Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 26
„Ég er örlagatöffari“ T il að komast að Veröld Margrétar Pálu þarf að keyra að Hafravatni. Hús hennar er nánast falið í trjágróðri, það þarf að keyra í gegnum trjágöng þar til það kemur í ljós. Þetta er tréhús, reisulegur bústaður með stórum svölum sem vísa út að Hafravatni sem er spegilslétt og speglar gráma himinsins þennan dag. Hún heldur á litlum rakka sem hún kynnir fyrir blaðamanni og ljósmyndara. „Ég er að passa hann, ég fæ að ala hann upp svona af og til,“ segir hún glettin og lætur það vera hvort uppeldið fylgi Hjallastefnunni sem hún er svo ákafur talsmaður fyrir. Ást í áratugi Hún býr ein í sinni Veröld. Hún og eiginkona hennar eru í fjarbúð. Margrét Pála í sveitinni og Lilja í borginni. Ást Margrétar Pálu og Lilju hef­ ur varað í hátt á þriðja áratug og þótt þær hafi aldrei efast um ást sína til hvorrar annarrar hafa þær kosið að halda hvor sitt heimilið síðustu árin. Leiðir Margrétar Pálu og elskunnar hennar, eins og hún kallar hana, Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, lágu saman fyrst í Hlaðvarpanum. Þar kom stálpaður unglingur í heimsókn til móður sinnar sem var með skrifstofu við hliðina á Margréti Pálu. Táldregin „Okkur mömmu hennar var vel til vina. Hún var að vinna á skrifstofu við hliðina á mér í Hlaðvarpanum. Þá man ég fyrst eftir Lilju þegar hún kom í heimsókn til móður sinnar, orðinn stálpaður unglingur. Ég man að henni varð mjög starsýnt á mig. Sat og drakk í sig hvert orð sem að ég lét af munni falla. Einhverjum tveimur, þremur árum seinna þá hitti ég hana á vettvangi Samtakanna 78. Þá er hún komin úr felum og er svona að slíta sambúð og ég var á einhverjum svipuðum stað líka. Við þróuðum vináttu þrátt fyrir aldursmuninn. Upp frá því táldró hún mig. Hreinlega. Því að hún er nærri 15 árum yngri en ég og ég er bara vinkona mömmu hennar. Ég hefði aldrei þorað að gefa henni undir fótinn. En hún táldró mig. Við vorum alltaf sundur og saman og ég alltaf að halda mig frá út af aldursmuninum að ég hugsaði einn daginn: Hamingjan sanna, hér er kona sem er bara dásamleg, hún er skemmtileg, hún er ótrúlega klár. Ég er skotin í henni, hún er allt sem ég mundi vilja, nema 15 ár eru að ganga frá þessu af minni hálfu. Þá skildi ég að ég var haldin aldursfordómum og við tókum ákvörðun; við látum reyna á þetta. Þetta er eina sambandið sem ég hef farið í á ævinni sem ég hafði ekki nokkra trú á að myndi endast. Við erum búnar að vera saman í 23 ár.“ Vildu bjarga ástinni Fjarbúð hefur öll einkenni sam­ búðar, en fjarlægir galla sem til­ heyra sameiginlegu heimilishaldi. Margrét Pála og Lilja verja flestum frístundum saman og en halda samt hvor sitt heimilið. „Þegar 20 árin nálguðust áttuðum við okkur á því að við vor­ um farnar að vera aðeins of eig­ ingjarnar á hvor aðra. Við vorum hættar að taka okkur sjálfar rými. Við sáum að með þessu áfram­ haldi þá myndi þetta enda illa. Sam­ bandið skiptir okkur báðar alltof miklu máli til þess. Og við ákváðum að við ætluðum ekki að leyfa okkur að eyðileggja sambandið. Af því við höfum aldrei efast um ást okkar til hvorrar annarrar. Hún hefur verið grundvöllurinn í lífi okkar á þriðja áratug. Við ákváðum að fara í fjar­ búð og það var Lilja sem fékk þá frá­ bæru hugmynd. Ég valdi að flytja upp í sveit. Því það gerist eitthvað sérstakt í hjartanu á mér þegar ég er með náttúruna í kringum mig. Enda er ég alin upp í 415 metra hæð yfir sjávarmáli. Ég kem af fjöllum,“ segir hún glettin í fasi. Vetrarríkið í Hólsfjöllum Margrét Pála er alin upp í fegurð Hólsfjalla. Þar er vetrarríki og frost fer aldrei úr jörðu. Ægifagurt útsýni til allra átta, þar sem Haugsöræfi og Dimmafjallgarður eru til austurs og Herðubreið og allt hálendi Íslands til suðurs. „Foreldrar mínir voru með sauðfé, það var ekkert annað hægt því þarna fer frost aldrei úr jörðu, það er ekki einu sinni hægt að rækta þarna kartöflur. Mér leið og líður enn betur en nokkurs staðar á fjöllum í friði og endalausu víðsýni. Ég var að kenna bráðum átta ára dótturdóttur minni hvernig maður leggst niður í lyngið til að horfa upp í loftið. Horfa á skýin og hlusta á vindinn í lynginu, En fegurðin dugði ekki foreldrum mínum. Sveitin var mjög harðbýl og það gat orðið mjög einmanalegt að búa þarna.“ Flótti af fjöllum Lífsbaráttan var erfið þótt Margrét Pála hafi ekki fundið fyrir því sjálf. Minni æskunnar er blint á þján­ ingar hinna fullorðnu – blessunar­ lega. Hún var átta ára þegar foreldr­ ar hennar tóku sig upp og fluttu í flýti til Akureyrar. Allt var skilið eftir og skyndilegur brottflutningurinn Margréti Pálu mikið áfall. Ástæðuna vissi hún ekki þá, en hún var erfið veikindi móður hennar sem veikt­ ist alvarlega af þunglyndi skömmu eftir barnsburð. „Þetta var í minni minningu hið besta líf. En raunveruleikinn var annar fyrir foreldra mína. Þau ákveða að bregða búi mjög skyndi­ lega þegar mamma veikist alvar­ lega af þunglyndi. Ég var átta ára og hún hafði nýlega eignast barn. Þetta var okkar fjölskylduharm­ leikur og flutningurinn af fjöllum var ákveðinn flótti. Þetta var brot í fjölskyldusögunni, því við þurftum að kveðja allt sem okkur var kært. Vini okkar á fjöllunum sem reynd­ ust okkur svo vel, náttúruna og fjölskylduna eins og hún var og mömmu eins og hún var. Ekkert átti eftir að vera eins.“ Basl og böl á Akureyri Fjölskyldan settist að á Akureyri og þar tók við basl. Faðir hennar þurfti að framfleyta stórri fjölskyldu og fjárfesta í nýju húsnæði. Bóndi úr fjöllunum gerðist verkamaður á Akur eyri. „Auðvitað kom ekkert af því sem við áttum áður aftur. Það kom nýtt í staðinn. Við fluttumst til Akureyrar. Þangað hafði elsta systir mín flutt og við fluttum til hennar. Akureyri tugtaði mig ærlega til en reyndist mér líka vel. Akureyri voru hreinlega útlönd æsku minnar. Ég var félags fælin úr einangrun­ inni uppi á fjöllum og trúlega feim­ in að eðlisfari og í mikilli vanlíðan oft út af fjölskyldustöðu okkar. Fjöl­ skylda mín var öðruvísi. Auðvitað vorum við sárafátæk því foreldrar mínir seldu ekki jörðina eða húsið okkar á fjöllum. Þau skildu allt eftir og byrjuðu upp á nýtt. Faðir minn fór að vinna sem verkamaður á Akureyri og bjargaði sér öðru hverju með því að taka síldarvertíð. Það var erfitt að vera gamall bóndi á Akureyri, þurfa að vinna fyrir stórri fjölskyldu. Byrja upp á nýtt að fjárfesta í heimili fyrir fjölskylduna með mömmu veika. Þetta var erfiður tími fyrir fjölskylduna. Akureyri var bölvuð að mörgu leyti en ég þurfti á því að halda til að hverfa ekki alveg inn í