Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað Á ferð um Frakkland fyrir nokkrum árum keypti ég franska matreiðslu­ bók, Savoir tout faire en cuisine, sem er 1.000 síðna bók um nánast allt í franska eld­ húsinu. Bókin lá svo uppi í hillu og safnaði ryki þar til nýlega. Þökk sé Google Translate var rykið dustað af henni. Hér er ein einföld og bragðgóð uppskrift úr bókinni góðu sem krefst ekki mikillar elda­ mennsku – sem sagt fullkomin máltíð fyrir miðja vinnuviku. Épinards en barbouillade Fyrir 4. Undirbúningur: 10 mín. Eldunartími: 40 mín. n 1 kg ferskt spínat n 1 stór gulur laukur n 3 msk. ólífuolía n 500 gr kartöflur n 2 stk. stjörnuanís n 1–2 hvítlauksgeirar n 4 egg n Brauðsneiðar n Salt og pipar Aðferð Hitið ofninn í 180°C. Hitið vatn í potti og saltið. Hreins­ ið spínatið og sjóðið í smá­ stund í vatninu. Hitið olíuna í pönnu sem þolir ofn. Saxið laukinn og svissið á pönnunni. Passið að sjóða ekki spínatið of lengi, hellið því í sigti og geymið. Skrælið kartöflurnar og sker­ ið í sneiðar. Bætið pressuðum hvítlauk og kartöflunum við á pönnuna með lauknum, saltið og piprið auk þess að bæta við tveimur stjörnuanís. Blandið vel. Saxið spínatið gróflega og setjið yfir kartöflurnar. Hellið sjóðandi vatni yfir þannig að það hylji kartöflurnar og setjið inn í ofn í 30–40 mín. eða þar til kartöflurn­ ar eru eldaðar í gegn. Takið úr ofninum og brjótið fjögur egg yfir spínatréttinn og setjið aftur í ofn­ inn til að hita. Alls ekki of lengi, því eggin eiga að vera linsoðin. Ristið 1–2 brauðsneiðar á mann og setjið á disk. Setjið rétt­ inn með einu eggi ofan á brauð­ sneiðarnar. Bókin góða leggur til mat­ seðil. Að byrja á einföldu laukpæi (pissaladière) og ljúka máltíðinni með ferskum ávöxtum og hunangi. Það má spara tíma og kaupa smjördeigið (375 gr), sér­ staklega í miðri viku. Skerið 3 stóra lauka í þunnar sneiðar og eldið á pönnu í 20 mínútur þar til þeir eru orðnir ljósbrúnir, hrærið oft. Kryddið með smá timjan eða hvítlauk. Fletjið út deigið, deifið lauknum og kryddi yfir. Bakið í 20–30 mín í 180°C þar til deigið er gullið og hefur lyft sér. Verði ykkur að góðu. Eygló Þóra Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra Dustaði rykið af franskri matreiðslubók Matgæðingurinn N ú er sveppatíminn að ganga í garð og því er tilvalið að gera sér ferð út í náttúruna með körfu og hníf og tína dýrindis matsveppi. Ása Margrét Ásgrímsdóttir er mikil áhugakona um matsveppi og sveppa­ tínslu en hún er höfundur bókanna Villtir matsveppir á Íslandi og Mat­ sveppir í náttúru Íslands. Blaðamaður DV ræddi við Ásu um sveppatínsluna og hvað byrjendur þurfi að hafa í huga áður en lagt er af stað í slíkan leiðangur. Hitastig og raki skipta máli „Það er best að tína sveppi í ágúst. Það er besti og öruggasti tíminn en stundum er hægt að byrja um miðjan júlí, þegar fyrstu sveppirnir eru farn­ ir að láta sjá sig,“ segir Ása og bætir við tínslan geti farið fram alveg þar til frysta tekur. „Fyrstu tvær vikurnar í september geta verið góðar líka en það fer svo­ lítið eftir veðurfari. En eftir að frostið er komið þá er þetta oftast nær búið.“ Ása segir tínsluna ganga misvel eftir árum. „Hiti og raki eru hagstæð skilyrði fyrir sveppina til að vaxa svo þetta fer mikið eftir veðurfari og hitastigi. Í fyrrasumar var til dæmis mikill þurrk­ ur og þá komu þeir mjög seint.