nema í neyð. Við höfum unnið með mörgum félög­ um sem þurftu endurskipulagningu og hefur markmiðið alltaf verið að koma því þannig fyrir að fyrirtækin geti greitt lánin til baka.“ Borguðu 100 prósent Slitastjórn Glitnis eignaðist hluta­ bréfin í írska skúffufélaginu að fullu í lok árs 2011 og hefur átt félagið eft­ ir það. Þá greiddi Glitnir upp lán fé­ lagsins hjá Seðlabanka Evrópu. Þetta kemur fram í ársreikningi Haf Funding fyrir árið 2011 sem DV hef­ ur undir höndum. Kristján segir að slitastjórn Glitnis hafi ekki fengið neinn afslátt þegar skuldir Haf Fund­ ing við Seðlabanka Evrópu hafi ver­ ið greidd upp. „Nei, við fengum engan afslátt. Við þurftum að borga lánið 100 prósent til baka. Þetta var bara spurning um tíma. Seðlabank­ inn hefði getað selt þessi lán á mark­ aði en það hefði getað komið sér illa fyrir þessi fyrirtæki þar sem bankinn hefði getað gjaldfellt þau á íslensku fyrirtækin. Ég held að það hafi unnist alveg frábærlega úr þessu máli,“ segir Kristján. Samkvæmt ársreikningi Haf voru lánin sem félagið tók vegna viðskipt­ anna með bréfin í sjálfum sér 560 milljónir evra, líkt og áður segir. Nafn­ virði eignasafnsins var hins vegar 966 milljónir evra, líkt og kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Um verðmæti eigna Haf segir í skýr­ slu rannsóknarnefndar Alþingis: „8. október var mat Glitnis að eigna­ safn Haf hafi verið komið niður í um 475–602 milljónir evra frá upphaflegu nafnvirði, 966 milljónum evra.“ Samkvæmt Kristjáni voru lánin hins vegar greidd upp til fulls og því sé það ekki svo að Glitnir sé að inn­ heimta lán 100 prósent sem bank­ inn hafi keypt aftur með afslætti hjá Seðlabanka Evrópu. „Við þurftum að borga hverja einustu krónu til baka.“ Einhverjir af skuldurum Haf Holding hafa velt því fyrir sér hvort það geti verið að Glitnir hafi fengið afslátt af lánunum hjá Seðlabanka Evrópu en hafi að sama skapi ekki veitt íslensk­ um skuldurunum Haf afslátt á móti. Svo mun þó ekki hafa verið ef marka má orð Kristjáns. Stofnað til að endurfjármagna Glitni Haf Funding var stofnað um sumar­ ið 2008 til að endurfjármagna Glitni á mjög erfiðum tíma þegar bankinn átti í erfiðleikum með að fá erlenda fjármögnun – skortur bankans á endurfjármögnun átti svo eftir að leiða til yfirtöku ríkisins á bankanum í lok september 2008. „Þetta var félag sem Glitnir stofnaði til að bjarga sér,“ segir einn af heimildarmönnum DV. Um var að ræða lánaviðskipti upp á tugi milljarða króna, bara skulda­ bréfin með veði í skipum og kvóta sem færðust yfir í Haf Funding voru á milli 20 og 30 milljarða króna virði. Haf Funding hélt utan um skuldabréf í verðmætum íslenskum rekstrar félögum, líkt og áður segir, eins útgerðunum Þorbirni hf., Brimi hf. og HB Granda. Skuldabréfin voru seld inn í Haf Funding á móti láni frá Seðlabanka Evrópu sem svo rann til Glitnis og var væntanlega notað til að endurfjármagna skuldir bankans. Eignarhaldið á Haf Funding var ógagnsætt en um er að ræða svo­ kallaðan sjóð, eða „trust“ á ensku, sem var stýrt af þýska stórbankanum Deutsche Bank. Eignarhaldið