skel. Þarna fékk ég frábæra skólagöngu, ég eignaðist stórkostlegar vinkonur og fjölskyldur þeirra urðu nánast eins og aukafjölskyldur mínar. Full þörf var á því miðað við heimilis­ aðstæður mínar. Ég fór á kaf í skátastarf sem er líka ein stór fjölskylda, á heimsvísu. Niðurstaðan varð að Akureyri reyndist mér hið besta stjúpforeldri. Veitti mér margt sem hefur verið grundvallaratriði í lífi mínu. Ég var lengi bitur út í Akureyri, ég var þar unglingur líka – þegar ég skil ekki tilfinningar mínar eða líkama. Mér leið afar illa og klíndi þessu öllu á Akureyri. Ég sagði í hroka mínum að það væri ekki nóg með að Akur­ eyringar hugsuðu hægt og lifðu hægt heldur keyrðu þeir líka hægt.“ Í hverfinu sem foreldrar hennar byggðu upp nýtt líf myndaðist lítið samfélag sem var þeim stoð. Svo hafði líka verið á fjöllum þar sem sveitungar stóðu saman. Margrét Pála telur móður sína markvisst hafa reynt að byggja upp tengsl og vináttu hvert sem hún fór. Það lærði Margrét Pála af henni. „Fólkið á fjöllum stóð nær hjarta okkar en náskyld ættmenni. Móðir mín fluttist í fámennið á fjöllum úr Möðrudal sem iðaði af lífi. Auðvitað vildi mamma byggja upp sitt umhverfi. Hún eignaðist sínar frábæru vinkonur í götunni.“ Kleinubakstur um nótt og blóðug jól Veikindi móður Margrétar Pálu ágerðust eftir að þau fluttu til Akureyrar en fjölskyldan var ekki tilbúin til að horfast í augu við veikindin og að hugsanlega væri eitthvað langtum erfiðara en þunglyndi á ferðinni. Þunglyndið á fjöllum var fyrsta lægðin í geðhvarfasýkinni. Hæðirnar fannst Margréti Pálu miklu erfiðara að horfa upp á. „Þegar mamma var í maníukasti tók hún þvottinn inn af snúrunni að nóttu til og braut hann saman og steikti kleinur úr fleiri kílóum af hveiti og færði öllum. Svona voru hennar köst. Það hefur án efa tengst því að hún fór lítið að heiman. Hún tók út sína maníu heima og á sínu nánasta umhverfi. Við fengum mikið af kleinum og samanbrotnum þvotti,“ segir Margrét Pála og brosir hæglátlega. „Og lengi vel var alltaf sagt: Já, hún Stína er alltaf svo mikill dugnaðarforkur. Hún lætur aldrei verk úr hendi falla. Margrét Pála Ólafsdóttir er baráttukona sem hefur verið bandamaður barna í áratugi. Sjálf þurfti hún á hlýjum bandamönnum að halda í æsku. Geðhvarfasýki móður hennar hafði mikil áhrif á fjölskyldulífið, heimilið var einangrað og Margrét Pála full vanlíðunar. En hún fann sína leið, naut hlýju nágranna, kennara og fjölskyldu vinkvenna sinna. Í veikindum móður hennar var falin stærsta gjöf lífsins og fræi sáð. Hjallastefnan sem hún barðist fyrir er í blóma og nú er Margrét Pála í útrás til Afríku og hefur stofnað heimili fyrir munaðarlausar stúlkur í Tansaníu. Kristjana Guðbrandsdóttir settist niður með Margréti Pálu sem sagði henni af ástinni og fjarbúð hennar og Lilju Sigurðardóttur, Afríkuþránni og erfiðri æsku. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal 26 Fólk 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað „Við ákváðum að fara í fjarbúð Bernska í skugga geðveiki Geðhvarfasýki móður hennar hafði mikil áhrif á fjölskyldulífið og mótaði barnshugann. Að alast upp við geðræn veikindi felur stundum í sér að taka þátt í blekkingarleik. Það þarf að hlífa þeim veika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.