“ Skóglendi er best Ása segir best að tína sveppi í skóglendi enda sé flesta matsveppi að finna þar. „Einstaka sveppir vaxa reynd­ ar á grasi, en í skóglendi, til dæmis skógræktarsvæðum á vegum ríkisins sem eru opin almenningi, þar er best að leita eftir matsveppum,“ segir hún og nefnir Skorradal og Heiðmörk sem dæmi um góða staði til sveppatínslu. Sjálf fer hún í Heiðmörk á hverju ári að tína en segir marga aðra góða staði að finna um landið. „Ég kíki líka oft upp í Borgarfjörð, til dæmis Skorradal, og svo ef ég er á ferð um landið þá finn ég stundum nýja skógræktarreiti því mér finnst mjög gaman að fara á nýja staði.“ Óvissan spennandi Ása segir spennuna við að vita ekki hvort einhverjir sveppir verði á vegi manns stóran hluta sveppatínsluferða. „Það sem er spennandi við þetta er að þú veist ekki hvort þú finn­ ur eitthvað eða hvort þú finnur jafn­ vel eitthvað nýtt. Það er alveg partur af ævintýrinu því þetta væri ekki eins skemmtilegt ef maður þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu.“ Ása segir áhuga Íslendinga á sveppatínslu hafa færst mikið í vöxt undanfarin ár. „Það eru miklu fleiri farnir að tína en fyrir tíu til tuttugu árum. Skógar hafa líka stækkað svo það er orðið meira framboð af sveppum og það eykur áhuga fólks á að fara út í náttúr­ una og finna sér matsveppi.“ Skemmtileg útivera „Maður á helst að fara í þurru veðri, ekki þegar blautt er því þá verður allt svo subbulegt,“ segir Ása, spurð hvernig maður eigi að bera sig að við tínsluna. „Svo þarf maður að vera með körfu, hníf og bursta, eða sveppahníf sem er með bursta á. Ekki tína í plast­ poka því þá klessast sveppirnir all­ ir saman og rakinn í þeim veldur því að ef það er eitthvað um lirfur í svepp­ unum þá eykst vöxtur þeirra. Best er að láta lofta um þá með því að tína í pappakassa, körfu eða eitthvað slíkt.“ Eins segir Ása mikilvægt að hafa nesti með sér í sveppatínsluferðir, enda geti þær dregist mikið á langinn. „Þetta er svo skemmtileg útivera að maður gengur um og getur gleymt sér alveg í þessu tímunum saman.“ Frágangurinn mikilvægur Ása segir helstu vinnuna oft liggja í því að ganga frá sveppunum þegar heim er komið. „Ef maður finnur eitthvað af viti getur verið svolítil vinna að ganga frá sveppnum. Maður þarf að hreinsa þá vel og það er best að hreinsa moldina frá með hnífnum um leið og maður tínir þá. Eins þarf að athuga hvort það sé maðkur í þeim því það eru til flugur sem verpa í sveppi og þá getur komið maðkur sem étur sveppinn upp,“ segir hún og bætir við að best sé að tína unga og nýsprottna sveppi. „Þegar þeir eru orðnir stórir og vatnsríkir er best að láta þá bara eiga sig úti í náttúrunni. Maður getur líka þekkt þá í sundur þannig að þessir ungu og nýsprottnu eru hvelfdari og stinnari.“ n Sveppatínslan er góð útivera n Óvissan er spennandi n Vinnan liggur í fráganginum Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Ása Margrét Ásgrímsdóttir Ása er sérfræðingur á sviði sveppatínslu og með- höndlun matsveppa. Myndir: Sigtryggur Ari JÓHAnnSSon Sveppakarfa Ekki má tína sveppi í plastpoka, betur hentar að nota körfu. Sveppatínslubúnaður Sá sem tínir sveppi ætti að hafa meðferðis körfu, hníf og bursta til að hreinsa sveppina um leið og tínt er. „Maður getur gleymt sér í þessu tímunum saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.