Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 31
Fólk 31Helgarblað 16.–18. ágúst 2013 B laðamaður DV hitti Baltasar á skrifstofu hans við Seljaveg og ræddi við hann um mannaveiðar í Arizona, lúxuslífið í Los Angeles og þegar hann lenti í vand- ræðum við landamæri Bandaríkj- anna og Mexíkó. „Ég var ekkert á leiðinni í þetta fag,“ segir Baltasar, spurður um upphaf leiklistarferilsins. „Ég var búinn að ákveða að verða dýralæknir og var kominn inn í skóla í Liverpool þegar ég var enn í menntaskóla. Ég hef verið í hestum frá því að ég var tveggja ára og var alltaf uppi í hesthúsi sem barn og unglingur, svo næst- síðasta veturinn minn í mennta- skóla hafði ég ákveðið að ég ætlaði að verða dýralæknir og var þá rosa duglegur í skólanum. Ég dúxaði í fullt af raungreinum og mig minn- ir meira að segja að ég hafi fengið tíu í stærðfræði. Það var samt bara þetta eina misseri, sem ég ætlaði í dýralækningar, því þá þurfti ég að ná í góðar einkunnir. Yfirleitt gerði ég bara eins lítið og ég komst upp með.“ Grátbeðinn um að taka þátt Baltasar var á náttúrufræðibraut I í Menntaskólanum í Reykjavík en það var einmitt þar sem hann steig sín fyrstu skref í leiklistinni. „Ég var í Herranótt öll árin og var formaður Herranætur í eitt ár. Ég ætlaði síðan að hætta í sjötta bekk en þá var Þórhildur Þorleifs- dóttir að leikstýra. Ég og vinur minn ákváðum að vera bara á nám- skeiðinu hjá henni en taka svo ekki þátt í sýningunni sjálfri en þá bað Þórhildur mig, alveg ofboðslega fallega, um að taka þátt og sagði að hún gæti ekki sett upp þessa sýn- ingu án okkar. Ég stóðst það náttúr- lega ekki, að einn frægasti leikstjóri Íslands skyldi grátbiðja mig um að vera með í sýningunni.“ Fjölskyldan vissi ekki af inntökuprófunum Á lokaári sínu í MR heyrði Baltasar að um vorið yrðu inntökupróf í leiklistarskólann. „Ég datt eiginlega bara inn í þau. Inntökuprófin voru svo á sama tíma og ég var að taka stúd- entsprófin svo ég svaf ekkert í margar vikur. Það vissi enginn í fjölskyldunni að ég væri að gera þetta.“ Síðasta árið var Baltasar utan skóla, hann sat sem sagt ekki kennslustundir en þreytti þó sömu próf og aðrir nemendur. „Ég þurfti því ekki bara að lesa upp öll fjögur árin, eins og maður gerir í MR, heldur líka allt síðasta árið því maður var ekkert búinn að læra allan veturinn. Það var enginn glans í þessum stúdentsprófum en þetta hafðist.“ Vildi sjá heiminn Átján ára gamall fór Baltasar á hestabúgarð í Arizona-fylki í Bandaríkjunum þar sem hann dvaldist um nokkurra mánaða skeið. „Ég var að vinna í hesta- mennsku hérna heima og langaði til að fara út og kynnast heimin- um þannig að ég seldi hest sem ég átti. Þetta var hrekkjóttur hestur sem ég var búinn að temja og laga og ég seldi hann til að eignast nógu mikinn pening til að geta farið út. Svo var það þannig að bandarísku sendiherrahjónin á Íslandi þekktu afa Christopher Reeve, sem lék Superman, og þau spurðu hvort hann gæti ekki reddað mér vinnu á hestabúgarði. Svo fór að ég fór til Arizona og vann þar í fjóra, fimm mánuði og það var alveg æðislegt.