mun þó hafa verið þannig á endanum að Seðlabanki Evrópu átti 65 prósenta hlut en Glitnir 35 prósenta hlut. Þess­ ar útgerðir, og fleiri íslensk fyrirtæki sem skuldað höfðu Glitni fjármuni beint, héldu svo áfram að borga af skuldabréfum sínum til Haf Fund­ ing með milligöngu Deutsche Bank. Glitnir eignaðist svo 65 prósenta hlutinn, og þar með Haf Funding allt, í lok árs 2011 og byrjun árs 2012. Þar með var aðkoma Seðlabanka Evrópu að Haf Funding úr sögunni. Tvö önnur sambærilega skúffu­ fyriræki voru stofnuð á sama tíma til að kaupa skuldir íslenskra fyrirtækja með það fyrir augum að endurfjár­ magna Glitni. Þau heita Holm og Holt. Glitnir hefur eignast þessi félög aftur eftir hrun með sambærilegum hætti og Haf Funding. Glitnir lánaði félaginu Í ársreikningi Haf Funding Limited fyrir árið 2011 er fjallað um það hvernig Glitnir eignaðist hlutabréf í Haf Funding þann 15. febrúar 2012. Þar segir meðal annars: „Þann 15. febrúar 2012 endurheimti félagið aft­ ur A hlutabréf sem eru með gjald­ daga 2036 (A bréfin) og B hlutabréf (B hlutabréfin) sem eru á gjald­ daga 2036 samkvæmt undirrituðu samkomulagi við eiganda bréfanna. Glitnir í Lúxemborg (lánveitandi A) og Glitnir á Íslandi ákváðu að veita félaginu lán með veðum samkvæmt þar til gerðum lánasamningi.“ Í ársreikningnum er svo tilgreint að Glitnir í Lúxemborg hafi lánað Haf Funding rúmlega 170 milljónir evra á meðan Glitnir á Íslandi lánaði félaginu tæplega 389 milljónir evra. Samtals var því um að ræða lán til fé­ lagsins upp á tæplega 560 milljónir evra, eða tæplega 89 milljarða króna. Kristján segir að þessar upphæð­ ir séu þeir fjármunir sem Glitnir hafi innheimt af lánum íslensku fyrir­ tækjanna frá hruninu 2008 og þar til lánin við Seðlabanka Evrópu hafi verið gerð upp. Ósáttur við flutning lánsins Í frétt á Stöð 2 í byrjun árs 2009 var fyrst fjallað um þessa skuldabréfa­ sölu Glitnis inn í Haf Funding. Þar var haft eftir Eiríki Tómassyni, for­ stjóra og eiganda Þorbjarnar í Grindavík, að útgerðarfélagið borg­ aði nú af skuldum sínum til Deutsche Bank en ekki til Glitnis. Taldi Eiríkur að þessi sala á skuldabréfinu væri brot á samningi sem bankinn hafði gert við Þorbjörn. „Ég tel að við höf­ um verið sviknir af formanni stjórn­ ar bankans og framkvæmdastjóra, þeim Þorsteini Má Baldvinssyni og Lárusi Welding. Þeir lofuðu því að þetta kæmist ekki í hendur erlends aðila og skrifuðu undir það.“ Þau fyrirtæki sem stofnuðu til skuldanna sem voru seldar inn í Haf Funding 2008 héldu svo áfram að borga af þeim þar til í fyrra þegar þau byrjuðu að greiða alfarið af bréfun­ um til Glitnis. Haf Funding er skráð til húsa á sama stað og slitastjórn Glitnis í Sóltúni. Eignaðist Lyfju Nafn Haf Funding kom upp í um­ ræðu um yfirtöku Glitnis á lyfjaversl­ uninni Lyfju í fyrra. Yfirtakan á Lyfju fór fyrir Samkeppniseftirlitið sem úr­ skurðaði að hún væri heimil í sept­ ember í fyrra. Í úrskurði Samkeppn­ iseftirlitsins segir meðal annars um Haf Funding: „Samkvæmt samruna­ skrá er Haf Funding írskt félag hvers megintilgangur sé að halda utan um