Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 46
46 16.–18. ágúst 2013 Helgarblað manns voru drepnir af suðurkóreska lögreglumanninum Woo Bum-kon nóttina 26. apríl 1982. Woo gekk berserksgang í nokkrum suðurkóreskum þorpum eftir að hafa vaknað við að sambýliskona hans sló hann á bringuna með það fyrir augum að drepa flugu. Hann settist að sumbli á lögreglustöðini og fórsíðan heim og lét sambýliskonu sína finna til tevatnsins. Þegar upp var staðið lágu 56 í valnum. Í kjölfarið svipti Woo sig lífi.56 A ðfaranótt 13. mars, 1964, kom 28 ára kona, Catherine Genovese, að heimili sínu í Kew Gardens í Queens í New York. Án efa var Catherine lúin eftir að hafa staðið vaktina á Ev’s Eleventh Hour- barnum á Jamaica Avenue í Hollis. Þessi smávaxna kona lagði rauð- um Fíat-sportbíl sínum og gekk sem leið lá að íbúðinni við Austin-stræti – íbúð sem hún deildi með vinkonu sinni. Klukkan tvö þessa sömu nótt hafði 29 ára karlmaður, Winston Mosely, smeygt sér fram úr rúmi sem hann deildi með eiginkonu sinni. Með það fyrir augum að svala afbrigðilegum hneigðum sínum rúntaði hann á Queens Boulevard og tilviljun ein réð því að Catherine „Kitty“ Genovese varð á vegi hans. „Láttu stúlkuna í friði“ Moseley beið ekki boðanna og hljóp á eftir hinu smávaxna fórnarlambi. Á nokkurrar viðvörunar stakk hann hana tvisvar í bakið með hnífi, „Guð hjálpi mér,“ veinaði hún. „Hann stakk mig. Hjálpið mér.“ Sagan segir að fjöldi fólks hafi heyrt neyðaróp Kitty en aðhafst ekk- ert. Ljós voru kveikt í íbúð tíu hæða íbúðabyggingar og íbúinn, Robert Mozer, hrópaði út um gluggann: „Láttu stúlkuna í friði!“ Hróp Roberts komu illa við Win- ston Moseley sem hljóp að bíl sín- um og ók á brott í snarhasti. Síðar sögðu nokkrir íbúar að þeir hefðu haldið að um hefði verið að ræða hefðbundin læti frá nálægum bar. Hvað sem því líður þá staulaðist Kitty hálfmeðvitundarlaus að bak- dyrunum í von um að komast inn. Þar kom hún að læstum dyrum. Hálfnað er verk … Winston Moseley sat í bifreið sinni nokkrum húsaröðum fjær og fylgd- ist með hvort lögreglan kæmi. Sú varð ekki raunin og hann tók þá ótrúlegu ákvörðun á ljúka því verki sem hann hafði byrjað á. Hann setti upp tírólahatt og kembdi nágrennið og hætti ekki fyrr en hann fann Kitty, illa haldna, við bakdyr íbúðabyggingarinnar. Varnarskurðir á höndum hennar sýndu síðar að hún hafði barist fyrir lífi sínu. En Winston Moseley, hafði betur með hnífinn að vopni, nauðg- aði henni, rændi af henni 49 Banda- ríkjadölum og skildi við hana sem um væri að ræða ónýtanlegt drasl. Nágranni Kitty, Karl Ross, varð var við síðari árásina og hafði sam- band við lögregluna sem kom brátt á staðinn – en of seint fyrir Kitty. Hún var eitt 636 myrtra einstaklinga í New York þetta árið og fékk ekki mikið pláss í blöðum þess tíma. Ýkt en áhugavert En tveimur vikum síðar kviknaði áhugi eins dagblaðs sem birti grein um morðið. „Í meira en hálftíma fylgdust 38 virðulegir, löghlýðnir íbúar Queens morðingja hrella og stinga konu í þremur aðskildum árásum,“ voru upphafsorð greinar- innar. Vissulega var um að ræða ýkjur en greinin vakti athygli. Sennilega var ekki um að ræða fleiri en sex vitni og ekkert þeirra sá Moseley verja hálftíma í að stinga Kitty. En án efa hefðu bein afskipti umræddra vitna orðið Kitty til lífs, en vitnin voru hvort tveggja eða bæði drukkin eða svefndrukkin. Eitt vitnanna sagðist hafa haldið að sér höndum – álitið að einhver annar hefði haft samband við lög- reglu. Annað var ölvað og einn full- orðinn karlmaður hafði hringt í lögregluna en fengið frekar fljót- færnislega afgreiðslu. Eitt par viður- kenndi þó að hafa ekki viljað skipta sér af. Hvað sem misvísandi frásögnum líður þá varð málið kveikja að rann- sóknum á samfélagslegri hegðun og snýr að aðgerðaleysi þeirra sem verða vitni að ofbeldisglæpum – Genovesi-heilkenninu, eins og það var síðar nefnt. Ekki flókið Þegar þarna var komið sögu var Winston Moseley á bak við lás og slá. Þessi tveggja barna faðir, með fasta atvinnu og enga sakaskrá, hafði verið gripinn glóðvolgur við að stela sjónvarpi eftir innbrot. Hann kom lögreglunni á óvart með því að viðurkenna blákalt að hann hefði banað Catherine Genovese og tveimur tonum að auki. Winston var ekkert að flækja málin og sagði að ætlun hans þessa örlagaríku nótt hefði einfaldlega verið „að myrða konu“. Winston Moseley var sakfelldur og dæmdur til dauða en hefur feng- ið að halda líftórunni hingað til. Winston er 78 ára að aldri, er enn á bak við lás og slá og hefur ítrekað verið neitað um reynslulausn. n Genovese - heilkennið n Enginn kom Kitty til hjálpar n Morðinginn sneri aftur á vettvang Winston Moseley Fékk svigrúm til að ljúka því verki sem hann hafði hafið. Catherine Genovese Afskipti vitna hefðu get- að orðið henni til lífs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.