“ Tekinn við landamærin Við dvölina í Arizona kynntist Baltasar hinum illræmdu landa- mærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Landamærin voru mjög óhugnanleg en það var ekki orðið jafn strangt eftirlit og er í dag,“ segir hann. Sjálfur komst Baltasar í mikil vandræði er hann var tekinn við landamærin – vegabréfslaus. „Ég hafði farið til Mexíkó til að kaupa glös handa mömmu. Hún hafði átt sérstök mexíkósk glös sem eru búin til úr þykku kók- flöskugleri en vantaði fleiri svo ég fór yfir til Mexíkó. Svo kom ég að landamærunum og fattaði þá að ég hafði gleymt passanum mínum í Ameríku. Ég var stoppað- ur við landamærin og var náttúr- lega orðinn eins og súkkulaðimoli í framan því ég er hálfspænskur og var orðinn mjög dökkur af því að vera þarna. Ég hafði farið með vini mínum sem er indjáni og hann hafði alltaf bara sagt „Amer- ican citizen“ þegar hann fór í gegn og þurfti aldrei að vera með passa, því þetta var ekki orðið svona strangt þá. En svo kom ég í gegn og ákvað að reyna þetta. Verðirn- ir voru ekki að trúa mér svo ég sagði aftur: „American citizen“ og þá versnaði hreimurinn alveg tvöfalt. Þá tóku þeir mig til hlið- ar og spurðu mig hvaðan ég væri og ég sagðist vera frá Nogales í Arizona,“ segir Baltasar og útskýrir að Nogales sé tvískipt landamæra- borg þar sem annar hlutinn tilheyri Mexíkó en hinn Bandaríkjunum. Þegar verðirnir hafi spurt frá hvor- um hluta borgarinnar hann væri hafi hann gefið sig. „Tárin spruttu fram og ég sagði aumingjalega: „No, I‘m from Kópa- vogur“. Slapp fyrir horn Heppnin var þó aldeilis með Baltasar þennan dag. „Ég var svo heppinn að einn af landamæravörðunum hafði verið að veiða á búgarðinum sem ég bjó á svo ég gat lýst öllum búgarðinum fyrir honum. Þá hringdu þeir á bú- garðinn og athuguðu hvort fólk- ið þar kannaðist við mig – sem það gerði. Annars hefðu þeir bara hent mér yfir til Mexíkó aftur,“ segir hann. „Ég var alveg að skíta á mig af hræðslu. Ég hefði þurft að labba yfir til Mexico City til að komast í sendiráðið og það hefði kannski tekið svona þrjár vikur.“ Líkt og í dag voru landamærin staður ofbeldis og klíkustríða. „Það var alveg verið að skjóta fólk yfir girðinguna og selja dóp í gegnum holur á henni. Ef menn svo borguðu ekki þá voru þeir bara skotnir og skildir eftir á götunni.“ Lenti í mannaveiðum Baltasar segir stemninguna við landamærin hafa fundist á bú- görðunum í kring. „Það var mjög mikið um ólög- lega innflytjendur sem löbbuðu í gegnum landamærin og um bú- garðana sem þarna voru og þar voru menn rosa hræddir við inn- flytjendurna. Eitt sinn lenti ég einmitt í svona „manhunting“. Þá var ég vakinn upp eina nóttina og látinn fá riffil og svo var sagt við mig að það væri Mexíkói á jörðinni. Ég var settur aftan á einhvern „pickup“ með riffil í hendinni og var alveg að skíta á mig. Svo átti ég að passa bílinn á meðan hinir fóru að leita og mér var sagt að skjóta Mexíkóann ef ég sæi hann. Ég hafði náttúrlega aldrei haldið á byssu áður og vonaði heitt og innilega að hann myndi ekki koma.“ Mexíkóinn fannst aldrei svo ekki þurfti Baltasar að skjóta úr byssunni þetta kvöld. „Daginn eftir var ég svo tekinn niður að læk til að skjóta áldollur og það var mín fyrsta reynsla af byssum.“ Kvenmannsrugl á búgarðinum Baltasar dvaldi þó ekki eins lengi á búgarðinum og til stóð heldur þurfti að hverfa á braut og leita sér að nýrri vinnu. „Ég lenti í smá kvenmannsrugli þarna og þurfti því að fara. Það var kona sem varð ástfangin af mér og var aðeins of gömul. Þetta var ekki að virka, það gekk ekki upp að við værum að vinna saman svo ég fór.“ Baltasar fór þá um allt og sótti um vinnu á fjölmörgum stöðum. „Ég endaði svo á því að vinna ólöglega sem smiður í húsgrunni þar sem eini samstarfsmað- ur minn var dvergur. Við urðum miklir mátar og ég hitti konuna hans sem var einnig dvergvax- in. Hún var „midget“ en hann var „dwarf“,“ segir Baltasar og útskýrir að munurinn sé sá að „dwarf“ sé manneskja með langan haus og stutta handleggi en „midget“ sé lítil manneskja í eðlilegum hlutföllum. „Ég fór í fjallgöngur með þeim og það eru til myndir af okkur saman þar sem ég er eins og Jói risi.