lánasamninga sem upprunalega voru í Glitni. Nánar tiltekið sé félagið í eigu sk. „beneficial trusts“ og sé því nokkurs konar sjálfseignarstofnun. Samkvæmt samningi sé rekstur fé­ lagsins og umsjón eigna þess í hönd­ um Glitnis, en auk þess eigi Glitnir nú alla fjárhagslega hagsmuni Haf Funding. Telja samrunaaðilar að í samkeppnislegum skilningi sé rétt að líta svo á að Glitnir fari með full yfirráð yfir Haf Funding enda fari Glitnir með alla fjárhagslega hags­ muni félagsins auk þess að sjá um rekstur þess.“ Glitnir var því orðinn eigandi Haf Funding þegar þarna var komið sögu. Í úrskurðinum kom fram að yfir­ takan á Lyfju hefði farið fram þar sem eigandi Lyfju hafi ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart fé­ laginu. „Þá segir að aðdragandi sam­ runans hafi verið sá að Lyfja hafi ekki getað staðið við skuldbindingar sín­ ar við Haf Funding og því hafi fé­ lagið farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Viðræður við hluthafa hafi leitt til þeirrar niður­ stöðu að Haf Funding, Glitnir og Árkaup hafi gert með sér ramma­ samkomulag, en í því felist að Haf Funding (eða íslenskt dótturfélag þess) eignist 92,5% hlut í Lyfju, en Ár­ kaup haldi eftir 7,5% hlut.“ Þannig var írska skúffufélagið, eða Glitnir, orðið eigandi einnar stærstu lyfjaverslunar á Íslandi auk þess sem Glitnir hafði um sumarið 2008 selt skuldabréf lyfjaverslunarinnar inn í Haf Funding til að endurfjármagna bankann á erfiðum tíma. Kristján segir að Lyfja sé eina fyrirtækið sem skuldaði Haf Funding sem hafi verið yfirtekið. „Við urðum að taka það yfir því það stefndi bara í gjaldþrot.“ Kristján segir að bráðum verði fyrirtækin sem skulda Haf Funding búin að gera upp sín mál. „Þessu er að ljúka og það er góður gangur í þessu.“ Miðað við orð Kristján þá er þess ekki langt að að bíða að skuldar­ ar Haf verði búnir að gera upp sín mál hjá félaginu. Þá verður þessi sér­ staki endurfjármögnunarsnúningur Glitnis í aðdraganda bankahrunsins væntanlega úr sögunni. n Um Haf í rannsóknar- skýrslunni „Þegar allt var orðið um seinan reyndu bankarnir að losna við útlánin af bókunum. Sumarið 2008 ýtti Glitnir tveimur írskum SPV-fyrirtækjum úr vör sem bankinn réð yfir með það fyrir augum að breyta bundnum útlánum í lánshæfistengd skuldabréf (víxla) sem hægt var að veðsetja á hagstæðum kjörum í seðlabankakerfi Evrópu. Um var að ræða Holt Funding í maí og Haf Funding í júlí þar sem annað var hugsað fyrir erlend útlán en hitt íslensk útlán.“ 2. kafli, blaðsíða 315, 8. kafli skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Þetta er bara að klárast og það er góður gangur í þessu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ósáttir skuldarar Einhverjir af skuldurum Haf Funding, sem er í eigu skilanefndar Glitnis, eru ósáttir við innheimtuaðferðir hennar. Steinunn Guðbjartsdóttir er í slitastjórn Glitnis. 20 til 30 milljarðar Skuldir nokkurra útgerðarfélaga við Glitni voru seldar inn í Haf Fund- ing til að endurfjármagna bankann. Mynd: SiGTryGGur Ari JÓHAnnSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.