“ Myndi ekki vilja búa í Los Angeles Nýjasta mynd Baltasars, 2 Guns, var frumsýnd hérlendis á mið- vikudaginn síðastliðinn en hefur slegið öll aðsóknarmet vestanhafs. Myndin gerist við landamæri ríkj- anna tveggja og við gerð hennar hugsaði Baltasar mikið til ævintýra sinna í Arizona. „Þessi tími sem ég var þarna er rosa sterkur í minningunni. Þarna kynntist ég þessari David Lynch- Ameríku eins og talað er um,“ segir hann og bætir við að dvöl hans þar ytra hafi verið skemmtileg og góð reynsla. Það var einmitt í umræddri ferð sem Baltasar heimsótti Los Angeles í fyrsta sinn – borg sem hann hef- ur síðan þurft að heimsækja oft og mörgum sinnum vegna vinnu. „Mér finnst fínt að koma þang- að í vinnuferðir en ég er ekki viss um að ég myndi vilja búa þarna. Maður þarf að komast í burtu frá þessu af og til því að þessi heimur er mjög þrúgandi ef maður er alltaf að hugsa um þetta. Það er svo rosa- lega mikil samkeppni og maður er alltaf að. Það er nóg að vera með þetta í símanum hjá sér þó maður sé ekki með þetta alls staðar í kring- um sig líka.“ Hann segir borgina þó bjóða upp á mun fleiri tækifæri til úti- vistar en fólk geri sér almennt grein fyrir. „Og þá er ég ekki að tala um strendur og slíkt heldur eru fjöll til að fara á skíði og það er mjög stutt að fara til að komast út í náttúruna. Þó þetta sé að mörgu leyti flott borg þá er þetta ekki staður sem ég myndi vilja ala börnin mín upp á.“ Lúxuslíf í Hollywood „Það er svo sem alveg jafnlýjandi að taka upp myndir hérna heima,“ segir Baltasar, spurður hvort það taki meira á að gera myndir í Hollywood en heima á Íslandi. „Það er mikil vinna og erfitt að fá peninga hér heima sem er kannski minna vandamál í Hollywood. Þar er öll aðstaða náttúrlega frábær og það er farið með mann eins og kóng. Maður lifir algjöru lúxuslífi en það er náttúrlega mikil pressa á manni í staðinn. Það er pressa að myndirnar skili hagnaði því þetta gengur ekki bara fyrir einhverjum listrænum metnaði, það þarf líka að skila hagnaði. Og ég hef ekkert á móti því, ég hef gaman af því að skemmta fólki líka.“ Hvað varðar muninn á listrænu frelsi hér heima og í Hollywood segir Baltasar: „Ég hef náttúrlega minna frelsi að því að leyti að þegar ég geri myndir hér heima þá fram- leiði ég þær, leikstýri og skrifa þær. Þannig að ég er bara að gera það sem mér sýnist, en í rauninni fæ ég að gera það þarna úti líka. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að ef ég fer gegn stúdíóinu og ef þeir eru ekki hrifnir af myndinni þá koma þeir náttúrlega ekki til með að leggja eins mikið í að auglýsa hana.“ „Maður er alltaf með hausinn á gapastokknum“ Baltasar hefur kynnst Hollywood ansi vel enda leikstýrt tveimur met- sölumyndum þar úti. Hann seg- ir afar mikla pressu fylgja starfinu enda margir sem hafi hagsmuna M y n d H ö r ð u r S V ei n SS o n „Sagt að skjóta Mexíkóann“ Viðtal Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is „Ég var settur aftan á einhvern „pickup“ með riffil í hendinni og var alveg að skíta á mig. Mikill hestamaður Baltasar Kormákur hefur verið í hestastússi frá barnsaldri og ætlaði lengi vel að verða dýralæknir. Mynd Hörður SVeinSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.